Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1987, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1987, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987. 43 Spurningaleikur__________ Veistu fyrr en í fimmtu tilraun? Hér býður DV lesendum að reyna sig við sjö spurningar úr ýmsum áttum. Skráið hjá ykkur stigin og sjáið hve glögg þið eruð. 5 stig 4 stig 3 stig 2 stig 1 stig Fleyg orð Hann sagðist ekki slá með flötum lófa þegar hann reiddist. t Hann var árum saman þingmaður Stranda- manna. Hann hóf embættisferil sinn sem lögreglustjóri í Reykjavík. Hann orti um sjálfan sig: „Ég er eins og al- þjóð veit aðeins kollu- bani." Hann var lengur forsæt- isráðherra en aðrir Islendingar. Staður í veröldinni Það var Norðmaður sem kom þangað fyrst- ur manna. Bandaríkjamenn hafa þar bækistöð. Á síðasta ári ætlaði norsk kona að fara þangað landleiðina en komst ekki. Þetta er kaldasti staður- inn á jörðinni. Fólk í fréttum Hann erfæddur 17. júní árið 1948. Af verkum hans má ráða að hann sé hrifinn af nafninu sínu. Faðir hans er þekktur lögfræðingur. Nú fyrir skömmu end- urvakti hann forna íþrótt við litlar vinsældir. Frægt í sögunni Upphaf þessa mál var að nokkrir skólastrákar vildu ekki vera í bind- indisfélagi. Einn helsti forsprakki þessa uppátækis varð síðar skólastjóri þessa sama skóla. Hann varð síðar frægt skáld. Þetta gerðist í janúar árið 1 850. Mál þetta er þekkt und- ir latnesku nafni. Sjaldgæft orð Orð þetta er stundum notað sem heiti á karl- kyni rjúpunnar. Það er einnig notað um hrúta. Það er einnig notað sem háðsyrði um montna menn. Oft er það notað til að leggja áherslu á að eitt- hvað sé stórt eða mikið. Það þekkist einnig sem stytting á alþekktu karl- mannsnafni. Stjórn- málamaður Hann er fæddur á Isafirði 14. maí árið 1943. Hann hefursetið á þingi fyrirfleiri en einn flokk. Hann var einn af for- sprökkum hreyfingar sem kennd var við bæ á Norðurlandi. Hann situr ekki lengur á þingi. Hann er vel þekktur sem fræðimaður og há- skólakennari. Rithöfundur Fyrsta bók hennar kom út árið 1965. Margir ættmenn henn- ar eru þekktir fyrir rit- störf. Hún fæddist í þessum bæ árið 1930. Hún samdi sjónvarps- leikritið Hvað er í blýhólknum? Hún sat um árabil á þingi fyrir Alþýðu- bandalagið. Svör eru á bls. 40 Islensk fýndni Hér birtum við fyrstu myndina í nýjum leik sem DV býður lesendum að taka þátt í. Leikurinn felst í því að lesendur geta hér lagt Jóni Páli orð í munn mitt í átök- unum um titilinn sterkasti maður íslands. í næsta blaði birtum við myndina aftur með fyndnustu tillögunni ásamt nafni höfundarins. Jafnframt verður birt ný mynd og óskað eftir nýrri tillögu. Og þá er bara að byrja. Hvað er líklegast að Jón Páll hafi sagt eða hugsað við þessar aðstæður?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.