Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1987, Blaðsíða 30
42 FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987. HLJOMPLÖTUR/KASSETTUR Venjul. Okkar verð verð 1. La Bamba-úr kvikmynd....... 799,- 719,- 2. Bjartmar- í fylgd með fullorðnum.... 899,- 809,- 3. Megas- Loftmynd........... 899,- 799,- 4. George Michael - Faith..... 799.- 719,- 5. PetShop Boys-Actually...... 799,- 719,- 6. ABC-AlphabetCity........... 799,- 719,- 7. Meatloaf- Live............. 799,. 719 . 8. Eurythmics - Savage........ 799,- 719,- 9. Sting - Nothing Like The Sun. 1099,- 989,- 10. Whitesnake -1987 .......... 799,- 719,- GEISLADISKAR Tilboö vikunnar Merming Stálnótt þessir turnar, sem ég tala um, eru turnar eins og eru á Vatnsenda- hæðinni og þar er svona loftskeyta- stöð líka. Tíminn er kannski ekki alveg núna, það hefur eitthvað gerst, það er talað um slys og þarna er geislavirkt svæði og svo er allt í niðurníðslu, til dæmis í fjölbýlis- húsinu sem Jonninn býr í. Ég er líka aöeins að ýja að þessum kjarn- orkuótta sem fólk virðist vera haldið, sjálfur hef ég ekki svo mikl- ar áhyggjur af kjarnorkunni, ég veit ekki hvort lífið eftir sprengj- una verður neitt verra en það er núna. Ég var að reyna að sýna þessa svokölluðu lágmenningu og nota mér þær aðferðir sem eru notaðar í bókum og myndum af því tagi, til dæmis endurtekningarnar. Um leið og ég reyndi að nota þetta meðvitað, til að halda í spennuna á sviðaðan hátt og til dæmis í Bob Moran bókunum og vísindaskáld- sögum, þá reyndi ég líka að bæta einhverju viö, koma með eitthvað allt annað á móti. En það var þessi lágmenning sem ég var að hugsa um, svona eins og hún kemur fram í þessum bókum sem ég var að nefna og líka í bíómyndum. Það eru myndir eins og Rebel without a Cause, Bladerunner, Clockwork Orange og Mad Max, sem gerist einmitt eftir sprengjuna, og jafnvel svona gúmmískrímslamyndir eins og Gremlins. Ég lít ekki á þetta sem neitt fínt bókmenntaverk. Ég vil alveg eins höfða til þeirra sem lesa til dæmis ísfólkið eða Morgan Kane. - Hver er Johnny Triumph? - Johnny er svona ævintýrahetja eins og Bob Moran eða Mad Max, ég vona að mér hafí tekist að bæta einhveiju við hann, þróa hann að- eins áfram. Hann er þessi kaldi kall, þessi heillandi og hættulegi maður sem er svo mikill hljóm- grunnur fyrir í okkar vestræna þjóðfélagi og ég reyni að sýna það með bílnum og með fótunum. Það er mikill ljómi yfir þessum náung- um sem ferðast neðansjávar og koma með vandræðin á land. - Hvað um unglingana? - Þeir eru eins konar stökkbreytt afbrigði af hetjunum úr ævintýra- bókunum eftir Enid Blyton, það er að segja að nöfnin eru sótt þangað en þau eru auðvitað allt öðruvísi. Jonninn er blökkudrengur í blokk, Dísan asískt tökubam í einbýlis- húsi, Finnurinn drengur í raðhúsi og Annan bækluð stúlka í kjallara. En saman mynda þau eina heild, eina manneskju með íjögur andlit. Ég reyni að sýna heim unglingánna í gegnum þau, ég er eiginlega aö leika mér með unglingagoðsögurn- ar og ég lagði áherslu á að kynna þau eins og unglingar kynna sig sjáfír, eða með útlitinu, fótunum. Sigurjón Birgir Sigurðsson (Sjón). Bókmenntaviðtalið Lilja Gunnarsdóttir Svo eru alltaf ákveðin ritúöl innan unglingahópa, ákveðin tákn og lit- ir, já og skótegundir, hlutir sem þýða eitthvað alveg ákveðið innan hópsins og gera hann frábrugðinn öðrum hópum. Það eru oft þessi tákn sem gera að fólk er hrætt við svona unglingahópa, það skilur ekki hvað þetta er, kann ékki að lesa í táknin. En þetta er líka end- urspegluii á þessum heimi sem við lifum í. Ég