Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1987, Blaðsíða 28
40
FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987.
Jarðarfarir
Svanur Ágústsson lést 13. nóvember
sl. Hann fæddist í Reykjavík 21. okt-
óber 1933, sonur hjónanna Vcilgeröar
Tómasdóttur og Ágústs Jónssonar.
Svanur læröi til matreiösl umeistara
í Álaborg i Danmörku. Aö námi
loknu starfaði hann um hríð sem
bryti á millilandaskipi þar til hann
réðst til Loftleiða hf. þar sem hann
Starfaði í átta ár. Síðustu sautján
árin starfaði Svanur sem fram-
kvæmdastjóri Þjóðleikhúskjallar-
ans. Eftirlifandi eiginkona hans er
Stella Þorvaldsdóttir. Þeim hjónum
varð þriggja barna auðið. Útför
Svans verður gerð frá Fossvogs-
kirkju í dag ki. 15.
Erlendur Póll Grímsson lést 12. nóv-
ember sl. Hann var fæddur í Reykja-
vík 12. apríl 1944, sonur hjónanna
Helgu Valtýsdóttur og Gríms Páls-
sonar. Páll lærði bifvélavirkjun hjá
Heklu og vann þar nánast allan sinn
starfsaldur. Hann kvæntist Marít
Davíðsdóttur en þau slitu samvist-
um. Þau eignuðust einn son. Síðustu
misseri bjó Páll i Grindavík ásamt
sambýliskonu sinni, Kolbrúnu Ein-
arsdóttur. Útfór hans verður gerð frá
Neskirkju í dag kl. 13.30. Jarðsett
verður í Grindavík.
Steinþóra Sigurbjörnsdóttir, Dval-
arheinúlinu Höföa, áður húsfreyja
Þyrli, sem lést 10. nóvember, verður
jarðsungin frá Hallgrímskirkju í
Saurbæ laugardaginn 21. nóvember
kl. 14.
Útfór Bjarna Óskars Frímannssonar,
fyrrverandi oddvita frá Efri-Mýrum,
Austur-Húnavatnssýslu, fer fram frá
Keflavíkurkirkju laugardaginn 21.
nóvember kl. 14. Sætaferð frá
Fremstagili, Blönduósi, að morgni
sama dags.
Útför Kristínar Hrefnu Þorfinns-
dóttur (Bíbí) frá Baldurshaga,
verður gerð frá Fossvogskirkju í dag,
fóstudag, kl. 13.30.
Útför Ástu Pálsdóttur, Silfurgötu 1,
Stykkishólmi, fer fram frá Stykkis-
hólmskirkju laugardaginn 21.
nóvember kl. 14.
Tilkyiiriingar
IBBY kynnir myndskreytingar
Barnabókaráöið, Islandsdeild ZBBY,
'gengst fyrir dagskrá 1 tilefni þess að for-
seti IBBY, dr. Dusan Roll, er staddur hér
á landi. Dr. Roll er jafnframt formaður
Biennale of Illustrations Bratislava sýn-
ingarinnar og er staddur hér á landi til
að veita íslenska viðurkenningu frá þess-
ari sýningu. Dagskráin veröur að mestu
helguð Ragnheiði Gestsdóttur sem held-
ur nú sýningu á myndskreytingum, m.a.
úr bamabókum, í Hafnargalleríi, Hafnar-
stræti 4. Einnig mun dr. Roll kynna
I gærkvöldi
Gunnar Kristinsson matvælafræðingur:
Bamaefnið gott
Ég settist niður með syni mínum í
gærkvöldi og horfði nokkra stund á
barnaefnið í sjónvarpinu. Leist syni
mínum greinilega betur á bamaefnið
á Stöð 2 í þetta sinn og ekki frítt við
það að hann hafi verið örlítið smeyk-
ur við það sem hann sá í Ríkissjón-
varpinu um Þrífætlingana.
Við þá breytingu sem orðin er við
flutning barnaefnisins á íslensku
máli hefur skilningur yngri sjón-
varpsáhorfenda aukist til muna á því
sem er að gerast. Þessi þróun er af
hinu góða og á þennan hátt er hægt
að innprenta bömunum góða ís-
lensku ef vel er á málum haldið
varðandi íslenskan málflutning
barnaefnisins.
