Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1987, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1987, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987. Leikhús Þjóðleikhúsið Rómúlus mikli eftir Friedrich Dúrrenmatt. Leikstjórn: Gisli Halldórsson. 3. sýning I kvöld kl. 20.Uppselt 4. sýning föstudag 25. sept. kl. 20. 5. sýning laugardag 26. sept. kl. 20. 6. sýning sunnudag 27. sept. kl. 20. 7. sýning fimmtudag 1. október kl. 20. Sölu aðgangskorta á 8. sýningu lýkur á laugardag. islenski dansflokkurinn Ég dansa við þig eftir Jochen Ulrich Miðvikudag 30. sept. kl. 20. Föstudag 2. okt, kl. 20. Sunnudag 4. okt. kl. 20. Þriðjudag 6. okt. kl. 20. Fimmtudag 8. okt. kl. 20. Laugardag 10. okt. kl. 20. Aðeins þessar 6 sýningar. Miðasala opin alla daga nema mánu- daga kl. 13.15-20.00. Sími 11200. *• * <9J<B LEIKFÉLAG REYKJAVlKUR PB' Faðirinn býðing: Þórarinn Eldjárn. Lýsing: Arni Baldvinsson. Leikmynd og búningar: Steinunn Þórarins- dóttir. Leikstjórn: Sveinn Einarsson. Leikendur: Sigurður Karlsson, Ragnheiður Arnardóttir, Guðrún Marínósdóttir, Jakob Þór Einarsson, Jón Hjartarson, Guðrún Þ. Stephensen, Hjálmar Hjálmarsson og Vald- imar Örn Flygenring. 2. sýning fimmtudag kl. 20.30. Grá kort gilda. 3. sýning laugardag kl. 20.30. Rauð kort gilda. Dagur vonar 51. syning föstudag 25/9 kl. 20. Sunnudag 27/9 kl. 20. Aðgangskort Uppselt á 1.-3. sýningu. Ennþá til kort á 4.-10. sýningu. Siðasta söluvika. Forsala Auk ofangreindra sýninga er nú tekið á móti pöntunum á allar sýningar til 15. okt. í síma 1-66-20 á virkum dögum frá kl. 10 og frá kl. 14 um helgar. Upplýsingar, pantanir og miðasala á allar sýningar félagsins daglega i miðasölunni í Iðnó kl. 14-19 og fram að sýningu þá daga sem leikið er. Sími 1-66-20. Sýningar í Leikskemmu LR við Meist- aravelli. Fimmtudag kl. 20.00. Föstudag kl. 20.00. Laugardag kl. 20.00. Miðasala i Leikskemmu sýningardaga kl. 16-20. Sími 1-56-10. ATH! Veitingahús á staðnum. Opið frá kl. 18 sýningardaga. HÁDEGISLEIKHÚS ALÞYÐU- LEIKHÚSIÐ ERU TÍGRISDÝR í KONGO? Laugardag 26.09 kl. 13.00. 75. sýning sunnudag 27.09 kl. 13.00. Laugardag 03.10 kl. 13.00 LEIKSÝNING HÁDEGISVERÐUR Miðapantanir allan sólar- hringinn í sima 15185 og I Kvosinni sími 11340 Sýningarstaður: HÁDEGISLEIKHÚS Kvikmyndahús Kvikmyndir Bíóborgin Svarta ekkjan Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Betty blue Sýnd kl. 9. Sérsveitin Sýnd kl. 5, 7 og 11.05. Tveir á toppnum Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. Bíóhúsið Lífgjafin Sýnd kl. 5, 7, 9, og 11. Bíóhöllin Hvar er stúlkan? Sýnd kl. 5, 7, 9, og 11. I sviðsljósinu Sýnd 7, 9 og 11. Geggjað sumar Sýnd kl. 9 og 11. The Living Daylights Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Geimskólinn Sýnd kl. 5 og 7. Lögregluskólinn 4. Sýnd kl. 5. Angel Heart Sýnd kl. 5 og 7.30. Blátt flauel Sýnd kl. 10. Háskólabíó Engin sýning í dag. OOListahátiiIíReykjevikO Laugaxásbíó Salur A Hún verður að fá'ða