Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Qupperneq 4
4
FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988.
Fréttir
Jón Þorgilsson sem tekiö hefur
sæti í bankaráði Landsbankans.
„Hef ávallt
ánægjuafþví
seméggeri“
Jón Þorgilsson er sveitarstjóri
á Hellu en nafn hans komst í
fréttirnar fyrir skömmu þegar
Árni Vilhjálmsson sagði sæti
sínu í bankaráði Landsbankans
lausu og Jón tók við sæti Árna í
bankaráðinu.
Jón Þorgilsson er fæddur og
uppalinn á bænum Ægissíðu í
Holtum en hann er vestan víð
Rangá, á móts við Hellu. Hann
er fæddur 31. mars 1931 og flutti
til Hellu áriö 1949 en þá tók hann
til starfa sem verslunar- og skrif-
stofumaður hjá Kaupfélaginu Þór
á Hellu. Á sama tíma hóf Jón
búskap með konu sinni, Geröi Þ.
Jónasdóttur, og eiga þau tvo syni,
Sævar og Þorgils Torfa.
Jón Þorgilsson starfaði hjá
kaupfélaginu í 13 ár en þá hóf
hann störf hjá Skattstofu Suður-
lands á Hellu og starfaði hann þar
í 15 ár eða þar til hann var kosinn
sveitarstjóri árið 1978 en þá hafði
hann verið oddviti Rangárvalla-
hrepps í 8 ár samhliða starfi sínu
á skattstofunni.
- Hvernig leggst það í þig að
taka sæti í bankaráöi Lands-
bankans?
„Ég hefði gjaman kosið að þetta
hefði borið að undir öðrum kring-
umstæðum en annars kem ég
ekki að þessu alveg ókunnugur
því ég hef verið varamaður í
bankaráði Landsbankans frá ár-
inu 1982. Á þessu tímabili sat ég
bankaráðsfundi samfleytt í 1 og
hálft ár eða frá 1983 tÖ 1984 en
þá var ég varamaður fyrir Matt-
hías Á. Mathiesen. Hvað varöar
vegalengdina finnst mér ekki
mikið fyrirtæki að aka frá Hellu
til Reykjavíkur - það tekur ekki
nema röskan klukkutíma."
- Hvað gerirðu í frístundum?
„Ég er ekki haldinn sérstakri
tómstundabakteríu enda hef ég
verið svo heppinn að hafa alltaf
haft ánægju af því sem ég hef
verið að gera hverju sinni og aldr-
ei kviðið fyrir því að mæta í
vinnu. Því auk þess sem upp er
taliö hér á undan hefur sitthvað
fallið til, m.a. starf innan Sjálf-
stæðisflokksins. En ég get nefnt
að ég átti hesta á sínum tíma og
auk þess spilaði ég einu sinni
bridge. Svo hef ég ferðast æöi
mikið um landið og get ég fullyrt
að ég hafi komið í flest ef ekki öll
byggðarlög á landinu. Eftirlætis-
staði á ég enga sérstaka nema í
Rangárþingi en ég get þó nefnt
tvo staöi sem hafa haft áhrif á
mig öörum fremur. Þaö er annars
vegar Dettifoss og það mikla afl
sem býr 1 fossinum. Hins vegar
eru það Herðubreiðarlindir en
þar kom ég fyrst í einstaklega
fógru sumarveðri og er gróöur-
inn þar minnisstæður.
-JBj
Vetnistankur er skammt frá ammoníakstankinum:
Aðeins íkveikjuhætta
- segir framkvæmdastjóri Áburðarverksmiðjunnar
Það er þannig búið um vetnið að
það á ekki að geta orðið nein spreng-
ing í því. Það er geymt undir þrýst-
ingi sem gerir það að verkum að það
er aðeins íkveikjuhætta því sam-
fara,“ sagði Hákon Björnsson,
framkvæmdastjóri Áburðarverk-
smiðjunnar, þegar hann var spurður
um hugsanlega hættu af vetnis-
geymum sem eru í lítilli íjarlægð frá
ammóníaksgeyminum margfræga.
Hákon sagði að vetnisgeymirinn
skapaði ekki hættu út fyrir athafna-
svæði Áburðarverksmiðjunnar -það
væru í raun aðeins starfsmenn verk-
smiðjunnar sem væru í hættu af
honum.
Þá vildi Hákon benda á að miklar
öryggisráðstafanir væru á svæði
Áburðarverksmiðjunnar og öryggis-
mál verksmiðjunnar væru í stöðugri
umfjöllun og endurskoöun. Slökkvi-
lið er á staðnum og er það skipað
starfsmönnum, auk þess sem beint
samband er við slökkviliðið í Reykja-
vík.
-SMJ
Tfl umræðu síðastliðið sumar
Umræöa um hættuna af Áburð- Málingu hf. Sá bruni beindi sjónum
arverksmiðjunnierísjálfusérekki manna að því að víða er íðnaður
nein nýlunda enda vakti DV máls með hættuleg efni í eða við íbúöa-
á því í sumar, í grein 15. júlí, að byggö. Það virðist lítið ætla að
þar væri geymt sprengiefni með afl breytast í þessum efnum og byggð-
á við hálfa Hiroshimasprengjuna. in þéttist þvert á móti í kringum
Þá var DV að fylgja eför umræðu þennan eiturefnasprengjupott.
sem skapaðist í kjölfar bruna í
Frásögn DV 15. Júlí
sumar.
