Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1987, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1987. Fréttir Eins og sjá má á myndinni var vegurinn við brúna yfir Holtsá með öllu ófær og munaði minnstu að flóðunum tækist að grafa hann alveg í sundur. þeir ófærir. Miklar skemmdir urðu á vegum á norðanverðu Snæfellsnesi í vatns- veðrinu sem gekk yfir vestanvert landið á laugardaginn. Vegir grófust víða í sundur vegna vatnavaxtanna, annars staðar ást úr vegunum, brýr skemmdust og sums staðar flæddi yflr vegina. A Fróðarheiði urðu miklir vatna- vextir. í svokölluðum Flóa flaut yfir veginn á stórum köflum og var öll umferð um hann varasöm þó ekki væri vegurinn talinn með öliu ófær. Vegurinn á milli Ólafsvíkur og Grund- aríjarðar varð ófær þar sem hann fór í sundur viö brúna yfir Holtsá og skemmdir urðu á brúnni sjálfri. Þá varð vegurinn á mflli Grundarfiarðar og Stykkishólms einnig ófær á tíma- bili. Flóðin rifu með sér vegavinnuskúra og þegar vatnavextimir minnkuðu lágu skúramir á víð og dreif um aU- stórt svæði. Þá skemmdist brú, sem var í smíðum, yfir Fróðá. Vegagerðin vann í aUan gærdag við lagfæringar á vegum og í gærkvöldi vom aliir vegir aftur orðnir færir. -ATA Vegavinnuskúrarnir lágu á víð og dreif eftir að flóðin, sem rifu þá með sér, höfðu sjatnað. DV-myndir Ægir Þórðarson Miklar vegaskemmdir í vatnavöxtunum Snæfellsnes: Gífurlegt vatnsveður um helgina Gífurlegt vatnsveður gekk yfir Snæ- feUsnes norðanvert um helgina og fylgdi það mjög hvassri sunnanátt. „Stóri sunnan", eins og lögreglan í Ólafsvík kaUaði það, náði 10-12 vind- stigum og úrfeUið, sem kom í kjöUarið, var meira en menn á SnæfeUsnesi rek- ur minni til að hafi áður verið. Þetta veður olii miklu tjóni, einkum þó á vegum og brúm. Flestir vegir á norðanverðu Snæ- feUsnesi urðu ófærir vegna vatnavax- tanna og tvær brýr skemmdust. Þá kviknaði í húsi á HeUissandi og réðu slökkvfliðsmenn ekki viö neitt vegna veðurofsans. Bfll valt við Ólafsvíku- renni og á meðan mesti veðurofsinn stóð yfir fór þjófavamabjaUa í útibúi Landsbankans á HeUissandi í gang og ómaði bjallan yfir aUt byggðarlagið þar tíl lögregla kom frá Ólafsvík og tók hana úr sambandi. Þá hafði daginn áður kviknað í trUlu sem lá í höfninni á Rifi. Erfið helgi hjá lögreglu og slökkviiiði á SnæfeUsnesi.________-ATA Sunnanverðir Vestfirðir: Miklar vega- skemmdir vegna vatnsveðurs Miklar vegaskemmdir urðu víða á sunnanverðum Vestfiörðum vegna vatnsveðurs um helgina. Að sögn lögreglunnar á Patreksfirði byijaði að heUirigna strax á fóstudags- kvöldið og rigndi stansMtið fram á sunnudagsmorgun. Muna elstu menn ekki eftir öðru eins úrfeUi á þessum slóðum og breyttust Utlar ársprænur í stórár. Víða á suðurfiörðunum hefúr grafist mikið úr vegum og er tíl dæmis ófært frá Patreksfirði inn á Barðaströnd. Brúin yfir Haukabergsá féU niður um rúman metra þar sem grófst undan öðrum stöpU hennar og er vegurinn því alveg kolófær. Nú er verið að meta hvort gera á við brúna eða byggja nýja en á meðan er þessi leið lokuð. Þá er vegurinn frá Patreksfirði yfir í Örlygshöfii í sundur á Ósum. Víöa hefur runnið úr vegum á suðurfiörð- unum og smáskriður faUið á þá og því víða illfært um vegina á þessum slóð- um. -ATA Þeir á EgUsstöðum eru ekki beint biUegir þessa dagana, hafa ákveðiö að segja Matthíasi samgönguráð- herra stríð á hendur. Ástæða fyrir reiði verktaka á EgUsstöðum er sú ákvörðun ráöherra að láta bjóða út fyrsta áfanga flugvaUargerðar aust- ur þar. Telja þeir sig hafa fengið loforð frá fyrrverandi samgönguráð- herra þess efnis að ekkert útboð færi fram en heimamenn fengju verkið á sUfurdiski. Enga skýringu kunna þeir á því hvers vegna Matti Matt breytti ákvörðun forvera síns nema þá það að hann