Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1987, Qupperneq 34
34
FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987.
Andlát
Garðar Jónsson sjómaður er látinn.
Hann fæddist 25. mars 1909 í Reykja-
vík og andaðist 24. júní sl. á Borg-
arspítalanum. Hjá Eimskipafélagi
íslands hf. starfaði Garðar í alls 60
ár sem er talinn langur starfsaldur
og það hjá sama fyrirtæki. Garðar
kvæntist Svövu Jakobsdóttur 11.
ágúst 1934 og eignuðust þau fjóra
drengi. Konu sína missti Garðar 24.
desember 1979. Síðustu árin hefur
sambýliskona Garðars verið Guðrún
Karlsdóttir. Þau hafa átt ánægjulega
daga saman og búið síðustu tvö árin
að Jökulgrunni 5a, Hrafnistu. Útför
Garðars fer fram í dag, fimmtudaginn
2. júlí, klukkan 13.30 frá Fossvogs-
kirkju.
Reynir Guðmundsson bóndi,
Nýja-Bæ í Borgarfirði, lést í Land-
spítalanum 22. júní sl. eftir erííð
veikindi. Reynir kenndi sjúkleika
síðla vetrar sem dró hann til dauða
á skömmum tíma. Hann var fæddur
á Sauðárkróki 18. júni 4938 og ólst
þar upp. Hann gekk að eiga unnustu
sína, Ólöfu Guðbrandsdóttur frá
Nýja-Bæ, 1. desember 1962 og hófu
þau búskap í Nýja-Bæ og hafa búið
þar æ síðan. Þeim varð tveggja sona
auðið, Guðbrands og Kristins. Reyn-
ir verður jarðsunginn frá Bæjar-
kirkju laugardaginn 4. júlí kl. 14.
Tapað - Fundið
Hver saknar hjóls?
Grænt kvenreiðhjól var skilið eftir við hús
í Garðabæ fyrir ca 3 mánuðum. Upplýsing-
ar í síma 14040 eða 53361.
Guðrún Halla Þorsteinsdóttir, er
lést í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð,
Kópavogi, þann 28. júní sl., verður
jarðsungin frá Bústaðakirkju föstu-
daginn 3. júlí kl. 13.30.
Margrét Pétursdóttir, Aðalstræti
17, ísafirði, Iést 30. júní sl. Útförin
fer fram frá Isaíjarðarkirkju laugar-
daginn 4. júlí kl. 14.
Þórhallur Guðmundsson frá Lauf-
ási, til heimilis á Droplaugarstöðum,
áður í Furugerði 1, lést í Borgarspít-
alanum 30. júní.
Útför Margrétar Jónsdóttur,
Hrafnistu, Hafnarfirði, fer fram frá
Dómkirkjunni föstudaginn 3. júlí kl.
10.30.
Agnar ívars húsgagnabólstrari,
Hávallagötu 11, verður jarðsunginn
frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstu-
daginn 3. júlí kl. 13.30.
Haraldur Ögmundsson, fyrrver-
andi baðvörður i Fellaskóla, Norður-
brún 1, verður jarðsunginn frá
Askirkju föstudaginn 3. júlí kl. 15.
Afmæli
90 ára verður á morgun, 3. júlí, frú
Guðrún Ólafsdóttir, fyrrum hús-
freyja í Unaðsdal á Snæíjallaströnd.
Eiginmaður hennar var Helgi Guð-
mundsson bóndi og útvegsmaður
þar. Hann lést árið 1945. Guðrún
ætlar að taka á móti gestum á þessum
merkisdegi sínum í Atthagasalnum á
Hótel Sögu á afmælisdaginn kl.
15-18.
50 ára afmæli á í dag, 2. júlí, Harald-
ur Sumarliðason, byggingam'eistari
og forseti Landssambands iðnaðar-
manna. Hann tekur á móti gestum
að Skipholti 70 á morgun, föstudag
3. júlí, kl. 17-19.
60 ára er í dag, 2. júlí, Hildur Guð-
leifsson, fyrrv. húsfreyja á Langstöð-
um í Hraungerðishreppi í Flóa. nú
til heimilis að Lyngheiði 15, Selfossi.
Maður hennar er Guðmundur Guð-
leifsson. Þau verða að heiman í dag.
75 ára afmæli á í dag, 2. júlí, frú Lóa
Eyþórs, Melabraut 38, Seltjarnar-
nesi. Eiginmaður hennar var Öfeigur
Ólafsson húsasmíðameistari en hann
lést árið 1971. Hún er að heiman í
dag.
