Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1987, Qupperneq 17
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987.
17
Lesendur
,Eg er mjög óánægð með að Afengisverslun ríkisins i Kringlunni skuli ekki vera opin á laugardögum lika
Opnið ÁTVR á laugardögum
Neytandi hringdi:
Eg er mjög óánægö með að Áfengis-
verslun ríkisins í Kringlunni skuli
ekki vera opin til jafhs á við aðrar
verslanir þar og þá á laugardögum
líka.
Þetta kalla ég ekki góða þjónustu við
neytendur almennt. Ég hef t.d. sjaldn-
ast tækifæri til að fara í búðir á virkum
dögum og til að sleppa við fóstudags-
umferðina þá kýs ég að fara á laugar-
dögum í búðir. Áður en verslanir
byrjuðu að hafa opið á laugardögum
var ég vön að fara upp í Mosfellssveit.
Þetta er því mikil breyting til batnaðar
en það stórvantar á þjónustuna að það
skuli ekki vera hægt að kaupa áfengi
á laugardögum líka.
Það kemur mér spánskt fyrir sjónir
að það skuli t.d. ekki vera hægt að
kaupa léttvín með matnum um leið
og maður kaupir í matinn. Það hefúr
sýnt sig að það er mest selt af léttum
vínum í ÁTVR versluninni í Kringl-
unni svo að ef þessar reglur og lög eru
fyrir alkóhólista þá er það út í hött.
Það er líka nóg gert fyrir þetta fólk
nú á dögum. Við kostum það á Vog
o.s.frv.
Við viljum ekki láta fara með okkur
eins og böm lengur. Við viljum hafa
val til þess að geta keypt áfengi á laug-
ardögum líka.
Hundar ekki óvin-
ir eða mannætur
Dýravinur skrifar:
Þú þama hundahatari sem skrifaðir
í DV fimmtudaginn, 17. sept., er eitt-
hvað að? Hundar eru engir óvinir og
alls engar mannætur eins og þú sagð-
ir í bréfi þínu, „Hundana burt úr
borginni1'.
Mér finnst ekkert athugavert viö það
þó að Davíð borgarstjóri sé að verð-
launa þessi einstöku dýr. Fólki finnst
yfirhöfuð vænt um þessi dýr og eiga
margir hunda. Ég hef átt hunda og
fleiri dýr og hafa þau verið mínir bestu
vinir.
Það em engin ósköp að flæða yfir
borgina þó að fólk sé að fá sér hunda
og eigi hunda. Og þó að þú hafir stigið
í hundaskít þá þarftu ekki að vera
svona mikill gæi eða gella að geta ekki
skafið hann bara af. Það er heldur
hvergi hægt að vaða skít upp að hnjám
nema kannski í versta fjósi og Miklat-
ún er varla svo hryllilegt.
BrMrttari *f orAtn hundtotður á hundMÉN úl um alU borg og Uni pvt i
hundum hrtglr.
Hundana burt
úr borginni
Hundahatan tkri/ar troð Ofi mafiur hundaakítinn upp að
Nú pt rklu lcngur orða bundut hnjim 0( ráa náfii hnm vifi illan Ink.
yfir þnm óakopum «m (úrða yfir hory DaviA hmgaiatján hrfiir algrrtrtfa
okkar. A r« þar að qál&ófffiu vifi alh ffvfiat upp fynr óvjninum og vuóiat
þrtta hundatár arm Mr rikir. Þvt rrufi hrlat haía ffmffiA i lið mrð honum.
ur hafa yfirvóld borgannnar rkki haft Varia nurtaat tvcir hundar avo að
manndóm i arr tU að loaa okkur viA Davíð aé ckki óðar konúnn i hópinn.
þcaaa ovaru of þvi rikir hér nanaat Var frrlcfft að þuria að fylcaat mrð
nryðaráatand honum I qónvarpinu um daginn þar
Það rr oióiA nánaat aama hvar maA- arm hann ffckk um ng ncldi orður á
ur fer um. alla ataðar ar vaðandi hunda að þvi rr vntMt fynr það ritt
hundaakitur. Um daginn ctlaði ig i að hafa nú rkki étiA nrinn aíðaata
þcgilegi kvóldgongu um Miklatúnið hálftimann. Nei. nú rr mál aö hnni.
m fljótlrffa Iryatiit gangan upp i mar-
Dýravinur er mjög svo ósammála
Hundahatara sem skrifaöi nýlega i
DV.
