Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1987, Page 18
18
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987.
„Nú er komið
Helga Möller á Stöð 2 og í Broadway
„Þetta hefur verið skemmtileg
reynsla og mikill heiður að vera kjör-
inn af kollegum sínum,“ sagði Pétur
er hann var fyrst spurður hvemig
honum hefði liðið þessa daga eftir
verðlaunaafhendinguna. Bikarinn
stóð á borði í stofunni ásamt óupp-
tekinni kampavínsflösku sem enn
bar blómaskreytingu.
- Attir þú von á þessu?
„Ekkert frekar. Ég hafði heyrt sög-
ur um að ég væri búinn að leika vel
í sumar og væri sá eini rétti til að
hljóta þennan titil. Ég vissi ég ætti
möguleika en gerði mér ekkert frek-
ar vonir. Ég er ánægður með hvemig
fór.
- Vissir þú áður en úrslitin voru
kynnt að þú værir sigurvegarinn?
„Nei, en mig fór að gruna ýmislegt
þegar Ijósmyndarar beindu mynda-
vélunum í átt að mínu borði, áður
en úrslitin voru kynnt. Þeir hljóta
að hafa vitað það.“
- Þeir hafa þá kjaftað frá?
„Já, að minnsta kosti fékk ég á til-
finninguna að það hlyti að vera ég,“
sagði Pétui og brosti.
I raun er ekkert skrýtið þó Pétur
hafi hlotið titilinn því hann hefur
sýnt mikla hæfileika í sumar og ver-
ið á allra vörum. Er við spjölluðum
saman á heimili þeirra Helgu í nýja
miðbænum var Pétur nýkominn
heim eftir tapleik gegn Sparta Prag
í Evrópukeppni meistaraliða. Hann
virtist ekkert vera þreyttur að sjá
né heldur sár. Pétur var í góðu skapi,
hressilegur, og lét tapið sér í léttu
rúmi liggja.
Atvinnumaður í meiðslum
Eins og margir vita starfaði Pétur
Ormslev um nokkurra ára skeið sem
atvinnumaður hjá Fortuna Dússel-
dorf í Þýskalandi. Ekki gekk það
slysalaust fyrir sig því hann átti í
sífelldum vandræðum vegna meiðsla.
- Af hverju gafstu atvinnumennsk-
una upp á bátinn og komst heim?
„Það voru ýmsar ástæður fyrir
því. Helst var það út af meiðslum sem
ég hlaut. Ég þrjóskaðist upphaflega
við að fara heim. Hins vegar gekk
þetta ekki upp vegna meiðslanna.
Ég var alls ekki heill líkamlega. Þeg-
ar tíminn leið sá ég að það þýddi
ekkert annað en að drífa sig heim.“
- Langaði þig að vera lengur erlend-
is?
„Mig langaði til þess að vera leng-
ur en eins og málin stóðu þá var
enginn grundvöllur fyrir því. Eftir
að ég kom heim var ég sáttur við það
hlutskipti og sé ekkert eftir því.
Langaði ekki heim
- Af hverju fórstu út upphaflega?
„Mest af ævintýraþrá. Mig langaði
að reyna fyrir mér meðal þeirra bestu
í heimi en það gekk svona upp og
niður eins og kom í ljós. Upphaflega
hafði umboðsmaður samband við mig
og bauð mér starf og ég sló til. Ég
var þá búinn að leika tíu landsleiki
hér heima.“
- Hvemig fannst þér að vera at-
vinnumaður í knattspyrnu?
„Það var bæði gott og slæmt.
Ánægjustundimar vom fleiri, að
minnsta kosti man maður frekar eft-
ir þeim.
- Varstu vel launaður?
„Já, ég held að allir atvinnumenn
í knattspyrnu séu vel launaðir. Ég
hef aldrei haft hærri tekjur en þá.“
- Hefur þú hug á að fara aftur?
„Nei. Éins og málin standa í dag
hef ég ekki áhuga fyrir því en maður
á víst aldrei að segja aldrei."
- Hvemig stendur á því að sumir
íslenskir knattspymumenn duga
lengur í atvinnumennsku en aðrir?
