Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1987, Page 28
40
sM4
I HÆSTU HÆÐUM ÞESSA
VIKUNA
STAN CAMPBELL -
KNOCKING ON HEAVENS
DOOR (WEA)
Lagasmiðja meistara Bob
Dylan er óþrjótandi náma
fyrir þá sem vilja spreyta
sig á góðri tónlist. Hér hef-
ur Stan Campbell sett sitt
mark á þetta gullfallega
lag Dylans og má pilturinn
virkilega vel við una. Hann
hefur útsett það í mjúkum
reggae takti sem fellur
einkar vel að laginu.
Reyndar hefur Dylan sjálf-
ur útsett lagið í reggae
takti á hljómleikaplötu en
það gerir þessa ekkert
verri.
NOKKRAR NEÐAR í STIG-
ANUM
WAX - BUILDING A BRIDGE
TO YOUR HEART (RCA)
Þessi dúett sækir á jafnt
og þétt enda vaskir menn
sem að honum standa. Þeir
sækja mjög á gervlamiðin;
fullmikið eiginlega fyrir
minn smekk en burtséð frá
því er þetta laglegasta mel-
ódía sem lætur vel í eyrum
og ekki ætti að skemma
fyrir sölunni að tilvalið er
að dilla fótabúnaðinum í
takt við lagið.
BON JOVI - NEVER SAY
GOODBYE (POLYGRAM)
Þessir kappar eru jafn-
vígir á allt í þungarokkinu;
grenjandi keyslan lætur
þeim jafnvel og angurvær-
ar ballöðurnar. Hér eru
þeir í blíðuhótunum og
halda sig að uppskriftinni;
textinn tregablandin ástar-
saga sunginn með viðeig-
andi tilþrifum og gítararnir
gráta á bakvið.
MR. MISTER - SOMETHING
REAL (INSIDE ME/INSIDE
YOU) (RCA)
Evrópska tölvupoppið er
að ná meiri og meiri tökum
á bandaríska iðnaðarrokk-
inu og er Mr. Mister gott
dæmi um hljómsveit sem
blandar þessu tvennu sam-
an á árangursríkan hátt.
Hér hefur blandan að mínu
mati misheppnast nokkuð,
lagið er kalt og fráhrind-
andi en má vera að það
venjist.
HEART - WHO WILL YOU
RUN TO (CAPITOL)
Þetta fólk er með formúl-
una á hreinu og renna frá
því smellirnir rétt eins og
úr verksmiðju. Framleiðsl-
an er þó ekki ýkja langlíf
en er á meðan er segir ein-
hvers staðar.
EIN Á GÓLFINU
SINITTA - TOY BOY (FAN-
FARE)
Það ætti að setja miða á
þessar plötur: Ekki fyrir
heilabúið, aðeins fyrir fæt-
urna. -SþS-
Snaii-spólan
Utangarðsmenn
Snarl er ekki anarkí. Snarl er ekki
nýbylgja. Snarl er ekki pönk. Snarl
er kveikjuþráður sem liggur við sömu
púðurtunnu og nýbylgjan sáluga. Það
bál slokknaði. í sögiibókum er talað
um nýbylgjudrauginn.
Snarl er miklu fremur afsprengi
þjóðfélags þar sem meðalmennska hef-
ur verið allsráðandi um nokkurt skeið.
Föt úr Sautján og húsgögn frá Ikea.
Tónlistarmenn í sumarskapi allt árið
um kring, utan nokkura undantekn-
inga, og ölvaðir af ást. Snarlið slær á
aðra strengi. Snarlið ber í borð. Hing-
að og ekki lengra. Kraftur, öskur,
formælingar. Mönnum er heitt í
hamsi.
Tónlistarlega má flokka Snarlið
undir kröftugt rokk. Því svipar að
mörgu leyti til bandarísku nýbylgj-
unnar, sem er önnur og nýrri bylgja
en dó hér á íslandi. í stað stjómleysis
er firring stórborgarinnar allsráðandi
í tónlistinni. Snarlið er utangarðs og
gefur sig enda út fyrir að vera það.
Sjálfskipuð útlegð?
Sex sveitir eiga efhi á spólunni.
