Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1987, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987. Utlönd Sovéfmenn báðu Norðmenn afsókunar PáD VHhiáltnsson, DV, Osló: Sovétmenn báðu í gær Norð- menn afsökunar á því að sovéskur herþotuflugmaður flaug á norska könnunarflugvél síðastliðinn sunnudag og skemmdi hana. Sovéski sendiherrann í Osló fór i gærmorgun til utanríkisráðu- neytisins og baðst afsökunar á atvikinu en sagði í leiðinni að flug- manninum hefði verið fyrirskipað að fljúga upp að norsku vélinni og að norski flugstjórinn bæri að hluta til ábyrgð á slysinu. Norsk stjómvöld tóku afsökun- ina gilda en vísuðu því á bug að norski fiugmaðurinn ætti nokkum þátt í atvikinu. Þrjátíu ára kiýning- arafmæii Páll Whjálmsson, DV, Caló: í gær vom þrjátíu ár frá því að Ólafur Noregskonungur var krýndur og efndu Norðmenn, og þá sérstaklega Oslóarbúar, til há- tíðahalda vegna þessara tímamóta. í Osló var heil gata í miðbænum lögð undir hátíðahöldin og lagt var á borð fyrir nokkur hundmð manns. ólafur konungur er vin- sæll meðal þegna sinna sem kalla hann alþýðukónginn og mátti sjá það á hátíðahöldunum. ólafur tók við krúnunni af Hákoni foður sín- um árið 1957. Oslóarborg stóð fyrir hátíðinni sem einnig var afinælisveisla fyrir Harald krónprins og konu hans Sonju krónprinsessu en þau urðu bæði fimmtug á þessu ári. Veðrið lék þó ekki við afinælis- bömin og Ólaf konung því þegar hæst stóð fór að hellirigna og skömmu síðar fylgdu þrumur og eldingar. Engu að síöur þóttu há- tíðahöldin takast með ágætum. SkyndSrannsókn í njósnamálinu Gizur tfelgason, DV, JUSbedc Vestur-þýska lögreglan og ríkis- lögfrasðingar hafa nú hmndið skyndirannsókn af stað til að at- huga hvort ásakanimar á hendur forsætisráðherra sambandsrikiáns Schleswig-Holatein, Uwe Barschel, reynist á rökum reistar. Barschel er sakaður um að hafa njósnað um andstæðing sinn, sós- íaldemókratann Bjöm Engholm, og logið upp ásökunum á hendur honum. Helstu fréttamiðlar Evrópu fjalla ítarlega um þetta hneykslismál í þýskum stjórnmálum þessa dagana og líta það alvarlegum augum. Sósíaldemókratar á þinginu í Kiel krefjast þess nú að Barchel segi af sér hvort það nú heldur sannast eður ei að hann hafi fyrir- skipað rógsherferðina. Benda sósíaldemókratar á að stjómar- formaðurinn hljóti undir öllum kringumstæðum að bera stjóm- málalega ábyrgð á þvi sem nánir samstarfemenn hans hafi fram- kvæmt. Þingmaður danska minnihlut- ans, Carl Otto Mayer, segir að sósíaldemókratar verði að reyna stjómarmyndun ef Barschel segir af sér. Frjálslyndir hafa lýst því yfir að enn sem komið er sjái þeir enga ástæðu til að hætta stuðningi sínum við tilraunir fonnanns kristilegra demókrata, Barschels, tiJ stjómarmyndunar. Þeir krefjast þó þess að hann hreinsi sig af ásök- ununum. Samkomulaginu mjög fiagnað Bráðabirgðasamkomulagi Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna um fækkun meðaldrægra eldflauga var fagnað viða í gær. Vestur-Evrópuríki og Asíuríki hvöttu um leið stórveldin til þess að fækka enn fleiri kjama- vopnum og einnig hefðbundnum vopnum. Hjá Nató lýstu menn yfir ánægju sinni með bráðabirgðasam- komulagið. Tilkynnt var í Washington í gær að leiðtogafundur stórveldanna yrði haldinn í haust og að George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, myndi fara til Moskvu í næsta mánuði til að ganga frá undirbúningi leið- togafundarins. Samkomulagið um fækkun kjama- vopna er hið fyrsta sinnar tegundar frá því að kjamorkuöldin hófst fyrir fjörutíu árum og fyrsta vopnasam- komulag stórveldanna í nærri áratug. Samkomulagið þykir reyndar mikil- vægara á sviði stjómmálanna heldur en hvað varðar hernað þar sem aðeins er um brot af öllum vopnabúnaði stór- veldanna að ræða. í Frakklandi og Kína, sem bæði em kjamorkuveldi, létu embættismenn utanríkisráðuneytanna ekki nein við- brögð í ljós. Utanríkisráðherra Breta, sir Geoffrey Howe, sagði aftur á móti að samkomulagið minnkaði ágrein- inginn milli austurs og vesturs og nú þyrfti að hafa eftirlit með hefðbundn- um vopnum í Evrópu. Forsætisráðherra Belgíu, Wilfried Martens, tilkynnti í gær að um leið og samkomulagið yrði undirritað