Ég reyni yflrleitt að horfa á fréttir
eftir því sem tök era á og þá fréttir
Ríkissjónvarpsins vegna þess að þær
koma þegar matmálstímanum er
lokið og þær eru hnitmiðaðri en á
Stöð 2. Kastljós var mjög athyglisvert
og áhugavert að heyra afstöðu þeirra
unglinga sem fóru ekki hina hefð-
bundnu leið í menntaskóla og
háskóla. Þeim fannst ekki mikill fjár-
hagslegur ávinningur að því að fara
í langa skólagöngu. Það er greinilegt
að í hugum mjög margra eru þessi
störf orðin að láglaunastörfum, alla
vega miöað við þær launatölur sem
komu fram í viðtölum við fólk sem
var að læra til iðnaðarstarfa. Kenn-
arar tii dæmis og uppalendur hafa
mjög ábyrgðarmikil störf en eru ekki
nema hálfdrættingar í launum miðað
við til dæmis smiði eða verkstjóra í
fiskverkunarhúsi. Þessar hugmynd-
ir krakkanna, sem rætt var við í
Kastljósi, sýna greinilega að mjög
mikið launabil er ríkjandi hér á
landi.
Þó svo að alltaf sé gaman að horfa
á handbolta í beinni útsendingu og
sérstaklega íslensku strákana þá er
jafnleiðinlegt að sjá þá tapa. Strák-
arnir era stolt íslendinga á íþrótta-
sviðinu og eiga því skilinn allan þann
stuðning sem við getum veitt þeim.
Að mínu áliti á þátturinn Nýjasta
tækni og vísindi að vera fyrr á dag-
skránni. Þrátt fyrir það er hann alltaf
ferskur og skemmtilegur og á Sigurð-
ur Richter miklar þakkir skildar
fyrir hann. í gærkvöldi sýndi Sigurð-
ur meðal annars mynd um botn-
vörpurannsóhnir Hafrannsóknar-
stofnunar, Hampiðjunnar og
netagerðamanna á Vestfjörðum. Var
myndin tekin með neðansjávar-
myndavél og sérstaklega athyglis-
verð fyrir þær sakir að hún sýndi
hvernig botnvarpa virkar í togi.
Bratislava sýninguna í myndum og máli.
Dagskráin verður haldin í Hafnargal-
leríi, Hafnarstræti 4, mánudaginn 23.
nóvember og hefst kl. 17.30. Dagskráin
er öllum opin meðan húsrúm leyfir.
Ný listaverkakort frá
Listasafni íslands
Út eru komin hjá Listasafni íslands fjög-
ur ný litprentuð kort með eftirprentun-
um af verkum íslenskra myndlistar-
manna. Eru þau sem hér segir: Bátur á
heimleið, 1966 eftir Gunnlaug Scheving,
Uppstilling, eftir Jón Sveinsson, Fólk í
landslagi, 1978, eftir Louisu Matthías-
dóttir, íslandslag, 1944, eftir Svavar
Guðnason. Litprentanimar em límdar á
tvöfaldan karton, 16x22 cm að stærð, og
fylgir þeim umslag. Kortin em mjög vön-
duð og tilvalin sem jólakort. Áður hefu'r
Listasafnið gefið út um 70 litprentuð kort
í sömu stærð og eru þau fáanleg í safninu.
Skógræktarfélag Reykjavíkur
Landslagsarkitektarnir Reynir Vil-
hjálmsson og Einar E. Sæmundsson segja
frá ferð í þjóðgarða Norður-Ameríku í
máli og myndum mánudaginn 23. nóv-
ember nk. í Norræna húsinu kl. 20.
Styrktarfélag vangefinna
Sameiginlegur fundur með foreldmm/
forráðamönnum og starfsfólki félagsins
verður í Bjarkarási mánudaginn 23. nóv-
ember nk. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Magnús
Kristinsson, formaður félagsins, greinir
frá helstu verkefnum þess. 2. Margrét
Margeirsdóttir, deildarstjóri í félags-
málaráðuneytinu, sýnir nýtt myndband
um sambýli í landinu og svarar fyrir-
spurnum. Kaffiveitingar.
Kvenfélag Neskirkju
heldur afmælisfund sinn nk. mánudags-
kvöld, 23. þessa mánaðar, kl. 20.30 í
safnaðarheimili kirkjunnar. Sr. Bern-
harður Guömundsson verður gestur
fundarins.
Lögfræðiaöstoð laganema
Orator, félag laganema, er með ókeypis
lögfræðiaðstoð fyrir almenning á
fimmtudagskvöldum í vetur milli kl. 19.30
og 22 í síma 11012.
