Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1987, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987. Spumingin Er bakað laufabrauð hjá þérfyrir jólin? Ingiberg Magnússon: Já. Fjölskyldan hefur tekið upp þennan sið á síöari árum. Lára Ólafsdóttir: Nei, það hefur ekki verið hefð hjá mér. Magnús Guttormsson: Nei, það hefur aldrei verið gert. Katrín Einarsdóttir: Nei, aldrei hjá mér. Elva Sigtryggsdóttir: Nei, ekki hjá mér. Það var hins vegar gert hjá mömmu. Sigríður Jónsdóttir: Já, þetta hefur verið skemmtilegur siður hjá fjöl- skyldunni. Lesendur útianda: Glasgow eða galdramenn Ágúst B. skrifar: Oft hefur verið ásókn í feröir til nágrannaborganna erlendu fyrir jól i þeim tilgangi aö gera hagkvæm innkaup á gjafa- og nauðsynjavarn- ingL Ásóknin í ár mun þó slá fyrri met. í fréttatilkynningu frá Félagi ís- lenskra stórkaupmanna segir einhvers staðar að reiknað sé með að ura 5 þúsund manns fari utan þessara erinda fram að jólum. Þar kemur fram að ef gert er ráð fyrir að hver utanfari eyði svona um 40 þúsundum til verslunar þá tapi innlend verslun af um 200 milijón- um króna. Einnig muni ríkið sjálft eða við öll, þegar á heildina er htið, tapa ómældum upphæðum í formi söluskatts, aðflutningsgjalda o.fl. og allar eru upphæöimar taldar í tugum milljóna. En hvort sem fólk er nú að fara utan til að kaupa geisladisk, sem sennilega verður „gjöfin sem gleð- ur“ þessi jólin, eða bara tD aö komast undir bert loft í Glasgow þá er gjörðin sú sama og sennilega metur þetta fólk það svo að betra sé að fara utan, þótt ekki sé nema til Glasgow í þrjá daga, en bæta þeim viö samtölu jarðvistardaga sinna hér á landi dimmósku og dýrtiöar. Ég er ekki svo viss um að Glas- Tlt Giasgow og Amaterdam sœkja menn hvað stifast til jólalnnkaupa. - Argylestræti í Glasgow. gow-verð í verslunum hér myndi legt og framandi í senn. neitt draga úr ferðum fólks tii Glas- Hitt er svo annaö mál að ef vöru- gow eða Amsterdam. Ferðalang- verö hér á landi væri yfirleitt amir era líka að sækja sér loft í svipað og í öðrum löndum, ekki lungun ef svo má að orði komast hvað síst á nauðsynjavörum eins Þótt undanfarið hafi svo að segja og matvælum og fatnaöi, þá myndi verið sama milda loftið hér og í þessum skyndiferðalögum til ná- Evrópu er allt annað andrúmsloft grannalandanna um miðjan vetur í þessum áðumefndu borgum. a.m.k. fækka til muna. Þarna era aörar umgengnisvenjur, En þeir er hlut eiga að máli virð- þar er áfengur bjór ekki bannaður ast ekkert vera á þeim buxunum og þar er samanþjappaður borgar- að breyta um takt og tón í vöra- kjami þar sem öltu ægir saman, verði hérlendis. Það virðist vera verslunum, veitingahúsum og hót- allgóð samstaða milli kaupmanna, elum, nokkuö sem hér er ekki til a.mk. flestra, og ríkisvaldsins að staðar og íslendingum finnst þægi- slaka hvergi á álagningu sinni þeg- ar nauðsynjavörur era annars vegar. Og það er það einkennilega hér að nauösynjavörumar, sem keypt- ar eru daglega, eru ásamt fatnaði dýrastar, ekki þau tæki sem lengst af hafa verið kölluð „lúxustæki“ og eru ekki keypt nema á áratuga fresti. Heimilistæki eru t.d. lítið eða ekkert dýrari hér en annars staðar. Allar nauðsynjavörur til daglegs brúks era hhts vegar þriðjungi og oft meira en helmingi dýrari hér. Einn og einn kaupmaður hefur þó haft skilning á því að haldi hann álagningu í lágmarki, eins og hann frekast getur, þá er það hans gróði þegar allt kemur til alls. Matvöra- verslunin Fjarðarkaup og eigendur hennar eru dæmi um þess konar hugsunarhátt. Þeir saftia enda til sín viöskiptavinum hvaðanæ va að. Þessum mönnum tekst aö halda öllum kostnaöi í lágmarki, þeir kaupa inn í miklu magni og fa magnafslátt, staðgreiöa viö inn- kaup og ráöast í byggingarfram- kvæmdir án þess að taka lán! Þeir hafa líka fengið viöumefiiiö galdra- mennimir í Firðinum. En við þurfum sennilega aö bíða enn um stund eftir þvi að Islending- ar staldri við til að velja á milli Glasgowferðar og galdramanna í Firöinum. Ógiftir foreldrar Ognvænleg þróun í bili B. Einarsdóttir skrifar: Það er staðreynd að hlutfall ógiftra foreldra hefur farið hraövaxandi á síðustu áratugum. Ef þessi þróun heldur áfram stefnir í það að hin við- tekna