skuh vera úr Hafnarfirði. Sú skýring er auðvitað ekki verri en hver önnur. Verktak- amir á EgUsstöðum benda Uka á að það sé aUs ekki víst að útboð fari fram, hvað sem ráðherra segi, því hann sé alls ekki einvaldur. Nú er það ekkert leyndarmál að Matthías hefur unnið vasklega fyrir sitt kjördæmi en hins vegar er vand- séð hvaöa hag hann telur sig hafa af því að egna þá þama fyrir austan. Nema manninum gangi það eitt til að reyna að tryggja að þessi fram- kvæmd verði sem hagkvæmust og ódýmst fyrir ríkið sem á að borga brúsann. Svo má auðvitað ekki gleyma því að í Hafnarfirði hefur aðsetur fyrirtæki sem hefur tekið aö Slegist um flugvöll sér mörg og stór verk á undanfóm- um árum og oft átt lægsta tílboð í verk. Kannski að það sé þetta sem verktakamir fyrir austan hafa bak við eyrað þegar þeir ausa úr skálum reiði sinnar vegna ákvörðunar Matt- híasar. Þetta er eitt af þessum stórskemmtUegu máium sem koma upp annað slagið þegar heimamenn í héraðum telja sig hafa einkarétt á að annast þar aUar framkvæmdir þótt aUur almenningur í landinu borgi síðan reikninginn. það er legið í þingmönnum, ráðherrum og emb- ættismönnum og ýmist beitt hótun- um eða fortölum. Stimdum hefur þetta borið árangur en stundum ekki. Þaö er aUavega ljóst að þeir á EgUsstöðum ætla ekki að gefast upp fyrr en í fidla hnefana. En það er lika næsta víst að Matthías Hafnfirð- ingur er ekki maður sem lætur beygja sig og er þá skemmst að minnast þess hvemig vaUð var í ráð- herrastóla núverandi ríkisstjómar. Það verður því tekist hart á í þessu máU og vandi að spá um úrsUt. Heimamenn segja að það sé verið að gera þama flugvöU vegna þess að þeir eigi heima þama en ekki vegna þess aö Matthías býr í Hafnar- firöi. Auk þess verði þeir ekki dýrari en aðrir við verðlagningu og nóg eigi þeir af tólum og tækjum. Þennan fyrsta áfanga skuU þeir vinna fyrir 45-50 miUjónir króna. Ráðherrann hefur haft nægan tíma að undanf- ömu til að hugsa mál sitt og jafnvel bera það undir aðra símleiðs af sjú- krabeði sínum í Hafnarfiði. Nú er bara aö vita hvað Sverrir Her- mannsson gerir sem hét þvi að taka upp harða byggðastefnu eftir að harm missti ráðherradóminn. Ekki má reikna með að hann sitji hjá í þessu máU enda mörg atkvæði í hættu. Og varla ætlar EgiU Jónsson að láta kyrrt Uggja, svo að ekki sé minnst á HaUdór Ásgrímsson sem er einn mesti framsóknarmaður á þrngi að AgU Jónssyni frátöldum. Það verðúr eins gott fyrir Matthías að vera orðinn góður í bakinu þegar hann fær þessa kraftamenn yfir sig sjóðandi af vonsku. Þeir munu bíta í skjaldarrendur og heimta að ekki sé gengið á rétt atkvæðanna þama fyrir austan. Hvort rikiö getur spar- að einhverjar miUjónir með útboði kemur þessu máU auðvitað ekki við. Hagur atkvæðanna verður að ganga fyrir þjóðarhag ef því er að skipta. Núverandi flugvöUur á EgUsstöðum er sagður svo lélegur að oft megi Ukja honum við forarpytt og ástæðu- laust er að rengja það. En svo kann að fara að flugvaUargerðin verði tíl þess að upphefiist mikiU leðjuslagur þar sem flokksbræður munu berjast svo hriktir í innviðum flokks sem þarf á öUu að halda frekar en áfram- haldandi óeiningu og átökum innbyröis. SennUega hefur Matthías Bjamason ekki hugsað máUð tíl enda þegar hann reddaði sextíu miUjónum í þessa flugvaUarfram- kvæmd og bað heimamenn að gera svo vel að njóta. Eða getur verið að hann hafi einmitt hugsað máUð tU enda? Það er oft erfitt að lesa í huga Vestfirðingsins og vel getur verið að hann hafi eimmitt taUð sig eiga harma að hefna af einhveijum ástæðum. En við bíðum spennt eftir næsta þætti þessa spennandi fram- haldsleflmts því vart er hægt aö segja að aöaUeikendur hafi stigið á senuna enn sem komið er. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.