Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1987, Síða 8
8
FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987.
Uflönd
Skotið á keisarahöllina
Að minnste kosti tveim eldflaugum
var skotið að japönsku keisarahöll-
inni í Tokýo £ gser og lentu þær í
garði hallarinnar.
Eldflaugunum, sem báðar voru
heimagerðar, var skotið af palli
vörubifreiðar og kviknaði í bifreið-
inni við skotin.
Ekki er vitað með vissu hverjir
stóðu að árásinni en henni svipar til
fyrri tilræða róttækra vinstri manna.
Mótmælin breiðast út
Sýrlenskir hermenn skutu viðvör-
unarskotum að mannfjölda í vestur*
hluta Beirút í gær þar sem mikil
mótmæli gegn hækkun vöruverðs
brutust út í ólátum og ránum í versl-
unum.
Útvarpið í Beirút skýrði frá því í
gærkvöldi að líklegt mætti telja að
mikill íjöldi fátækra og hungraðra
Líbana myndi á næstu dögum slást
í hóp þeirra sem nú standa að mót-
mælum gegn þróun peningamála og
verðlags í iandinu.
Segir friðinn kontra að þakka
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti sagði í gær að kontrahreyfingin, sem
berst gegn ríkisstjóm Niearagua, ætti allan heiður að því að stjómvöld í
landinu samþykktu að eiga aðild að friðaráætlun í Mið-Ameríku, sem ieið-
togar ríkja þess heimshluta komu sér saman um nýverið.
Reagan átti í gær fund með sjö leiðtogum kontrahreyfingarinnar en hann
hefur þegar heitið þeim áframhaldandi stuðningi bandarískra stjómvalda
og á fundinum í gær var það rætt með h veij um hætti sú aðstoð yrði veitt
1 upphafi fundarins í gær sagði forsetinn að ekki hefði enn verið tekin
ákvörðun um það hvemig kontrahreyfingin yrði studd en að þeim væri
óhætt að treysta á að þá myndi ekkert skorta.
Lerta ftiðsamrar lausnar
Samningamenn italskra sljóm-
valda reyna enn áð finna friðsama
lausn. á uppreisn fanga á eyjunni
Elbu, þar sem tuttugu og einum gísl
er enn haldið í sjúkrahúsi fangélsis-
ins. Embættismenn á staðnum segja
þó engan árangur sjáanlegan enn.
Fangamir hafa sleppt einum gísl,
fangaverði, svo og heimilað brott-
flutning þeirra fanga sem voru á
sjúkrahúsinu þegar þeir tóku það.
Þeir hafa krafist þess að fá þyrlu
til að komast á brott í og hóta ella
að myrða gíslana.
Fangamir hafa tvisvar sett því
tímamörk að gíslar yrðu líflátnir ef
kröfum þeirra yrði: ekki fullnægt.
Tilsettur tími hefur í bæði skiptin
liðið án þess að orðið væri við kröfy-
um þeirra, en þeir hafa ekki enn
tekið neinn gíslanná af lífi.
Taka vægt á verkfallsmönnum
' Stjómvöld í Suður-Kóreu hafa fyr-
irskipað miskunnarlausar aðgerðir
gegn áróðnrsmönnum kommunista í
landinu, sem þau segja bera ábyrgð
á óróleika meðal áerkálýðs landsins.
en á sama tíma forðast talsmenn
stjómarinnar alla gagnrýni þá þær
þúsundir verkamanna sem iagt hafa
niður vinnu í deilum undanfarinna
vikna.
Þótt verkalýðsátök undanfarins
mánaðar hafi þegar kostað landið
um einn milljarð dollara í ffam-
leiðslu. virðist ríkisstjómin iíkvcðin
í að taka á verkfallsmönnum af þol-
inmæði
Fréttaskýrendur segja að stjómvöld hafi frá upphafi, þegar þau gengu að
kröfum stjómarandstöðu um úrbætur í stjómháttum landsins, gert sér grein
fyrir að það myndi leiða til óróleika á vinnumarkaði þar sem verkamenn
myndu fylgja eftir kröfum sínum um bætt kjör.
