Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1987, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987. 61 Svona leit Dennis Hopper út 1969. mynda sem hann lék í 1983 var Rumblefish, sem var fvrsta myndin sem Coppola gerði af viti eftir Víet- nam-myndina sína, Apolcalvpse Now. Einnig má nefna síðustu mynd Sam Peckinpah. The Oster- man Weekend, sem byggð var á sögu Roberts Ludlum. Stöðluð hlutverk Síðastliðið ár virðist hins vegar ætla að verða eitt það besta í ferli Hoppers sem leikara. Hvorki meira né minna en átta myndir eru skráð- ar sem hann lék í það ár. Ein þessara mynda var sýnd hér ný- lega, Blue Velvet, þar sem hann lék m.a. á móti dóttur Ingrid Bergman. Einnig var hann útnefndur til óskarsverðlauna fvrir hlutverk sitt í Best Shot. Hinar mvndirnar eru The American Way, The Texas Chainsaw Massacre Two, River's Edge, Black Widow, Straight To Hell og Colors. Þess má geta að í Black Widow liggja leiðir þeirra Bob Rafelson saman aftur því hann er leikstjóri myndarinnar. Það er athyglisvert að þótt Denn- is Hopper sé nú vel klipptur. rakaður og gangi í jakkafötum leikur hann enn aðallega hlutverk hálfgerðra brjálæðinga, eins og Frank Boot i Blue Velvet. Margir vilja tengja þau hlutverk. sem Hop- per tekur að sér. við persónu hans sjálfs. Sagan segir að þegar verið var að veita óskarsverðlaunin i fvrra hafi fyrrverandi eiginkona hans (raunar sú þriðja í röðinni) tilkvnnt að svona hefði Hopper sjálfur hegðað sér oftar en einu sinni á árunum 1970-1980. Hopper . var nú ekki lengi að svara og sagði brosandi „Já. líklega hef ég æft þetta hlutverk of mikið." Ný mynd Ein af nýjustu myndum Hoppers er Colors þar sem hann leikur með vandræðagemlingnum Sean Penn. Raunar er Hopper þá búinn að fara heilan hring þar sem hann lék bæði með James Dean og nú Penn sem er eins og áður sagði talinn arftaki Dean. Það var Madonna sem bauð Hopper á völlinn til að sjá New Yorks Mett og þar hitti hann Sean Penn. Skömmu síðar tilkynnti Penn kvikmyndaveri. sem var að bjóða honum aðalhlutverkið í mvnd að nafni Barflv, að hann tæki það aðeins ef Dennis Hopper leikstýrði því. Þeim leist ekkert á kauða og því varð ekkert úr gerð mvndarinnar með þeim félögum. Skömmu síðar sendi Penn handri- tið að Color til Hopper sem sló til. Myndin fjallar um glæpaflokka i Los Angeles. Segja má að þessi gengi hafi komið í stað þeirra vand- ræðagemlinga sem við kynntumst í West Side Story en nú er búið að skipta út hnífunum og í staðinn eru komnar vélbvssur. Þeir félagar ákváðu að taka mvndina á þeim stöðum í L.A. þar sem þessir bófa- flokkar starfa til að ná raunveru- legri blæ á mvndina sem gerði það að verkum að Penn neyddist til að vera í skotheldu vesti allan timann. Þess má geta að þessir glæpaflokk- ar eru taldir bera ábvrgð á 3 af 4 morðum sem framin eru í borginni. Það er gaman að sjá Hopper í fullu fjöri aftur á hvíta tjaldinu. Við eigum eftir að sjá flestar þeirra mynda sem hann gerði 1987 og ef hann verður eins virkur sem leik- ari næstu árin þurfa þeir sem hafa gaman af að berja Dennis Hopper augum ekki að kvarta heldur geta hlakkað til. B.H. Dennis Hopper Nú eru liðin 32 ár síðan Dennis Hopper birtist fyrst á hvíta tjald- inu. Þótt hann hafi aldrei slegið í gegn hefur hann eignast sinn aðdá- endahóp sem fylgist gjörla með ferli hans. Einnig virðist honum hafa tekist að vekja athygli yngri kyn- slóðarinnar sem virðist kunna vel að meta framlag hans til fjölmargra Það var svo árið 1969 að hjólin fóru að snúast. Þá slógu þeir félag- ar Dennis Hopper, Jack Nicholson og Peter Fonda í gegn í Easy Rid- er. Fyrir utan að leika eitt aðal- hlutverkið leikstýrði Hopper einnig myndinni. Easy Rider var ein fyrsta myndin sem sló í gegn og fjallaði um lífs- Erfiðurtími í stuttu máli sagt var Dennis Hopper búinn að slá í gegn. Þess má geta að aðalstuðningsmaður Hopper við gerð og fjármögnun myndarinnar var Bob Rafelson sem ásamt Jack Nicolson hafði skrifað handriðið að Monkees myndinni