Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1987, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1987, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987. Frjálst,óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð i lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Samið um öryggisventH Fáir tóku eftir heimssögulegum viðburði í síðustu viku, þegar utanríkisráðherrar heimsveldanna, Shultz og Sjevardnadse, hittust til að undirbúa væntanlegan leiðtogafund í vetur. Þeir undirrituðu samkomulag um gagnkvæmar öryggis- og aðvörunarstofnanir. Bandaríkjamenn munu koma shkri stofnun á fót í Moskvu og Sovétmenn hliðstæðri í Washington. Mark- mið þeirra verður að draga úr hættu á, að slysni eða rnistök leiði til kjarnorkustyrjaldar heimsveldanna, svo að fyrirvaralaust sé hægt að víkja af braut dauðans. Samningur þessi er síðbúið en rökrétt framhald af aldarfjórðungs gömlum samningi um beina símalínu milli Kremlar og Hvíta hússins. Stofnanirnar tvær eiga að vera skipaðar mönnum, sem hafa þekkingu og að- stöðu til að grípa í taumana gegn sjálfvirkni stríðskerfa. Nýi samningurinn var tímabær. Kjarnorkutækni hefur fleygt svo fram, að saman hefur skroppið tíminn, sem stjórnendur varnarkerfa hafa til að meta tölvuupp- lýsingar um, að árás óvinar sé hafin. Klukkutími fyrir ‘aldarhórðungi jafngildir fimm mínútum nú á tímum. Þessi samdráttur tímans hefur breytt eðh kjarnorku- vopna. Áður voru þau fyrst og fremst regnhlíf, sem tryggðu frið. Vesturlönd notuðu tilvist vopna sinna til að hræða Sovétríkin frá útþenslustefnunni, sem hefur riðið húsum Rússlands frá því löngu fyrir byltingu. Nú eru vopnin hins vegar orðin að ógn í sjálfu sér. Segja má, að atómbyssurnar skjóti sjálfar, því að manns- hugurinn hefur knappan tíma til að meta tölvuskjá- myndir, sem sýna árás, er svara þurfi samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun. Þannig verður óvart stríð. Símahna milli leiðtoga dugir ekki lengur, til dæmis að næturlagi á öðrum hvorum staðnum. Hinar nýju stofnanir eiga að mæta tímaskortinum. Þær eiga að gera sérfræðingum kleift að meta á augabragði rangar eða skakkar upplýsingar og hindra sjálfvirk viðbrögð. Samningurinn um þær hefur ekki minna gildi en væntanlegur samningur um afnám skammdrægra og meðaldrægra eldflauga, því að miklu meira en nóg verð- ur samt th af langdrægum kjarnorkuflpugum. Samn- ingnum ber mun meiri athygli en hann hefur fengið. Undirritun hans í síðustu viku styrkir vonir um tryggari framtíð mannkyns. Honum hafa hka fylgt lausafréttir um, að minna bil en áður sé milli heimsveld- anna á ýmsum sviðum viðbúnaðar. Meðaldrægu og skammdrægu eldflaugarnar eru bara hluti málsins. Líklegt er, að í framhaldi þess eldflaugasamnings geti heimsveldin náð samkomulagi um helmings fækk- un langdrægra eldflauga og síðan enn meiri fækkun þeirra. Einnig er farið að ræða í alvöru um hugsanlegt afnám efnavopna og fækkun hefðbundinna vopna. Eitt bjartasta ljósið á slökunarhimninum eru hug- myndir um að búa til 150 kílómetra breitt vopnalaust svæði á mörkum Austur- og Vestur-Evrópu. Slíkt belti mundi lengja mjög tímann, sem þarf til undirbúnings árásar og gera ókleifar leiftursóknir á landi. Ef samningamyha heimsveldanna fær að mala hægt og örugglega næstu mánuði og misseri, eru mestar líkur á, að jörðin verði mun traustari mannabústaður en hún er nú og að aukið fé verði aflögu tU friðsamlegrar upp- byggingar og aukinnar velmegunar víða um heim. Sumt af þessu gerist, án þess að blásið sé í fagnaðar- lúðra. Kyrrlátur samningur síðustu viku um öryggis- stofnanir í Moskvu og Washington er gott dæmi um slíkt. • Jónas Kristjánsson Miðað við mælikvarðann um menningarstig þjóðarinnar gefur þessi upptalning ekki fagra mynd. Hverjir eru að gera það gott? „Allir eru að gera það gott,“ sagði í dægurlagatexta sem oft heyrðist í útvarpinu fyrir nokkrum árum. Reyndar var svo bætt við í sútar- legri tóntegund nema ég“ og maður hafði á tilfinningunni að orð- in væru lögð í munn einhveijum öfundsjúkum fylupokanum. Þeir sem nú hafa völdin keppast viö að gefa þá mynd af þjóðfélaginu aö þar séu allir að gera það gott - bullandi vinna, nógir peningar, „meðaltalskaupmáttur heimilis- tekna í hæsta lagi“, ef menn kannast við orðaleppana. Er þá ekki allt í lagi, allir glaðir og ánægðir nema hallærislegar nöldurskjóður sem benda á óhófleg- an vinnutíma og að tekjunum sé nú heldur betur misskipt og því villandi að tala um meðaltöl? Þessi umræða snýst svo aðeins um þann hluta þjóðarinnar sem stundar launaða atvinnu. „Það