>ý>
aUISM
OLLUM
ALDRI
VANTARí
EFTIRTALIN
HVERFI
AFGREIÐSLA
Þverholti 11, simi 27022
Reykjavik
Nesveg
Sörlaskjól
Ásveg
Dyngjuveg
Kambsveg
Langholtsveg
4-50
Aðalstræti
Garðastræti
Hávallagötu
Siðumúla
Suðurlandsbraut
1fM6
Skólavörðustig
Úðinsgötu
Bjarnarstig
Ferðamálanefnd Reykjavíkur hefur samþykkt að efna til
samkeppni um gerð minjagripa tengdum Reykjavíkurborg
og Höfða.
Samkeppnin er haldin í tilefni þess að eitt ár er liðið frá stór-
veldafundi sovéskra og bandarískra ráðamanna í Reykja-
vík.
Þátttaka:
Heimild til þátttöku hafa allir íslenskir og erlendir ríkisborgarar sem
hafa búsetu á islandi.
Dómnefnd:
Dómnefnd skipa Björn Friöfinnsson, forstööumaöur lögfræöi- og
stjórnsýsludeildar Reykjavíkur, Gísli B. Björnsson, teiknari F.i.T. og
Þórunn Gestsdóttir, fulltrúi ferðamálanefndar.
Ritari nefndarinnar er Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri.
Trúnaðarmaður:
T rúnaðarmaður dómnefndar er Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri.
Fyrirspurnir:
Fyrirspurnir má aðeins senda skriflega til trúnaðarmanns dómnefndar
fyrir 14. sept. 1987, og mun hann leggja af rit af þeim fyrir dómnefndina
en svara fyrirspurnum frá og með 15. september.
Keppnistillögur:
1. Keppnistillögum skal skila á ógegnsæjan pappír, stærð A-2 (59.4
cm x 42.0 cm) eða upplímdar á pappír af sömu stærð. Heimilað er
að tillögunum fylgi fullunninn gripur. Allur skýringartexti með tillög-
um skal vera vélritaður eða ritaður á annan vélrænan hátt.
2. Höfundum þeirra tillagna sem hljóta verðlaun verður falin endan-
leg gerð þeirra til fjöldaframleiðslu.
3. Ekki eru sett nein skilyrði um útlit eða gerð minjagripanna önnuren
að þeir henti vel til fjöldaframleiðslu.
Merking og afhending:
1. Tillögur skulu vera auðkenndar með 5 stafa tölu (kennitölu).
Ógegnsætt umslag merkt orðinu „nafnmiði" og kennitölunni fyigi
tillögunni. í umslaginu skal vera nafn og heimilisfang tillöguhöfund-
ar eða -höfunda.
2. Skila skal tillögum til trúnaðarmanns, Ómars Einarssonar, Frí-
kirkjuvegi 11 í síðasta lagi 8. október 1987, kl. 16:00.
Úrslit:
Sigurvegurum keppninnar verður tilkynnt um úrslit strax og þau eru
ráðin á sérstökum Reykjavíkurkynningardegi 12. október 1987 og
þau síðan birt í fjölmiðlum.
Sýning:
I tengslum við ráðstefnu sem haldin er þennan sama dag um Reykja-
v'ík sem funda- og ráðstefnustað verður haldin opinber sýning á til-
lögunum. ^
Verðlaun:
Verðlaun eru samtals kr. 175.000,-.
Þar af eru: 1. Verðlaun kr. 100.000,-
2. Verðlaun kr. 50.000,-
3. Verðlaun kr. 25.000,-
Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Höfða 12. október.
Hagnýting hugmynda:
Ferðamálanefnd áskilur sér rétt til fjöldaframleiðslu á verðlaunatillög-
um með þeim takmörkunum sem lög um höfundarrétt setja.