Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1987, Qupperneq 14
14
FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987.
Frjálst,óháð dagblað
Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRÉNTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 600 kr.
Verð I lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr.
Dæmi um gerræði
Aukafjárveitingar eru dæmi um gerræöi í stjórn.
Fjármálaráðherrar úthluta og hafa lengi gert hundruö-
um milljóna króna umfram heimildir í fjárlögum. Þeir
gera þetta í samvinnu viö einn fagráöherra í mörgum
tilvikum. Þeir ræða málin ekki á ríkisstjórnarfundum.
Þeir ræöa þau ekki við fjárveitinganefnd alþingis. Kass-
inn er bara opnaður. Þannig hafa ráðherrar iöulega látið
fjármuni skattgreiðenda ganga til gæluverkefna sinna
og gæðinga. Þetta er hættuleg aðferð, þótt hún hafi lengi
tíðkazt. Ráðherrarnir segja sem svo, að það sé ekki venja
að bera aukafjárveitingar undir aðra. Ráðherrar eiga
ekki að geta þetta. Þarna þarf að ráða bót á. Núverandi
fjármálaráðherra andmælti aukaQárveitingum, meðan
hann var ekki ráðherra. Nú eru viðhorfm breytt. Jón
Baldvin hefur veitt tíu milljónir á viku með þessum
hætti, síðan hann tók við. Fyrirrennarar hans gerðu enn
meira af þessu.
Fjárveitingavaldið á að vera í höndum Alþingis og
fjárlög eiga að vera nokkurn veginn rétt. Ráðherrar
hafa jafnvel iðkað að festa kaup á stórbyggingum án
þess að bera málin undir íjárveitinganefnd. Steingrímur
Hermannsson utanríkisráðherra mæhr nú með endur-
bótum. En sá maður var forsætisráðherra, og ekkert
gerðist. Þegar til kastanna kemur, er valdið sætt og
ekki ónýtt fyrir ráðherra að geta afhent væntanlegum
kjósendum milljón hér og milljón þar, milljónir sem
verða að milljörðum þegar upp er staðið. Flokksbræður
viðkomandi ráðherra og samráðherrar standa síðan
gagnvart orðnum hlut. Þeir forðast að láta áht ráð-
herrans bíða hnekki. Því komast ráðherrar upp með
þetta ár eftir ár, hver sem situr í stóh Qármálaráðherra.
Mörg dæmi eru um gerræði í okkar kerfi. Oft eru lög
og reglugerðir svo óljósar, að viðkomandi ráðherrar
geta farið að vhd sinni við úthlutun fjármuna skattgreið-
enda.
Ýmislegt veldur því, að fjárlög eru ekki eins marktæk
og vera ætti. Vissulega er erfitt að sjá fyrir verðbólgu
næsta árs. En það ráð hefur verið tekið að byggja fjár-
lög á frómum óskum um htla verðbólgu fremur en að
reyna af viti að ráða í, hver verðbólgan verði. Launa-
hækkanir geta orðið meiri en ráð er fyrir gert, þegar
gengið er frá fjárlögum. En þetta réttlætir ekki gerræð-
ið. Lágmarkskrafa er, að svokallaðar aukaflárveitingar
séu jafnan ræddar í ríkisstjórn og þó fyrst og fremst að
þær fái samþykki fj árveitinganefndar eða undirnefndar
hennar. Ráðherrum á ekki að líðast að hundsa Alþingi
og nota það sem afgreiðslustofnun fyrir prívatfjárveit-
ingar, sem oft á tíðum eru óalandi og óferjandi í ríkis-
stjórn, sem þykist hafa aðhald að leiðarljósi. Því verða
borgararnir að krefjast þess, að horfið verði frá núver-
andi stöðu, ráðherrar komist ekki lengur upp með að
veija háum prósentuhluta Qárlaga í aukafl árveitingum.
í ljós kemur, að landsfeðurnir eru viðkvæmir fyrir gagn-
rýni á framferði sitt í þessu efni. Því þarf að fylgja eftir.
Sumir vilja mæla þessu bót. En finnst landsmönnum
virkilega ekki nóg um, þegar tveir Qármálaráðherrar
komast í ár upp með að eyða um mihjarði króna í auka-
Qárveitingar umfram fjárlög án þess að bera það undir
viðkomandi fjárveitinganefnd og jafnvel án þess, að
aðrir ráðherrar viti, hvað er að gerast? Með sama áfram-
haldi verða fjárlög Jóns Baldvins í vetur jafnvitlaus og
mörg hin fyrri.