fjölskylduímynd líður undir lok hér áður en langt líður. Lögskilnuðum fjölgar hér líka og einnig hjónavígslum. Það gæti komið að því að engir yrðu eftir til að lesa í sundur. En hvað skyldi orsaka þessa þróun mála? Er það mikil og góð afkoma eða lít- il og léleg afkoma? Ég er viss um að annaðhvort atriðið er þarna stór þáttur. Ég held að orsökina sé að finna í fyrra tilvikinu. Hér er mikil spenna og uppgangur eins og sagt er og þess konar ástand er einmitt þess eðlis að það kallar á sem flestar vinn- andi hendur beggja kynja. Það er áreiðanlega leitun á þess konar ástandi og hér er nú og hefur verið um alllangt skeið. En það merkilega er að þrátt fyrir alla þessa miklu vinnu og mikil fjárráð, sem fólk virðist hafa, þrátt fyrir stað- hæfingar um hið gagnstæða, þá er eins og fólki hér líði ekki vel og á ég þó við fullfrískt fólk en ekki þá sem era sjúkir. Maður finnur ekki það andrúms- loft hér, sem vart verður annars staðar í heiminum, og maður þarf ekki að fara langt. Á skemmtistöðum eða veitingahúsum er fólk ekki glatt og kátt af innri kæti, heldur er eins og glaðværðin sé framkölluð með aðstoð vímugjafa í einhveiju formi. En þetta er nú orðin dálítill útúr- dúr því ég var að tala um ógifta foreldra og ógnvænlega þróun sem mér sýnist vera í fjölgun þeirra. Ég held að úr þessu ástandi rætist ekki hér hjá okkur fyrr en sú spenna sem nú ríkir minnkar og slegið hefur ver- ið á þensluna í þjóðlífinu. Nú virðast vera teikn á lofti sem sýna ögn minni þenslu en áður og breyttir hættir á vinnumarkaði munu sennilega hvelja fólk til að draga úr óþarfa vinnuálagi. Stað- greiðslukerfi skatta mun einnig hafa áhrif í þessa átt. Það er því ekki öll nótt úti um að þróunin snúist við og gamla fjölskylduformið sjái dagsins Ijós í auknum mæli. Stöðvum rjúpnadrápið Dýravinur skrifar: Tilefni þess að ég sendi þessar línur er tal manna um náttúravernd. Hvalveiði okkar íslendinga hefur verið mikið hitamál sem von er. Við teljum okkur vera að veiða hvali í visindaskyni en það er bara til þess að réttlæta þessar misgjörðir okkar. Greenpeace og Sea Shepar4 sam- tökin hafa reynt að leiða okkur fyrir sjónir þetta ranglæti sem við beitum þessa risavöxnu fjársjóði sjávarins. Þetta mál vakti mig hins vegar til umhugsunar um fjöldamorð okkar á ijúpunum. Það er öhugnanleg stað- reynd að í hverju húsaskoti hanga blóðug rjúpnagrey, myrt af okkur mönnunum, sem teljumst gáfaðri og æðri öðrum dýrum. En hvernig notum við gáfurnar eða öllu heldur misnotum þær? Jú, við örkum upp til sveita með byssuhólk 1 hönd til þess að skjóta niður þessa fallegu fugla sem fljúga þar um í sak- leysi sínu. Hvemig væri að náttúruvemdar- samtök létu til sín taka í þessu máh eins og í hvalamálunum og reyndu að stöðva þessa drápsfýsn íslend- in8a? Bréfritari vill láta náttúruverndarsamtök hafa afskipti af rjúpnadrápi. „Þórðar- gleði“ Sigríður Jóhannsdóttir skrifar: í hinni stórmerki ævisögu séra Áma Þórarinssonar segir frá manni nokkrum sem í mikilli óþurrkatíð gladdist mjög yfir því að bændur norðanlands ættu við mikla erfiðleika að etja við hey- skapinn og hefðu engum heyjum náð í garð þótt liðið væri á sumar. Þessa sérstæðu kímnigáfu nefndi séra Ámi „Þórðargleði" og mun orðið komið inn í fræðibækur. Ýmsir kunna að halda að „Þórðargleði“ sé úr sög- unni en svo er þó ekki eins og sannast hefur nýlega. Fyrir skömmu lagði félags- málaráðherra fram nýtt hús- næðislagaframvarp. í framvarpi ráðherrans (Jóhönnu Sigurðard- óttur) era meginatriðin tvö: annars vegar að veita hinum efnaminni aukna aðstoð og hins vegar að koma í veg fyrir að þeir sem eiga margar íbúðir fái lán enn á ný.. Flestir myndu ætla að slíku framvarpi yrði vel tekið af þing- mönnum sfjórnarflokkanna. En á því era undantekningar. Þeir Páll Pétursson og Halldór Blöndal höfðu þegar uppi andmæh og sögðu m.a. að frumvarpið væri iha orðað en nefndu þess þó eng- in dæmi. Þessir þingmenn viðhöfðu sér- lega óvandað orðbragð þar að lútandi og virtust hlakka mjög yfir því að framvarpið myndi ekki ná fram að ganga. Þama var því á ferð ósvikin „Þórðargleði“. - Vitið þér enn, - eða hvað? Hrirtgið í síma 27022 milli kl. 13 og 15,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.