Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1987, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1987, Qupperneq 18
18 MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1987. LEIKSKÓLINN HOLTABORG Sólheimum 21 Fóstra óskast í 'A starf e.h., einnig starfsfólk í heila og hálfa stöðu. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 31440. RÍKISSPÍTALAR LAUSAR STÖÐUR Líffræðingur eða meinatæknir óskast sem fyrst á rannsóknastofu í ónæmisfræði. Um er að ræða starf við sérstakt rannsóknarverkefni og þjónusturannsóknir. Nánari upplýsingar veitir for- stöðumaður, sími 29000-692, og deildarstjóri, 29000-604. Hjúkrunardeildarstjóri óskast til stafa á lyflækningadeild I, 11-A frá 15. nóvember. Deildin veitir almenna lyflæknisþjónustu. Auk þess er sérstök áhersla lögð á þjónustu við sjúkl- inga með meltingarfærasjúkdóma og smitsjúkdóma. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu og þekkingu af stjórnunarstörfum. Upplýsingar veitir hjúkrunar- framkvæmdastjóri lyflækningadeilda, sími 29000-485 og 29000-484. Deildarþroskaþjálfi óskast á deild 1 sem tekur til starfa í desember nk. að lokinni gagngerri endurbyggingu. Umsóknir um starfið sendist Kópavogshæli fyrir 3. nóvember nk. Deildarþroskaþjálfi óskast til næturvakta í rúmlega hálft starf. Einnig óskast deildarþroskaþjálfi í hlutastarf til að sjá um tómstundastörf vistmanna. Starfsmenn óskast til vinnu á deildum Kópavogs- hælis. Vaktavinna. Upplýsingar um ofangreind störf veitir framkvæmdastjóri eða yfirþroskaþjálfi í síma 41500. Urval notaðra CITROÉN^ bíla Visa órg. 1981, beinsk., 4ra dyra, ekinn 65.000 km, svartur. Verð 140.000. GSA Pallas árg. 1984, beinsk., gíra, 5 dyra, ekinn 60.000 km, svai ur. Verð 300.000, goH eintak. GSA árg. 1986, beinsk., 4ra dyra, ekinn 23.000 km, blár. Verð 380.000. BX 16 TRS árg. 1987, beinsk., 5 dyra, ekinn 16.000 km, silfurgrár. Verð 460.000. BX 16 TRS árg. 1984, ekinn 70.000 km. Verð 430.000. BX Leader árg. 1986, beinsk., 5 dyra, ekinn 18.000 km, silfurgrár. Verð 460.000. Opið virka daga kl. 9—18 Laugardaga kl. 13-17. G/obusr Lágmúli 5, Reykjavík Sími 91-681555 „Þá var byrjað í fyrrahaust að gera við kirkjuna, .. Ámeskirkja á Ströndum Það hefur verið óvenjumikið skrif- að um Ámeskirkju á Ströndum undanfarið. Valgeir Benediktsson er fæddur og uppalinn á kirkjujörðinni Ámesi. Hann flutti þaðan eítir ferm- ingu eins og flestir unglingar þurfa að gera í þessu byggðalagi, því enga atvinnu er þar að hafa, en Valgeir flutti heim aftur fyrir nokkrum árum með konu og tvö böm. Val- geiri fannst hryliilegt að sjá Ámes- kirkju þegar að hann kom heim. Söfnuðurinn hafði hirt hana illa og ekkert haldið henni við og ráðandi heimamenn vom búnir að fá syni sína og frændur, sem era húsasmið- ir, til að dæma kirkjuna ónýta og fiína, en Benedikt faðir Valgeirs ásamt mörgum öðrum Ámes- hreppsbúum vildi ekki trúa því. Samþykktin Svona liðu árin og ekkert var gert fyrir hina öldnu kirkju nema hvaö Magnús heitinn Runólfsson, sem var starfandi prestur í nokkur ár, málaði kirkjuna sjáifur að utan og innan fyrir ca 17 árum. Bræðumir Ingólfur og Valgeir Benediktssynir ásamt foreldrum og mörgu öðra fyrirhyggjusömu fólki í sveitinni höfðu áhuga á að láta sér- fræðing, sem hefði vit á, skoða gömlu kirkjuna og var Hjörleifur Stefáns- son arkitekt fenginn til að skoða Ámeskirkju fyrir 2-3 árum. Gerði hann tillöguteikningu af endurbót- um á kirkjunni. Nokkru síðar var haldinn almennur safnaðarfundur sem samþykkti eftirfarandi: „TUlaga samþykkt á almennum safnaðarfúndi í Ámessókn laugar- daginn 3. maí 1986. 1. Almennur safnaðarfundur Ár- nessóknar haldixm í Ámesi þann 3. maí 1986 samþykkir, að byggð verði ný sóknarkirkja af hóflegri stærð. Húsgerð og staðarval verði ákveðin síðar. 