Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1987, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987.
Frjálst.óháö dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plotugerð:
PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr.
Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr.
Wörner eða Willoch?
Við valið milli Manfred Wörner og Káre Willoch sem
framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins þurfa rík-
isstjórnir aðildarríkjanna að sjá yfir tímamótin, sem
nú eru í sögu þess. Um leið verða þær að reyna að losa
bandalagið við elligigtina, er hrjáir það.
Hafa þarf í huga, að keppinauturinn, Varsjárbanda-
lagið, lýtur nú mun betri forustu. Hvort sem menn telja,
að Gorbatsjov Sovétleiðtogi sé að leiða Sovétríkin og
fylgiríki þeirra til betri vegar eða ekki, er ljóst, að hann
er snjallari í áróðri en vestrænir leiðtogar.
Reiknað er með, að Gorbatsjov og Reagan Banda-
ríkjaforseti undirriti í vetur sáttmála um afnám
skammdrægra og meðaldrægra kjarnorkuflauga. Breyt-
ingin mun hafa áhrif á stöðu Vestur-Evrópu og kalla á
ný viðhorf í varnarbandalagi vestrænna ríkja.
Engum, sem fylgdist með fundi Atlantshafsbanda-
lagsins í Reykjavík í sumar, gat dulizt, að þreyta og
ellimæði hrjáir samtökin. Forustumenn Nató horfðu
eins og glópar, sem klóruðu sér, þegar Gorbatsjov skor-
aði hjá þeim hvert áróðursmarkið á fætur öðru.
Formlega séð hafa Sovétríkin gefið eftir miklu meira
en Bandaríkin í viðræðunum um kjarnorkusamdrátt.
Efnislega er jafnræði í eftirgjöfum, því að kapphlaup
Sovétríkjanna hefur verið hraðara í rúman áratug. En
eftirgjafir Gorbatsjovs hafa komið Nató á óvart.
í sumum tilvikum hafa fulltrúar Sovétríkjanna tekið
upp gamlar tillögur frá Bandaríkjunum eða Atlants-
hafsbandalaginu og gert að sínum, en Nató-menn hafa
átt erfítt með að kannast við eigin króga. Þeir hugsa
hægt, eins og aldraðir embættismenn og herforingjar.
Afleiðingin er, að Atlantshafsbandalagið hefur glatað
trausti víða í aðildarríkjunum. Þetta traust þarf banda-
lagið að endurheimta með því að breyta forustunni.
Hún þarf að geta brugðizt á virkan hátt við framtaki
Gorbatsjovs og allra helzt tekið sjálf frumkvæðið.
Manfred Wörner, varnaráðherra Vestur-Þýzkalands,
er einn herfræðinganna á Vesturlöndum. Það þýðir, að
hann talar tungumál gamlingjanna í aðalstöðvum Nató.
Hann hefur lent í að fara undan í flæmingi með margvís-
legum efasemdum gagnvart frumkvæðinu að austan.
Verið getur, að Bandaríkjastjórn sé að gera mistök
með því að semja um algert afnám skammdrægra og
meðaldrægra eldflauga og að þrýsta Vestur-Þýzkalandi
til að gefa eftir Pershing-flaugarnar. En það virðist
búið og gert. Málstaður Wörners tilheyrir liðinni tíð.
Káre Willoch, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs,
hefur hins vegar reynzt einn leiknasti stjórnmálamaður
Vesturlanda. Hann hefur átt auðvelt með að sætta ólík
sjónarmið og er fljótari að hugsa en flestir aðrir. Hann
er réttur maður í réttu vandræðamáli.
Atlantshafsbandalagið þarf að geta nýtt sér til fulls
hið jákvæða í stefnubreytingu Sovétríkjanna og áttað
sig á svipstundu á hinu neikvæða, svo að ekki sé ætíð
of seint í rassinn gripið. Samtökin þurfa menn, sem
geta teflt skákirnar við Sovétríkin til góðs.
