Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1987, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1987, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987. Hamborg er heimsborg - flug og glsting - flmmtudaga og sunnudaga Útlönd Ný stjóm tók til starfa I Grikk- landi í gær og sagði forsætisráöherr- ann Andreas Papandreou aö hann héldi að hún mundi þjóna landi og þjóðbetur. Haföi forsætisráðherrann, sem er sósíalisti, stokkað upp í stjóm sínni og tekið aftur inn í hana þijá vinstri menn. Telja sérfræðingar að túlka megi breytingu þessa þannig að Pap- andreou sé aö undirbúa kosningar fyrr en áætiað var. Þann 6. september síðastliðinn fúilyrti Papandreou að hann myndi ekki stokka upp í stjórninni en að- spurður kvaðst hann í gær hafa skipt um skoðun. Segja embættismenn uppstokkunina hafa verið ákveðna á síðustu stundu eða á mánudaginn og því hafl hún komið öllum á óvart. Rútu hvolfdi í Portúgal Spænsk iangferðabifreið ók út af þjóðvegi í norðurhluta Portúgai í gær og fór bifreiðin á hvolf. Að minnsta kosti fimm manns létu líflö og fimmtíu særðust Tíu hinna særðu eru alvarlega slasaöir. Far- þegamir vom frá Granada á Spáni. Vegurinn var háll eftir rigningar og aö sögn sjónarvotta lenti bifreiöin úti í skurði. Kínverjar selja útlendingum land Yfirvöld í Kína hafa ákveðið að seija erlendum fyrirtækjum land til þess að auka verslun og fjárfestingu á Hainana eyju undan suöurströnd landsins. Opinber kínversk frétta- stofa greindi frá þessu í gær. Á eyjan að verða sérstakt efha- hagssvæði og myndi hún til að byija með fa fé frá sljóminni en þyrfti síð- an sjálf aö siá um flárlög sín. Pjögur svipuð efiiahagssvæði em nú í Kina. Hafa þau öll verið sett á laggímar á þessum áratug til þess að lokka að erlenda fjárfestingaraöila. Fyrsta opinbera uppboðið á land- svæði í Kína var haldiö i í Shenzhen nálægt Hong Kong fyrr í þessum mánuði. Fór eignin til kínverskra aðila. IVeir létust í fellibylnum Tvö böm létust er fellibylurinn Emiiy gekli yfir Dóminlska lýðveldið í gær. Vindhraöiim var hundrað og níutíu kílómetrar á klukkustund og fylgdu miklar rigningar i kjölfariö. Vindhraöinn minnkaði eftir þvi sem á daginn ieið. Emily stefiiir nú í átt að Bahama- eyjum þar sem hans er þegar fanð að gæta að nokkm leyti. A Haiti, þar sem mikill viöbúnaöur var, var logn og sólskin er menn vöknuðu í gær- morgun. Þar rigndi þó á norður- strönd landsins seinni hlutann í gær. Sleppt úr fangels! í ChSle Vestur-þýsk kennslukona, sem verið hefur í fangelsi í Chile í eitt ár, var i gær veitt leyfi til þess að yfirgefa landið gegn tryggingu. Þurfti hún sér- stakt leyfi þar sem hún er enn sökuð um hryðjuverkastarfsemi Kennslukonan, Beatriz Brinkmann, sagði við fréttamenn í gær að hún hygðist halda til Vestur-Þýskalands. Hún er chilensk í aðra ættina. Foreldr- ar hennar búa i Chile. Stjómin i Bonn haiði unniö að því aö fá Brinkmann látna lausa og var máiið tekið upp er atvinnumálaráðherra Vestur-Þýskalands var í heimsókn í Chile í júií. Sévardnadse hittir Shuttz Ákveðinn hefur verið fundur George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, og Edvard Sévardnadse, utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna, vegna Persaflóamálsins en Bandaríkjamenn fóm fram á að slíkur fundur yrði hald- inn í kjölfar árásar bandarískrar þyrlu á íranskt skip fyrr í vikunni. Ætiunin er að ræða aðgerðir til að tryggja skipaferðir um flóann en Sévardnadse sagði í ræðu á allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna að sigiingar um flóann yrði að tryggja og það yrði að gerast með sameiginlegu átaki heimsbyggð- arinnar allrar með styrk Sameinuðu þjóðanna. Þetta er, að því er talið er, í fyrsta sinn sem Sovétríkin hafa stutt hugmyndir um sameiginlegt herlið Sameinuðu þjóðanna. Ekki er þó talið liklegt að þessar til- lögur nái fram að ganga því að menn búast við þvi að Bandaríkjamenn legg- ist gegn þeim vegna hins gífurlega kostnaðar sem þetta hefði í fór með sér. íranir hafa nú lýst því yfir að kallað verði saman tveggja milljón manna aukalið næstu tvö árin. Tilkynning þessi kom um leið og Caspar Wein- berger, vamarmálaráðherra Banda- ríkjanna, lagði af stað í ferð til Persaflóa þar sem hann mun ræða við ráðamenn í Saudi Arabíu og Bahrain Bandarískir sjóliðar um borð i USS Lasalle fylgjast með atburðum á Persaflóa og heimsækja bandarísk herskip á þessa fjóra daga sem heimsóknin stendur. Bandaríkjamenn og Bretar hyggjast leggja til bann á vopnasölu til Irans í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en ekki er taiið líklegt að það fáist sam- þykkt. Bretar lokuðu þó íranskri innkaupaskrifstofu í Lundúnum í gær og er búist við að starfsmenn hennar, um 50 talsins, verði reknir úr landi. í kjölfar alls þessa hefúr íransfor- seti, Ali Khameinei, lýst því yfir að hann búist við innrás Bandaríkja- manna. Hann sagði í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC að floti Bandaríkjamanna á flóanum væri merki um stríð þar sem slíkur fjöldi herskipa gæti engan veginn verið til vamar, þau væra innrásarlið. Að- spurður hvort íran teldi sig eiga í stríði við Bandaríkjamenn í kjölfar árásar bandarískrar herþyrlu á íranskt skip sagði hann að svo væri ekki en Banda- ríkjamenn væra vísir til að neyða írani til stríðs. Friðarumleitanir Mið-Ameríku i Bandaríkjamenn ekki hrifríir Vinstrisinnaðir skæruiiðar í E1 Salvador hafa jánkað boði stjómar José Napoleon Duarte um friðarvið- ræður í samræmi við ftiðaráætlun nokkurra ríkja í Mið-Ameríku. í Nicaragua hafa contraskæruliðar hins vegar hafnað tilboði stjómar sandinista um vopnahlé, en skærulið- unum barst nýlega stór vopnasending frá Bandaríkjunum. Einn af leiðtogum contraskæruliða, Enrique Bermudez, sagði í gær að það eina sem að sandinistar væru að reyna að fá fram með tilboði um vopnaihlé væri að skæruliðar legðu niður vopn til að sandinistar gætu verið við völd um alla eilífð. Hann sagði að ekki kæmi til greina að leggja niður vopn þrátt fyrir að stjómarherinn hefði gert það en á þriðjudag lýsti Daniel Ortega yfir einhliða vopnahléi. Samkvæmt fiiðaráætluninni er stefnt að því að koma á friði í álfúnni fyrir sjöunda nóvember næstkom- andi. Til að contraskæruliðar geti Leiðtogar contraskæruliða, Enrique Bermudez, situr lengst til vinstri. þraukað þangað til samþykkti full- trúadeild Bandaríkjaþings í gær að styrkja þá með 3,5 milljónum dala. Reaganstjóm hefúr sagt að yfirlýsing- ar sandinistastjómarinnar í Nic- aragua um vopnahlé og prentfrelsi séu aðeins fegrunaraðgerðir. Contraskæruliðar segja að ekki sé hægt að stöðva átök án samningavið- ræðna og sé því ákvörðun stjómarinn- ar hjóm eitt. Sandinistar hafa hins vegar aldrei tekið í mál að semja við leiðtoga contraskæruliða, þeir segja hina raunverulegu leiðtoga skærulið- anna vera Bandaríkjastjóm og það séu sem ræða verði við, en Bandaríkja- menn hafa þjálfað og haldið uppi skæruliðum aút frá 1981.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.