Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1987, Side 40
FRÉTT ASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500
krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið-
ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Augiýsingar - Askrift - Dreifíng: Sími 27022
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987.
Geir Gunnarsson:
Mjög
ánægður
„Ég er mjög ánægöur. Það er að
renna upp fyrir mönnum að ef eitt-
hvað kastast í kekki við Bandaríkja-
menn, eins og í hvaladeilunni, þá er
herinn ekki til að vemda okkur heldur
er hann ysta víglína Bandaríkja-
manna,“ sagði Geir Gunnarsson
alþingismaður um niðurstöðu skoð-
anakönnunarinnar um herinn.
„Afvopnunannálin í heiminum spOa
líka inn í. Við íslendingar viljum vera
þátttakendur í þeim, leggja okkar lóð
á vogarskálina.“
Geir sagði ennfremur að það færi
ekki saman að bjóða ísland sem griða-
stað í afvopnunarmálum en vera í
sömu andránni aðili að vígbúnaðar-
kapphlaupinu. -JGH
Júlíus Sólnes:
Hvalamálið
hefur áhrif
„Þetta hefur nú aldrei verið s'T0i.a
tæpt fyrr, en þessi niðurstaða kemur
mér samt ekki á óvart. Ég held að
hvalamálið hafi þessi áhrif og ég er
ósáttur við meðferð framsóknarráð-
^ herraima á þvi máli. Menn eiga ekki
að versla með öryggishagsmuni þjóð-
arinnar eða hafa slík mál í ílimting-
um,“- sagði Júlíus Sólnes, þingmaður
borgaraflokksins, þegar hann var
spuröur álits á skoðanakönnun DV
um afstöðu manna til vamarliðsins.
„Það hefur að vísu verið ágreiningur
milli þessarra tveggja vinaþjóða um
hvalveiðar en það er óþarfi að líta á
þann ágreining sem illvígar deilur og
þessi mál hefði mátt leysa á farsælli
hátt.“- sagði Júlíus. KGK
Húsgagnaiðnaðurinn:
Engin hreyfing
Engir samningafundir hafa átt sér
^ stað í deilu starfsfólks í húsgagnaiðn-
aði og viðsemjenda þeirra síöustu
daga. Guðlaugur Þorvaldsson sátta-
semjari sagði í morgun að hann ætti
frekar von á þvi að til fundar yrði
kallað. -S.dór
llar
gerðir
sendibíla
25050
SEJlDIBiLnSTÖÐIll
Borgartúni 21
Fáliðuð ríkisstjórn lamdi saman frumvarp til lánsfjárlaga á aukafundi í gærkvöldi þar sem ákveðinn var mikill
samdráttur erlendra lána hjá hinu opinbera. Á myndinni eru Jón Baldvin Hannibalsson og Jóhanna Sigurðardótt-
ir, Magnús Pétursson hagsýslustjóri, Birgir ísleifur Gunnarsson, sem gegnir fyrir alla sjálfstæðisráðherrana, og
Jónína Mikaelsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra. DV-mynd GVA
Hækkar um 150
krónur tonnið
Að sögn Aðalsteins Jónssonar, 'orðið 1800 krónur fyrir tonnið í stað flutningsgjald, þannig að samtals
útgerðarmanns á Eskifirði, hefur 1600 króna sem yfirnefiid Verðlags- fengi skipið 2.000 krónur fyrir ton-
loðnuverð hækkað um 150 krónur ráðs ákvað á dögunum. nið.
tonniðeftir3ðákveðiðvaraðendur- Aðalsteinn sagði að Jón Kjartans- Loðnan, sem landað var á Eski-
greiða loðnubræðslunum uppsafii- son hefði veriö að landa hjá sér firði, í gær er stór og Meg, en hún
aðan söluskatt. Að auki hafa svo fyrsta loðnufarminum, 1100 lestum. fekkst við miðlínu railli íslands og
bræðslumar ákveðið að bæta 50 Sagðist hann greiða til viðbótar 1800 Grænlands og þar var lóðað á loðnu
krónum viö og þar með er verðið krónunum fyrir tonnið 200 krónur í á stóru svæðl -S.dór
„Stend vlð orð mín“
„Ég stend við orð mín um eöli Honum hefur veriö boriö á brýn að reglumumerlendarlántökureinka-
þess mikla umframlánsfjár erlendis fara stórlega rangt með um tilkomu aöila breytt og sett á þær þak við 67%
frá sem streymt hefur inn í efna- 4-4,5 milljaröa erlendra lána um- af heildarfjármögnun viðkomandi
hagslífið á árinu, það hefur að fram áætlanir. lánssamninga Skattameðferð kaup-
langmestu leyti farið til einkaaðila. Frumvarp til lánsfjárlaga og láns- leigukaupa verður framvegis sú
Upplýsingar um annaö byggjast á fiáráætlun fengu afgreiöslu á kvöld: sama og ef um kaup væri að ræða.
misskilningi,“ segir Jón Baldvin fundi ríkisstjómarinnar í gærkvöldi'. -HERB
Hannibalsson fjármálaráðherra. í tengslum við áætlunina verður
LOKI
Ætli það verði nokkur friður
um Friðarstofnunina?
