Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1987, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1987, Side 31
FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987. Asgeir Sigurðsson Ásgeir Sigurðsson rallökumaður skrifaði grein í DV í gær um Ljóma- rallkeppnina en hún hófst á hádegi í gær. Ásgeir tekur þátt í Ljómarall- inu og hafði sér til aðstoðar fyrsta spölinn Þorstein Pálsson forsætis- ráðherra. Ásgeir er fæddur að Reyðará í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu. Þar bjó hann til tíu ára aldurs en flutti þá með foreldrum sínum til Hafnar i Homafirði. Árið 1975 flutti Ásgeir í Kópavoginn og ári síðar festi hann ráð sitt. Árið 1983 fluttu þau hjónin svo að Austurtúni 9 á Álftanesi og þar búa þau enn. • Ásgeir var við gagnfræðanám í Héraðsskólanum á Laugarvatni og í Hagaskólanum en fór síðan í nám að Bifröst og lauk prófi þaðan 1975. Hann hefúr starfað í tjónadeild bif- reiða hjá Tryggingum hf. frá 1976. Eiginkona Ásgeirs er Þorgerður, f. 1955. Foreldrar hennar em Gunnar Ámason og Stefanía Stefánsdóttir. Ásgeir og Þorgerður eiga tvo syni: Gunnar Jörva, f. 1977, og Alia Þór, f. 1985. Systkini Ásgeirs em þrjú: Gunn- laugur kennari, f. 1954, en hans kona er Gunnur Ágústsdóttir fóstra. Anna Dóra félagsfúlltrúi, f. 1960, og Þránd- ur nemi, f. 1968, en hann hefur spilað með meistaraflokki ÍA nú í sumar. Móðir Ásgeirs er Ásta, f. 1928, Guðlaugsdóttir, b. á Virkishólaseli í Álftafirði, Sigurðssonar. Móðir Ástu var Guðrún frá Holtahólum í Mýra- hreppi, f. 1888, Einarsdóttir, en þau vom bræðraböm hún og Guðbrand- ur Magnússon, fyrsti ritstjóri Tímans og forstjóri ÁTVR. Ásta á þrjá bræður: Snorra, f. 1924, Óskar, f. 1925 og Gunnar, f. 1927. Faðir Ásgeirs er Sigurður, fyrrv. b. á Reyðará, f. 1924, bróðir Þor- steins, f. 1926, sem nú býr á Reyðará, og Baldurs, forstjóra Kórals í Reykjavík. Systir þeirra bræðra er Aðalheiður, f. 1923, kona Sigurðar Hjartarsonar, frkvst. Sambands austfirskra sveitarfélaga. Faðir þeirra systkina og afi Ásgeirs var Geir, b. á Reyðará, f. 1898, d. 1974, en hann var sonur þeirra merkis- hjóna Sigurðar á Reyðará, f. 1868, d. 1917, og Önnu Hlöðversdóttur kennara, f. 1876, d. 1953. Geir var elstur sex sona þeirra hjóna en hinir em Stefán, skólastjóri í Reykholti í Biskupstungum, f. 1901, Ásmundur, kennari og alþingismaður, f. 1903, Hlöðver, skólastjóri á Siglufirði, f. 1906, d. 1982, Þórhallur smiður, f. 1907, d. 1933, og Hróðmar, kennari í Austur-Skaftafellssýslu og Hvera- gerði, f. 1912, d. 1957. Móðir Önnu var Elín, dóttir Einars Hjörleifcson- ar, prests í Vallamesi, og þar með foðursystir Einars Kvaran skálds. Séra Einar í Vallamesi og Þóra, kona hans, vom bræðraböm þeirra Hjörleifc prests og Jóns vefara en frá föður þeirra bræðra, Þorsteini, presti á Krossi, er kominn fjöldi merkra manna af Austurlandi. Má þar t.d. Ásgeir Sigurðsson. nefna Kristján Eldjám forseta, Hjör- leif Guttormsson og Ragnar Hall- dórsson í álverinu. Afmæli Birgir Sigurðsson Birgir Sigurðsson