Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1987, Qupperneq 32
32
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987.
Rýmingarsala
20% - 30%
afsláttur af öllum vörum verslunarinnar.
MÁLARABÚÐIN
Vesturgötu 21
sími 21600
PRENTARAR
Munið fundinn í Iðnskólanum í dag, fimmtudaginn
24. september, kl. 5.
æHeildsöludrelflng:
JÓHANN ÓLAFSSON &C0.HF
43 Sundaborg 13-104 Reykjavík - Sími 688 588
Stofnfundur Foreldrafélags KÞ verður hald-
inn í Þróttheimum í kvöld kl. 20.00. Foreldrar
4., 5. og 6. flokks drengja, fjölmennið.
Knattspyrnufélagið Þróttur
oLAD^um^!
Seljið
Vinnið ykkur inn
vasapeninga.
Komið á afgreiðsluna
um hádegi virka daga.
AFGREIÐSLA
— Þ/erholti 11
SÍMI27022
PV
BLAÐAUKI
ALLA LAUGARDAGA
BÍLAMARKAÐUR DV
er nú á Mlrí ferð
Skilafrestur í bílagetraun
er til firruntudags.
—
Merming
Af ærlegum kenndum
Sýning Önnu S. Gunnlaugsdéttur í Gallerí Borg
Anna S. Gunnlaugsdóttir heldur um
þessar mundir sína fyrstu einkasýn-
ingu í Gallerí Borg við Austurvöll.
Þótt hún sé ung aö árum, fædd 1957,
á hún að baki rækilegri myndlistar-
menntun en flestir jafnaldrar hennar:
í málaralist í MHI, málaralist í París
og loks auglýsingateikningu í MHI.
í leiðinni hafa myndverk hennar
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
þróast úr tiltölulega fáguðu raunsæi
og j'fir í fágaðan expressjónisma, en
það er einmitt það síðamefnda sem
einkennir sýningu hennar nú.
Það er margt gott um þessa frum-
raun Önnu að segja. Hún hefur alla
tækni á hreinu, ræðun-yfir hrífandi
litaspjaldi, og þótt hún hafi kannski
ekki komið sér alveg niður á fast hvað
viðfangsefni snertir hefur hún ýmis-
legt markvert að segja um hlutskipti
kvenna, gorgeir karlmanna og þær
ástríður sem skekja mannskepnuna.
Þykja mér tvö skepnumálverk henn-
ar, Skepna 1 og Skepna 3, með bestu
verkum hennar á sýningunni, en þau
hafa tU að bera sterka nánd og dulúð.
Mannasería hennar, Frambjóðend-
ur og Efstu menn á lista eru einnig
allrar athygli verðar.
í báöum þessum seríum gerir hún
það sem hún gerir oftar í smámyndum
sínum en málverkum, það er að sleppa
fram af sér beislinu, bijótast út úr ,fin-
Anna S. Gunnlaugsdóttir - úr 100 ára seriunni, akrýl á tex.
málverkinu" áleiðis að eigin tilfinn- tækninnar til að straumlínulaga allar
ingum. ærlegar kenndir, innlima þær í frá-
Eins og algengt er með unga lista- sagnir af einhveiju öðru en því sem
menn endurspeglar Anna og steypir • máh skiptir.
saman hugmyndum sér eldri og ÁsýninguÖnnuereinnigmargtum
reyndari listamanna, sérstaklega ásjálegar smámyndir sem eru framar
þeirra sem standa með annan fótinn öðru vettvangur fyrir íjölbreytilegar
í auglýsingabransanum. tilraunir með uppstiliingar og tækni.
Þetta er ekki til mikiila lýta eins og Alls sýnir Anna hátt á fimmta tug
stendur, raunar hluti af lærdómnum. mynda, smárra og stórra, ailt til 29.
En í framtíðinni má hún vara sig á september næstkomandi.
lymskulegri tilhneigingu auglýsinga- -ai
Talandinn vaknartil lífsins
Söngleikur fyrir fiska
effir Jóhann áreliuz
eigin útgáfa 1987, 59 bls.
Þetta er önnur ljóðabók höfundar,
en hin fyrri, Blátt áfram, kom fyrir
fjórum árum. Hér er háifiir þriðji
tugur ljóða. Árstíðimar eru mjög
áberandi í þessari bók, og skynjun
talandans á náttúrunni. Lítum á
dæmi, og athugið andstæður litanna:
Apríl
Ylur gegnum iljar mér, að
hugsa sér!
Enn á ný er sem ylur sfreymi
gegnum iljar mér... 1
Tilhugsunin um sólina
streymir ylrauð
gegnum stirða káifa, þráan rass
og magans
urð og gijót og tendrar loksins
ljós í sálar-
tötrinu gráa (gulur hnoðri og
hlýr) en blóðið
streymir örar örar!
Úr sögunni í svip skandinav-
ískur veturinn
sveipaður óendanlegum svört-
um nóttum og skömmum
dögum skammdegisins.
Hjartað sendir æðakerfinu
hraðskeyti!