Hver á þrjú lög sem annaðhvort eru
tekin upp á tónleikum eða örfáum tím-
um. Sogblettir ríða á vaðið. Þetta er
geysikröftug sveit sem er mikið niðri
fyrir. Þess utan er bandið þétt og ræð-
ur við ferðina í keyrslunni. Þeir skjóta
hingað og þangað í textum sínum og
hitta oftast í mark. Keyrslan er svipuð
hjá S.h. draum. Þeir em eldri í hett-
urrni og hafa skapað sér stærra nafn
en Sogblettir, utangarðs. Sem fyrr er
keyrslan í góðu lagi, eins og Husker
Centaur - Blúsdjamm
Du á tvöföldum hraða. Þessi bönd em
tvö tromp á Snarlinu.
Önnur háspil em The Daisy hill
puppy farm og Parror. Bæði böndin
leika kröftugt rokk en öllu melód-
ískara en Sogblettir og S.h. draumur.
Daisy hill á prýðislagasmíð á Snarlinu
þar sem Heartbreak soup er. Hljóm-
sveitin er undir greinilegum áhrifum
áðumefndrar nýbylgju vestra. Parror
er enn fágaðri og klikkir út með
skemmtilegu skoti á sumarpoppið í
One of these days.
Gult að innan tekst síður upp. Er
þar mestu um að kenna slæmri upp-
töku. Söngvarinn gæti gott eins verið
að syngja úti í hafsauga. Muzzolini
verður heldur varla dæmd af sínum
þrem lögum. Og þó. Lögin tjá algjört
alvömleysi, hvort sem það er viljandi
eða ekki. Óspennandi. Skot í myrkri.
Snarlið stendur í skugga sumar-
poppsins. Spólan markar engin
tímamót en gefur til kynna stemmn-
ingu. Að vera utangarðs er lífsviðhorf
út af fyrir sig, rétt eins og að dansa
með í hringnum. Sama var viðhorf
nýbylgjudraugsins. Fáni utangarðs-
manna velferðaþjóðfélagsins hefur
verið reistur að nýju. Nú er að kveikja
í púðrinu. -ÞJV
Meira, meira, meira
Hreinræktaðar íslenskar blúsplötur
em teljandi á fingrum annarrar hand-
ar og margur hefði eflaust talið það
óðs manns æði að gefa slíka plötu út
í dag á tímum hljóðgervla og tækni-
fullkomnunar.
En blúsinn lifir og það góðu lífi, þó
svo að hann sé ekki mjög áberandi í
tónlist nútímans. Að minnsta kosti
ekki sá blús sem hljómar á þessari
plötu Centaurmanna, Blúsdjamm.
Hins vegar er áhrif blúsins alls stað-
ar að finna í tónlist dagsins í dag en
það er önnur saga.
En þrátt fyrir að blúsinn lifi hljóta
þau viðbrögð sem plata Centaur hefur
fengið að hafa komið hljómsveitar-
mönnum á óvart. Því ekki einungis
hefur sá hópur fólks sem var á kafi í
blúspælingum kringum 1970 tekið
þessari plötu opnum örmum heldur
einnig stór hópur fólks sem vart stóð
út úr hnefa þegar blúsrokkið átti sitt
blómaskeið.
Skýringin er kannski að einhverju
leyti sú að hér er ekki verið að gera
neinar tilraunir með nýjar leiðir í
blúsnum heldur bara safnað saman
nokkrum valinkunnum blúslögum og
þau spiluð af fingrum fram af mikilli
gleði og innlifun.
Og það er kannski það sem gerir
þessa plötu jafnskemmtilega áheymar
og raun ber vitni að það skín alls stað-
ar í gegn hversu gífurlega ánægju
Centaurmenn hafa af því að spila
þessa gömlu blússlagara.
Mætti ég biðja um meira. -SþS-
Diana Ross - Red Hot Rhythm + Blues
Má muna betri tíð
Diana Ross á að baki rúmlega tutt-
ugu ára feril sem söngkona, fyrst með
The Supremes og síðan upp á eigin
spýtur. Þrátt fyrir mikinn söng og
hamagang í einkalífinu hefur rödd
hennar ótrúlega lítið breyst. Hátindi
náði hún sjálfsagt rétt eftir að The
Supremes lögðu upp laupana. Atti hún
þá hvert topplagið á fætur öðru og lék
aðalhlutverkið í vinsælum kvikmynd-
um.
