Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1987, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1987, Page 37
FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987. 37 Simamynd Reuter Slappaðafíhitanum Þessi ísbjörn nýtur þess sannarlega að kæla sig þar sem hann lúrir á tómri tunnu í tjörninni sinni í Cologne dýragarðinum í V-Þýskalandi. Það er víst ekki vanþörf á að kæla sig dálítið niður þar sem hitinn er yfir þrjátíu stig. Þessi tóma tunna er uppáhaldsleikfang bjarnarins og til margra hluta nytsam- leg, það má bæði leika sér að henni og leggja sig á henni. Það er ekki ólíklegt að hann sé að láta sig dreyma um svalari heimkynni sín þar sem hann hvílir angurvær á tunnunni. Undragleraugu fyrir lata Marsha Weinel, forstjóri vöruhúss í Cincinnati, skoðar hér sendingu af nýjustu uppfmningunni í gleraugna- bransanum. Það eru gleraugu sem hægt er að sjá rétthorn með. Þannig er hægt að liggja með bók á magan- um og lesa hana í gegnum gleraugun án þess að þurfa að halda henni upp að augunum vegna þess að gleraug- un spegla letrið á sérstakan hátt. Einnig er hægt að horfa á sjónvarpið í láréttri stöðu og losna þannig við óþarfa höfuðhreyfingar. Þvkja þessi gleraugu vera mesta gersemi enda eiga þau að tryggja eigandanum meiri afslöppun. Galdurinn með gler- augunum er fólgin i sérstökum linsum með hjálp spegla. Simamynd Reuter Prmsáhumarveiðuin Edward Bretaprins var nýlega í sex daga opinberri heimsókn í Kanada og var það fyrsta opinbera heimsókn þessa yngsta meðlims konungsfjölskyl- dunnar. Hér sést hann á humarveiðum síðasta dag heimsóknarinnar og virðist hann mjög einbeittur þar sem hann tekur humarinn varlegá úr háfn- um. Honum veiddist vel í þessum veiðitúr. Simamynd Reuter Simamynd Reuter Beethoven upprisiim? Þessi risastóri loftbelgur í líki tónskáldsins Ludvigs von Beethoven hefur vafalaust skotið einhverjum skelk í bringu er hann sveif yfir Munchen í fyrradag. Ætlunin var þó ekki að hræða íbúa í Munchen heldur á þetta uppátæki að sýna hlýhug og vinarþel! Belgja-Beethoven mun gera víðreist á næstunni í nokkurs konar vinaferðalagi milli helstu borga V-Þýskalands. Það er bandarískt viðskiptatímarit sem fjármagnar þetta vinalega flakk kauða. Sviðsljós Ólyginn sagði. . . Elísabet Taylor yfirgaf nýlega í reiðikasti veit- ingahús eitt í Los Angeles án þess að hafa einu sinni snætt þar fyrst. Ástæðan var sú að bannað var að reykja inni á staðnum og það gat leikkon- an alls ekki þolað. Hún lét sig þó hafa það að koma aftur á sama stað næsta dag ásamt sex kunningjum sínum. Og þá gat hún reykt að vild. Hvers vegna? Jú, hún leigði einfald- lega allan staðinn til þess að geta reykt við borðið sitt og sat hún þarna ásamt vinum sínum fram eftir kvöldi og keðjureykti. Mel Gibson stefnir staðfastlega að því að slá barneignamet í ástralska leikaraheiminum. í síðasta mánuði fæddist honum og Robyn, konu hans, fimmta barnið og það aðeins á sex árum. Gibson er sagður lifa rólegu fjölskyldulífi og er fá- tíður gestur á síðum slúður- blaða nema einna helst þegar ný börn bætast í fjölskylduna. Þau hjónin eru kaþólsk og mjög trúuð. Þar sem Gibson sjálfur kemur úr barnmargri fjölskyldu gæti eins verið að hann ætlaði sér að eignast fleiri. Al Pacino hefur mikið sést upp á síðkast- ið með leikkonunni Diane Keaton, bæði á götum New York borgar sem og í Los Angeles. Þegar þau eru spurð um þetta samband sitt eru þau þögul sem gröfin eða snúa bara út úr. Mönnum þykir þó ólíklegt að hjónaband sé væntanlegt enda hafa þau bæði í viðtölum áður fyrr lýst yfir vantrú sinni á hjónabandi. Það er þó aldrei að vita.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.