myndu Belgar hætta við að taka við Reagan Bandaríkjaforseti er hann til- kynnti um bráðabirgðasamkomulag- ið. Símamynd Reuter þeim þijátíu og tveimur kjamaflaug- um frá Bandaríkjunum sem miklar deilur hafa staðið um . Framkvæmdastjóri Nató, Carring- ton lávarður, sagði í gær að hann teldi ekki að nein hætta væri á að sam- komulagið myndi veikja vamir Bandaríkjanna í Vestur-Evrópu. Aðeins tveimur klukkustundum eftir að tilkynning kom frá Hvíta húsinu um fækkun meðaldrægra kjama- flauga tilkynnti bandaríska vamar- málaráðuneytið um að flýtt yrði rannsóknum í sambandi við stjömu- stríðsáætlun Bandaríkjanna. Sovét- ríkin em mjög mótfallin stjömu- stríðsáætluninni sem byggir á vopnakerfi sem skotið getur niður kjamaflaugar á flugi. Treholt dæmdur á fölskum forsendum? FöH Vilhjálmsscin, DV, Osló: Norska leyniþjónustan þagði um mikilvægar upplýsingar í réttarhöld- unum yfir Ame Treholt sem árið 1985 var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyr- ir njósnir. Þetta kemur fram í skýrslu sem lögfræðingur Treholts og virtur lögfræðiprófessor, Torstein Eckhoff, leggur fram með kröfúnni um að mál Treholts verði tekið upp að nýju. Ame Treholt var dæmdur fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna. Réttar- höldin yfir honum vom að hluta til fyrir luktum dyrum. I þeim hluta rétt- arhaldanna kom fram að leyniþjónust- an vissi með löngum fyrirvara og án þess að aðhafast nokkuð að utanríkis- ráðuneytið, þar sem Treholt starfaði, vildi að hann yrði tekinn í herskóla norska hersins. Þessar upplýsingar fékk kviðdómur- inn í réttarhöldunum ekki að vita. Fyrir opnum tjöldum var látið að því Gunnlaugur A. Jónssan, DV, Lundi: Þeir Gösta Bohman og Ulf Ad- elsohn, tveir fyrrverandi formenn sænska íhaldsflokksins, em nú komn- ir í hár saman. Ástæðan er sú að væntanleg er á bókamarkað endur- minningabók Adelsohns í dagbókar- formi. Dagblaðið Expressen heíúr þegar birt tvo kafla tir bókinni og þar dregur Adelsohn upp heldur neikvæða mynd af fyrirrennara sínum i formannsstóln- um. Adelsohn skrifar meðal annars að Bohman hafi greinilega ekki verið búinn að sætta sig við að láta af form- annsembættinu, hann hafi oft verið „í fylu“ og mun auðveldara hafi verið að stjóma flokknum þegar Bohman Utanríkisráðherrar bandalags arabaríkja halda fund í Túnis á sunnu- dag og er gert ráð fyrir að þar komi fram tillaga um stjómmálaslit þeirra allra við Iran. Eftir fyrri fundi bandalagsins í síð- asta mánuði var írönum tilkynnt að gripið yrði til einhverra aðgerða ef liggja af hálíú leyniþjónustunnar að Treholt hefði sótt fast að komast í herskólann til að komast yfir ríkis- leyndarmál sem þann gæti síðan selt Sovétríkjunum. I reynd vildi Treholt síður fara í herskólann, það kemur fram í segulbandsupptöku sem leyni- þjónustan hefur undir höndum. Lögreglan gmnaði Treholt í langan tíma um njósnir og fylgdist með hon- um og hleraði síma hans. Lögfræðingur Treholts fékk aírit af upplýsingum leyniþjónustunnar og upptöku af vitnaleiðslunum í þeim hluta réttarhaldanna sem fóm fram fyrir luktum dyrum. Lögfræðingurinn fékk lögfræðiprófessorinn Eckhoff í lið með sér til að fara í saumana á þessum upplýsingum. í blaðaviðtali segir Eckhoff að hann sé sannfærður um að mál Treholts verði að taka upp að nýju. Þeim upp- lýsingum, sem liggja nú fyrir, var haldið frá kviðdómnum sem dæmdi var fjarverandi. Carl Bildt, tengdasonur Bohmans og núverandi formaður Ihaldsflokks- ins, á greinilega ekki heldur upp á pallborðið hjá Adelsohn. Segir Ad- elsohn að þeir feðgar hafi látið í það skína að hann hafi staðið sig illa í kosningabaráttunni 1982. „Það er upp- örvandi eða hitt þó heldur að hafa slíka menn í kringum sig en líklega fær Bildt að spre>7a sig í næstu kosn- ingum,“ skrifar Adelsohn í dagbók sína 17.september 1982. Skín það i gegnum skrif hans að ósamkomulagið við þá Bohman og Bildt hafi átt þátt í að hann ákvað að segja af sér form- annsembættinu. Bohman segir að lýsingar Adelsohns séu furðulegar og það sé í hæsta máta þeir hefðu ekki gengið að tilmælum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé í síðasta lagi á morgun. Stjómarerindrekar segja arabaríki