„Ég held að flestir sætti sig við
þetta starf en það fer mikið eftir
gengi manna og einnig hvemig þeir
eru. Til eru menn sem þola ekki að
vera lengi að heiman.“
- Hvað um aga?
„Hann er ekkert meiri en hérna
heima. Menn ráða sér meira í at-
vinnumennskunni. Ef menn vilja
drekka áfengi fyrir leik þá er enginn
sem bannar þeim að gera það. Mjög
algengt er að menn fái sér tvo til
þrjá bjóra kvöldið fyrir leik en við
Islendingarnir megum ekki fá okkur
einn bjór kvöldið fyrir leik erlendis.
Við erum náttúrlega ekki vanir að
drekka bjór en þeir eru það.“
Engar frístundir
- Var atvinnumennskan ekki hörku-
vinna?
„Ég er viss um að ég æfi helmingi
meira hér heima en ég gerði úti.
Æfingarnar úti em miklu markviss-
ari og þar mæta allir á réttum tíma.
Hlutirnir eru miklu meira á hreinu.
Hér nota menn frístundimar sínar í
æfingarnar," sagði Pétur og Helga
bætti við: „Við eigum engar frístund-
ir. Við höfum ekki tekið okkur
sumarfrí síðan við vorum úti í Þýska-
landi."
- Varstu afburðaknattspyrnumaður?
„Nei, ég var það ekki. Éitthvað sáu
þeir við mig. Ég var sex árum yngri
en átti auðvitað margt ólært,“ svar-
aði Pétur sem nú er 29 ára gamall.
Hann kom heim og hóf að leika
aftur með sínu gamla liði, Fram.
Hins vegar hefur það ekki alltaf ve-
rið hans lið. Sem barn spilaði hann
með KR vegna þess að félagarnir í
Miðbæjarskólanum gerðu það. Pétur
er alinn upp í Skólastrætinu og bjó
þar allt þangað til hann fór til Þýska-
lands. „Nokkrir félagar mínir í
skólanum æfðu með Val og það kom
að því að ég hætti í KR og fór yfir
til Vals. Ég man ekki eftir að það
hafi verið neinir Framarar í skólan-
um. Síðan voru margar ástæður fyrir
að ég hætti í Val og fór yfir til F-am.
Mér líkaði illa í Val og einnig kynnt-
ist ég nokkuð mörgum Frömurum á
þessum tíma. Ég hef þá verið 15 ára.
Takmarkið var 25 landsleikir
- Hvað hefur þú leikið marga lands-
leiki í dag?
„Þeir eru tuttugu og sex. Einhvem
tímann setti ég mér það takmark að
ná tuttugu og fimm leikjum. Ég náði
því marki í leiknum á móti Austur-
Þjóðverjum í fyrrahaust.
- En Helga, er hún íþróttakona?
„Já, ég hef alltaf verið það. Ég
keppti á skíðum hér áður fyrr og
vann nokkrum sinnum til verðlauna.
Einnig spilaði ég handbolta og
reyndar körfubolta líka um tíma þó
ég sé ekki hávaxin en hætti því fljót-
lega. Ég bjó nálægt Laugardalsvell-
inum og fór mjög oft á leiki enda
voru bræður mínir í fótbolta. For-
eldrar mínir hafa verið í golfi og
hafa smitað okkur af þeim áhuga.
Við spiluðum mikið golf þegar við
vorum í Þýskalandi," sagði Helga.
Pétur sagðist ekki hafa nokkurn
áhuga á skíðaíþróttinni og aðeins
einu sinni á ævinni hafa stigið á
skíði. „Ég hef hins vegar heillast af
golfinu þó ég hafi aldrei keppt í
því,“ sagði hann.
Helga og Pétur kynntust í Óðali
sumarið 1982. „Ég var búinn að vera
í Þýskalandi og kom hingað heim í
stutt frí. Þá var heimsmeistara-
keppnin á Spáni. Ég fór á ball, sem
ég hafði ekki gert lengi, og þá hitti
ég Helgu.“
Viðtal: Elín Albertsdóttir
- Þú hefur heillast af söngkonunni?
