Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988. Nauðungaruppboð annað og síðara sem auglýst var í 82., 84. og 88. tbl. Lögbirtingablaðsins 1987áfasteigninni Bröttugötu 2, Borgarnesi, þingl. eign Jóns. S. Pétursson- ar, fer fram að kröfu Sigurðar I. Halldórssonar hdl. á skrifstofu embættisins fimmtudaginn 21. jan. nk. kl. 10.00. Sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. H Starf í boði Víðstaðastaðaskóla vantar strax karl eða konu til aðstoðar við 10 ára nemanda inni í bekk undir um- sjón kennara. Hér er um að ræða starf frá kl. 8-12 alla skóladaga til vors. Nánari upplýsingar um starfið og launakjör gefur skólastjóri, sími 52911 eða 5291 2, eða Fræðsluskrifstofa Hafnarfjarðar, sími 53444. Skólafulltrúi Hafnarfjarðar HRARIK ^ RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS ■ ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK 88002 Raflínuvír 101 km. Opnunardagur: þriðjudagur 16. febrúar 1988 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis- ins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna rík- isins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 14. janúar 1988 og kosta kr. 300,00 hvert eintak. Rafmagnsveitur rikisins, Laugavegi 118 105 Reykjavík ERUM Á LEIÐ TIL USA í kringum mánaðamót janúar/febrúar að kaupa bíla. Bifvélavirkjar skoða bílana. HAGSTÆTT VERÐ. Einnig hækkum við og breytum öllum gerðum nýrra jeppa. Hringið í síma 667363 og 666541. Geymið auglýsinguna uuona Hyggja á hefhd- ir gegn N-Kóreu Konan, sem játað hefur að hafa grandað farþegaþotunni, kom fram í sjón- varpi í Suður-Kóreu í morgun og ítrekaði þar játningu sína. Símamynd Reuter Vamarmálaráðherra Suður-Kóreu kallaði yfirmenn herafla landsins saman á fund í morgun til þess að ræða allar hugsanlegar leiðir til hefnda gagnvart Norður-Kóreu eftir að stjómvöld í Se'oul sökuðu N- Kóreumenn um að hafa staðið að því að granda s-kóreskri farþegaflugvél á síðasta ári. Ráðherrann skipaði herjum lands- ins í viðbragðsstöðu og gaf öllum yfirmönnum fyrirmæli um að vera í stöðvum sínum á næstunni. í morgun játaði norður-kóresk kona að hafa grandað s-kóreskri far- þegaflugvél með hundrað og fimm- tán manns innanborðs, í nóvember síðastliðnum. Konan segist hafa komið sprengju fyrir í véhnni og hafi hún gert það aö skipan Kim Jong-Il, leiðtoga í Norður-Kóreu, sem er tilnefndur arftaki Kim Il-Sung. S-kóreska farþegaþotan hvarf þann 29. nóvember, á flugi frá Bagdad til Seoul. Talsmenn stjórnvalda í Norður- Kóreu hafa alfarið hafnað kenning- um um að ríkisstjóm þeirra hafi staðið að því að granda þotunni. Segja þeir að mun Uklegra sé að ein- hver hópur s-kóreskra andófsmanna hafi staðið að tilræðinu. Konan, sem játað hefur á sig sprengitilræðið, heitir Kim Hyon- Hui, tuttugu og sex ára gömul. Hún var í fylgd með eldri karlmanni, sem átti jafnan hlut að tilræðinu, en hann framdi sjálfsmorð þegar átti að hand- taka þau. Konan reyndi einnig að ráöa sér bana en mistókst. Norðmenn vonsviknir Páll Vilhjálmsson, DV, Osló: Norsk stjórnvöld vonuðust til að Ryzhkov, forsætisráðherra Sovét- ríkjanna, sem kom í opinbera heimsókn til Noregs í gær, hefði með sér tillögur til að leysa landhelgis- deilur ríkjanna en urðu fyrir von- brigðum. Ryzhkom hélt fast við þá stefnu Sovétríkjanna að skipta land- helginni eftir svokallaðri svæðislínu. Norðmenn vilja að miðlína gildi milli landanna. Eftir viðræðurnar sagði Gro Harl- em Brundtland, forsætisráðherra Noregs, að forsendan fyrir bættum og auknum samskiptum Noregs og Sovétríkjanna væri að landhelgis- deilan leysist. Búist er við að leiö- togarnir ræði þetta mál áfram í dag. stón/eldanna í Norðurhöfum Páll Víhjáimsscn, DV, Osló: Samningsvilja Sovétríkjanna verður að setja í sambandi við til- SovétrOtin vilja gera samkomu- tölulega nýjar áætianir sem lag um vigbúnað stórveldanna í Bandaríkjamenn hafa um sókn að Norður-Atiantshaíi og skipta haf- fiotastöövum Sovétríkjanna á inu á milli íslands og Noregs í Kolaskagaeftilátakakæmiámilli svæði þar sem stórveldunum yrði stórveldanna, Áætlunin gengur út bannaö'að hafa kafbáta sína. / á það aö bandariski ílotinn sæki Þetta kom fram í raeðu sem so- að kjamorkukafbátum Sovétríkj- véski forsætisráðherrann Ryzhkov anna sem næst bækistöðvum hélt í Osló í gær á fyrsta degi heim- þeirra á Kolaskaga. sóknar sinnar í Noregi. Sovétríkin vilja tryggja flotab- ækistöövar sinar og era i staöinn tilbúnir aö gefa eftir með svæði sem Atlantshafsbandalagið þarf til aö senda skipalestir yfir Noröur-Atl- antshaf á hættu- og stríðstimum. í ræðu sinni sagði Ryzhkov að Sovétmenn vildu bæöi ræöa við Norðurlönd og Bandaríkin ura samkomulag sem dregur úr vig- búnaði á Norður-Atlantshafi. Övyggisráðið ávítar enn ísraelskyfíwöld Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur endurtekið áskorun sína til ísraelskra yfirvalda um að flytja ekki á brott Palestínumenn frá ísrael. Bandaríkin sátu hjá, ólíkt því sem þau gerðu fyrir tíu dögum. Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Vemon Walt- ers, útskýrði þessa ákvörðun með því að segja aö það hefði enga þýöingu að fjalla aftur um brottvísunina. Hann ,tók þó fram að Bandaríkin væru óánægð með brottvísunina og hvettu ísraelsmenn til að halda ekki slíku áfram. í ályktun Öryggisráðsins var ísrael meðal annars hvatt til þess að leyfa Palestínumönnunum fjórum, sem fluttir voru á brott fyrr í vikunni til Líbanons, að snúa aftur heim. ísraelsmenn virða ályktunina að vettugi og handtóku í gær tíu Palest- ínumenn til viðbótar, þar á meðal fimm blaðamenn. Palestínumaðurinn Hanna Siniora, ritstjóri dagblaðsins Al-Fajr, var í gær handtekinn í Jerúsalem. Var hann grunaður um að skiputeggja ólögleg fundahöld. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.