Guðjón Petersen:
Hefur varað
við vetnis-
geymunum
Guðjón Peters'en, fram-
kvæmdastjóri Almannavama,
segist hafa varað við staösetn-
ingu vetnisgeymanna við Áburö-
arverksmiðjuna í starfi sínu í
nefndinni um verksmiðjuna en
nefndin starfaöi á vegum félags-
málaráðherra.
„Ég hef alltaf verið óhress með
þennan vetnisgeymi. Mér finnst
slæmt að í öllu þessu plássi viö
Áburðarverksmiðjuna skuli
endilega þurfa að troða honum
niöur þama,“ sagði Guðjón sem
taldi að nálægð vetnisins viö
ammoníakiö drægi ekki úr hætt-
unni sem stafaði af því. Ef eldur
kæmi upp f vetninu væm amm-
oníaksgeymamir hættulega
nálægt. Þá hefðu sinubrunar á
þessu svæði bent á ákveðna
hættu.
„Menn töldu málið ekki þannig
vaxiö að það gæti orðið sprenging
á þennan liátt," sagði Guöjón en
vetnisgeymanna er að engu getiö
í skýrslunni til félagsmálaráð-
herra.
-SMJ
Vetnið ógnar
ammoníakinu
„Vetnisgeymirinn hefur enga
hættu 1 for með sér fýrir byggöina
en gæti hugsanlega skaðað amm-
oníaksgeyminn ef eldur brytist
út,“ sagöi Eyjólfur Sæmundsson,
forstjóri Vinnueftirlits ríkisins.
Hann sagði að vetnisgeyminum
sjálfum fylgdi lítil sprengihætta,
slíkir geymar væm aðeins hættu-
legir að þvi leyti að þeir ógnuöu
ammoníaksgeymunum.
Eyjólfúr benti á að við íslend-
ingar væmra líklega að vakna
upp við þaö núna að við lifðum í
tiltölulega iðnvæddu þjóðfélagi.
Hér væri notað töluvert af hættu-
legum efhum sem í.eðli sínu
sköpuðu hættu ef ekki væri var-
lega farið með þau. Út um allt
land væri t.d. ammoníak notað í
frystihúsum og þá gjaman flutt
þangað í 900 lítra geymum. Sagði
Eyjólfur að Vmnueftirlitið ynni
að reglum um meðferð þessara
efna og ætlunin væri aö þær
kæmu til framkvæmda með
haustinu.
*
-SMJ
Vetnið er geymt i geyminum lengst til hægri á myndinni en á milli vetnisgeymisins og ammóníakskúlunnar er
geymir sem inniheldur köfnunarefni. Af óskiljaniegum ástæðum fékk Ijósmyndari DV ekki að fara inn á svæðið til
að mynda.
DV-mynd S.
Vetnisgeymar hjá Lýsi hf. við Sund:
„Eram vel meðvitaðir
um hugsanlega hættu“
í verksmiðju Lýsis hf. við Köllun-
arklettsveg við Sund er geymt
töluvert magn vetnis sem verksmiðj-
an notar viö framleiðslu sína. Þetta
vetni er keypt frá Áburöarverk-
smiðjunni í Gufunesi og leitt til Lýsis
eftir neðansjávarleiðslu.
í samtali við Ágúst Einarsson, for-
stjóra Lýsis, kom fram að í geymin-
um er aldrei geymt meira en um 1.000
rúmmetarar af vetni en Lýsi kaupir
um 50.000 rúmmetra á ári.
„Vetnið er geymt hér í tönkum en
næsta íbúðabyggð er langt í burtu.
Við teljum enga sprengihættu af
þessu,“ sagði Ágúst. Hann sagöi að
út um allan bæ væri geymt bensín
sem allt eins þyrfti að fylgjast með.
Þá kom fram í máli Ágústs að vetnið
hjá þeim er geymt undir þrýstingi
og því í fljótandi formi. Það gæti því
hugsanlega orðið sprenging ef kvikn-
aöi í vetninu „. . .en það er afskap-
lega fjarlægur möguleiki." Taldi
Ágúst að allt eftirlit með þessum efn-
um væri mjög ítarlegt.
„Við höfum aiveg hreina samvisku
hvað þetta varðar enda með grænt
ljós frá þeim sem um það fjalla, s.s.
eldvamareftirlitinu, en við geram
ekkert í verksmiðjunni án samráðs
við það. Ég tel að við séum mjög vel
meðvitaðir um hugsanlega hættu,“
sagði Ágúst.
-SMJ
Magnús Óskarsson boigariögmaður um mótmælin vegna Tjamargötu 20:
„Þetta er angi af ráðhúsveikinni“
„Þetta er angi af ráðhúsveikinni.
Ef húsin hefðu ekki verið á þessum
stað væru ekki þessi læti. Reykiavík
er stór fjölskylda og það er alltaf ein-
hver óánægður," sagöi Magnús
Óskarsson borgarlögmaður.
Hann sagði að þau ákvæði bygg-
ingalaga um búnað bygginga til þess
aö auövelda ellihrumu og fötluðu
fólki að komast leiðar sinnar ættu
við ný hús en ekki gömul.
„Það eru engin lagaákvæði tfl um
að breyta þurfi öllum húsum í eitt-
hvert ákveðið form, það er útflokað.
Þaö eru engin lög sem banna starf-
semi sem þessa í svona húsum. Lögin
snúast um ný hús. í því liggur mis-
skilningurinn," sagði Magnús
Óskarsson.
-sme