Haukur Helgason
„Tvískinnungsháttur Bandaríkjamanna er svo öllum Ijós. Þeir hafa barist fyrir þvi að eskimóar í Alaska fái
að draga gráhval en sú hvalategund er i hvað mestri útrýmingarhættu.“
Sjálfstæðisflokkurinn
viðskila við nafn sitt
Tvær skoðanakannanir hafa verið
gerðar á fylgi flokkanna undanfam-
ar vikur og hafa menn rætt nokkuð
um þær, m.a. í samhengi við þá
þriðju, sem var um fylgi aimennings
við vamarliðið. Menn hafa tengt
minnkandi fylgi við vem bandaríska
vamarliðsins við hvalamáiið og
framkomu Bandaríkjamanna þar.
Ekki er nokkur vafi á þvi að þessi
tilgáta er rétt.
Ymsir hafa sagt aö það væri háska-
legt að íslendingar tengdu saman
svo óskyld mál sem hvalveiðar og
vamarliö. Hvaða máii skipta 20
sandreyðar gagnvart vömum lands-
ins? spyr ritari Reykjavíkurbréfs. í
sjálfu sér engu, enda snýst máiið
alls ekki um það. Það sem málið
snerist um var hvort Bandaríkja-
menn ætluöu að setja viðskiptabann
á íslendinga fyrir það eitt að vinna
að hvalarannsóknum á eðlilegan og
löglegan hátt, án þess að bijóta al-
þjóðalög og án þess að nokkur hætta
væri á því að of nærri væri gengið
þeim hvalastofnum sem nú er veitt
úr. Viðskiptabann er mjög harkaleg
aðgerð, óvinaaðgerð að alþjóðarétti.
Ég held t.d. að Bandaríkjamenn hafi
ekki sett viðskiptabann á írana þótt
þeir eigi í vopnuöum skærum við
þá. En hvaiir em náttúrlega greind-
ari en margir Bandaríkjamenn, eftir
því sem þeir sjálfir telja.
Nú em komnar lyktir á hvalamál
í bili a.m.k. hafa Bandaríkjamenn
algjörlega gefið eflir í málinu þegar
ljóst var að íslendingar vom orðnir
þreyttir á framkomu þeirra. Stein-
grímur Hermannsson utanríkisráð-
herra tók algjörlega rétta afstöðu í
Kanada þegar hann neitaði að tala
við þann sendimann sem Banda-
ríkjastjóm hafði sent
Úr eskimóabúningnum
í gallabuxurnar
Tvískinnungsháttur Bandaríkj-
anna er svo öllum ljós. Þeir hafa
barist fyrir því að eskimóar í Alaska
fái að drepa gráhval, en sú hvalateg-
und er í hvað mestri útrýmingar-
hættu. Þetta hafa þeir fengið m.a.
með stuðningi fylgiríkja sinna í Al-
þjóða hvalveiðiráðinu. Þetta er byggt
á því að verið sé að vemda þjóðlega
menningu. Eskimóamir þurfa ekk-
ert á þessum veiðum að halda - það
em veiddir of margir hvalir og þegar
vertíðin hefst koma eskimóamir í
skinnfótum og láta ljósmynda sig og
Kjallariim
Haraldur Blöndal
lögfræðingur
drepa síðan hvaiina á foman hátt
með sveðjum og lagvopnum. Eftir
veiðamar fara eskimóar síðan aftur
í gallabuxumar sínar og aka brott í
amerískum köggum að drekka bud-
weiser en ljósmyndarar geta ekki
haldið vatni yfir vemdun þjóðlegs
arfs.
En það er meira í þessum skoðana-
könnunum sem tengist hvalamál-
inu. Áður en hvalamáfið kom upp
hafði Sjálfstæðisflokkurinn nær náð
sínu fýrra fylgi. Borgaraflokkurinn
minnkar jafnt og þétt og það sem
merkilegast er: sú mikla umræða,
er varð vegna landsfundar flokksins,
varð ekki til þess að auka fylgið -
það heldur áfram að flara út. Það
var hugur í sjálfstæðismönnum þeg-
ar skoðanakönnun sýndi 40% fýlgi.