Tólf klukkusttmdum eftir að nær
þrjú hundruð hermenn á Filippseyjum
reyndu í gær að steypa forseta lands-
ins, Corazon Aquino, af stóli höfðu
þeir enn yfirráðin yfir nokkrum her-
bækistöðvum og börðust við hermenn
hliðholla forsetanum.
Samtímis þvi sem forsetinn lýsti yfir
að uppreisnin hefði verið bæld niður
tilkynntu uppreisnarhermennimir að
þeir myndu ráða yfir öllu landinu áður
en dagurinn væri á enda.
Einkasonur forsetans særðist er
skotið var á hann í nótt er hann var
á leið til forsetahallarinnar. Þrír líf-
varða hans voru skotnir til bana, að
því er embættismenn, er ekki vildu
láta nafns síns getið, greindu frá.
Að minnsta kosti tuttugu og níu
manns höfðu látið lífið er síðast frétt-
ist og sjötíu særst.
Uppreisnin hófst er hermenn, sem
taldir eru fylgismenn Marcosar, réðust
Að minnsta kosti tuttugu og níu manns
létust í uppreisnartilrauninni á Filipps-
eyjum í gær og hér er einn þeirra
dreginn eftir gangi sjúkrahúss eins í
úthverfi höfuðborgarinnar Manila.
Simamynd Reuter
með skothríð á forsetahöllina. Fimm
öryggisverðir við höllina féllu í átök-
um við uppreisnarmennina. Einn
erlendur fréttamaður og að minnsta
kosti einn uppreisnarmaður em meðal
hinna föllnu. Uppreisnarmenn yfir-
gáfu hallarsvæðið eftir nokkra
klukkustunda skothríð. Umhverfis
höllina em nú skriðdrekar sem loka
öllum leiðum að henni. Ástandið þar
er enn spennuþmngið.
Svo virtist sem byltingarmenn nytu
stuðnings hermanna í þremur hémð-
um umhverfis höfuðborgina Manila
og í borginni Cebu. Þess vom þó eng-
in merki að þeir væm á leið til
höfuðborgarinnar.
Heimildarmenn stjómarinnar segja
uppreisnarmenn hafa yfirráðin yfir
hluta þriggja herbækistöðva. Leiðtogi
uppreisnarmanna, Honasan ofursti,
segir þá ekki ætla að bera fram neinar
almennar kröfnr og lagði áherslu á
að þeir væm ekki fylgismenn Marcos-
ar.
Honason var í nánum tengslum við
fyrrum vamarmálaráðherra Filipps-
eyja, Juan Ponce Enrile, sem nú er
einn helsti andstæðingur stjómarinn-
ar á Filippseyjum. Enrile var rekinn
úr embætti í nóvember síðastliðnum
eftir að upp komst að liðsforingjar
hliðhollir honum ráðgerðu byltingu.
Þegar þing kom saman í gær til þess
að fordæma uppreisnina og lýsa yfir
stuðningi við forsetann var Enrile,
sem er þingmaður, fjarverandi.
Marcos sagði í gær á heimili sínu á
Hawai að hann ætti enga aðild að
atburðunum á Filippseyjum en lýsti
því jafnframt yfir að hann væri reiðu-
búinn að taka við völdum á nýjan leik
ef uppreisnin tækist og honum yrði
boðið til baka.
Þetta er í fimmta skipti eftir að Aqu-
ino tók við völdum sem tilraun er gerð
til að steypa henni af stóli. I þessari
viku hefur hún mætt mikilli andstöðu
borgaranna sem hafa efnt til víðtækra
verkfalla og mótmæla vegna verð-
hækkunar á bensíni.
í síðustu tilrauninni til að steypa
Aquino tóku nokkrir einkahermenn
og undirforingjar þátt. Þeir voru með
aðalherbækistöðvamar í höfuðborg-
inni á sínu valdi í nokkrar klukku-
stundir.
Byltingartilraunin núna virðist hafa
komið flestum á óvart. Talið er að hún
verði jafnáranguislaus og hinar fjórar.
Það er bent á að Aquino hafi aldrei
tekist að bæla alveg niður andstöðu
innan hersins og að full saksókn gegn
uppreisnarmönnum hafi aldrei farið
fram.
Hermaður hliðhollur Marcosi, fyrrum
skothríð hermanna stjórnarinnar.
forseta Filippseyja, leitar skjóls undan
Simamynd Reuter