Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1987, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987.
Fréttir
Nýju trúfélögin:
„Ekkert
strið“
„Nýju trúfélögin eru ekkert smá-
kóngastríð heldur svar við brýnni þörf.
Það er stórkostleg neyð. Fólk lifir
íjarri guði og i sorgum sínum leitar
það að haldreipi, þess vegna eru trúfé-
lögin komin til sögunnar," sagði
Gunnar Þorsteinsson frá trúfélaginu
Krossinum á blaðamannafundi í gær.
Að fundinum stóðu félögin Ungt fólk
með hlutverk, Krossinn, Vegurinn,
Hvitasunnusöfnuðirinn og Trú og líf.
„Við stöndum saman,“ sögðu forsvars-
menn þessara safnaða. „Við viljum sjá
kristið starf eflast. Það er meira sem
sameinar okkur en sundrar."
Gunnar Þorsteinsson frá Krossinum
sagði að það væri eðlilegt að nýiar
kirkjur spryttu upp í þeim fersku
straumum sem nú væru í trúmálum
hérlendis sem og erlendis. „Það er
ekkert stríð á milli okkar eins og sum-
ir halda og við erum með skipulegt
samstarf."
JGH
Peningainarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækur ób. 14-15 Ab.Bb. Lb.Sb, Sp.Úb
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 15-19 Úb
6 mán. uppsögn 16-20 Ib.Vb. Úb
12 mán. uppsögn 17-26,5 Sp.vél.
18 mán. uppsögn 25,5-27 Bb.lb
Tékkareikningar 6-8 Allir nema Vb
Sér-tékkareikningar 4-I5 Ab.lb, Vb
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6 mán. uppsögn Innlán meosérkjörum 3-4 Ab.Úb
14-24,32 Úb
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalir 5,5-6,5 Vb.Ab
Sterlingspund 8,25-9 Ab.Úb, Vb
Vestur-þýsk mörk 2,5-3,5 Ab.Vb
Danskarkrónur 9-10,5 Ib
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 28-28,5 Bb.Lb
Viðskiptavixlar(forv.)(1) 30-30,5 eða kge
, Almennskuldabréf 29,5-31 Lb.lb, Vb
Viðskiptaskuldabréf (1) kge Allir
HlaupareikningarMirdr.) Útlán verðtryggð 30 Allir
. Skuldabréf 8-9 Lb
Útlántilframleiðslu
Isl. krónur 27-29 Bb
SDR 8-8,25 Bb.Lb, Úb.Vb
Bandaríkjadalir 8,5-8,75 Bb.Úb, Vb
Sterlingspund 11,25- 11,75 Sp
Vestur-þýsk mörk 5,5-5,75 Bb.Sp. Úb.Vb
Húsnæðislán 3.5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Drátfarvextir 40.8
MEÐALVEXTIR
óverðtr. ágúst 87 28,8
Verðtr. ágúst 87 8.1%
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala ágúst 1743 stíg
Byggingavísitala ágúst (2) 321 stig
Húsaleiguvísitala Hækkaði 9% 1. júli
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóöa (uppl. frá Fjárfestin<
arfélaginu);
Ávöxtunarbréf 1,2084
Einingabróf 1 2,248
Einmgabréf 2 1,328
Einingabréf 3 1,396
Fjölþjóðabréf 1,060
Gengisbréf 1,0241
Kjarabréf 2,246
Lífeyrisbréf 1.130
Markbréf 1,120
Sjóðsbréf 1 1,095
Sjóðsbréf 2 1,095
Tekjubréf 1,213
HLUTABRÉF
Söluverö að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 114 kr.
Eimskip 278 kr.
Flugleiöir 194 kr.
Hampiðjan 118 kr.
Hlutabr.sjóðurinn 118 kr.
Iðnaðarbankinn 142 kr.
Skagstrendingur hf. 182kr.
Verslunarbankinn 125 kr.
Otgerðarf. Akure. hf. 160 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki kaupir viðskiptavfxla
gegn 30% ársvöxtum, Samv.banki og
nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank-
inn, Lb=Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Ob = Útvegsbankinn, Vb = Versl-
unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
(2) Byggingarvisitala var sett á 100 þann
1. júlí, en þá var hún í 320. Hún verður
framvegis reiknuð út mánaðarlega, með
einum aukastaf.