En svo kom afturkippur, fylgið fellur
niður í 30% en fylgi Framsóknar
eykst.
Furðuskrif Morgunblaðsins
Ég held að þar sé skýringin. Morg-
unblaðið, sem almenningur lítur á
sem óopinbert málgagn Sjálfstæðis-
flokksins, hefur vægast sagt verið
með hin mestu furðuskrif í hvala-
málinu. Stefna blaðsins viröist
mótast af því aö ekki megi styggja
Bandaríkjamenn á nokkum hátt.
Síðan gerist það að fyrrum ritstjóri
blaðsins og frændi Reagans, formað-
ur utanríkisnefhdar með meiru, fer
undan í flæmingi þegar Bandaríkja-
menn fara að hóta viðskiptabanni.
Þetta veldur því að almenningur tel-
ur Sjálfsteeðisflokkinn vera orðinn
viðskila við nafh sitt. Sjálfstæðis-
menn hafa vanist því aö forustu-
menn flokksins gangi uppréttir og
sjálfstæðismenn skilja ekki hvað
mönnum gengur til sem eru tilbúnir
að fóma öllu ef vamarliðið er ann-
ars vegar. Það má nefna þrjú dæmi:
1. Bandaríkjamenn draga tfl sín
flutninga til vamarliðsins og beita
fýrir sig lögum frá því um alda-
mót. Þessi háttsemi á stóran þátt
í því að Hafskip fer á hausinn.
Þegar íslendingar beija í borðið
draga Bandaríkjamenn í land og
lögin em ekki lengur tfl fýrirstöðu
því að flutnLigamir séu í höndum
íslenskra skipafélaga.
2. Bandaríkjamenn hafa flutt inn
mat til vamarliðsins. Þeir neita
að verða við óskum um að selja
íslenskar landbúnaðarafurðir
þótt ljóst sé að innflutningur á
hráu kjöti geti haft hættur í fór
með sér. íslendingar slá í borðið
og þá draga Bandaríkjamenn í
land.
3. Hvalamálið.
í umræðum um þessi mál mátti
ævinlega heyra raddir sem sögðu:
Þetta era bandarísk lög: hér er um
öryggishagsmuni íslands að ræða og
má ekki fóma þeim fyrir nokkra
gáma, fýrir dúsín af eggjum eða 20
sandreyðar. Þessi sjónarmið áttu
m.a. mjög greiöan aðgang að síðum
Morgunblaðsins.
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði fýlgi
í skoðanakönnunum vegna þess að
almenningur hafði það á tilfinning-
unni að forastumenn flokksins
fýlgdu ekki nógu fast eftir íslenskum
málstað í hvalamálinu. Framsókn-
arflokkurinn jók fylgi sitt vegna þess
að almenningi líkar stefna ríkis-
stjómarinnar í hvalamálinu og
framkoma utanríkisráðherrans var
mönnum þekkflegri en hikandi af-
staða frænda Reagans.
Þessu verða forustumenn Sjálf-
stæðisflokksins að gera sér grein
fyrir og haga sér samkvæmt því.
Og svo er það óskylt mál
Forastukonur kvennasamtaka
hafa undanfarið verið ófeimnar við
að ræða kynferðisafbrot gagnvart
bömum og unglingum. Þær hafa,
sem eðlflegt er, fordæmt slík brot og
það sem þær kalla lindkind hins
opinbera gagnvart þessum brotum.
Nú ber svo við að einn frægasti kyn-
ferðisbrotamaður heims, Roman
Polanski, kemur tfl landsins. Hann
flúði Bandaríkin á sínum tíma vegna
þess að hann braut gegn 14 ára
stúlku. Hann hefur ekki tekið út
refsingu.
Hefði nú ekki verið rétt af kvenna-
samtökunum aö mótmæla þvi að
svona manni væri boðið til landsins
opinberlega - svona rétt í kjölfarið á
þessum miklu umiæðum um kyn-
feröisafbrot gagnvart bömum?
Haraldur Blöndal
„Sjálfstæðismenn hafa vanist því að
forustumenn flokksins gangi uppréttir
og sjálfstæðismenn skilja ekki hvað
mönnum gengur til sem eru tilbúnir
að fórna öllu ef varnarliðið er annars
vegar.“