Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1987, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1987, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987. Fréttir Framganga Sambandsins í Útvegsbankamálinu: Kallar á auðhringalöggjöf - segir Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra sagði ekki ástæðu til að ætla að viðskiptaráöherra hygðist ganga gegn vilja forsætisráðherra í Útvegsbankamálinu. DV-mynd S Útvegsbankamálið er fyrsta alvar- lega prófraunin fyrir ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar. Málið hefur tekið á sig mjög pólitíska mynd og em Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur sakaðir um að stefria ríkisstjóminni í hættu vegna póli- tískrar hagsmunagæslu. Hvað segir forsætisráðherra um þetta fyrir hönd síns flokks? „Það er mjög auðvelt að vísa þessu á bug fyrir okkar leyti. Þegar við- skiptaráðherrann fyrrverandi mælti fyrir lögunum um Útvegsbankann hf. þá sagði hann að það væri eink- anlega stefnt að því að samtök í sjávarútvegi, sjávarútvegsfyrirtæki, viðskiptamenn bankans og aðrir bankar, sem kynnu að hafa áhuga á sameiningu, kæmu inn í þessi kaup. Þannig var markmiðið mjög skýrt sett. Við erum með tvö tilboð á hendi. Annað frá einum aðila. Hitt frá 33 aðilum sem em mjög óskyldir hver öðrum. Þetta er ekki nein ein klíka. Þeir síðamefndu gerðu jaíhframt til- boð í öll hlutabréfin. Frá okkar bæjardyrum séð liggur málið þess vegna alveg augljóst fyrir." Framsókn skipti um skoðun „Fyrrverandi viðskiptaráðherra fékk fyrirspum frá einum heildsala sem vildi kaupa meirihlutann í bankanum. Þvi var svarað alveg skýrt og skorinort að slíku tilboði yrði hafnað á þessari forsendu, að við vildum ekki einn aðila. Matthías talaði að sjálfsögðu fyrir hönd alfrar ríkisstjómarinnar í þessu máli. Ég get ekki neitað því að ég lít á afstöðu Framsóknarflokksins sem frávik frá fyrri stefiiu. Ég tel að þeir hafi samþykkt þessi lög og meðferð málsins út frá því grunvallarsjónar- miði að það væri stefnt að því að selja mörgum aðilum. Þeir gerðu enga athugasemd og stóðu að fram- kvæmd málsins í fyrri ríkisstjóm á þeim grundvelli, þannig að ég lít svo á að þama sé um stefnubreytingu að ræða eftir að SlS kom til skjal- anna.“ Hringamyndun skal stöðvuð „Ég er raunar þeirrar skoðunar að allt þetta mál og vafhingamir í kring um það kalli á að því verði mjög hraðað að setja hér löggjöf um hringamyndun sem hamli gegn óeðlilegri hringamyndun í þjóðfélag- inu. Sambandið er auðvitað mjög stór hringur. Það fer ekkert á milli mála. Ég er viss um að ef hér yrði sett löggjöf sem takmarkaði óeðlilega hringamyndun þá myndi hún að minnsta kosti takmarka möguleika Sambandsins, sem hrings, til þess að vaxa með óeðlilegum hætti. En það er auðvitað mikið matsatriði hvar draga á markalínur. Við erum ekki að lasta þau mikilvægu störf sem margir í þessum hring eru að vinna. Það er ákvæði um það í stjómarsátt- málanum að setja beri lög um hringamyndun og var fullt sam- komulag um það á milli flokkanna að vinna að slíkri löggjöf. Mér finnst þessir atburðir gera það að verkum að það þurfi að hraða því að sú vinna fari fram og skili þeim árangri að við getum sett um þetta löggjöf." Ekkert krossapróf „Með samráðinu við flokksráðið vildi ég ganga alveg úr skugga um það hvaða skoðun væri uppi á með- al flokksmanna. Þetta var hins vegar ekki skoðanakönnun og ekkert krossapróf heldur samráð. I því var ekki fólgið neitt valdaafsal. Þetta var tilraun til þess að koma til móts við gagmýni og ábendingar um bætt samband milli flokksforystunnar og félagslegrar' forystu í flokknum. Þetta samráð styrkti flokkinn í mál- inu og gerði afstöðu hans eindregn- ari.“ Blæs á athugasemdir „Ég blæs auðvitað bara á það að forystumenn í öðrum flokkum séu að gera athugasemdir við það hvem- ig við högum okkar innra starfi. Og rökstuðningur þeirra fyrir því að þetta sýni veikleika er meira en lítið bamalegur, ekki síst þegar horft er á það hvemig þeir sjálfir vinna inn- an sinna flokka.“ - En bindur þessi könnun ekki hend- ur þínar í samningum um framtíð Útvegsbankans? „Hún bindur ekkert mínar hendur. Ég hef alveg ákveðna afstöðu til þessa máls og hún er óbreytt. Ég er ekki reiðubúinn til þess að selja þennan banka einum aðila, hvorki var ég það né er það. Og þess vegna hef ég ekkert bundið hendur mínar.