Félagsmiðstöð Geðhjálpar
að Veltusundi 3b, er opin á fimmtudögum
kl. 20-22.30, laugardögum og sunnudög-
um kl. 14-18. Einnig hefur Geðhjálp opna
skrifstofu alla virka daga kl. 10-14 þar
sem seld eru minningarkort félagsins og
veittar upplýsingar um starfsemina. Sími
25990.
Kynning hjá Hugi hf.
Dagana 20. og 21. nóvember nk. heldur
Hugi hf. kynningu á Roland DG tölvu-
teiknurum, GTCO hnitaborðum og
Generic CADD teiknikerfinu í húsakynn-
um Tölvufræðslurmar, Borgartúni 28, 3.
hæð. Á kynningunni verður í fyrsta sinn
sýnd á Islandi vél til módelgerðar frá
Roland DG. Tæki þetta, kallað CAMM-3,
er fræsir sem stjómaö er með PC-tölvu
og teikniforriti. Tækið fræsir í mismun-
andi efni og vinnur með flöt sem er 180
mm langur, 150 mm breiður og 150 mm
djúpur. Kynningin verður opin frá kl.
10-18 fóstudag 20. nóv. og 10-16 laugardag
21. nóv. Henrik Héden eigandi H-Data í
Svíðþjóð, sem er endursöluaðili Roland
DG þar í landi, verður með báða dagana
og mun veita allar upplýsingar ásamt
starfsmönnum Huga hf.
Upplýsingamiðstöð
ferðamála
hefur aðsetur að Ingólfsstræti 5. Þar eru
veittar allar upplýsingar um ferðalög á
Islandi og það sem er á döfinni í borg-
inni. Opið mánudaga til föstudaga kl.
10-16 og laugardaga kl. 10-14. Sími
623045.
Háskólafyrirlestur
Föstudaginn 20. nóv. heldur prófessor
Alec Garner, frá University of London,
fyrirlestur á vegum læknadeildar Há-
skóla íslands í Eirbergi á Landspítalalóð.
Fyrirlesturinn nefnist „Pathology of the
Diabetic Eye“. Fyrirlesturinn hefst kl.
14.30 og er öllum heimill aðgangur.
Hörpuskin
Málningarverksmiðjan Harpa hf. hefur
sett á markaðinn nýja innanhússmáln-
ingu sem nefnist Hörpuskin. Þessi nýja
málning hefur 10% gljástig sem gerir
hana bæði áferðarfallega og auðvelda í
þrifum. Hörpuskin er einkum ætlað á
steinveggi innanhúss, er einfold í notkun
og þekur mjög vel. Hörpuskin er fáanlegt
í 10 staðallitum en völ er á fleiri litum
með blöndun við aðrar málningartegund-
ir Hörpu.
FAAS
Félag aðstendenda Alzheimersjúkhnga
er með símatíma i Hlíðarbæ við Flóka-
götu á þriðjudögrm kl. 10-12 í síma
622953.
Bækur
Myndin af Dorian Grey
eftir Oscar Wilde er komin út á ný hjá
bókaútgáfu Máls og menningar. Þessi
fræga saga var fyrst prentuð í Lundúnum
árið 1890 og vakti samstundis mikla deilu
og hneykslan. 1 bókinni fjallaði höfundur-
inn af kunnri orðsnilld um efiii sem þekkt
var orðið úr bókmenntasögunni: ungan
mann sem lætur sál sína í skiptum fyrir
eilífa æsku. En hér birtist viðskiptavinur-
inn, djöfullinn, ekki í eigin persónu heldur
er hann eitt af öfiunum sem leika lausum
hala í mannssálinni. Wilde tekur efni sitt
nýstárlegum tökum um leið og hann veltir
vöngum yfir togstreytu listar og siðferðis,
skáldskapar og veruleika. Þrátt fyrir
misjafnar viðtökur í upphafi hefur Myndin
af Dorian Grey allar götur síðan verið
talin til höfuðverka Wildes. Hún hefur
notið mikillar hylli, verið gefin út í risa-
upplögum og kvikmynduð. Bókin kom út
á íslensku árið 1949 í þýðingu Sigurðar
Einarssonar og hefur hún verið ófáanleg
um árabil en kemur nú út í nýrri, endur-
skoðaðri útgáfu. Myndin af Dorian Gray
er sjötta bókin í afmælisröð Máls og menn-
ingar. Kápumynd gerði Robert Guille-
mette en prentun annaðist Prentstofa G.
Benediktssonar. Bókin er 216 bls. að stærð.
Bókasafn barnanna
Isafoldarprentsmiðja hf. hefur hafið út-
gáfu á bókaflokknum Bókasafn bamanna.
