Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1987, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987. 45 Hinhliðin • Heimlr Karlsson iþróttafréttamaöur á Stðð 2 og þjálfari og lelkmaður 2. deildarliðs ÍR I krtattspyrnu. „Held mest upp á saltaða hrossakjötið“ - segir Heimir Karisson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Heimir Karlsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2, sýnir lesendum DV á sér hina hliðina að þessu sinni. Heimir er jafrigamall Stöð 2 í starfi og hafa skemmtilegir og Qöl- brejdtir íþróttapættir hans vakið athygh margra. Heimir er og snjail knattspymu- maður en síðustu tvö árin hefur hann þtólf- að og leikið með IR j knattspymunni. I fyrra komst hðið unp í 2. deild og hefur stað- ið sig vonum framar í sumar. Enn er hðið í toppbaráttu 2. deildar og ekki er séð fyrir endann á velgengni liðsins. Svör Heimis fara hér á eftir: Fullt nafh: Karl Heimir Karlsson. Aldur: 26 ára. Fæðingarstaður: Reykjavík. Maki: Trúlofaður Önnu K. Bjamadóttur. Böm: Biynjar Ámi, rúmlega eins árs. Þegar ég rifja upp aldur kapp- ans þá miða ég alltaf við síðustu heimsmeistarakeppni i knatt- spymu því hann gerði sér lítið fyrir og fæddist í hálfleik úrshtaleiksins. Bifreið: BMW 318i, árgerð 1982. Starf: fþróttafréttamaður á Stöð 2. Laun: Mjög viðunandi. Helsti veikleiki: Svolítið góður við sjálfan mig. Helsti kostur: Nú er ég að ímynda mér hvað konan min myndi segja. Ég held að ég geti talist nokkuð samviskusamur. Hin hliðin Stefán Kristjánsson Hefur þú einhvem tíma unnið i happdrætti eða þvíííku? Nei, aldr- ei. Ég bíð ennþá eftir vinningi. Heyrðu, ég man það núna að ég hef aldrei átt happdrættismiða. Uppáhaldsmatur: Saltað hrossa- kjöt. Uppáhaldsdrykkur: Undanrenna. Uppáhaldsveitingastaður: Hingað til er það Amarhóll. Uppáhaldstegund tónlistar: Tón- listin sem Valdís Gunnarsdóttir leikur á Bylgjunni. Það er eins og ég sé að spila plötumar þegar hún cr með þætti. Uppáhaldshljómsveit: Bmce Springsteen. Uppáhaldssöngvari: Sá sami. Uppáhaldsblað: DV og Mogginn. Uppáhaldstímarit: íþróttablaðið. Uppáhaldsíþróttamaður: Charles Barkley, leikmaður með 76ers í NBA körfuboltanum í Bandaríkj- unum. Uppáhaldsstjómmálamaður: Guð- mundur Ámi Stelansson, bæjar- stjóri í Hafharfirði. Uppáhaldsleikari: Laddi. Uppáhaldsrithöfundur: Ég les af- skaplegaa lítið og nota rúmið mitt til að sofa í því. Besta bók sem þú hefur lesið: Spá- maðurinn. Hvort er f meira uppáhaldi hjá þér Sjónvarpið eða Stöð 2? Þessi er erfið. Stöð 2. Hver útvarpsrásanna finnst þér best Það er ekki spuming að Bylgjan er best í dag. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Páll Magnússon. Uppáhaldsútvarpsmaður: Valdís Gunnarsdóttir á Bylgjunni. Hvar kynntist þú kærustunni? 1 Sigtúni. Helstu áhugamál: íþróttir og þar af leiðandi vinnan. Fallegasti kvenmaður sem þú hef- ur séð: Konan mín. Hvaða persónu langar þig mest til að hittæ Bmce Springsteen og Charles Barkley. Fallegasti staður á íslandi: Þing- vellir. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Tek ekkert sumarfrí. Eitthvað sérstakt sem þú stefnir að á þessu ári: Sjá meira af syni mínum og koma ÍR-ingum vel fyrir í 2. deildinni. -SK Kerskni - Þú varst aldrei svona hugulsamur, pabbi, þegar þú varst að baða mig...! 'QiMÉ. © PIB A R5! rp\ f/ w |ÉS| - Ég fæ hann ekki í gang. Ekki vildir þú vera svo vænn að ýta fyrir mig ... ? - Þú mundir eftir að skrúfa rúðurnar upp, Erla mín. Var það ekki? - Sá sem er fótgangandi er maður sem telur það ekki nauðsyn- legt að heimilid eigi tvo bíla ... - Ég veit ekki hversu umferðin þyngist hér. Ég man eftir þvi að haustið 1980 kom ég honum einu sinni upp í sextíu hérna ...! Q**É OPIB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.