Ti]kyiiningar
Opið hús í Norræna húsinu
I dag. 2. júlí. kl. 20.30 verður fyrsti fyrir-
lesturinn í sumardagskrá Norræna húss-
ins. Eyþór Einarsson grasafræðingur talar
um gróðurríki Islands og sýnir litskyggn-
ur. E.vþór heldur fyrirlesturinn á dönsku.
Eftir stutt kaffihlé verður sýnd kvikmynd-
in „Þrjár ásjónur Islands" með norsku
tali. Sumardagskráin hefur verið fastur
liður í starfsemi hússins allt frá 1979. Hún
er einkum sett saman með tilliti til norr-
ænna ferðamanna og flutt á einhverju
Norðurlandamálanna. Islenskir fræði-
menn halda erindi um ísland - land, þjóð,
sögu og náttúru. Þessi dagskrá verður öll
fimmtudagskvöld í sumar. Kaffistofa húss-
ins og bókasafn eru opin þessi kvöld til
kl. 22. I bókasafni liggja frammi þýðingar
íslenskra bókmennta á öðrum norrænum
málum og bækur um ísland. Aðgangur er
ókeypis og allir eru hjartanlega velkomn-
ir.
Forseti Finnlands sæmir Njörð
P. Njarðvík riddarakrossi
Forseti Finnlands, Mauno Koivisto, hefur
sæmt Njörð P. Njarðvík, dósent og rithöf-
und, riddarakrossi 1. flokks hinnar
fmnsku Ljónsorðu fyrir margra ára störf
hans að menningarsamskiptum Finnlands
og Islands, ekki síst á sviði bókmennta þar
sem Njörður hefur kynnt, þýtt og gefið
út finnskar og finnlandssænskar bækur.
Ambassador Finnlands, Anders Huldén,
afhenti Nirði heiðursmerkið mánudaginn
29. júní sl. og þakkaði honum um leið fyr-
ir margháttuð störf hans í þágu finnsk-
íslenskra menningarsamskipta.
Eldri borgarar
Frá og með 1. júlí verður opið hús alla
laugardaga, eins og verið hefur, frá kl.
14-22.
Fimleikar í nútíð og framtíð
F.S.l. efndi til ráðstefnu í maí sl. Stjórn
og starfsnefndir gerðu grein fyrir störfum
sínum frá síðasta þingi og lögðu fram til-
lögur og áætlanir um stariið næsta starfs-
ár. Lög og leikreglur sambandsins eru í
endurskoðun og komu fram á ráðstefnunni
ýmsar róttækar breytingatillögur. Þátt-
takendur í ráðstefnunni vildu að á næstu
starfsárum yrði lögð markviss áhersla á
fræðslumál. Einnig að lokið yrði við gerð
íslenska fimleikastigans og hann gefinn
út. I umræðum um fjármál F.S.Í. voru sam-
þykkt eindregin tilmæli til stjórna að við
gerð næstu fjárhagsáætlunar F.S.Í. verði
sundurliðað hvað varðar einstaka verk-
þætti þannig að allar nefndir hafi starfs-
grundvöll. Samþykkt var áskorun til
stjórnar F.S.I. um að koma á betra sam-
starfi við félög utan Reykjavíkur og efna
til fimleikamóta úti á landi. Samþykkt
voru tilmæli til félaga innan F.S.Í. að sjá
til þess að frambærilegt fag- og áhugafólk
innan þeirra raða gefi kost á sér til starfa
fyrir almenna fimleika þeim til eflingar.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin-
arhug við andlát og útför
Sigurðar Más Péturssonar
Borgarholtsbraut 78.
Guð blessi ykkur öll.
Steingerður Sigurðardóttir
Gréta Sigurðardóttir Sigurður Hreiðarsson
Eggert Sigurðsson Helga Sigurjónsdóttir
Þorvarður M. Sigurðsson Jóhanna Guðmundsdóttir
Birna E. Sigurðardóttir Elfar Gunnlaugsson
Pétur Sigurðsson Elín Guðmundsdóttir
Linda Sif Sigurðardóttir Svana H. Stefánsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn.
Spakmælið _______________________
Mönnum er ekki vant að líða vel þegar þeir hafa
blekkt aðra.