Nánari upplýsingar um peningamarkaöinn
birtast i DV ð fimmtudögum.
Siómenn flvia í koiu
w ww J
„Það eru vaðandi toríúr af bein- eru ferlíki, 8 til lO tonna. uggann koma upp úr sjónum og amir í svifið í sjónum við Patreks-
hákarli um allan Patreksfjörð. Birgir sagði að' þessar skepnur sveigði þá frá en í vitlausa átt, hinn fjörð. „Þeir tefja okkur við veiðar
Sumir trillusjómenn, sem hafa lent færu iétt með að taka 8 tonna bát í ugginn kom upp úr. Báturinn lyftist ogþaðeraðalmálið,“sagðiBirgir.
inni í torftmum, hafa drepið á vél- nefið ef þeim sýndist svo. „Þeir möl- upp á skepnuna, stöðvaðist, og spól- JGH
inni og ferið í koju afhræðslu," sagði bijóta báta af þessari stærð.“ aði. Ugginn fór í skrúfúna og blæddi
Birgir Ingólísson, trillusjómaður á „Ég hef sjálftxr lent í yandræðum fe honum.“
Patreksfirði, í gær. Beinhákarlamir vegna þessara hákarla. Ég sá annan Að sögn Birgis sækja beinhákarl-
Bakhlið frystihússins á Grandagarði er illa útlitandi vegna steypuskemmda
og þarfnast dýrra viðgerða. Á innfelldu myndinni sjást steypuskemmdirnar
vel. DV-myndir S og JAK
Hús Granda hf. á Grandagarði:
Þarfnast mikilla og
dýrra lagfæringa
- enduibætur á gamla frystihúsinu á lokastigi
„Þessar sögusagnir eru úr lausu
lofti gripnar enda gætum við lagt starf-
semina niður ef við seldum ísbjamar-
húsið,“ sagði Jón Rúnar Kristjónsson,
fjármálastjóri Granda hf., en sögu-
sagnir hafa verið á lofti meðal starfs-
fólks þess efiiis að selja eigi húsið og
flytja starfsemina í gamla Bæjarút-
gerðarhúsið.
Jón Rúnar sagði að nýlokið væri
viðgerð á þaki frystihússins en það var
orðið lekt. Eins lægi ljóst fyrir að út-
veggir hússins þörfnuðust mikilla og
dýrra lagfæringa vegna steypu-
skemmda sem komið hefðu fram. Hann
sagði að ekki stæði til að fera í þær
lagfærmgar alveg á næstunni.
Þá hefur í sumar verið unnið að því
að standsetja gamla frystihúsið og er
sú lagfæring langt komin.
-S.dór
Miðfjarðará:
Þúsund laxar komnir á land
Kolbeinn Grímsson er einn af þeim veiðimönnum sem veiðir í urriðanum
hjá Hólmfríði á hverju ári og veiðir alltaf vel, hér háfar hann einn vænan.
DV-mynd JRÁ
„Hollið er komið í 52 laxa og það
er eftir hálfur dagur í veiðinni,
stærstu laxamir í þessu holli eru
nokkrir 16 punda og af þessum fisk-
um eru aðeins þrír nýir,“ sagði Ámi
Baldursson í veiðihúsinu við Mið-
fjarðará seint á fimmtudagsnóttina,
en þá áttu þeir eftir að veiða í hálfan
Veiðivon
Gunnar Bender
dag. „Það gefur gengið frekar rólega
hjá mér, hef veitt 4 laxa og veiddi
einn 16 punda í Efri-Hlaupunum í
kvöld. Magnús Jónasson og Ólafur
Rögnvaldsson hafa veitt á tvær
stangir 27 laxa af þessum 52.“
„Við Óli höfum veitt 27 laxa og
þetta hefur veiðst á víð og dreif um
ámar, maður er farinn að þekkja
svæðið svo vel en fiskurinn er mikið
á takmörkuðum svæðum eins og í
Kambsfossi og Myrkhylnum, blátt
þar,“ sagði Magnús Jónasson, en
hann og Óli höfðu veitt flesta í holl-
inu, eins og kemur fram hér á undan.