“ - Ef meirihluti flokksráðsmanna hefði talið að selja ætti Sambandinu bankann. Hefðuð þið þá skipt um skoðun? „Þetta var ekki atkvæðagreiðsla í flokksráðinu og þessi spuming er svo fjarstæðukennd að það hefði auðvitað aldrei komið til að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði þá afstöðu." Borgarar koma til baka - Hvemig metið þið sjálfstæðismenn möguleika ykkar á að ná aftur fyrri styrk? „Ég er ekki í vafa um að þeir séu býsna miklir. Ég þykist hafa fúndið það nú, sérstaklega eftir að þetta Útvegsbankamál kom upp, að við höfum styrkt stöðu okkar á ný og ég er í engum vafa um það að við eigum eftir að ná sama styrk og áð- ur.“ - Hvemig mun Sjálfstæðisflokkur- inn ná fyrri styrk. Munu Borgara- flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sameinast? „Ég ætla ekki að hafa uppi neinar spár um það hver afdrif Borgara- flokksins verða. Ég veit það hins vegar að ýmsir sem kusu hann síð- ast styðja okkur núna þannig að ég er ekki í neinum vafa um hver þró- unin verður. Við höfum sagt gagnvart þeim sem studdu Borgaraflokkinn að okkar dyr væm opnar. Sjálfstæðisflokkur- inn er hins vegar ekki til sölu sem verslunarvara í samningum. - Þannig að þú telur að formlegar viðræður um samstarf eða samein- ingu flokkanna muni verða óþarfar? „Slíku var beinlínis hafnað af for- ystumönnum Borgaraflokksins vegna þess að þeir töldu sig hafa skyldur við fólk úr öðrum flokkum. Eftir sem áður stendur það af okkar hálfu að dyr Sjálfstæðisflokksins em opnar." - Var þetta eitthvert formlegt tilboð sem kom frá ykkur? „Við ræddum það, já, við Friðrik Sophusson, á fundi sem við áttum með forystumönnum Borgaraflokks- ins í stjómarmyndunarviðræðunum. Við spurðum um þeirra afstöðu til þess að koma aftur til starfa í Sjálf- stæðisflokknum og fengum þetta svar.“ Viðskiptaráðherra gegn for- sætisráðherra? - Stendur enn til að slíta stjómar- samstarfinu ef Jón Sigurðsson selur SÍS bankann? „Við höfúm engar yfirlýsingar gef- ið um stjómarslit. Það kæmi mér hins vegar mjög á óvart ef viðskipta- ráðherra gengi gegn flokki forsætis- ráðherrans í svo veigamiklu máli. Það væri ekki í samræmi við venju- leg vinnubrögð í samsteypustjómum enda held ég að það hafi aldrei flökr- að að honum að gera það og ég hef ekki ástæðu til að ætla að það hafi komið honum til hugar.“ -ES Áskorendaeinvígin í skák: Jóhann gegn Kortsnoj? FJórtán taka þátt í Kanada Áskorendaeinvígin fyrir heims- meistarakeppnina í skák verða í Kanada í janúarmánuði næstkomandi og munu þar 14 skákmenn leiða saman hesta sína og tefla um réttinn til að skora á heimsmeistarann í skák. Benda líkur til þess að Jóhann Hjart- arson tefli þar á móti Kortsnoj, en hann er með stigahæstu skákmönnum sem tefla í áskorendaeinvígjunum. I Kanada munu taka þátt þessir skákmenn: Jóhann Hjartarson, Kortsnoj sem teflir fyrir Sviss, Seira- van, Bandaríkjunum, annaðhvort Portish frá Ungverjalandi eða Nunn frá Englandi, Short og Spielman, báð- ir frá Englandi, Sax frá Ungveijalandi, Spragget, Kanada, Timman, Hollandi og Sovétmennimir Ehlvest, Jusupov, Sokolov, Vaganian og Salov, eða alls 14 skákmenn. Óútkljáð er hvor þeirra Portish eða Nunn verður með, en úr því fæst skorið í sérstöku einvígi þeirra á milli sem haldið verður í okt- óber. Skákmönnunum verður raðað sam- an eftir styrkleika mældum í ELO stigum og verður miðað við stigafjölda þeirra 1. janúar síðastliðinn og 1. júlí, og tekið tillit til fjölda tefldra skáka á tímabilinu. Þetta þýðir það að árang- ur Jóhanns Hjartarsonar á milli- svæðamóti nýlega verður ekki tekinn með þegar keppendur eru valdir sam- an. Valið verður þannig að sterkustu skákmennimir tefla við þá veikustu samkvæmt stigatöflunni. Stigaflöldi keppenda var þannig samkvæmt töflunni 1. júlí síðastliðinn: Jusupov 2635 stig Sokolov 2635 stig Timman 2630 stig Kortsnoj 2630 stig Short 2620 stig Spielman 2615 stig Portish 2615 stig Seiravan 2600 stig Vaganian 2595 stig Nunn 2585 stig Salov 2575 stig Spragget 2570 stig Sax 2565 stig Jóhann 2550 stig Ehlvest 2540 stig Þegar áskorendakeppninni í Kanada lýkur standa eftir 7 skák- menn, sigurvegarar úr einvígjunum. Þá bætist 8.,maðurinn í hópinn, en það verður annar þeirra Karpovs eða Kasparovs, sá sem tapar í heimsmeist- araeinvíginu þeirra á milli sem hefst í Sevilla á Spáni þann 10. október næstkomandi. -ój Viktor Kortsnoj. Jóhann Hjartarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.