rithöfundur, Spít- alastíg 3, Reykjavík, verður fimm- tugur í dag. Hann er fæddur í Reykjavík og lauk kennaraprófi 1961. Birgir var blaðamaður á Tímanum 1961—1963 og kennari í Mýrarhúsaskóla á Sel- tjamamesi 1963-1966, Birgir var skólastjóri Ásaskóla í Gnúpverja- hreppi 1967-1975 og Grunnskólans i Hrísey 1978-1980. Hann hefúr auk þess kennt í Reykjavík og Kópavogi og unnið við margs konar störf við sjómennsku, búskap og verka- mannavinnu. Birgir hefur síðastliðin fjögur ár aðallega stundað ritstörf og er mikilvikur rithöfúndur. Birgir átti sæti í síðustu framkvæmdanefnd Listahátíðar, hann gegndi störfum varaformanns Rithöfundasambands íslands 1982-1986 og hefur verið for- seti Bandalags íslenskra listamanna frá 1985. Birgir hefúr ritað eftir talin verk: Réttu mér fána, ljóð, 1968, Al- þýðuvísur um ástina, Ijóðaflokkur, 1971, Á jörð ertu kominn, 1972, Pétur og Rúna, leikrit, hlaut fyrstu verð- laun í leikritasamkeppni Leikfélags Reykjavíkur 1972. Selurinn hefur mannsaugu, leikrit, Leikfélag Reykjavíkur, 1974, Skáld-Rósa, leik- rit, Leikfélag Reykjavíkur, 1978, Grasmaðkur, leikrit, Þjóðleikhúsið, 1983. Dagur vonar, leikrit, Leikfélag Reykjavíkur 1987, Hann hefúr auk þess þýtt eftirtalin verk, Bam í garð- inum, eftir Sam Shepard, Langferð Jónatans eftir Marten A. Hansen, 1985, og Grasið syngur, eftir Doris Lessing, 1986. Kona Birgis er Elsa Vestmann Stefánsdóttir, nemi í Myndlista- og handíðaskóla Islands. Böm hans em Steinþór, Freyja og Steinunn Björk, öll í námi. Systkini Birgis: Ingimar Erlendur, rithöfundur í Reykjavík, og Sigríður Freyja, sem er látin. Foreldrar þeirra vom Sigurður Ingimar Helgason, sjómaður í Reykjavík, f. 1. mars 1906, d. 2. janúar 1940 og kona hans Frið- björg Jónsdóttir, f. 25. ágúst 1900, Birgir Sigurðsson rithöfundur. en hún er enn á lífi 87 ára gömul. Faðir Birgis, Sigurður, var sonur Helga, sjómanns í Reykjavík Jak- obssonar, foðurbróður Þórarins Jónssonar tónskálds en móðir Birg- is, Friðbjörg, var dóttir Jóns, b. í Sörlatungu í Hörgárdal í Eyjafirði Guðmundssonar og konu hans, Jón- asínu Friðfinnsdóttur. Andrea Bjarnadóttir Andrea Bjamadóttir, Lindargötu 41, Reykjavík, verður níræð í dag. Hún er fædd á Þóreyjamúpi í Línakradal í Vestur-Húnavatnssýslu og var fyrst með foreldrum sínum en síðan tekin í fóstur á Refcteins- stöðum í Víðidal þegar hún var fimm ára til Guðmundar Guðmundssonar og Helgu Þórarinsdóttur. Hún giftist Bimi Leví Þórðarsyni en hann lést 1957. Foreldrar hans vom Þórður Bergþórsson, b. á Kambshóli í Víði- dal, og kona hans, Elín Guðmunds- dóttir. Þau vom fyrst í húsmennsku en bjuggu síðan á Sporðhúsum í Línakradal en síðan á Gauksmýri í 6 ár og síðast á Neðri-Þverá. Þau eignuðust 11 böm, en misstu einn son í æsku, Þórð Leví, þau sem upp komust vom Þóra Margrét, gift Pétri Aðalsteinssyni, ráðsmanni við Sjúkrahúsið á Hvammstanga, Jakob Benedikt, glerskurðarmaður í Brynju í Rvík, Þórður Leví, leigubíl- stjóri í Rvík, Unnsteinn, b. á Neðri- Þverá í Vesturhópi, Heiðrún, húsmóðir í Rvík, Aðalheiður, hús- móðir