Þetta eru bækur fyrir minnstu bömin, lit-
prentaðar með litíum texta á hverri síðu.
Aftast í bókunum em skýringar fyrir full-
orðna fólkið, hjálpartexti fyrir þá sem vilja
lesa fyrir litlu bömin.
Fyrstu bækumar í bókaflokknum Bóka-
safn bamanna era Árstiðirnar: Vetur,
sumar, vor og haust og eru þær komnar á
markaðinn.
Næstu bækur í bókaflokknum era vænt-
anlegar fyrir jólin en það era Skilningar-
vitin: Sjón, heym, tilfinning, bragð og
lykt.
Bækurnar era þýddar af Rannveigu Löve
kennara, samprentaðar á Spáni en að öðra
leyti unnar í Isafoldarprentsmiðju hf.
Hver bók kostar kr. 250,- og fæst hjá öllum
bóksölum á landinu.
Terva gjaldþrota:
Skuldir á bilinu
20-30 milljónir
„Þaö er greinilegt að þaö stefnir í
gjaldþrot ferðaskrifstofunnar Terru
og það er búist við því að farið verði
fram á gjaldþrotaskipti í dag eða á
mánudag,“ sagði Torfi Ásgeirsson,
framkvæmdastjóri Terra, í samtali
viðDV.
Torfi er einn af fyrri eigendum
ferðaskrifstofunnar en hann starfar
sem framkvæmdastjóri þessa dagana
í umboði bæði núverandi og fyrri
eigenda fyrirtækisins.
Torfi sagði að stjóm Terru hefði
enn ekki samþykkt að lýsa fyrirtæk-
ið gjaldþrota en þess yrði að hkind-
um skammt að bíða. „Fyrirtækið er
gjaldþrota í vitund allra,“ sagði Törfi.
Stjórnin hefur fundað með lög-
fræðingum þar sem staðan hefur
verið rædd og sagði Torfi að nánar
þyrfti að fara ofan í hana. Þó væri
ljóst að skuldir fyrirtækisins næmu
á bihnu 20 til 30 milljónum króna en
þó kæmu einhverjar eignir á móti.
Nefndi hann þar viðskiptavíxla, inn-
réttingar og úitistandandi peninga.
Fyrri eigendur Terra era í stærst-
um ábyrgðum fyrir fyrirtækið og
staðfesti Torfi að þeir mundu tapa
mjög miklum peningum á þessu
gjaldþroti.
-ój
Flateyri:
Togari færður til hafnar
Togarinn Gyhir á Flateyri var í
gærdag færður til hafnar af Land-
helgisgæslunni vegna þess að
undanþága hafði ekki verið fengin
fyrir annan stýrimann hans.
Að sögn Steinars Guðmundssonar,
skráningarstjóra á Flateyri, hélt
Gylhr á veiðar klukkan tvö í gærdag.
Skömmu síðar var Gyllir færður aft-
ur til hafnar vegna kæra þess efnis
að annar stýrimaður um borð væri
réttindalaus og ekki með undanþágu.
Sá hinn sami hafði verið með undan-
þágu um hríð en hún var útrunnin.
Skýrsla var tekin hjá lögreglunni og
fengin undanþága fyrir annan skip-
verja um borð sem einnig er réttinda-
laus en hefur oft áður fengið
undanþágu til að gegna starfi annars
stýrimanns. Gyllir hélt síðan aftur á
veiðar klukkan 10 í gærkveldi.
-J.Mar
Borgarstjórn um húsið á Tjarnargötu 11:
Fundinn verði
annar staður
Á fundi borgarstjórnar í gær flutti
Hhmar Guðlaugsson, formaður
byggingarnefndar, tillögu þar sem
þess var farið á leit við borgarráð að
fundinn yrði annar staður fyrir hú-
sið Tjarnargötu 11 en ráðgert hafði
verið, á horni Túngötu og Garða-
strætis. í greinargerð með tillögunni
segir að borgarráð hafi heimilað að
flytja húsið en staðsetningu þess hafi
verið frestað þar sem í ljós hafi kom-
ið að húsið færi iha á lóðinni.
Miklar umræður spunnust um til-
löguna og fuhtrúi frá Alþýðubanda-
lagi og Kvennalista bókuðu andstöðu
við flutning hússins. Síðan var geng-
ið til atkvæða um tillöguna og hún
samþykkt með 14 samhljóða atkvæö-
um en fulltrúi Kvennalista sat hjá.
-J.Mar