Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1987, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987. Útlönd Mótmæli í Um eitt hundrað og fimmtíu þús- und andstæöingar herstjórnar Augusto Pinochet i Chile efndu til frið9amlegra mótmæla í Santiago, hofuðborg landsins, i ga;r. Kröfðust stjómarandstæöingamir þess aö aftur yrði horfið til lýðræðislegra stjómarhátta í landinu. Þetta er í fyrsta sinn um tveggja ára skeiö sem stjómarandstæöingar fá heim- ild yfirvalda til þess að efna til mótmælaaðgerða. Ekkikom til neinna átaka vegna mótmælaþessara. Stjómarandstæðing- ar kreíjast þess aö efnt verði til fijálsra kosninga í landinu en herinn kveðst ætla að halda fast viö fyrri ákvörðim sína um að heimiia aðeins einn frambjóðanda, hugsanlega Pinochet sjálfan. Á framboð hans aö koma til þjóðaratkvæðagreiðslu snemma árs 1989. Efast um batann Óróleiki á verðbréfaraarkaði í Mexíkó og fall gjaldmiðils landsins í gær hafa vakið efasemdir um bata í efnahagsmálum landsins. Ríkis- stjóra Mexíkó reyndi í gær að fullvissa þegna sína um að stefiian væri enn upp á við í efnahagsmál- ura en þær. fullyrðingar virðast ekki hafa mikil áhrif. Mexíkanski pesóinn féll í gær um þijátíu og tvö prósent. Fall hans jók mjög á áhyggjur þarlendra vegna hruns á verð- bréfamarkaði landsins undanfarið. Aðeins fýrir hvíta Bandarflqanna, hefði átt íbúðarbyggingar í Texas sem ekki mætti selja eða leigja út til þeldökkra. Að sögn blaðsins eru byggingar þessar í Houston og Midland í Texas. Opinber skjöl sýna að á tímabilinu 1955 til 1966 áttu George og Barbara Bush þar eignir sem ekki mátti selja eða leigja til negra eða annarra sem ekki vora af hvitum kynstofiii, þar sem slíkt var bannað í stofnsamningi fyrirtækisins sem stóð að byggingunum. Sagði tímaritið ennfremur að Bush hefði keypt töluvert land af verk- taka í Texas sem hefði forboðið að landið yrði notað í þágu þeldökkra. Hefðu Bush-hjónin búið þar fram til ársins 1959 þegar þau fluttu til Houston, á staö þar sem öðrum en hvítum var bannaö að byggja. í blaðinu segir ennfiremur að slíkar takmarkanir á hveijura mætti selja eða leigja hefðu veriö algengar í BandaríKjunum áður fyrr. Árás á sjúkrahús ÍRAK 7 JDI - ARABÍA ÍRAN Irakar hafa mótmælt harðlega árás írana á sjúkrahús í írak þar sem þeir segja að tíu manns hafi látiö lifið. Segja írakar að sjúkra- húsið, sem er vandlega merkt rauða hálfmánanum, merki rauða krossins í þessum heimshluta, hafi oröiö fyrir eldflaugaárás frá írön- um. Hópur fréttamannaflaug yfir bæ þann í norðurhluta írak þar sem sjúkrahúsiö er og kvaöst hafa séð merkingamar á byggingimni greinilega. Segja Irakar að tvær íranskar orrustuþotur hafi hundsað merkingamar og flogið mjög nálægt byggingunni til að skjóta á hana eldflaugum Móbnæli í LetHandi Aö sögn sovésku fréttastofunnar Tass efndu um tfu þúsund manns til mótmæla í Riga, höfuðborg Lett- lands, í gær. Beindust mótmæli fólksins gegn tilraunum Banda- ríkjamanna til þess að hlutast til um málefhi Lettlands. Hópur lettneskra útflytjenda seg- ir hins vegar að komið hafi til átaka milli lögreglu og hundruða mót- mælenda í Rlga þegar efnt var til mótmæla á sextugasta og níunda afimælisdegi sjálfstæðisyfirlýsing- ar Lettlands. Engin ástæða til að óttast! Ronald Reagan Bandaríkjaforseti sagði í ræðu í gær að engin ástæða væri til að óttast að hrunið á verð- bréfamörkuðum heimsins fyrir um mánuði myndi hafa alvarlegar af- leiðingar fyrir hagvöxt í Bandaríkj- unum. Sagði forsetinn að þótt vissulega væri full ástæöa til að ígrunda þessi mál vandlega, sæi hann ekki ástæðu til þess að vera með neina dómsdagsspádóma. Hagfræðingar og aðrir sérfræðing- ar um efnahagsmál hafa undanfar- inn mánuð lýst þeim skoöunum sínum að verðhrunið gæti haft alvar- legar og langvarandi afleiðingar fyrir hagkerfi Bandaríkjanna. Hafa þeir gagnrýnt forsetann og ríkisstjórn hans fyrir að bregðast lítið og illa við áfalli þessu. í ræðu sem Reagan forseti hélt á fundi verslunarráðs Bandaríkjanna í gær reyndi hann að lægja óttann um að áfallið á verðbréfamörkuðun- um gæti valdið kreppu í Bandaríkj- unum. Lagði forsetinn áherslu á að verðbréf væru enn mun hærri en þau voru fyrir tæpum sex árum síðan, þegar þau byijuðu að hækka veru- lega í verði þrátt fyrir hrunið í síðasta mánuði. Vísaði forsetinn til áhrifa þeirra sem varnar- og skatta aðgerðir bandarísku ríkisstjórnarinnar höfðu áriö 1929 og sagði að þess yrði að gæta að grípa ekki til aðgerða sem gætu dregiö úr hagvexti. Reagan viðurkenndi að áhyggjur vegna halla á íjárlögum Bandaríkj- anna hefðu átt sinn þátt í því sem hann nefndi „óróleika“ á verðbréfa- mörkuðum. Sagði forsetinn mikilvægt að þing og ríkisstjórn lykju sem fyrst við nið- urskurð fjárlaga. Forsetinn nefndi engar tölur en sagði að ólíklegt væri að samkomulag það sem gæti náðst milli þings og ríkisstjórnar dygði til að eyða fjárlagahallanum. Forsetinn lagði áherslu á að draga yrði úr fjárlagahalla með aðgerðum sem jafnframt styddu við bakið á hagvexti. Reagan lýsti harðri andstöðu við skattahækkanir sem leið til að rétta af fjárlagahallann. Sagði hann að all- ir vissu að vandamálið væri ekki hægt að leysa með því einu að hækka skatta Bandaríkjamanna. Sagði hann að hægt væri að treysta því aö skattalækkanir þær sem fengist hefðu fram á undanfómum árum yrðu ekki dregnar til baka. „Það þýðir ekki að steyta hnefana neitt framan i mig, góði,“ gæti Reagan forseti verið að segja við bandaríska boxmeistarann Thomas Hearns sem heimsótti forsetann i Hvíta húsið í gær. Símamynd Reuter „Ég rétti þér þá bara eitt bjartsýnishögg á kjamman, eins og ég geri við þessa dómsdagsspámenn, sem halda aö heimurinn sé að farast þótt verðbréf hrynji. Þú liggur þá bara eins og þeir, góði, því ef þú ert bara nógu bjart- sýnn þá eru engin vandamál til staðar," gæti forsetinn bætt við. Sfmamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.