Sýnd kl. 3. Ran Sýnd kl. 5 og 10. Salur B Makkaroni Sýnd kl. 3. Matador Sýnd kl. 5 og 7. Eureka Sýnd kl. 9. Yndislegur elskhugi Sýnd kl. 11.15. Salur C Frosni hlébarðinn Sýnd kl. 3 og 7.15. Eureka Sýnd kl. 5. Makkaroni Sýnd kl. 9.10. Tarot Sýnd kl. 11.05. Regnboginn Malcom Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Herklæði Guðs Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Vild'ðú værir hér Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Herdeildin Sýnd kl. 5 og 9. Otto Sýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05 og 11.11. Gínan Sýnd kl. 3, 7.15 og 11.15. Stjömubíó Dauðadæmt vitni Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. Óvænt stefnumót Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. LEIKFÉLAG AKUREYRAR „Er það einleikið?11 Þráinn Karlsson sýnir Varnaræðu mann- kynslausnara og Gamla manninn og kvennmannsleysið eftir Böðvar Guð- mundsson. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Laugardag 26. sept. kl. 20.30. Sunnudag 27. sept. kl. 20.30. Aðeins fáar sýningar á Akureyri. Miðasalan opin frá kl. 2-6, sími 96-24073 og símsvari allan sólarhringinn. LUKKUDAGAR 24. sept. 20943 Hljómplata frá FÁLKANUM að verðmæti kr. 800.- Vinningshafar hringi i sima 91-82580. Háskólabíó/Hinn útvaldi: Frumlegur tryilir Hinn útvaldi i Háskólabiói er hin frumlegasta spennumynd sem vel þess virði er að sjá. White of the Eye Bandarisk frá Cannon film. Lelkstjóri: Donald Cammell. Aðalhlutverk: David Keith, Cathy Mor- iatry. Oft er sagt að brjálsemin blundi í ólíklegustu einstaklingum. Enginn gat ímyndað sér að Paul White, góð- ur og gegn fjölskyldufaðir, leikinn raftækjaviðgerðamaður sem hefur gaman af dýrum, sé óður morðingi. í smábæ einum í Arizona gengur óður morðingi laus. Hann ræðst á konur og myrðir á hiim ógeðfelld- asta hátt. Lögreglan leitar hans dyrum og dyngjum og virðist vera komin á slóðina. Joan, eiginkona Pauls, trúir engu misjööiu upp á hann, að minnsta kosti ekki því að hann sé hinn grun- aði morðingi. Hún veit þó að Paul hefur verið henni ótrúr og dag einn sér hún bíl hans fyrir utan hús einn- ar af „vinkonum" hans. Á samri stundu er morð framið en Joan seg- ir lögreglunm af framhjáhaldinu og þar með er Paul kominn með flar- vistarsönnun. Ekki næst í „vinkon- una“, hún er farin út úr bænum Á Joan fara þó að renna tvær grímur þegar hún kemst aö því að kjötleifar eru haglega faldar á heim- ih þeirra. Þá opinberast það fyrir henni að Paul er snaróður. Hún reynir að flýja en Paul eltir hana, vel vopnaður og búinn að mála sig með stríðsmálningu. Á flóttanum rekast þau á fyrrver- andi unnusta Joan sem kemur henni til hjálpar. Hann er aö vísu líka smáskrítinn, þó ekki hættulegur. Myndin býður upp á töluverða spennu og hún er frumleg. Spennan er ekki eftir formúlu og lögreglan leikur ekki hetjuna. Inn í söguþráð- inn er fléttað myndum úr fortíðinni, sem er ruglingslegt til að byija með en smám saman skýrast málin og