Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1987, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1987, Page 7
FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987. 7 Fréttir Allir meginþættir Lerfsstöðvar voru boðnir út: Samningsverð hússins var um 1,5 milljarðar hvað varð um 300 milljóna lækkun frá kostnaðaráætlunum? Bygging Flugstöðvar Leife Eiríks- sonar hefur í öllum meginþáttum verið i höndum verktaka sem hreppt hafa verkin í útboðum. Samnings- verð fyrir byggingu hússins sjálfs reiknað á verðlagi í júlí var um 1,5 milljarðar króna. Eins og kunnugt er segir byggingamefnd flugstöðvar- innar að stöðin kosti 2.850 milljónir króna. í þessum 1,5 milljörðum króna fel- ast jarðvinna og lagnir, húsið fokhelt, glervirki, frágangur innan- húss og lóð með bílastæðum. Ljóst er að mikill aukakostnaður hefur fallið á suma þessa verkþætti þegar til kom, einkum fráganginn innan- húss. Þá er fyrir utan þessa tölu ýmislegt sem kostar verulegt fé. Meðal þess má nefna landgangana sex, rúllustigana, ýmsan sérbúnað og listaverk. Þá er ótalinn hönnun- ar- og stjómunarkostnaður, svo og fj ármagnskostnaður. í þeim gögnum um útboð á helstu verkþáttunum sem DV hefur undir höndum kemur í ljós að samnings- verð þeirra er 300 milljónum króna lægra en kostnaðaráætlanir hönn- uða. Sá spamaður hefur þó komið að litlu haldi þegar fram í sótti. Þá ber að gæta þess varðandi heildar- verð flugstöðvarinnar að felld vom niður aðflutningsgjöld af ýmsu efni og hlutum til hennar. Það þýðir að í raun og vem er stöðin enn dýrari en byggingamefnd gefur upp, í sam- anburði við aðrar byggingar, og má áætla verð hennar um eða yfir 3.000 milljónir króna á þeim gmndvelli. Þegar byggingamefnd Leifestöðv- ar gerði nýlega grein fyrir heildar- kostnaði við stöðina upp á 2.850 milljónir króna reiknaði hún ofan á upphaflega kostnaðaráætlun inn- lenda verðbólgu allan byggingartím- ann og að auki kostnað vegna ákveðinna breytinga á byggingar- tímanum. Þess var ekki getið að samningsverð helstu verkþáttanna var 300 milljónum króna lægra en kostnaðaráætlanir. Skýringar á þessu atriði eða öðrum fást ekki hjá nefhdinni. -HERB Hóllinn á bílastæðinu fyrir utan verksmiðju kóka kóla að Stuðlahálsi. Flugstoövarmálið: Byggingarnefnd- in í bindindi Byggingamefhd Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hefur ákveðið að fara í talbindindi gagnvart fjölmiðlum þar til úttekt Ríkisendurskoðunar liggur fyrir. Þorsteinn Lngólfsson, nýr for- maður nefhdarinnar, greindi DV frá því að ákvörðun um þetta hefði ve- rið tekin nú í vikunni. Það verður því líklega litlar skýr- ingar að fá næstu mánuðina á því gríðarlega háa verði sem greiða verður fyrir Leifestöð eða ótrúlegu misræmi og seinagangi á upplýsing- um frá nefhdinni um byggingar- kostnaðinn. Eins og DV hefur skýrt frá mun það taka Ríkisendurskoðun mánuði frekar en vikur að grann- skoða málavexti. -HERB Góðarvættirsem vemda kóka kóla Hóllinn fyrir utan kóka kóla verk- smiðjuna að Stuðlahálsi hefur vakið athygli margra. Sögusagnir em um að þar séu álfar og því hafi hóllinn ekki verið jafhaður við jörðu á sínum tíma. Davíð Guðmundsson verksmiðju- stjóri segir kiminn að í hólnum séu örugglega vættir sem vemdi kóka kóla en hóllinn hafi þó verið látinn standa fyrst og fremst vegna þess að hann sé fallegur og setji svip á um- hverfið. „Sagan um álfana í hólnum hefur heyrst áður enda sýna niður- stöður kannana að 50 prósent íslend- inga trúa á álfa,“sagði Davíð. JGH Slæmt að eiga afmæli um helgar: Heillaóskaskeyti ekki borin út á landsbyggðinni „Við berum ennþá út heillaóska- og samúðarskeyti alla daga í Reykjavík en víðast hvar úti á landi em þau aðeins borin út á venjulegum skrif- stofutíma á virkum dögum,“ sagði Ágúst Geirsson, símstjóri í Reykjavík. Ágúst sagði að breyting hefði orðið á afhendingu venjulegra skeyta í Reykjavík. Texti skeytanna er sím- aður til viðtakenda og síðan em skeytin send í pósti. Óski menn eftir því að skeytin séu borin beint út em þau send í sérstakri hraðboðasendingu og leggst þá aukagjald á skeytin, eða 112,50 krónur. „Eftir að flestar símstöðvar urðu sjálfvirkar varð það til þess að þær lokuðu um helgar. Þá fækkaði skeyta- sendingum með sjálfvirkninni og störf talsímavarða hafa mikið til lagst nið- ur. Þetta varð til þess að símstöðvamar vom aðeins opnar á skrifstofutíma og því var enginn til þess að taka á móti og bera út skeyti á kvöldin og um helgar. Það er hins vegar regla hjá mörgum símstöðvum úti á landi, sérstaklega þó hinum minni, að hafa opið þegar stórviðburðir em í vændum, svo sem fermingar eða merkisafmæli. Ef ein- hverjir benda símstöðvarstjórunum á að slíkir viðburðir séu í nánd reyna þeir oftast að hafa aukavakt á stöð- inni til að taka á móti og dreifa heillaóskaskeytum," sagði Ágúst Geirsson, símstjóri í Reykjavík. -ATA HAUSTTILBOÐ SOLHUSIÐ Sólbaðsstofa Astu B. Vilhjálms, Grettisgötu 18, sími 28705 Takmarkað upplag tilboðskorta á að seljast. VERIÐ VELKOMIN ÁVALLT HEITT Á KÖNNUNNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.