2. Um meðferð gömlu sóknarkirkj- unnar er gerð efdrfarandi samþykkt: Áhugamönnum um varðveislu hennar er heimilt við- hald hennar, og verði það ekki á vegum safnaðarstjómar. Söfnuðurinn samþykkir, að fé, sem húsafriðunamefnd hefur , veitt til viðhalds kirkjunni gangi til þess máls. Meðan kirkjan er í eigu safnaðar- ins, og til afnota fyrir hann er þeim, sem að viðgerð standa skylt að halda kirkjunni í nothæfu ástandi. TUlagan afgreidd á eftirfarandi hátt: Já sögðu 32 Nei sögðu 13 Auður 1 ÓgUdir 2“ Einræðið rís upp Svo var byijað í fyrrahaust að gera hina öldnu kirkju upp. Sett var upp ný hurð sem böm Sigríðar Guð- mundsdóttur í Ófeigsfirði gáfú til rninningar um móður sína fyrir 8-9 árum. Hafði hurðin verið geymd KjáUaiinn Regína Thorarensen fréttaritari á Selfossi uppi á kirkjulofti þann tíma án þess að vera sett upp. Svona var mann- skapsleysið á öllum sviðum gagn- vart hinni öldnu kirkju. Þá var byrjað í fyrrahaust að gera við kirkj- una, kirkjugólfið allt endurbætt og var unniö að því í 9 daga og var oft langur vinnutími. Svo var byrjað aftur 21. ágúst sl. og þá reis gamla einræðið í hreppnum upp og bann- aði að unnið væri við kirkjuna en þrátt fyrir það var haldið áfram að vinna af miklu kappi. Svo varð það næst að Gunnsteinn sóknarformað- ur bað sýslumanninn að sætta fólkið sem vann við kirkjuna og stjómina. Eftir að sýslumaðurinn hélt fund með áhugamönnum um gömlu kirkjuna og stjóminni, var haldið áfram að klæða kirkjuna að utan og grunnmála hana og er hún sem ný að utan enda valinn rekaviður í kirkjuna, 5/4, sem var unninn og gefinn af þeim feðgunum Valgeiri, Ingólfi, Benedikt og konu hans og hafa áðurgreindir feðgar ailir unnir hvem dag sem unnið hefur verið í kirkjunni, samtals 19 daga undir stjóm sérfræðingsins Guðmundar Baldurs Jóhannssonar. Slæmur frágangur Ég get ímyndað mér að sýslu- manninum hafi blöskrað að hafa verið beðinn um að stoppa verkið þvr kirkjan var orðin eins og guös- húsi sæmir. Því var það til skammar fyrir ráðandi menn hvað þeir héldu kirkjunni illa við í áratugi. Mér finnst það alltaf til skammar fyrir safnaðarmenn að halda guðshúsum illa við og þeir höfðu ekki einu sinni manndóm í sér til að setja sneril á hurðina eftir að hann var úr sér genginn eftir 138 ár, heldur settu þeir snærisspotta í gatið þar sem snerilinn var í og negldu nagla á dyrastafinn og settu svo stein neðst í spottann og þannig var kirkjan lát- in vera í mörg ár. Já, hryllilegra guðshús hef ég ekki séð og hef ég víða farið. Já, það koma nýir siðir með nýjum mönnum og þeir vilja að ráðandi menn standi við sína samninga og leyfi eins og meðfylgj- andi samningur sýnir sem er undirskrifaður af Gunnsteini Gísla- syni, formanni sóknamefndar. Fé afþakkað Ég ætla mér ekki að taka þátt í þessum svoköiluðu kirkjudeilum í Trékyllisvrk en eftir að ég las um- mæli Þórs Magnússonar þjóðminja- varðar blöskraði mér alveg einræðið í Gunnsteini Gíslasyni, að liggja á peningum sem veittir era til hinnar öldnu Ámeskirkju. Þessari fram- komu hefði ég aldrei trúað á þann athafnamann sem ég vissi ekki ann- að en væri heiðarlegur maður af bestu gerð. Að leyfa sér að afþakka það fé sem búið er að veita í Ames- kirkju, já flest er ráðandi mönnum leyfilegt í hinum afskekkta hreppi. Ég hef hælt Gunnsteini í ræðu og riti fyrir hans dugnað og athafna- semi, en það hafa ekki allir hrepps- búar verið ánægðir með það hól mitt. Framkvæmdir stöðvaðar Ég hef aldrei heyrt það áhugafólk Ámeskirkju, sem er að gera hana upp, hallmæla öldungadeildinni sem ætlar að byggja nýja kirkju. Ég dáist að þeirri fyrirhyggju öldungadeild- arinnar að ráðast í kirkubyggingu úr því að hægt er að gera Ámes- kirkju upp. Þeir vilja hafa öryggiö ef svo ólíldega vildi til að hin aldna kirkja tæki upp á því í ellinni að fjúka. Ég óska Ámesbúum allra heilla bæði í nútíð og framtíð. Lifið í sátt og samlyndi og ég vona að Gunnsteinn skili með forgangshraði peningunum til Ámeskirkju en liggi ekki á þeim eins og ungahæna. ES. Gunnsteinn hefur verið stórt númer Ámeshreppsbúa. Hann er búinn að vera kaupfélagsstjóri þar í 26 ár og aldrei tekið sér sumarfrí fyrr en í sumar, að hann tók sér, ásamt sinni fjölhæfu konu, frí til að skoða hinn stóra heim, en eitthvað hefur komið yfir Gunnsteinn í hans þriggja vikna sumarfríi. Það fýrsta sem hann gerði eftir heimkomuna var að kalla á sýslumann og lögreglu til að stoppa fólkið sem var aö lag- færa hina gömlu kirkju sem var og hefur verið Ámesbúum til stór- skammar í áratugi. Regína Thorarensen. „Að leyfa sér að afþakka það fé sem búið er að veita 1 Árneskirkju, já flest er ráðandi mönnum leyfilegt 1 hinum afskekkta hreppi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.