Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1987, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1987, Page 33
FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987. 33 Dægradvöl )) Hún er sko langbest af okkur öllum“ 7 \i : „Mér er alveg sama þótt ég sé eina stelpan og fmnst bara betra að spila í strákaliði," sagði Ingibjörg Harpa Ólafsdóttir, níu ára og fyrirliði A-liðs KA á Tommamótinu, ein örfárra stelpna sem tóku þátt í mótinu. „Eg hef spilað fótbolta í meira en þrjú ár og það er það skemmtilegasta sem ég geri. Núna er ég varnarmað- ur. Vinkonum mínum finnst þetta ekkert sérstaklega skemmtilegt, en mig langar heldur ekkert frekar að spila í ^telpnaliði." Ingibjörg sagðist hafa hlakkað til Tommamótsins frá því í vor og fannst mjög gaman. Hún ætlaði að reyna að komast næsta ár líka. Það var greinilegt að samherjarnir voru mjög hrifnir af Ingibjörgu því 5? U þegar þeir voru spurðir hvernig það væri að hafa stelpu í liðinu, svöruðu þeir: „Alveg frábært. Hún Imba er sko langbest af okkur öllum.“ Og það stóð heima. Á verðlaunaaf- hendingunni um kvöldið var Ingi- björg kosin varnarmaður mótsins. -ý r ^ - 1 v i v mmMK |7| ~ . *? í ^ , . ■ -■ Ingibjörg Harpa Olafsdóttir, níu ára fyrirliði og varnarmaður, fyrir miðju á myndinni, í hópi samherja úr KA-lið- inu. Strákarnir sögðu að Ingibjörg væri besti leikmaðurinn í liðinu. Andri Sigþórsson, markakóngur og leikmaður mótsins, hampar hér á- nægður verðlaununum. Draumurinn er að verða atvinnumaður - sagði Andri Sigþórsson „Ég kom ekkert endilega til þess að vinna. Ég kom bara til að spila fótbolta. Auðvitað er samt alveg frá- bært hvað mér hefur gengið vel enda er ég búinn að æfa mikið fyrir þetta mót,“ sagði Andri Sigþórsson, tíu ára, í sigurliði KR-inga en hann var markakóngur mótsins, með 33 mörk, og auk þess var hann valinn leik- maður mótsins. Þetta var í þriðja skipti sem Andri tók þátt í Tommamótinu, en jafn- framt það síðasta þar sem hann verður of gamall næsta ár. Andra fannst það dálítið miður en sagði þó að það yrði nóg af öðrum mótum til að taka þátt í næsta ár. „Ég spila fótbolta í öllum frístundum," sagði Andri, „og er búinn að gera það síð- an ég var fimm ára.“ - Áttu þá engin önnur áhugamál? „Jú, stundum spila ég líka hand- bolta.“ Andri sagðist ekki vera neitt sér- lega þreyttur, enda ætlaði hann strax að fara út á KR-völl þegar hann kæmi heim. „Ég ætla að halda áfram að æfa meðan ég get. Mig langar mest af öllu að verða atvinnumaður síðar meir, það er draumurinn.“ Það ert jfaí sem situr undir stýri. mÉUMFEROAR Uráð sertilbooi og fidjrara enangaM mm Ein krukka (100 gr.) af Neskaffi samsvarar 1/2 kg. af venjulegu kaffi en kostar ekki nema kr. 159,-. Kaffipakki (1/2 kg.) kostar hins vegar á bilinu kr. 165,-til kr. 180,-. Neskaffi er því ekki bara gott á bragðið - það er líka ódýrast. VATNAGARÐAR 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 83788

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.