er að reyna að sýna þjáningu unglingsins, það þjást all- ir unglingar bara við aö vera til og þessir þjáningaleikir eða þjáninga- ritúöl, sem ég sýni þá í, eru bara afbrigði af leikjunum sem krakkar eru alltaf í. Það er eiginlega heimur unglingsins sem ég reyni að sýna í gegnum þessi fjögur sem ég fylgi alveg frá fæðingunni, ég byggi sög- una upp sem einhvers konar ritúal, ritúal sem er grundvallaö á lág- menningunni. Það eru þrjú atriði eða þrír þættir sem mér finnst vera nauðsynlegir og sem ég vona að mér hafi tekist að láta koma fram, það er húmorinn, hryllingurinn og svo pornógrafían eöa erótíkin. Ég var að reyna að umfaðma alla af- kimana, til dæmis með svona DV-mynd atriöum eins og þegar Jonninn hitt- ir djöfulinn. - Já, þessir djöflar, sem hitta unglingana. Hvað gerir þá að djöfl- um? Eru þeir eitthvað verri en til dæmis unglingarnir? - Það sem gerir þá að djöflum er eiginlega þeirra upphaf og þeirra þróun. Ég sýni þá á mismunandi þróunarstigum, þeir kaflar heita gler, málmur og hold og þaö er ein- mitt heimur þessarar bókar; stál- nótt eða stáliö í mjúkri og heitri nóttinni sem ég tala um. Það eru þessar þijár tegundir lífs, í berns- kunni eru djöflarnir gler og þaö eru meðal annars í þeim teningar sem er verið að kasta og allt getur gerst, það er eins og börn eru, þau geta orðið hvað sem er. Á miöstiginu eru þeir málmur, þeir eru vélar og mér finnst það vera eins með þró- unarstig manneskjunnar, hún er ómótað barn og gengur svo í gegn- um vélina og þessi vél á að skila henni sem manneskju þó að flestir staðni nú á masiunustiginu, klemmist fastir á milli tannhjól- anna. Annars eru djöflarnir bara venjulegt leðurlið og leðurliðið tek- ur oftast á sig þá byrði að vera blórabögglar. En svo kemur bara í ljós hver er hinn vondi í raun og veru. Lilja Gunnarsdóttir iÁnhr P>i<> 6H? f?arw ad s&[a bíí? SMA-AUGLYSING I DV GETUR LEYST VANDANN. Smáauglýsingadeild VISA sími 27022. KRINGLUNNI • BORGARTÚNI • LAUGAVEGI Stálið í mjúkri og heitri nóttinni - viðtal við Sjón skáld um Fyrsta skáldsaga Sjóns (Sigurjóns Birgis Sigurðssonar) heitir Stál- nótt, byrjar á hafsbotni og endar í eins konar Breiðholti. Stálnótt er í senn mynd af nútímanum og mögulegri framtíð okkar, sam- bland draums og veruleika, ævin- týraheimur þar sem allt getur gerst. - Á hafsbotni keyrir ævin- týrahetjan Johnny Triumph á amerískum kagga, hann er með undirrót illskunnar í farangurs- geymslunni og stefnir á land. í steypuveröld borgarinnar fæðast fjögur börn, þau eru ólík og alast upp við mismunandi aðstæöur en samt eru þau nátengd, fjórar ólíkar hliðar á einni og sömu persónunni. - Sjón, þessi heimur sem þú dreg- ur upp mynd af í bókinni, er þetta veröldin eins og hún lítur út í dag eða er þetta veröldin eftir kjarn- orkustríð? - Hún er eiginlega hvort tveggja. Ég var að reyna að búa til goðsögu- legt landslag sem gæti eins vel verið veröldin eftir kjarnorkuslys- ið. Sögusvið bókarinnar er í rauninni einhvers konar Breiðholt, Venjul. Okkar verð verð 1. Meatloaf- Live 1.299,- 1.169,- 2. ABC-Alphabet City 1.299,- 1.169,- 3. Sting - Nothing Like The Sun . 1.299,- 1.169,- 4. La Bamba - úr kvikmynd 1.299,- 1.169,- 5. George Michael - Faith 1.499,- 1.349,- 6. Magnús Eiríksson- 20 bestu lögin ... 1.399,- 1.259, 7. Eurythmics - Savage ... 1.299,- 1.169, 8. Strax-Strax ... 1.399,- 1.259, 9. Vilhjálmur Vilhjálmsson - ... 1.399,- 1.259, 10. Black-Wonderful Life ... 1.299,- 1.169, platan Dirty Dancing Venjulegt verð 799,- Okkar verð 679,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.