Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1987, Side 38
38
FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987.
Kvikmyndir
Morö er framió af mafiunni og peningum stoliö en jafnvel þaö er gert
skondið.
Gellur og gæjar
í Kalífomíu
Sumir halda því fram að Kalifornía
sé paradís á jörðu, að ekki sé talað
um strendurnar og lifið á þeim. Hver
man til dæmis ekki eftir laginu Cali-
fomia girls eða Kalifomíuskvísum-
ar sem David Lee Rorh söng hér
fyrir fáeinum árum. Textinn var
einkanlega tileinkaður glæsileika
þeima.
Terminal Exposure, sem Laugar-
ásbíó heíur fengið sýningarrétt á.
verður sýnd þar von bráðar. Hún
gengur einmitt út á gellumar og
gæjana í Kalifomíu og strandlífið
þar í borg. Glæpir, lauslæti og önnur
fíflalæti fyrir krakka á öllum aldiá
em aðalsmerki myndarinnar. Sjón-
um er víða beint; allt frá eltingarlát-
um neðansjávar til glimmersins í Las
Vegas.
Framleiðandi myndarinnar er
Nico Mastroakis. Hann samdi einnig
handritið ásamt Kirk Elli, auk þess
sem hann leikstýrir. Myndin er í
svipuðum stíl og tvær kvikmyndir
sem sýndar hafa verið nýlega hér á
landi, Risky Buisness og Ferry Bu-
ellers Day off.
Tveir ljósmyndafúskarar, eltandi
kvenmenn á röndum, em aðalper-
sónui' myndarinnar. Þeir em staddir
á ströndinni, sem endranær, er lík,
með hálfa milljón dollara á sér, verð-
ur á vegi þeirra. Þeir eru glöggir,
strákamir, og sjá strax að morð hef-
ur verið framið og hirða peningana.
En morðinginn er innan seilingar
og taka þeir til við að mynda líkið
bak og fyrir og segjast vera lögreglu-
menn. Þeim er auðvitað ekki trúað
enda líta þeir ekki út fyrir að bera
lög og reglur landsins á herðum sér.
Mafían hefur þar verið að verki og
upphefst mikill eltingarleikui' um
þvera og endilanga Kalifomíu.
Lenda þeir félagar í ýmsum ævintýr-
um, skondnum og spennandi. Létt-
leiki, vín og villtar meyjar er
aðalhúmor myndarinnar.
Fjöldi ungra leikara kemur við sögu
í Terminal Exposure og em þeir
flestallir lítt þekktir, nema þá
kannski innan Bandaríkjanna.
-GKr
►
Á ferðalagi
„Heim að Hólum“
í Hjattadal
Enn í dag segja Skagfirðingar
„heim að Hólum“ þegar þeir eiga við
heimahéraðið. Talshátturinn visar
til þess að Hólar í Hjaltadal vom
löngum höfuðstaður Norðurlands,
biskupsstaður og höfðingjasetur.
Hjaltadalur er langur og þröngur
dalur og Qöllum girtur. Hjaltadals-
heiði tekur við upp af dalbotninum
og var fyiTum farið yfir heiðina til
Hörgárdals en leiðin þótti erfið yfir-
ferðar.
Hólar em ekki landnámsjörð og
komu fyrst við sögu um 1100 þegar
ákveðið var að setja biskupsstól á
Norðurlandi. Engir Norðlendingar
vildu gefa jörð undir biskupsstól uns
Illugi Bjömsson, prestur á Hólum
og eigandi jarðarinnar, gaf Hóla til
dýrðar og hagsbóta fyrir heilaga
kaþólska kirkju. I sjö aldir, frá 1106
til 1798, vom Hólar biskupssetur og
um leið höfuðstaður Norðurlands.
Eins og búast má við sátu merkis-
klerkar staðinn og fara miklar sögur
af sumum þeirra. Trúlega er á engan
hallað þótt síðasti pápíski biskupinn
sé talinn merkastur guðsmannanna
á Hólum. Jón hét hann og var Ara-
son og sameinaðist í honum slægð
stjómmálarefsins og eldmóður hins
rétttrúaða. Til skamms tíma var ís-
lenskum bömum kennt að Jón hefði
verið síðasta sjálfstæðishetja mið-
alda. Lærðir menn og leikir túlkuðu
andstöðu Jóns við lútersku sem and-
óf gegn ágangi Danakonungs og úr
varð kenning sem gerði gæslumann
páfa á Islandi að þjóðfrelsisskæm-
liða íslensks almúga gegn erlendum
drottnurum. Að Jóni gengnum stóðu
hhð Fróns opin fyrir kúgunarleppum
danska konungsins. Kenningin var
áberandi á öndverðri þessari öld og
fram á hana miðja þegar íslenskir
stjómmálamenn æstu hver annan
upp í andstöðunni við Dani og tókst
að slíta konungssambandinu þegar
Kristján konungur tíundi var fangi
nasista 1940-1945. Þeim sem kenndu
þessi fræði og trúðu þeim svelgdist
hins vegar ekki á þegar útlendum
her var lánuð stasjón á landinu
skömmu eftir slitin við „kúgarann"
í Kaupmannahöfh.