- O. Benneche
Breytingar á reglum fyrir
símskeytaþjónustu
Breytingar hafa orðið á reglum fyrir sím-
skeytaþjónustu með þeim hætti að hringt
verður til viðtakenda venjulegs símskeytis
og textinn lesinn fyrir hann. Skeytið er
síðan póstlagt en viðtakandi getur einnig
sótt það á símstöðina. Óski sendandi eða
viðtakandi venjulegs skeytis hins vegar
eftir að það sé afhent samdægurs verður
það sent gegn hraðboðagjaldi, kr. 90. Óski
sendandi einnig eftir því að skeytið sé af-
hent gegn kvittun er gjald fyrir það kr.
15. Framangreind gjöld eru án söluskatts.
Heilla- og samúðarskeyti verða áfram bor-
in út til viðtakenda án hraðboðagjalds.
Hlíðargarðshátíð
Hlíðargarðshátíðin í Kópavogi verður
haldin í dag, 2. júlí, ef veður leyfir. Hátíð
þessi er fastur liður í starfi vinnuskólans
og jafnan haldin fyrri hluta júlí. Þar hefur
verið ýmislegt um að vera, t.a.m. leikir og
þrautir, tívolíbásar, ýmis leiktæki og mini-
golf, svo eitthvað sé nefnt. Hundruð manns
hafa lagt leið sína í Hlíðargarð á þessa
hátíð undanfarin sumur. Lögð er áhersla
á að ungir sem aldnir geti unað í garðinum
þessa dagstund og fundið eitthvað við sitt
hæfi. Veitingar hafa og verið seldar á
staðnum og ágóði runnið til sérstaks mál-
efnis. Nú mun hann renna til fatlaðra
ungmenna úr Kópavogi sem fara í sumar-
búðir til Danmerkur seinna í sumar. Eins
og áður sagði er hátíðin fyrirhuguð í dag
en frestast til næsta góðvirðisdags þar á
eftir ef með þarf.
Lúðrasveitin Svanur á alþjóð-
legt lúðrasveitamót
Lúðrasveitin Svanur heldur til Austur-
Þýskalands í dag. Sveitin mun taka þátt
í alþjóðlegu lúðrasveitamóti í Rostock.
Mót þetta hefur verið haldið ár hvert síð-
an 1958 og er þetta í þriðja skipti sem
Islendingar taka þátt. Undanfarna mánuði
hafa blásarar lagt hart að sér við æfingar
auk margháttaðra fjáröflunarleiða. Er það
ætlun félaganna í Svaninum að gera veg
íslands sem mestan austan járntjalds eins
og ævinlega þegar landinn leggur land
undir fót á erlendri grund. Stjórnandi
lúðrasveitarinnar Svans er Kjartan
Óskarsson og einleikari með sveitinni er
Pétur Eiríksson. Formaður lúðrasveitar-
innar er Guðrún Helga Gylfadóttir.
Stúdíó S.G. tekur til starfa
Nýtt æfingastúdíó hefur tekið til starfa í
Furugrund í Kópavogi, Stúdíó S.G.
Stúdíóið býður upp á leikfimi og púltíma
fyrir konur og karla og stendur innritun
yfir næstu daga. Hver tími er 50 mín. og
æfingakerfið byggist upp á hitunaræfing-
um, þoli, styrkjandi æfingum og teygjum.
I september hefst kennsla í jassballett í
bama- og unglingaflokkum. Kennari er
Sigríður Guðjohnsen. Hún lauk dans-
kennaraprófi 1983 sem viðurkennt er af
alþjóða dansráðinu I.C.B.D. og er félagi í
Félagi íslenskra danskennara. Undanfarin
9 ár hefur Sigríður starfað hjá J.S.B. og
dansað með dansflokki J.S.B. í 7 ár. Stúdíó
S.G. er, ásamt heilsuræktinni Sólskin, til
húsa í Furugrund 3, Kópavogi. Þar er að
sjálfsögðu einnig boðið upp á gufu- og
ljósaböð og kaffisopa. Síminn er 46055
Tónleikar
Tónleikar í Abracaabra
I kvöld, 2. júlí, og sunnudagskvöldið 5.
júlí halda Mickey Dean og Þorleifur Guð-
jónsson tónleika í Abracaabra. Flutt
verður klassískur blues, ballöður new
wave kántrí og nýtt efni eftir Mike. Mikki
er nýkominn frá Chicago eftir vetrardvöl
í Mekka blúsins. 20 júní sl. komst nafn
Mickey Dean á síður Billboard, stærsta
og sterkasta tímarits iðnaðarins.