vera tortryggin gagnvart boði sem ír- anir em sagðir hafa lagt fram um óformlegt vopnahlé á meðan einhver óháð nefhd kannar hvor aðilinn hafi Treholt sekan, segir Eckhoff. I skýrslunni, sem tvímenningamir sendu frá sér í vikunni, em dómsfor- sendumar fyrir tuttugu ára fangelsis- dómi Treholts harðlega gagnrýndar. Þeir segja dómsforsendumar meðal annars innihalda ómarktæka hring- sögn og byggða á vafasömum líkum. í einn stað er Treholt sakaður um að hafa ríkisleyndarmál fyrir fúlgu fiár. í annan stað er sagt að þar sem Tre- holt ætti svona mikla peninga þá hlyti hann að hafa selt ríkisleyndarmál. Eckhoff segir að saksóknari hafi ekki sannað að Treholt hafi látið af hendi ríkisleyndarmál af þeim toga sem hægt er að dæma menn fyrir njósnir fyrir. Ekki heldur hafi sak- sóknari sannað að Treholt hafi þegið peninga frá Sovétríkjunum. Eftir um það bil mánuð verður ljóst hvort mál Treholts verður tekið upp að nýju. óviðeigandi að svo ungur maður sé að birta endurminningar sínar byggð- ar á dagbókarfærslum sem oft séu skrifaðar í reiðiköstum. Segir Bohman að það sé kannski ekki um raunveru- legar rangfærslur að ræða heldur láti Adelsohn alveg hjá líða að nefna nokkuð um ástæður vandamálanna. „Það var mikill viðvaningsbragur á honum í byijun þar sem hann hafði enga reynslu sem þingmaður,“ segir Bohman. „Hvort sem mér líkaði það betur eða verr bar mér sem þingflokks- formanni skylda til að láta til mín taka enda hafði ég mun meiri reynslu en Adelsohn," segir Bohman ennffem- átt upptök að Persaflóastríðinu. Eftir fundinn í Túnis munu ráð- herramir halda til New York þar sem þeir munu taka þátt í umræðum hjá Sameinuðu þjóðunum en þar leggja Bandaríkin áherslu á alþjóðlegt bann við vopnasölu til Irans. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 14-16 lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 15-19 Úb 6 mán. uppsögn 16-24 Ib 12mán. uppsögn 17-26,5 Sp.vél. 18mán. uppsögn 25,5-27 Bb.lb Tékkareikningar 6-8 Allir Sér-tékkareikningar 6-17 nema Vb Ib Innlán verðtryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6 mán. uppsögn Innlán meðsérkjörum 3-4 Ab.Úb 14-24,32 Úb Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 5,5-6,5 Ab,Vb Sterlingspund 8,25-9 Ab.Úb, Vestur-þýsk mörk 2,5-3,5 Vb Ab.Vb Danskarkrónur 9-10,5 Ib ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 28-29,5 Bb.Lb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 30,5-31 Almennskuldabréf eða kge 29,5-31 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 30 Allir Utlán verðtryggð . Skuldabréf 8-9 Lb Útlán til framleiðslu Isl. krónur 28-29 Vb SDR 8-8,25 Bb.Lb, Bandaríkjadalir 8,5-8,75 Úb.Vb Bb.Úb, Sterlingspund 11,25- Vb Sp Vestur-þýsk mörk 11,75 5,5-5,75 Bb.Sp, Húsnæðislán 3,5 Úb.Vb Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 42 MEÐALVEXTIR Óverðtr. sept. 87 29,9 Verðtr. sept. 87 8,4% VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala sept. 1778 stig Byggingavísitala 1 sept. 324 stig Byggingavísitala 2 sept. 101,3 stig Húsaleiguvísitala Hækkaöi9%1.júll VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa veröbréfasjóöa (uppl. frá Fjárfestingarfélaginu); Avöxtunarbréf 1,2375 Einingabréf 1 2,301 Einingabréf 2 1,356 Einingabréf 3 1,422 Fjölþjóðabréf 1,060 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2,296 Lífeyrisbréf 1,157 Markbréf 1,150 Sjóðsbréf 1 1,120 Sjóðsbréf 2 1,180 Tekjubréf 1,251 HLUTABREF Söluverö að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 114 kr. Eimskip 278 kr. Flugleiðir 196kr. Hampiðjan 118 kr. Hlutabr.sjóðurinn 119 kr. Iðnaöarbankinn 143 kr. Skagstrendingurhf. 182 kr. Verslunarbankinn 126 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 160 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbankr og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýöubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaöarbank- inn, Lb=Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Versl- unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um penlngamarkaðlnn birtast I DV á fimmtudögum. Ihaldsformenn í hár saman ur. Stjómmálaslit við íran rædd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.