Nató þarf líka menn, sem geta slípað samstarfið og
virkjað það á ýmsa vegu. Sum dýr hugsjónamál eru
orðin úrelt og ættu eð gleymast sem fyrst. Önnur mál
eru jafndýr og bráðnauðsynleg, en skortir samstöðu
þátttökuríkjanna. Allt bendir þetta á Willoch.
Wörner táknar meira af hinu gamalkunna og þreytu-
lega, en Willoch er maður þeirra hæfileika, sem
Atlantshafsbandalaginu eru allra brýnastir núna.
Jónas Kristjánsson
Kjaftasögur
Tár Muskies
Hver þekkir ekki dæmin um
stjómmálamennina sem bjuggu til
sögur til að klekkja á andstæðing-
um? I forsetapróíkjöri demókrata í
New Hampshire 1972 varð Edmund
Muskie þingmaður fyrir árásum
blaðsins Manchester Union Leader.
Hann svaraði fyrir sig og daginn
eftir mátti lesa í Washington Post:
Tárin streymdu niður andlit
Muskies og hann mátti vart
mæla sökum geðshræringar.
Hann stóð í snjókomunni fyr-
ir utan skrifstofur blaðsins
umkringdur fréttamönnum
og sakaði útgefanda þess um
svívirðilegar árásir á sig og
konu sína.
Á forsíðu blaðsins Boston Globes
var sagt að hann hefði „grátið hljóð-
lega“.
Eftirleikur þessa máls var í stuttu
máli sá að bandarískir fjölmiðlar
veltu sér upp úr tárunum, grátnum
og ekkasogunum. Bandaríska þjóðin
gat ekki hugsað sér svo veiklundað-
an forseta. Möguleikar Muskies til
að ná útnefningu síns flokks fuku
út í veður og vind á stéttinni fyrir
framan M. Union Leader.
Blaðamaðurinn David Broder, sem
skrifaði fréttina sem vitnað var í úr
„Með slúðrið að vopni hröktu
fréttamenn frábæran leiðtoga úr pól-
itíkinni." Þetta sagði Gary Hart og
átti við sjálfan sig þegar hann ræddi
fyrir örfáum dögum við fréttamann-
inn Ted Koppel í beinni útsendingu.
(Ted þessi Koppel stjómaði AIDS
þættinum sem Stöð 2 sýndi í vi-
kunni).
Gary Hart er ekki sá fyrst sem
telur sig fómarlamb kjaftasögunnar.
Það fer ekki á milli mála að kjafta-
sögur gegna miklu hlutverki í pólit-
ík, bæði til að upphefja og
niðurlægja.
Frakkar em miklir slúðrarar. En
að mati Jean-Noel Kapferer, sem er
sérfræðingur í slúðri og kennir í virt-
um verslunarskóla í París, slúðra
Frakkar öðmvísi en Bandaríkja-
menn. Kapferer segir að einkalíf
pólitíkusa skipti engu máli í Frans
og þess vegna hefði Gary Hart upp-
þotið aldrei orðið þar. Aftur á móti
segir hann þrífast þar slúður um
heilsufar pólitíkusa, enda hafi Mit-
terrand lent í vemlegum erfiðleikum
1981 vegna sögusagna um að hann
þjáðist af krabba.
Nú er að hefjast barátta fyrir for-
setakosningar í Frakklandi. Þá fara
slúðurtímar í hönd, enda er Kapferer
þegar farinn að leiðbeina væntanleg-
um frambjóðendum um leyndardóma
gróusögunnar.
Sukarno og sexið
Það er mikilvægt að læra að hafa
stjóm á kjaftasögum því hægt er að
láta þær vinna sér í hag. Ann Ruth
Willner er prófessor í stjómmála-
fræði við háskólann í Kansas í
Bandaríkjunum. Hún hefur ranns-
akað eiginleika og aðferðir nok-
kurra stjómmálaleiðtoga sem
mestrar lýðhylli hafa notið, s.s.