Nú er sem líði á braut myrkur
skuggi af
glugga, aprílgolan ríslar og hlær
lauflétt
ilmandi og volg inn um gaiopinn
glugga
fjórðu hæðarinnar og örkin sem
var algjörlega
hvít bærist vorlega í valsinum...
Við erum látin skynja hvemig tal-
andinn vaknar til lífsins með vorinu.
Tilhugsun hans um sólina er líkt við
blóðstraum upp eftir líkama hans,
þannig að straumurinn sigrast á
andstæðu sinni sem birtist í orðun-
um: „stirðan, þráan, urð og grjót,
gráa“. Lýsing líkamans minnir æ
meir á grýtta fjallshiíð, en af um-
hverfinu er einkum lýst vetrar-
myrkrinu; svartar nætur, skammir
dagar. Við umskiptin verður apríl-
golan persónugerð, líkt og kona.
Allir hafa séð hvítan þvott bærast á
snúru í golunni. Með því aö lýsa
pappírsörk í ritvél þannig, þ.e. afurð
skáldsins, sjáum við hvemig lífið
færist frá náttúrunni í gegnum
manninn í skáldskapinn. Röð atrið-
anna er virk í að láta lesendur
skynja þetta, og í upphafi verður rím
og reglubundin hrynjandi til þess að
ljóðiö hijómar eins og söngur - þar
sem það á vel við.
Hefðin
Jóhanni tekst oft vel aö nota gamla
ljóðahefð, stuðla, rím reglubundna
hrynjandi, vísanir í ki m ljóð. Þetta
er ekki vélrænt hjá hunum, heldur
vandlega valið. Skoðum stutt dæmi.
Það hefst á visun í alkunna vísu
Sveinbjamar Egilssonar: „Fljúga
hvítu fiðriidin/fyrir utan gluggann/
þama siglir einhver inn,/ofurlítil
duggan." Vísun til þessa verður til
þess að við skynjum þessa smágem
sumarmynd í umhverfi bemsku í
hefðbundinni sveitamenningu. Sú
mynd er dregin áfram í næstu línum,
þar sem stuðlar og rím gera tilbrigði
við fyrstu línuna. í 4.-5. línu fellur
flugnasuðið alveg inn í þessa mynd,
en lestamiðurinn ekki, talandinn
reynist vera ipjög íjarlægur því sem
hann talar um, hann hlýtur að vera
staddur erlendis, þar sem hann
heyrir langt að hljóm af jámbrautar-
lest. Þar er hrynjandin oröin reik-
Bókmenntir
Örn Ólafsson
andi, eftir reglubundið upphaf, en
hún verður aftur nær alveg reglu-
bundin þegar hugurinn einbeitir sér
enh að íslandi, í linum sem minna
á Jónas Hallgrímsson (Formanns-
vísur, m.a.). Þessi lokamynd er alveg
andstæð upphafsmynd landsins, í
stað hins smágera og Ijúfa era nú
komin hijósfrug og köld öræfi. En
einmitt þessar andstæður í mynd
landsins gera það sínálægt á alia
lund. Og athugið að jafnvel við
kaldranalegustu hluta landsins gælir
regnið.
úr hengirúminu
ofurlítil dugga
í ofurlitlum skugga
blítt blæjalognið
þögnin aöeins
flugnasuð, lestamiður
nú fer fingurgómum
regnið klára og kalda
homströnd grýtta og ísál
eyjunnar bláu heima.
Þetta em vönduð ljóð. Fyrri bókin
var líka stuðluð og rímuð af um-
hugsun, en hún einkenndist kannski
enn meira af atriði sem hér er ekki
rúm til að fara í, en sjá má á fyrsta
ljóðinu hér; það er að skáldið vandar
litaval í ljóðmyndir sínar. En í fyrri
bókinni bar mun meira á einkenni
sem einnig gætir hér, að skáldiö tai-
aði um tílfinningar sínar, fremur en
að það sýndi þær í myndmáli. Þaö
getur orðið nokkuð máttlaust, og
stundum jaínvel staðlað rómantískt:
ég hugsa méreyju
ég hugsa mér eyju
þar sem þú ert og ég er
við tvö ein saman
fré og Mað
auðmjúkur blær í skógi
þagnarinnar
stjömur augna þinna
paradís ljóssins
og gleðja nóttina
ég hugsa mér eyju
þar sem þú ert og ég er
Þetta ljóð (í Blátt áfram, bls. 33)
hefur þann kost að það ætti að vera
öllum auðtekið, og þá að geta laðaö
þá að nútímaljóðum (t.d. eftir sama
höfund), sem annars lesa þau ekki.
í þessu Ijóöi er svosem ekkert bein-
linis ámælisvert, en stór orð svosem
„paradís Ijóssins" segja afar lítið,
„stjömur augna þinna“ enn minna
vegna ofnotkunar. Það er allt annar
bragur og betri á nýju bókinni, eins
og lesendur mega hafa séð hér að
framan, höfundur hefur eflst vem-
lega.