„Það er úði eins og er, annars hefúr
verið bjart og vatnið er alltaf að
minnka hér í ánum en einn og einn
nýr fiskur sést þó.“ Miðfjarðaráin
er komin í eitt þúsund laxa og hún
getur bætt við sig verulega ennþá.
„Þetta gengur bara vel héma hjá
okkur þó veðurfarið sé mjög leiðin-
legt, í dag rok og leiðinlegt að standa
við veiðamar," sagði Hólmfríður
Jónsdóttir á Amarvatni, er við leit-
uðum frétta af urriðaveiðinni. „Það
hafa veiðst tveir 7,5 punda urriðar
og öðrum var sleppt aftur í ána, út-
lendingar sem veiddu hann, en
íslendingur sem veiddi hinn. í það
heila em komnir 2100 urriðar og við
erum hress með það héma,“ sagði
Hólmfriður að lokum.
Litlar sem engar fréttir hafa borist
af Grímsá í Borgarfrrði í sumar, en
fyrsta holl eftir útlendinga veiddi 101
lax og voru þijár stangif með um
60 laxa. Heildarveiðin er um 610 lax-
ar. -G.Bender
Vigdís gerir
víðreist
- byrjar á Færeyjum
Forseti íslands, Vigdís Finnboga-
dóttir, gerir víðreist á næstu vikum.
Hún heldur til Færeyja á fimmtudag-
inn í næstu viku og kemur aftur
mánudaginn 7. september. Þremur
dögum síðar, 10. september heldur hún
til Japans, og þaðan til Frakklands á
Islandskynningarviku.
Vigdís flýgur til Voga í Færeyjum á
fimmtudaginn. Þar fer hún beint upp
í þyrlu og flýgur til Þórshafhar. Atli
Dam lögmaður, Hans Andreas Djur-
hus, sendiherra Dana, og frú, taka á
móti forsetanum.
í för með Vigdísi verða Komelíus
Sigmundsson forsetaritari og eigin-
kona hans, Inga Hafsteinsdóttir,
hárgreiðslumeistari Vigdísar, Kristín
Sigurbjömsdóttir, Gísli Thoroddsen
matreiðslumaður og Hörður Helga-
son, sendiherra íslands í Kaupmanna-
höfh, og eiginkona hans, Sara
Helgason.
-JGH
Afmæli Akureyrar:
Vigdís heið-
ursgestur
Gyffi Kristjánsscm, DV, Akureyri:
Forseti íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, verður heiðursgestur
Akureyrarbæjar á 125 ára kaupstaðar-
afmæli bæjarins nk. laugardag.
Forsetinn kemur til Akureyrarflug-
vallar kl. 8.20 á laugardagsmorgun og
verður þá móttökuathöfri á flugvellin-
um. Síðan taka við vegleg hátíðarhöld
sem standa allan daginn og lýkur þeim
með dansleik í miðbænum aðfaranótt
sunnudags og garðsamkomu og flug-
eldasýningu í Lystigarðinum á
miðnætti.
Dvalarheimilið
nefnt Uppsalir
Ægir Kristinssan, DV, Féskrúðsfiiði:
Nýlega fór fram á Fáskrúðsfirði sam-
keppni um nafn á dvalarheimili
aldraðra sem brátt verður tekið í notk-
un. Þrjátíu tillögur bárust frá fimmtán
aðilum og varð tillaga Sigurjóns
Hjálmarssonar, „Uppsalir", fyrir val-
inu. Auk sigumafiisins komu tillög-
umar Bjarg, Skjólbrekka, Hraunberg,
Sjónarhóll, Hlíðarholt, Glaðheimar,
Hofsstaðir, Háholt, Holtakot, Hofs-
heimar, Hlíðarbær, Kvöldblik, Hlíðar-
skjól, Dagrenning, Bjarkarás,
Blómsturvellir, Birkihlíð, Þrastahlíð,
Hlíð, Skjól, Vinarskjól, Fjarðarskjól,
Búðaskjól, Sólberg, Búðalundur,
Hlíðarós, Birkilundur, Sigurhæðir og
Sólhóll.
Stjóm dvalarheimilisins þakkar
bæjarbúum fyrir þátttökuna og óskar
sigurvegaranum og bæjarbúum til
hamingju með nafhið.