Head sem Hopper hafði leikið í árið á undan. Var sú mynd fyrirboði að breyttu líferni Hopper og afstöðu hans til lífsins. I kjölfarið fylgdu myndir þar sem Hopper lék persónur sem féllu ekki inn í hið hefðbundna form þjóð- félagsins en voru nokkurs konar uppreisnarseggir gegn hinu ríkj- andi skipulagi. Má segja að Hopper hafi þarna verið að taka upp þráð- inn sem James Dean hafði skilið eftir. Varð Hopper hetja fjölmargra hippa og utangarðsmanna á þess- um tíma. Ekki sakaði það að sögur bárust um hassreykingar og annað í líkum dúr í slúðursagnadálkum dagblaðanna sem styrkti upp- reisnarímynd Hopper. Helstu myndir Hopper frá þessum tíma eru The American Dreamer (1970), The Last Movie (1971), Kid Blue (1973) og svo James Dean og The First American Teenager árið 1975. Kvikmyndir munstur og hugsanagang hippa ásamt því að vera ádeila á banda- rískt byssuþjóðfélag. Hollywood kvikmyndaframleiðendur áttuðu sig á því að þarna var nýtt, spenn- andi viðfangsefni sem hægt var að græða á en fáar myndir hafa kostað eins lítið og Easy Rider og skilað jafnmiklu til framleiðenda. Myndin fjallaði um tvo hippa á mótorhjóli sem lifðu af því að selja hass í Kaliforníu. Dag einn, þegar þeir áttu nægjanlegt fé, földu þeir það í bensintanknum og lögðu af stað í ævintýraferð á hjólunum i átt til New Orleans. Þetta er Dennis Hopper nútímans i Black Widow. nýrra mynda sem hann hefur leikið í við góðan orðstír. Við verðum að fara aftur til árs- ins 1954 til að finna fyrstu myndina sem Dennis Hopper lék í. Var það myndin Johnny Guitar sem Nichol- as Ray leikstýrði. Ekki virðist hlutverkið hafa verið stórt því í venjulegum kvikmyndahand- bókum er Dennis Hopper hvergi getið. Þótt Johnny Guitar gerði Hopper ekki heimsfrægan á einni nóttu virtust tilboðin ekki láta á sér standa. Hér var alltaf um að ræða aukahlutverk sem hingað til hafa verið sérgrein Hopper. Það eru ekki margir leikarar sem léku í myndum fyrir rúmum þrjátíu árum og gera enn við góðan orðstír. Árið 1955 lék hann með hinum fræga James Dean í myndinni Rebel Wit- hout A Cause og árið eftir í Giant. Þótt Sean Penn sé búinn að taka við hlutverki James Dean, Prince við hlutverki Bob Dylan og Kim Basinger við hlutverki Natalie Wood þá er Dennis Hopper ennþá Dennis Hopper í flestra augum. Slegið í gegn Allt fram til 1969 lék Hopper í annars flokks myndum og mörgum hverjum af lélegri gerðinni. Inn á milli voru þó þokkalegar myndir eins og John Wayne myndin The Sons Of Katie Elder. En flestar báru furðuleg nöfn eins og Planet of Blood og The Glory Stompers. Eins og áður var sagt var Dennis Hopper ekki getið sérstaklega í lista yfir leikendur vegna þess hve hlutverk hans voru smá. Voru fjöl- margar myndir, sem hann lék í, frá þessum tíma sýndar í Hafnarbíói. I sviðsljósið að nýju Þetta reyndust Hopper erfið ár. Hann ofnotaði bæði áfengi og eit- urlyf og var lagður nokkrum sinnum á sjúkrahús eftir að hafa fengið taugaáfall og brotnað niður vegna undangengins lífernis. Þetta ástand varði þó nokkurn tíma áður en Hopper tók sig á og breytti líferni sínu. Hins vegar reyndist honum erfitt að hrista af sér þann persónuleikastimpil sem hann hafði dregið upp í myndum sínum. Allir litu á Hopper sem út- brunninn hippa sem lifði á eitur- lyfjum og brennivíni. Honum bauðst hlutverk ljósmyndara í stríðsmynd Coppola, Apocalypse Now, sem gerð var 1979 og fjallaði um Vietnam-striðið. Þar birtist hann, skrautlega klæddur, skeggj- aður með rautt band bundið um ennið til að halda hárinu frá aug- unum. Þeir sem sáu þessa mvnd sáu enn einu sinni fvrir sér hippann Hopper. Það er svo árið 1983 sem Hopper virðist hafa fengið vítamínsprautu því það ár lék hann hvorki meira né minna en í fjórum myndum sem ekki hafði gerst síðan 1967. Hopper hafði á áttunda áratugnum dvalist oft langtímum saman í Evrópu og virtist nú hafa einsett sér að hefja nafn sitt til vegs og virðingar í Bandaríkjunum. Meðal þeirra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.