Veðrið á morgun:
Þurrt og
bjart sunn-
anlands
Það verður fremur hæg norðan-
og norðvestanátt um land allt. Búist
er við smáskúrum um norðan- og
austanvert landið. Sunnanlands
verður þurrt og bjart. Hiti verður f.ú
frostmarki á hálendinu og upp i ■1
stig á Suðurlandsundirlendinu.
Steingrimur Heimannsson:
Vegna af-
skipta Banda-
rikjamanna
Ólafur Amaraon, DV, New Yoric
Steingrímur Hermannsson, utanrík-
isráðherra og formaður Framsóknar-
flokksins, sagði í viðtali við DV í
gærkvöldi að hann teldi þessar niöur-
stöður vera afleiðingu afskipta
Bandaríkjanna af innanríkismálum
íslands. Sagðist Steingrímur hins veg-
ar ekki hafa átt von á því að munurinn
væri orðinn svona lítill.
„Þetta staðfestir enn frekar það sem
ég sagði við Shultz í morgun að fylgiö
við vamarliðiö hefði farið mjög
minnkandi."
Kjartan Jóhannsson:
Vekur til
umhugsunar
„Þetta rímar við niðurstöður þeirrar
könnunar sem Félagsvísindadeild Há-
skólans stóð fyrir um daginn og ég
geri ráð fyrir því að skýringin sé fólg-
in í því stappi sem við höfum átt í við
Bandaríkjamenn vegna hvalveiðanna.
Þetta kemur mér í rauninni ekkert á
óvart,“- sagði Kjartan Jóhannsson,
þingmaður Alþýðuflokksins, um nið
urstööur skoðanakönnunar DV.
„Ég held hins vegar aö við höfum
alls ekki verið of harðir við Banda-
ríkjamenn í hvalamálinu. Ef einhveij-
ir hafa gert mistök í því máli, þá eru
það Bandaríkjamenn. Hins vegar hlýt-
ur þessi niðurstaða að vekja menn til
umhugsunar, hvaða skoðun sem þeir
kunna að hafa á málinu,“- sagði Kjart-
an. KGK
Kristín Halldórsdóttin
Breyting til
hins betra
„Það hryggir mig ef helmingur þjóð-
arinnar er í raun og veru sáttur við
hersetuna og allt sem henni fylgir.
Þessar niðurstöður eru þó breyting tdl
hins betra,“ sagði Kristín Halldórs-
dóttir, þingmaður Kvennalistans, um
niðurstöðu skoðanakönnunar DV um
herinn.
„Ég vona sannarlega að þessi
breyttu hlutfóll skýrist ekki eingöngu
af því að menn séu að argast út í
Bandaríkjamenn vegna afskipta
þeirra af hvalveiðum, heldur sé hér
um varanlega hugarfarsbreytingu að
ræða með þjóðinni “ -JGH
Ólafur G. Einarsson:
Umhugsunarvert
„Þetta er umhugsunarverð niður-
staða. Auðvitaö viljum við öll að erlent
vamarlið sé óþarft á íslandi. En svo
einfalt er málið ekki. Mér þykir því
þeir of fáir sem hugsa ekki þá hugsun
til enda hvað kunni að gerast ef við
nú á þessari stundu ákveðum að vam-
arliðið fari án þess aö nokkuð annað
gerist á alþjóðavettvangi í afvopnun-
armálum," sagði Ólafur G. Einarsson,
formaöur þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins, um skoðanakönnun DV um
herinn.
„Ef til vill fæst þessi niðurstaða
vegna ríkjandi bjartsýni um niður-
stöðu afvopnunarviðræðna stórveld-
anna. Liklegt er einnig að klaufaleg
afskipti Bandaríkjamanna af hval-
veiðum okkar valdi hér nokkm. Ég tel
varhugavert að láta þessi atriði ráða
afstöðu tdl svo mikilvægra mála sem
öryggismál Vesturlanda era.“