„Já, það má segja að ég hafi gert
það,“ sagði Pétur. Helga sagði það
vera sniðugt að sem unglingar hefðu
þau átt sömu kunningja en aldrei
hist.
- Voruð þið þá úr sama hverfinu?
„Nei, ég var úr miðbænum og
Helga úr austurbænum," svaraði
Pétur og Helga bætir við að þau
hafi bæði skemmt sér í Tónabæ á
þessum árum.
Söng á sporthátíð
Ári eftir að þau kynntust fluttist
Helga til Þýskalands og til að gera
eitthvað eins og hún segir fór hún í
háskóla til að læra þýsku, uppeldis-
fræði og íþróttakennslu. „Það var
alltaf gamall draumur," segir hún.
„Mér leið mjög vel í Þýskalandi og
sakna þess tíma mikið."
- Lagðir þú sönginn á hilluna?
„Já og nei. Mér þótti alveg æðis-
legt að vera þarna einmitt vegna
þess að enginn þekkti mig. Ég gat
farið hvert sem ég vildi og enginn tók
eftir því. Ég var búin að vera í sviðs-
ljósinu hér heima. Síðasta Þú og ég
platan kom út um það leyti sem við
vorum að kynnast en hún gekk að
vísu ekki neitt. Þá datt allt upp fyrir
með Japansferðina sem stóð fyrir
dyrum og ég var hálffegin því. Mér
fannst ekki lagður eins mikill metn-
aður í þessa plötu og þá fyrri. Við
Pétur komum heim á sumrin og þá
söng ég með hljómsveit Gunnars
Þórðarsonar í Broadway. Annars var
vinafólk okkar úti í Þýskalandi sem
vildi endilega koma mér á framfæri
á þýskum markaði. Ég reyndi aðeins
fyrir mér undir nafninu Helga Helga-
son vegna þess að Helga Möller er
svo þýskt og venjulegt nafn þar. Ég
kom fram á galahátíð í sambandi við
sportið en kunni ekki við það. Ég
söng eitt lag á ensku og eitt íslenskt
en mér fannst allt vera öðruvísi en
ég átti að venjast og mikil sýndar-
mennska í öllu.“
- Þú hefur þá ekki sungið meira í
Þýskalandi?
„Nei,“ svaraði Helga, en Pétur
sagði að það hefði nú getað orðið
meira. „Við vorum með annan fótinn
hérna heima eftir að Pétur meiddist
og þá datt þetta sjálfkrafa upp fyr-
ir,“ sagði Helga þá.
„Þetta er svipað og í
fótboltanum - aldrinum
er kennt um ef menn
standa sig ekki nógu
vel,“ sagði Pétur.
Bæði á Stöð 2
Þegar þau komu alflutt heim árið
1984 fór Pétur að vinna hjá Frjálsu
framtaki við auglýsingasöfnun fyrir
fþróttablaðið og Helga gerðist flug-
freyja aftur en hún hafði verið í því
starfi til ársins 1978 er hún eignaðist
dóttur sína, Helgu. Ári síðar fór Pét-
ur að vinna sem gjaldkeri hjá
Verslunarbankanum sem hann segir
hafa verið gott starf. „í bankanum
var mjög góður starfsandi og gott
fólk. Mér líkaði alltaf vel þar.“ Það
er aðeins mánuður síðan hann hóf
störf í markaðsdeild Stöðvar 2.
- Hvað kom til?
Sighvatur Blöndal markaðsstjóri
vann með mér á Frjálsu framtaki og
hann bauð mér þetta starf. Það felst
í auglýsingavinnu. Mér leist vel á
að taka þetta að mér því mér hefur
sýnst að Stöð 2 sé á mikilli uppleið.
Állar þær nýjungar í dagskránni í
haust sýna metnað og ég er viss um
að stöðin á eftir að standa sig. Það
er fullt af skemmtilegu fólki að vinna
á Stöð 2.
Helga, sem hefur vakið á sér at-
hygli sem Gleöihankustjnmu
síðan umsjónarmaður Stundarinn
okkar. er einnig að liefji'