En það var sem sagt Jón Arason
sem hatrammlega barðist gegn lút-
erskum sið og gerðist við eitt tæki-
færi svo djarfur að hertaka stólinn
í Skálholti. Það kom fyrir ekki og
laut Jón í lægra haldi fyrir hinum
nýja sið og galt pápísku sinnar með
lífinu. Jón og synir hans tveir vom
hálshöggnir í Skálholti þann 7. nóv-
ember 1550.
400 árum seinna var reistur tum
til minningar um hetjuna Jón og er
þar lítil kapella sem í em geymd
bein feðganna, að sögn. Á þremur
öðrum stöðum hefur verið sáldrað
niður minnismerkjum um síðasta
kaþólska biskupinn á íslandi.
-pal
Hólar i Hjaltadal. Turninn með kapellunni blasir við. Þar ku geymdar leifarnar af Jóni og sonum hans.
Kvikmyndahús
DV
Bíóborg
Arizona yngri
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. '
Moskitóströndin
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05.
Krókódila Dundee
Sýnd kl. 5 og 11.
Morguninn eftir
Sýnd kl. 7 og 9.
Bíóhúsið
Bláa Betty
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Bíóhöllin
Innbrotsþjófurinn
Sýnd kl. 5. 7, 9 og 11.
Lögregluskólinn
Allir á vakt
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Leyniförin
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Með tvær í takinu
Sýnd kl. 5 og 7.
Blátt flauel
Sýnd kl. 9.
Vitnin
Sýnd kl. 9 og 11.
Litla hryllingsbúðin
Sýnd kl. 5, 7 og 11.05.
Háskólahíó
Herdeildin
Sýnd kl. 7, 9.05 og 11.15.
íga
Djöfufoður kærasti
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Bönnuð innan 12 ára.
Draumátök
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Bönnuð innan 16. ára.
Hrun ameríska
heimsveldisins
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Bönnuð innan 16. ára.
Regnboginn
Dauoinn á skriðbeltum
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15.
A toppinn
Sýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05,
9.05 og 11.05.
Gullni drengurinn
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15.
Þrír vinir
Sýnd kl. 3.10, 5.10, 7.10,
9.10 og 11.10.
Herbergi með útsýni
Sýnd kl. 7.
Herramenn
Sýnd kl. 3.15, 5.15, 9.15 og 11.15.
Punktur, punktur, komma strik.
Sýnd kl. 7.
Stjörnubíó
Wisdom
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Fjárkúgun
Sýnd kl. 5, 9 og 11.
Bönnuð innan 16 ára.
Börn líta á lífið
sem leik.
Abyrgðin er okkar-
fullorðna fólksins.
ÍUMFERÐAR
BÁB
Útvaip - Sjónvaip
Stöð 2 kl. 22.20:
Aðeins fyrir augu þín
For your eyes only eða Aðeins fyrir
augu þín þykir ein besta Bondmyndin
og má í henni finna allt sem einkenn-
ir góðan bondara, hraða, húmor,
spennu, vin og villtar meyjar, fyrir
utan sjálfan James Bond sem í þessari
mynd er leikinn af Roger Moore, fræg-
asta njósnara allra tíma sem yngri
kynslóðinni finnst vera hinn eini sanni
James Bond.
James Bond er sem fyrr að vinna
fyrir bresku leyniþjónustuna. Hann
er sendur til Grikklands til þess að
hafa uppi á þrjótum sem sökktu sjófar-
artæki við strendur landsins. Hann
hittir að sjálfsögðu unga og fallega
konu, Melina Havelock, sem er að
leita uppi morðingja foreldra sinna.
Þau lenda saman í ýmsum ævintýrum
auk ástarævintýris í landi, á sjó og í
lofti.
f aðalhlutverkum eru Roger Moore,
Carole Bouquet, Lynn Holly Johnson
og Julian Glover.
- Bond - James Bond
Roger Moore og Carole Bouquet á flótta á ströndum Grikklands.