Gandhis, Hitlers og Sukamos. Þeir
höfðu margt til brunns að bera og
vom ræðuskömngar, höfðu dáleið-
andi augnatillit og fjöldamarga
eiginleika.
Um alla þessa menn urðu líka til
goðsagnir í lifanda lífi. Sögumar um
hreinlífi Gandhis flugu um Indland
en Indónesar yljuðu sér við trölla-
sögur af kyntöfrum og ótrúlegri getu
Skuamos.
Hann var marggiftur og átti fjöl-
mörg ástarævintýri. Það var á flestra
vitorði. En að auki vom sagðar sög-
ur um að feður kepptust við að færa
honum dætur sínar til rekkjubragða
og sérhver kona yrði honum auð-
sveip ef hann benti á hana með
svörtum hersprota sínum.
Hjá bændafólkinu tengdist þetta
ímynd landsföðurins, ^óseminnar og
gróandi moldar. Sukamo og aðstoð-
armenn hans ýttu undir þessa
dýrmætu ímynd og notfærðu sér í
pólitíkinni.
heyrðu þeir aðeins andköf þreytts
og sárreiðs manns vegna rógburðar-
ins.
Broder viðurkennir að hann hafði
átt að rannsaka uppruna árásanna
á Muskie og ganga úr skugga um
meinta geðshræringu hans.
Ef Edmund Muskie hefði verið í
þættinum hjá Ted Koppel hefði hann
trúlega tekið undir með Gary Hart
og sagt að með óvandvirkni og slúðri
hafi fréttamenn eyðilagt fyrir sér
möguleikann á að keppa um forseta-
embættið.
Gæfusmiðir
„Hver er minnar gæfu smiður?"
spyrja þeir Hart og Muskie og svara
sér sjálfir. Svör þeirra em þau að
fréttamenn hafi smíðað ógæfu
þeirra.
En er það rétt? Smíðaði ekki Gary
Hart eigin ógæfu með einstaklega
klúðurslegum yfirlýsingum og
ótraustvekjandi hegðun í kjölfar
fregnanna um framhjáhaldið? Auð-
vitað gerði hann það. Það kom í ljós
að maðurinn missir dómgreind undir
álagi.
David Broder komst að sömu nið-
urstöðu í tímaritsgreininni um
Muskie-málið. Þrátt fyrir hugsan-
legar málsbætur Muskies vegna
ofsókna Nixons kom einfaldlega í
ljós að maðurinn réð ekki við álag-
ið. Hann anaði út í hríðina óundir-
búinn og vissi ekki hvað hann átti
að segja. Broder rekur fleiri dæmi
úr þessari kosningabaráttu sem öll
benda til veikleika og jafhvægisleys-
is Muskies. Trúlega hefði hann ekki
átt neitt erindi í forsetastólinn frekar
en Gary Hart.
Niðurstaðan er líklega sú að
stjómmálamaðurinn getur aldrei af-
sakað sig með níslarvætti rógs eða
óvandvirkra fréttamanna. Það verð-
ur einfaldlega að gera þær kröfur til
hans að hann sé maður til að sigra
róginn og komast óskaddaður úr
orrustum við fréttamenn.
Guðmundur Einarsson
Af erlendum
vettvangi
Guðmundur Einarsson
Washington Post, sagði nýlega í
tímaritsgrein að þessi frétt héldi enn-
þá fyrir honum vöku.
Síðar kom nefnilega í ljós að menn
Nixons komu þessari atburðarás af
stað. Þeir fölsuðu bréf sem varð til-
efni árásanna á Muskie. I ofanálag
treysti enginn hinna fjölmörgu
fréttamanna, sem hlustuðu á Muskie
í snjónum, sér til þess eftir á að stað-
hæfa hvort hann hefði í raun og
vem grátið.
Enginn hafði séð tár. E.t.v. sáu
þeir aðeins bráðinn snjóinn á hvörm-
um hans.
Enginn hafði heyrt grátinn. E.t.v.