í Rvík, er látin, maður hennar var Sigurður Magnússon, verktaki í Rvík, Helgi Hólm, starfsmaður í Kassagerð Reykjavíkur, Bjami Hólm, glerísetningamaður í Rvík, giftur Rebekku Bjamadóttur, Geir Hörður, viðgerðamaður í Rvík, gift- ur Magneu Guðlaugsdóttur, Eygló húsmóðir, sambýlismaður hennar er Karl Sveinsson, leigubílstjóri í Rvík. Systkini Andreu em Ágúst Bjami, b. á Hurðarbaki í Vesturhópi, giftur Marisbil Sigurðardóttur, Jónína, gift Bimi Jakobssyni, b. á Neðri-Þverá, Margrét, lést ung, Herdís, nú á Elli- heimilinu á Hvammstanga, Hálfdán, verslunarstjóri í Rvík, giftur Aðal- heiði Þórarinsdóttur. Foreldrar þeirra vom Bjami Andrea Bjarnadóttir. Bjamason, b. á Fossi og síðar á Bjarghúsum í Vesturhópi, og kona hans, Ingibjörg Ágústa Andrésdóttir. Faðir Bjama var Bjami Bjamason, sem bjó samtímis á Öxnatungu og Litlu-Ásgeirsá, og seinna á Syðri- Þverá, en faðir Ingibjargar var Andrés Einarsson, b. á Stöpum á Vatnsnesi, og konu hans, Sólveigar Jónsdóttur. Þorkell Fjeldsted Þorkell Kr. Fjeldsted, b. i Ferju- koti, laxveiðimaður og fréttaritari útvarpsins, er fertugur í dag. Þor- kell er að vísu fæddur á fæðingar- deildinni í Reykjavík en hefur alla sína tíð átt heima i Ferjukoti og er alinn þar upp hjá foreldrum sínum. Hann sótti Héraðsskólann að Reykj- um í Hrútafirði og var síðan við búfræðinám á Hvanneyri. Frá því að námi lauk hefur Þorkell verið b. að Ferjukoti ásamt föður sínum en eins og flestir vita er laxveiðiáhug- inn honum í blóð borinn. Þorkell giftist 1971 Hebu Magnús- dóttur en hún er fædd 1951. Foreldr- ar Hebu em Valdis Björgvinsdóttir og Magnús Pétursson, Ólafesonar bróður Sveins forseta, Bjömssonar ritsjóra og ráðherra. Þorkell og Heba eiga tvo syni og tvær dætur. Kristján, f. 21. 4. 1971, Magnús, f. 11. 11. 1973, Heiða Dís, f. 5.4.1979 og Elísabet, f. 16.11.1985. Systkini Þorkels em tvö, Sigurður, f. 1941, og Guðrún reiðkennari, f. 1952. Foreldrar Þorkels em Kristján b. í Ferjukoti, búfræðingur frá Hvann- eyri og enskum landbúnaðarskóla, f. 1914, og Þórdís, íþróttakennari frá Laugarvatni og íþróttaskólanum Snoghö á Jótlandi. Faðir Kristjáns var Sigurður Fjeldsted, b. í Ferju- koti og um tima ráðsmaður hjá baróninum á Hvitárvöllum, f. 1858, en faðir Sigurðar var Andrés, b. á Hvítárvöllum Andréssonar, b. þar, Vigfússonar en Andrés yngri var landsfrægur veiðimaður og hag- leiksmaður. Bróðir Sigurðar var Lárus hrl., föðurafi Katrínar Fjeldsted, læknis og borgarráðs- manns. Móðir Andrésar eldri var Karitas, dóttir hins kunna sýslu- manns Magnúsar á Skarði Ketils- sonar. Móðir Sigurðar var Þorbjörg, systurdóttir Eyjólfs Eyjajarls. Faðir Þórdísar var Þorkell versl- unarmaður í Borgamesi, Guð- mundsson b. á Jafriaskarði, Auðunssonar. Móðir Þórdísar er nú á nítugasta og níunda aldursári en hún heitir Guðrún Bergþórsdóttir og býr í Borgamesi. Þórdís er ættuð af Mýrunum í báðar ættir. 