Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1987, Qupperneq 10
10
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987.
Utlönd
Iðnaðarframleéðsla Japana
færð til Suðaustur-Asíu
Stór hluti heföbundinnar framleiðslu Japana er að færast úr landi, fyrst og fremst til hinna nýju ríkja austursins.
Jón Oimur Hafldórssan, DV, London;
ínnan tíðar mun mestur hluti
framleiðslu japanskra fyrirtækja á
sjónvarpstækjum fara fram í öðr-
um Asíulöndum. Svipaða sögu er
að segja af öðrum iðngreinum.
Þannig hafa til að mynda nokkur
stærstu fyrirtæki Japana á sviði
hljómtækja ákveðið að færa fram-
leiðslu sína að verulegu leyti til
Taiwan, Singapore og Malaysíu.
Fyrirtæki í öðrum greinum hafa
sett upp verksmiðjur í Indónesíu
og á Thailandi.
Það er fyrst og fremst gengis-
hækkun japanska yensins sem
liggur að baki þessari stefnu en
yenið hefur á skömmum tíma
hækkað um fimmtíu prósent gagn-
vart dollara og meira en fjórðung
gagnvart mörgum gjaldmiölum
Evrópu og Asíu. Þrátt fyrir mestu
framleiðni í heiminum hafa því
verksmiðjur í Japan tapað forskoti
sínu í samkeppni á heimsmarkaðn-
um.
Vaxandi fjárfesting
Japanir hafa í mörg ár fjárfest
verulega í flestum löndum Austur-
Asíu og eiga orðið mun meira
fjármagn í flestum þessara landa
en Bandaríkin eða Bretland sem
áttu þorrann af erlendri fjárfest-
ingu í þessum heimshluta áður.
Þessi fjárfesting hefur vaxið ört að
undaníomu en búist er við að
straumurinn eigi enn eftir að
þyngjast á næstu tveimur til þrem-
ur árum og svo mjög að stór hluti
hefðbundinnar framleiðslu Japana
færist úr landi og þá fyrst og fremst
til hinna nýju iðnríkja austursins.
Á markaði Vesturlanda
Japanskar verksmiðjur í þessum
löndum framleiða ekki lengur að-
eins fyrir heimamarkaðinn þar
heldur til útflutnings á markaði
Vesturlanda. Það era heldur ekki
lengur aðeins einföld tæki eins og
útvörp eða vasatölvur sem eru
framleidd í þessum löndum heldur
eru nú flutt út þaðan sjónvörp,
hljómtæki, tölvur og bílar. Bæði
Malaysía og Thailand hafa þannig
hafið útflutning á bílum og í Mala-
ysíu og Singapore er framleitt
mikið af tölvum.
í fyrstu var hér um að ræða sam-
setningu á pörtum frá Japan en
þetta hefur nú breyst mjög og flytja
Japanir til dæmis inn irúkið af hlut-
um í tölvur frá Malaysíu.
Þekktfyrirtæki
Sem dæmi um þekkt fyrirtæki,
sem eru í þann veginn að flytja
mikinn hluta útflutningsfram-
leiðslu sinnar til annarra landa
Austur-Asíu, má nefna Hitachi,
sem munu framleiða mikið af
hljómtækjum sínum á Taiwan,
Toshiba, sem framleiðir í Singa-
pore, Sharp, sem framleiðir í
Malaysíu og NEC sem er að auka
stórlega við fjárfestingu sína í
Singapore.
Um leið, og að hluta til vegna jap-
anskrar fjárfestingar, hefur hag-
vöxtur í Suöaustur-Asíu haldið
áfram aö vera meiri en þekkist í
öðrum heimshlutum. Löndin á
þessu svæði hafa notið sex til tíu
prósent hagvaxtar á ári í samfellt
flmmtán ár þannig að þjóðartekjur
á árinu hafa þrefaldast á skömm-
um tíma.
Evrópsk lífskjör
Lífskjör í Singapore eru nú orðin
svipuð og víða í Evrópu en flest
hinna landanna eru enn að mestu
byggð bláfátæku fólki þrátt fyrir
þennan uppgang í iðnframleiðsl-
unni. Þannig eru tekjur almenn-
ings á Filippseyjum, í Indónesíu og
á Thailandi ekki nema tvöfalt
hærri en á Indlandi og lægri en í
allmörgum löndum Afríku eins og
Zimbabwe, Zambíu, Nígeríu og
Egyptalandi. Hungur og næringar-
skortm- eru enn útbreidd í þessum
heimshluta en í borgunum hefur
risiö upp stór og ört vaxandi milli-
stétt sem nýtur lífskjara á borð við
það sem best gerist í Evrópu.