Diana Ross hefur ávallt verið mikið
fréttaefhi þótt á undanfömum árum
hafi það ekki endilega verið vegna
afreka á sviði tónlistar. Enda er það
svo að nýjasta skífa hennar, Red Hot
Rhythm + Blues, er mglingsleg
blanda þar sem ægir saman ýmsum
misgóðum lögum sem fátt eiga sameig-
inlegt. Greinilegt að frúin er í vand-
ræðum, langar til að endurheimta
vinsældir en veit ekkert hvert hún á
að snúa sér.
Fyrri hlið plötunnar byriar á Dirty
Looks, Stranger Than Paradise og
Shine. Þrjú diskólög i anda þess sem
hún hefur verið að gera á síðustu plöt-
um sínum. Næstu tvö lög, Shock
Waves og Selfish One, em gamaldags
ballöður og Shock Waves minnir
óneitanlega á gömul Supremes lög.
Fyrri hliðin endar á Mr. Lee, frekar
leiðinlegu lagi frá árdögum rokksins
og bætir Diana Ross lítið úr.
Seinni hliðin, þótt ruglingsleg sé, er
mun skárri, Tell Mama er ágætt soul
lag sem Ross kann hálfþartinn ekki
að fara með. Hún fer betur með ágæt-
an gamlan slagara, There Goes My
Baby, og enn betur með virkilega fal-
legt lag við texta Leonard Cohen
Summertime. Tvímælalaust besta lag
plötunnar. Platan endar svo á þremur
frekar rólegum ballöðum, sem koma
ekki til með að vekja eftirtekt, Cross
My heart, It’s Hard For Me To Say
og Tell Me Again, sem Diana syngur
átakalaust en tilþrifalítið.
Diana Ross má muna betri tíð og ef
hún ætlar sér eitthvað meira í tónlist-
inni verður hún að leggja höfuðið í
bleyti, gefa sér meiri tíma og hugsa
sinn gang. Hæfileikana hefur hún og
hefur alltaf haft.
-HK
FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987.
R)S»P
SMÆLKI
Sælnú!... Þærsögureru
nú á kreiki í Bretlandi að
Johnny Marr, fyrrum gitar-
leikari Smiths, muni innan
tíðar ganga til líðs við Paul
McCartney, fyrrum bítil-
menni. Þetta hefurekki
fengist staðfest en vitað er
að McCartney er á höttunum
eftir gítarleikara í hljóm-
sveit sem hann hyggst fara
með í hljómleikaferð. . .
Þriðja kvikmynd Prince
verðurfrumsýnd vestanhafs
ioktóber næstkomandi.
Myndín var tekin upp á tón-
leikum hans konunglegu
ótuktar í París á siðastliönu
ári . . . Söngvari New Order,
Barney Sumner, varð fyrir
þvíóhappiátónleikum i
Texas um daginn að hann
festi framtennurnar i hljóð-
nemanum sem hann var að
syngja i! Vinurinn var fluttur
á næsta sjúkrahús þar sem
það tók læknaiið sjö!
kiukkutima að losa geiflurn-
arúrhljóðnemanum.
Reyndar var þetta ekki beint
óhapp heldur beit Sumner
hressilega i hljóðnemann
með þessum
afleiðingum... LosLobos
ætlar að gera það heldur
betur gott í kjölfar vínsælda
La Bamba. Ný breiðskífa
hljómsveitarinnar, sem var
að koma á markað i Banda-
ríkjunum, seldist i 375
þúsund eintökum.baraá
fyrstadegi!... Fyrrum gitar-
leikari Sex Pistols, Steve
Jones, virðist nú vera að
rétta úr kútnum eftir hartnær
nærtíu ára eiturlyfjasukk
sem mesta mildi er að kost-
aði hann ekki lifið. Jones
sendirfrá sérsina fyrstu
sólóplötu á næstunni og
mun hún bera nafnið Mercy.
Jones hefursest að í Los
Angeles og hefur starfað þar
meðal annars með Andy Ta-
ylor, fyrrum gítarleikara
Duran Duran, og eínnig hefur
hann starfað með Iggy
Pop... Þaustórtíðindigerð-
ust i síðustu viku að
smáskifa íslensku hljóm-
sveitarinnar Sykurmolarnir
var valin smáskifa víkunnar
i breska tónlistarblaðinu
Melody Maker. Lagið sem
um ræðir er lagið Afmæli
sem á ensku heitir Birthday
og hljómsveitin hefur einnig
arcubes. Erþetta frábær
frammistaða hjá Sykurmol-
unum og fyllsta ástæða tíl
að óska þeiin og aðstand-
endum þeirra til hamingju
ingju... -SþS-