geta allir fengið nóga vinnu,“ er sagt, en hveij- ir eru þessir allir? Þama er auðvitað átt við fólk á vinnualdri og sem fært er til vinnu. Þetta er ekki nema hluti fólksins í landinu. í öllum þjóðfélög- um vinnur hluti þegnanna fyrir sér - og þeim sem ekki stunda viimu. Hveijir eru það sem ekki eru á vinnumarkaðnum? Á íslandi eru það fyrst og fremst: - Böm, unglingar og ungt fólk í langskólanámi, þ.e.a.s. „þeir sem eiga að erfa landið" eins og sagt er í hátíðarræðum. - Gamla fólkið, þeir sem hættir em störfum fyrir aldurs sakir eða „þeir sem með elju og dugnaði lögöu grunninn að velferðarþj óðfélagi nú- tímans“ svo aftur sé vitnað í hátíðar- ræðumar. - Fatlaðir, öryrkjar og allir þeir sem tímabundið eða til langframa geta ekki stundað vinnu eða hafa orðið undir á hinum harða vinnu- markaði. Menningarstig þjóðar í bréfi, sem samtök fatlaðra sendu frambjóðendum fyrir alþingiskosn- ingamar í vor, segir að þaö sé mælikvarði á menningarstig þjóðar hvemig búið sé að fótluöum. I þessu er mikill sannleikur og hér við má bæta öldruöum, bömum og öðrum þeim sem eiga afkomu sína undir vilja þeirra sem em fullvinnandi og ráða í þjóðfélaginu. Hvað segir þessi mælikvarði um menningarstig íslenska þjóðfélags- ins nú? Athugum nokkrar stað- reyndir. - Þrátt fyrir útivinnu og langan vinnudag flestra foreldra er langt í fiá að hægt sé að ganga aö öruggri Kjallaiinn Sigríður Stefánsdóttir bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins á Akureyri gæslu og umönnun fyrir bömin. Ógnarlangir biðlistar, aldursmörk sem em í engu samræmi við fæðing- arorlof, lítill sveigjanleiki á tíma og hvers kyns takmarkanir em þær staðreyndir sem foreldrar reka sig á þegar leitað er eftir dvöl fyrir böm á dagvistum. - Við skólagöngu taka allt of oft við of stórar bekkjardeildir, sundur- slitinn skóladagur og skortur á bókum og kennslutækjum, auk þess heyrir það til undantekninga að boð- ið sé upp á hollar máltíðir í skólum. - Fatlaðir, öryrkjar og allir þeir sem hafa skerta vinnugetu búa við ótrygga afkomu og búa oft á tíðum í ótryggu og óhentugu húsnæði. Aðstoð við foreldra fatlaöra bama er af allt of skomum skammti, svo fátt eitt sé talið af aðstæðum þessa hóps. - Þeir sem hættir em störfum vegna aldurs búa flestir við skerta fjárhagslega afkomu og margir við félagslega einangrun. Alvarlegast er þó þaö öryggisleysi, sem þessi kyn- slóð býr viö, um hvað gerist þegar heilsan bilar og fólk verður ófært um að sjá um sig sjálft. Of lítil heimil- isþjónusta, skortur á dvalarheimilis- rýmum, sjúkradeildum og hjúkrunarheimilum er skelfileg staðreynd sem hinir öldmðu og að- standendur þeirra standa frammi fyrir. Miðað við mælikvarðann um menningarstig þjóðarinnar gefur þessi upptalning ekki fagra mynd. Vanmetin störf Önnur hlið á sama máli er hvemig störf þeirra sem vinna með og fyrir þessa hópa em metin, en nú berast sífellt fréttir um erfiðleika á að fá fólk til að sinna þeim. Ef finna á dæmi um vanmetin og láglaunastörf koma fljótt í hugann störf tengd upp- eldi, kennslu, umönnun og hjúkrim. Þetta em æði oft kvennastörf og varla bætir þaö úr skák að þau snerta lítið þá sem völdin hafa, era fullfrískir og era aö hamast við „að gera það gott“. Sá hópur fer glaður og sæll í sínar utanlandsferðir með „hina nýju og glæsilegu flugstöð" sem fyrsta áfangastað. Hann fagnar tilkomu Kringlunnar, musteris verslunar- innar, sem er auövitað neysluhyggj- an sjálf steinsteypu klædd. Og hann skilur ekkert í að allir séu ekki hressir og með á nótunum. Hvaða ástæða er til að hafa áhyggjur af annarra manna bömum, era þau ekki einkamál foreldra sinna? Og geta þeir sem em að komast á gam- als aldur ekki bara keypt sér lífeyris- bréf til að tryggja sér áhyggjulaust ævikvöld? Samhjálp í staö sérgæsku Raddir sérgæsku, neysluhyggju og eiginhagsmuna hljóma hátt nú um sinn, en því er hægt aö breyta. Til þess þarf kröftuga baráttu og samvinnu þeirra fjölmörgu sem vilja búa í þjóðfélagi sem kennt er viö félagshyggju og samhjálp í stað sér- gæsku. Það em nefiiilega ekki allir að gera það gott heldur bara hluti þjóðarinn- ar. Sá hluti er reyndar áberandi og hávaðasamur og virðist því stærri en hann í raun er. Velferð þjóðar felst ekki í því aö fáir geti makað krókinn á kostnað hinna heldur að allir geta búið við öryggi og lifað lífinu með reisn. Sigríður Stefánsdóttir „Þetta eru æði oft kvennastörf og varla bætir það úr skák að þau snerta lítið þá sem völdin hafa, eru fullfrískir og eru að hamast við „að gera það gott“.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.