Einkafyrirtæki
meðal efnahags-
úrbóta í írak
írakar hafa ekkí farið eftir kvóta samtaka oliuframleiðslurikjanna og ætla
þeir að reyna að framleiða jafnmikið af olíu og fyrir Persaflóastríðiö.
í írak er skortur á nær öllu.
Svartamarkaðsbraskarar lifa góðu
lífi og hjá þeim er hægt að kaupa
smjör, kiósettpappír og bíla og allt
þar á miili.
Vestrænir stjómarerindrekar hafa
trú á því að ýmsar efnahagsumbæt-
ur í tengslum við hækkað olíuverð
og herferð fyrir aukinni framleiðslu
muni hafa einhver áhrif.
Embættismenn í írak draga enga
dul á þaö að á meðan stríðið við íran
varir sé einungis um það að ræða
að komast af og það þýðir að yfir-
völd í Bagdad fara ekki alltaf eflir
leikreglunum.
Það litla fé, sem er til, er notað tii
kaupa á vopnum og nauðsynlegum
innflutningsvörum á meðan afborg-
anir af erlendum lánum, sem nú
nema sextíu milijörðum doliara, eru
látnar bíða. Þrátt fyrir vanskil eru
margar vestrænar þjóðir fúsar til
þess að veita lán og erlendir aðilar
bíða í röðum eftir því að fá að selja
írökum vopn, lyf og þjónustu við
olíufyrirtækin.
Háöurolíu
Hafin hefur verið herferð gegn
skriffinnskunni og endurbætur eru
fyrirhugaðar í iönaðarfyrirtækjum
ríkisins. Sum þeirra ætlar ríkið að
seija einkaaðilum og er þar um
stefnubreytingu að ræða. Efnahag-
urinn er samt sem áður mjög háður
olíuframleiðslunni. Ekki hefur veriö
tekið tillit til kvóta olíuframleiðslu-
ríkjanna í þeim tilgangi að ná aftur
upp þeirri framleiðslu sem var fyrir
stríðið eða þremur milljónum tunna
á dag.
Á fyrstu árum stríðsins fór fram-
leiðslan niður í rúma hálfa miiljón
tunna þegar íranir lokuðu útflutn-
ingsleiðum íraka gegnum Persafló-
ann. Sýrland, helsti bandamaður
írans, lokaði útflutningsleiðinni til
Miðjarðarhafsins. Framleiðslan er
nú talin vera tvær milljónir tunna á
dag og tekjumar af ohuffamleiðsl-
unni á þessu ári eru áætlaðar tólf
milljarðar dollara. Er það talsverð
aukiúng frá því í fyrra en þá voru
tekjumar sjö og hálfur milljarður
dollara.
Láta ekki undan
írakar hafa samið um lögn nýrrar
leiðslu gegnum Saudi-Arabíu. Þegar
hún veröur komin í gagnið eftir tvö
ár mun framleiðslan geta aukist um
miHjón tunnur á dag. Lestir flutn-
ingabíla flytja tvö hundruð þúsund
til þrjú hundruð þúsund tunnur af
hráolíu á dag gegnum Jórdaníu og
Tyrkland.
Yfirvöld í Bagdad hafa engan hug
á því að láta undan samtökum olíu-
framleiðslurílganna. Sætta írakar
sig ekki við kvóta sem þeim var út-
hlutaður en hann hljóðar upp á eina
og hálfa milljón tunna í ffamleiðslu
á dag. Irakar viija að minnsta kosti
fá kvóta jafnháan þeim sem írönum
var úthlutað eða rúmar tvær mifij-
ónir tunna á dag. Þykjast írakar
vissir um aö á meðan stríðið vaiir
muni bandamenn þeirra innan sam-
takanna, fyrst og fremst Saudi-
Arabar og Kuwaitmenn, standast
þrýstinginn frá hinum aðildarríkj-
imum um að írakar framleiði ekki
meira en þeim var fyrirskipað.
Stjómarerindrekar eru tortryggn-
ir gagnvart áformum um að selja
einkaaðilum fyrirtæki í landi þar
sem ríkiö fylgist náið með öllu. Selja
á nokkrar bensínstöðvar, sumum
jörðum ríkisins á að skipta á milii
bænda og selja á hluta ýmissa fyrir-
tækja og er þar Flugfélag Iraks efst
á listanum.