60 ára__________________________ Oddný Sigurðardóttir, Álfaskeiði 88, Hafnarfirði, er 60 ára í dag. Auður Eiriksdóttir, Erluhrauni 10, Hafnarfirði, er 60 ára í dag. Jóhanna Pálmadóttir, Þórunnar- stræti 117, Akureyri, er 60 ára í dag. Sigþór Sigurðsson vélstjóri, Ránar- götu 13, Akureyri, er 60 ára í dag. 50 ára__________________________ Kristinn Guðnason verslunarstjóri, Miðvangi 67, Hafnarfirði, er 50 ára í dag. Pétur Simon Víglundsson, Lækjar- bakka II, Lýtingsstaðahreppi, er 50 ára í dag. Páll Pétursson, Akurholti 20, Mos- fellsbæ, er 50 ára í dag. Bergþóra Bergsteinsdóttir, Lang- holti 2, Keflavík, er 50 ára í dag. 40 ára__________________________ Hilmar Sigurðsson, Fífumýri 14, Garðabæ, er 40 ára í dag. Jóna Jósteinsdóttir, Barónsstíg 51, Reykjavík, er 40 ára í dag. Gunnar Kristinsson, Sólvangi, Grýtubakkahreppi, er 40 ára í dag. Júlíus Baldvinsson, Lyngbraut 2, Gerðahreppi, er 40 ára í dag. Ingibjörg M. Þórhallsdóttir, Eikar- lundi 25, Akureyri, er 40 ára í dag. Einar Kristmundsson, Grænuhlíð, Torfalækjarhreppi, er 40 ára í dag. *• Andlát Sigríður Benediktsdóttir Sigríður Benediktsdóttir, ljósmóðir á Þorvaldsstöðum í Skriðdal, lést í sjúkrahúsinu á Egilsstöðum sunnu- daginn 23. ágúst. Sigríður var fædd 24. nóvember 1892 að Þorvaldsstöðum í Skriðdal í Suður-Múlasýslu. Hún var í Kvennaskólanum í Rvík 1910-1912 og lauk ljósmæðranámi frá Ljós- mæðraskóla íslands 1926. Sigríður var ljósmóðir í Skriðdalsumdæmi 1926-1967. Hún var virk í Kvenfélagi Skriðdalshrepps og var heiðmð af konum í byggðarlaginu fyrir ljós- mæðrastörf á sextugsafmæli sínu. Maður Sigríðar var Friðrik Jóns- son, b. og oddviti á Þorvaldsstöðum, en hann lést 16. apríl 1977. Foreldrar hans vom Jón ívarsson, b. á Eyrar- teigi og Víkingsstöðum á Völlum, og kona hans, Herbórg Eyjólfedóttir, og vom þau Sigríður og Friðrik systraböm. 1976 vom þau gerð að heiðursborgurum Skriðdalshrepps. Böm þeirra em Margrét ljósmóð- ir, gift Sigþóri Sigurðssyni trésmið, og Jóna Vilborg, gift Kjartani Run- ólfssyni, b. á Þorvaldsstöðum. Fósturdóttir Sigríðar var Margrét Sigbjömsdóttir, dóttir Jónu Vilborg- ar en hún er gift Sigfúsi Grétarssyni menntaskólakennara. Foreldrar Sigríðar vom Benedikt Eyjólfsson, b. og hreppstjóri á Þor- valdsstöðum í Skriðdal, og kona hans, Vilborg Jónsdóttfr. Faðir Sig- ríðar, Benedikt, var sonur Eyjólfs, b. í Litla Sandfelli, Benediktssonar, b. á Kolstöðum á Völlum, Rafnsson- ar. Móðir Eyjólfc var Herborg Rustikusdóttir. Móðir Sigríðar var Vilborg Jóns- dóttir Austíjörð, prests á Klippstað í Loðmundarfirði, Jónssonar, Schi- öld, b. og vefara á Amheiðarstöðum i Fljótsdal, Þorsteinssonar, prests á Krossi í Landeyjum, Stefánssonar. Bróðir Jóns Austfjörð, var Pétur, prestur á Valþjófsstað, langamma Ragnars Halldórssonar í álfélaginu, og faðir Sigríðar, langömmu Vals Amþórssonar. Systir Jóns Austfjörð var Þóra, amma Einars Kvaran rit- höfundar, langafa Ragnars Amalds alþingismanns. Guðjón Klemensson læknir lést á Borgarspítalanum 26. ágúst. Áslaug Guðmundsdóttir, Vestur- götu 70, Akranesi, lést á Sjúkra- húsinu á Akranesi að kvöldi 26. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.