Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1987, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1987, Qupperneq 27
FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987. 39 Fréttir Tryggvi Skjaldarson við hundrað tonn af kartöflum sem hann varð að henda á haugana. DV-mynd BG Enn deilt um kartöflumarkaðinn: Stnðið aðallega i kollinum á Tryggva segir Einar Páll Svavarsson hjá Þykkvabæjarkartöflum hf. „Mér finnst merkilegt að Tryggvi Skjaldarson, sem er stjómarmaður í hinu ríkisstyrkta fyrirtæki Agæti, skuli ráðast með slíku offorsi á Þykkvabæjarkartöflur og kvarta und- an því að við kaupum ekki kartöflum- ar hans. Honum væri nær að velta fyrir sér hvers vegna Agæti gat ekki selt uppskeruna hans sem varð til þess að Tiyggvi varð að keyra hundrað tonn af kartöflum á haugana," sagði Einar Páll Svavarsson hjá Þykkvabæ- jarkartöflum hf. í samtali við DV. „Við skiljum ekki þetta tal Tryggva um stríð á markaðnum og yfirgang einhverra samtaka. Fyrirtækið Þykkvabæjarkartöflur hf. bauð öllum bændum í Þykkvabænum viðskipta- samning, þar á meðal Tryggva, en hann og nokkrir aðrir vildu ekki vera með enda er Tryggvi stjómarmaður í Ágæti. Ég er hræddur um að þetta stríð sé hvergi nema í kollinum á Tryggva." Einar Páll sagði að fyrirtækið Þykkvabæjarkartöflur hf. hefði verið stofnað 1985 og væri einkafyrirtæki. Það hefði upphaflega gert viðskipta- samning við tólf bændur í Þykkva- bænum en síðan hefðu fimmtán aðrir bæst í hópinn. Fyrirtækið Þykkvabæ- jarkartöflur framleiðir gæðavörur en hendir ekki saman í ógegnsæjan bréf- poka góðum kartöflum og slæmum og lætur neytendum eftir að henda stór- um hluta vörunnar, eins og tíðkaðist á tímum einokunar Grænmetisversl- unar landbúnaðarins á kartöflumark- aðnum. „Mér finnst ljóst á orðum Tryggva að hann er að yfirgefa Ágæti. Því finnst mér undarlegt að hann skuli fara í stríð við okkur en ekki gamla fyrirtækið sitt sem hann er stjómar- maður í en getur ekki einu sinni selt uppskemna hans. En það virðist enn eima eftir af gamla einokunarhugsunarhættinum hjá Tryggva og ýmsum öðrum mönn- um hjá Ágæti, sem í rauninni er ekkert annað en Grænmetisverslun land- búnaðarins í spariklæðum. Þess vegna er ráðist að Þykkvabæjarkartöflum hf. sem með tilkomu sinni og frjálsri samkeppni hefur komið kartöflunum úr kartöflukofunum og gert þær að gæðavöm sem uppfylla óskir og þarfir neytendanna." Einar Páll sagði að hvað verðlagn- ingu snerti væri lítill vandi að halda verðinu niðri með þvi að kýla kartöfl- um í 25 kílóa poka og selja þær af vömbílspalli nýjar úr garðinum. Þegar varan væri hins vegar unnin og sett í neytendapakkningar, geymslukostn- aður bættist við og eftirlit í verslunum þá hækkaði kostnaðurinn að sjálf- sögðu. „Mér finnst það hreinlega okur að leggja fimm krónur á kílóið af kartöfl- um, sem koma beint upp úr garðinum og traðkað er á á vömbílspalli niðri í miðbæ,“ sagði Einar Páll. „Hreinlega lygi“ Tryggvi Skjaldarson, kartöflubóndi í Þykkvabæ, sagði að það væri hrein- lega lygi að öllum bændum í Þykkva- bænum hefði verið boðið að selja kartöflumar sínar til Þykkvabæjar- kartaflna nf. Tólf bændum hefði verið boðið það í upphafi. „Þegar búið var að nota allar kart- öflumar frá þessum tólfinenningum höfðu þeir samband við fleiri bændur sem þá vom á samningi við Ágæti. Þeir höfðu meðal annars samband við mig en mér fannst ómerkilegt að hlaupa frá Ágæti á miðju sölutímabili með afganginn af kartöflunum upp á von og óvon og eiga það kannski á hættu að þurfa að koma grenjandi til Ágætis aftur með næstu uppskem. Hvað varðar stjómarsetu mína í Ágæti þá er ég í stjóm SÍM, Sam- bandi islenskra matjurtarframleið- enda, en sambandið á Ágæti. Ég var settur í þá stjóm nánast nauðugur og hef litlu komið þar fram af mínum áhugamálum." -ATA Þær eru bæjarprýði endurnar viö húsið Sæból á Dalvik. Þau hjón Guðlaug Anna Guðlaugsdóttir og Haukur Tryggvason eiga endurnar sem eru bæði aliendur og pekingendur. Þær sjá Guðlaugu fyrír eggjum allan ársins hring, auk þess sem nærvera þeirra lífgar upp á tilveruna. DV-mynd JGH K KÓPAVOGUR BREIÐHOLT Vörumarkaðnrinn hf. ÞJÓNUSTUDEILDIN ER FLUTT AÐ SMIÐJUVEGI D 18 OPIÐ9-18 SlMI: 78800 SÍMATÍMI: kl: 10 - 12 og 14 - 17 - ÞJÓNUSTUDEILD - SMIÐJUVEGI D 18 - 200 KÓPAVOGUR HVERAGERÐI: ÓSKAR að ráða umboðsmann í Hveragerði. Upplýsingar í símum 99-4389 eða 91 -27022. STOLPI vinsæli tölvuhugbúnaðurinn Átta alsamhæfð tölvukerfi sem ganga á yfir 20 tölvutegundir. • FJÁRHAGSBÓKHALD •SKULDUNAUTAR • LÁNARDROTTNAR •LAUNAKERFI • BIRGÐAKERFI •VERKBÓKHALD • SÖLUNÓTUKERFI •TILBOÐSKERFI Þú getur byrjað smátt og bætt við kerfum og stækkað fyrirtækið án þess að eiga það á hættu að „sprengja" kerfin því við bjóðum: • LITLA STÓLPA FYRIR MINNSTU FYRIRTÆKIN • STÓLPA FYRIR FLEST FYRIRTÆKI •STÓRA STÓLPA FYRIR FJÖLNOTENDAVINNSLU Látum allt fylgja með í „pakka“ ef óskað er, s.s. tö|vur, prentara, pappir, disklinga, húsgögn, kennslu og qóða þjónustu._ Sala Hönnun hugbúnaðar Markaðs- og söluráðgjöf, Bjöm Viggósson, Ármúla 38,108 Rvk, sími 91-687466. Kerfisþróun, Kristján Gunnarsson, Ármúla 38,108 Rvk, sími 91-688055. Verslunarferð til Glasgow á aðeins 28 kr. Ný sending Ótrúlegt úrval af skartgripum, slaufum og bananaspennum á ótrúlegu verði. Töskur í úrvali. Leðurtöskur frá kr. 1.190,- Skólabuxurnar frá kr. 990,- Coca Cola peysur kr. 890,- Opið virka daga kl. 9-20, laugardaga kl. 11-16. litla GLASG0W Skipholti 50 C (við hliðina á Pítunni) EF ÞÚ GETUR KEYPT SÖMU VÖRU HÉRLENDIS Á LÆGRA VERÐI B0RGUM VIÐ MISMUNINN.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.