þessar myndir gefa heilsteypt yfirlit sem skýrir það sem á undan er geng- ið. -JFJ Á ferðalagi Landakirkja í Vestmannaeyjum. í bakgrunni má sjá Eldfellið í ham í eldgosinu 1973. Eldgos í Eyjum Vestmannaeyingar hafa löngum verið taldir svolítið sérstakir enda segjast þeir sjálfir vera önnur þjóð með öllu ólík „íslendingum" eins og Eyjabúar kalla gjaman þá sem ekki búa í Vestmannaeyjum. Eyjamar vom fyrr á tímum nokkuð einangr- aðar og þar skapaðist því sérstök menning, siðvepjur og hugsunar- háttur sem hefur kannski þróast í aðra átt en uppi á landi. Nú á tímum þykir þetta iúns vegar sniðugt og Eyjabúar gera sem mest úr þessum mun. „Landsbúum" finnast Vestmanna- eyingar vera miklir með sig og grobbnir en Eyjaskeggjum finnast hinir aftur á móti vera hundfúiir og leiöinlegir. Vestmannaeyingar standa saman og vilja vera sjáifúm sér nógir. Þessar hálfkæringseijur milli eyjanna tveggja em endalaus uppspretta gamans en Eyjamenn em orðlagðir fyrir að vera hressir og léttir í lund. Hver kannast t.d. ekki við Hrekkjalómafélagið marg- fræga? Eyjabúar hafa oft á orði að þeir viiji hætta öllum afskiptum af meg- inlandinu og stofna nýríki. Þeir séu hvort sem er þegar með sína þjóð- hátíð en sem kunnugt er er hún ekki 17. júní, eins og hjá okkur hin- um, heldur fyrsta helgin í ágúst. Þeir sem búa á íslandi segja að það sé ekki nema eitt að gera ef Vest- mannaeyingar slíta stjómmálasam- bandi. Það er að skrúfa bara fyrir vatnið til þeirra og sjá svo til hvort þeir komi ekki skríðandi til baka! Löngum hafa hörmungar gengið yfir Vestmannaeyinga en það virðist bara hafa hert stáliö í þeim og ekki hafa þeir látið buga sig. Frægt er Tyrkjaránið 1627 og þann 23. janúar 1973 hófust miklar náttúruhamfarir í Eyjum þegar byrjaði að gjósa á Heimaey. Svo vel vildi til að allur bátafloti Vestmannaeyinga var í höfn og vom nær allir íbúar Eyjanna, þá 5300 manns, fluttir til lands. Eldgosið olh mikilh eyöileggingu og urðu Eyja- skeggjar fyrir þungum búsifjum. Gosinu lauk að kvöldi 26. júní en hinn 3. júlí var opinberlega lýst yfir að eldgosinu væri lokið. Þá höfðu af 1345 húsum við upphaf gossins nær 400 grafist undir ösku og hrauni en önnur 400 skemmst meira eða minna. Nú búa um 4700 manns í Vest- mannaeyjum en fyrir gos vom þeir 5300. Ljóst er að þrátt fyrir eyðilegg- inguna, sem fylgdi í kjölfar gossins ’73, er ekkert svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Vestmanna- eyingar fengu ýmislegt við upp- byggingu bæjarins sem ekki hafði verið í Eyjum áður s.s. elliheimili, íþróttahús með sundlaug og bama- heimili. Lifæð Vestmannaeyinga, höfnin, varö betri en nokkm sinni, heitt vatn fékkst frá hrauninu og gosefnin, sem nóg var af, leystu þann vanda sem vöntun á byggingarefni var áður. Gosiö stendur þó mjög nærri öllum þeim sem í því lentu enda miða Vest- mannaeyingar nú nýtt tímatal við eldgosið og tala um tímann fyrir og eftir gos.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.