Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1987, Síða 2
2
FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987.
Frétfir
Maður handtekinn:
Hringt var í bandaríska sendi-
ráðið í tvígang um síðustu heigi
og því hótað að sendiráðið yrði
sprengt í loft upp. Lögreglan gat
rakið hvaðan hringingamar
komu. Reyndist það vera úr húsi
á Akranesi. Ijögreglan á Akra-
nesi hafði uppi á þeim sem haíðí
hringt. Var hann færður til yfír-
heyrslu og játaði maðurinn að
hafa átt sök á hringingumtm.
Eftir að yfirheyrslum lauk og
játning lá fyrir var manninum
slepptlausum. Lögreglan á Akra-
nesi varð að hafa afekipti af
manninum aftur á þriðjudags-
morgun. Þá hafði maðurinn
valdið íbúum í hverfinu sem hann
býri töluverðum óþægindummeð
drykkjulátum. Maðurinn gengur
nú laus.
Lögreglan á Akranesi vildí ekki
meina að maðurinn væri hættu-
legur. Hann er aðkomumaður á
Akranesi og hefur veríð þar stutt-
an tima. -sme
Ákvörðun ríkisstjómarínnar í hvalamálinu:
Hvalveiðar i visinda
skyni halda áfram
Elías V. Einarsson, kokkur í Borgartúni 6, steikti
bíða óþreyjufullir eftir aðalréttinum - hvalkjöti.
hvalkjötið. Sjávarútvegsráðherra og utanrikismálanefndarmenn
DV-myndir JAK
Hvalveiðar í visindaskyni munu
halda áfram, samkvæmt upplýsing-
um sem D V hefur aflað sér og er það
meginefni ákvörðunar ríkisstjómar-
innar sem tekin var á fundi hennar
í gærmorgun, samkvæmt upplýsing-
um sem DV hefur aflað sér.
Samþykkt var á fundinum að ekki
skyldi greint frá ákvörðuninni fyrr
en eftir helgi og verður tíminn þang-
að til notaður til að greina öðrum
þjóðum frá ákvörðun ríkisstjómar-
innar en sem kunnugt er hafa
Bandaríkjamenn verið fremstir í
flokki þeirra þjóða sem viljað hafa
koma í veg fyrir hvalveiðar íslend-
inga.
Utanríkismálanefnd kom saman í
hádeginu í dag til að ræða ákvörðun
ríkisstjómarinnar en nefhdarmenn
vörðust alfra frétta af fundinum.
Þess má geta að á þessum fundi
snæddu nefhdarmenn hvalkjöt og
þótti mönnum kjötið misgott, sam-
kvæmt upplýsingum DV.
Um helgina sigla hvalbátamir af
stað í hvalatalningu en reiknað er
með að upp úr þvi hefjist hvalveiðar
í vísindaskyni að nýju. -ój
Hafnsógubát stolið:
Kom til
slagsmála um
stjómtækin
Til átaka kom um borð í hafhsögu-
bátnum Salud í nótt. Fjögur ölvuð
ungmenni stálu bátnum og héldu út
úr Reykjavíkurhöfn. Lögregla og skip-
stjórinn á Salud höfðu samband við
Slysavamafélagið og vildi svo vel til
að félagar úr björgunarsveitinni Ing-
ólfi voru til staðar.
Var strax haldið á björgunarbátnum
Jóni E. Bergsveinssyni á eftir Salud.
Var honum náð á ytri höfhinni. Þegar
björgunarbáturinn renndi með síðu
Salud stukku skipstjórinn á Salud og
lögregluþjónn um borð í hafhsögubát-
inn.
Ungmennin settu vél Salud á fulla
ferð áfram þegar þau gerðu sér grein
fyrir að menn væm að koma um borð.
Til átaka kom um stjómtækin og
mátti litlu muna að báturinn færi á
fullri ferð upp í grjótgarðinn. Það var
fyrir snarræði skipstjórans og lög-
regluþjónsins að því varð forðað. Þeir
sýndu mikið þor þegar þeir stukku á
milli bátanna í myrkrinu og bátamir
báðir á ferð.
Eitt ungmennana var skorið á hendi
eftír að hafa brotið upp rúðu í stýris-
húsi Salud. Þegar ungmennunum
hafði tekist að komast í stýrishús
Salud var eftírleikurinn hægur því
lyklar að bátnum em geymdir í ræsin-
um. Það var því hægðarleikur að
gangsetja vél og halda til hafe. Ung-
mennin vom það dmkkin að ekki var
hægt að yfirheyra þau í nótt. Vom þau
geymd í fangageymslu til morguns.
-sme
Salud á leið til hafnar. Félagar úr Slysavamafélaginu veittu lögreglu og hafnsögumönnum aðstoð við elta bátinn uppi.
Hafnsögubátur fylgir á eftir.
DV-mynd S
Sterkasta skákmót heims hér næsta haust?
Likur a að Karpov og
Kasparov veroi meö
Allar líkur em á að eitt af „World
Cup“ stórmótunum í skák verði
haldið hér á landi haustíð 1988 og
er það Stöð 2 sem hefur forgöngu
um það. Búist er við að bæði Ka-
sparov heimsmeistari og Karpov,
fyrrverandi heimsmeistari- í skák,
taki þátt í mótinu, samkvæmt upp-
lýsingum sem DV fékk hjá Sighvati
Blöndahl, markaðsstjóra Stöðvar 2.
Sighvatur sagði að Stöð 2 væri nú
að leita að innlendum samstarfsaðila
um mótshaldið og kvað hann þær
athuganir á byrjunarstigi. Fyrir
hönd samtaka stórmeistara í skák,
en „World Cup“ mótin em haldin á
þeirra vegum, er það tékkneski stór-
meistarinn Kavalek sem hefur
umsjón með mótinu.
1 samtökum stórmeistara em 22
sterkustu skákmenn veraldar á
hverjum tíma og er reiknað með að
haldin verði sex slík mót þar sem
tefla 16 skákmenn hverju sinni.
Ef svo fer sem horfir munu auk
núverandi og fyrrverandi heims-
meistara koma hingað til lands
skákmeistaramir Kortsnoj, Hubner,
Jusupov, Timman, Beljavski,
Lubojevic, Spasský, Short, Anders-
son og Tal. ðljóst er hvort einhver
íslensku stórmeistaranna, öðrum en
Jóhanni Hjartarsyni, hafi tekist að
fylla þennan flokk þegar þar að kem-
ur.
Að sögn Sighvats er mikill kostn-
aður því fylgjandi að halda mót sem
þetta og er hann ekki undir 20 millj-
ónum króna. Samkvæmt upplýsing-
um, sem DV hefur aflað sér, kemur
tíl greina að samstarfeaðilar Stöðvar
2 um mótshaldið verði Visa og Bún-
aðarbankinn.
-ój