Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Page 5
FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988.
5
Stjómmál
Fatainnflutningur með fólsuðum upprunaskírteinum:
Talsvert hér
um fölsuð
skírteini
Könnun á því hvort hingað til
lands sé fluttur fatnaður meö íolsk-
um upprunaskírteinum hefur farið
fram af hálfu tollyfirvalda og hefur
sú athugun leitt í ljós að töluvert er
um það að fölsuðum upprunaskír-
teinum sé framvísað við tollaf-
greiðslu.
Þetta kom fram 1 svari Jóns Bald-
vins Hannibalssonar fjármálaráð-
herra við fyrirspurn frá Inga Birni
Albertssyni, þingmanni Borgara-
flokksins, um þetta efni. Spurði Ingi
Björn hvort brögð væru að því að
fatnaöur frá Asíu væri fluttur til frí-
verslunarlands þar sem skipt væri
um upprunaskýrslu og þar með
slyppu menn við toll.
Fjármálaráöherra sagði ennfrem-
ur að athuganir tollyfirvalda á
upprunaskírteinum væru liður í al-
mennu tolleftirliti og hefði töluvert
borið á því að slíkum skírteinum
væri framvísað við tollafgreiðslu.
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
sagði um þetta efni að þessi mál
væru undir smásjánni. Hann benti á
að fölsun upprunaskírteina væri
refsiverð samkvæmt lögum. Einnig
kom fram að þar sem sérstakt eftirlit
væri með fatainnflutningi væri ekki
hægt að flytja inn föt með DHL hrað-
sendingum.
-ój
Guðrún Helgadöttir og hvalaraðstefnan: #
Fær aðeins að hlusta
á framsöguerindin
Guðrún Helgadóttir, þingmaður
Alþýðubandalagsins, hefur óskað
eftir því að fá að sitja ráðstefnu um
nýtingu og vemdun sjávarspendýra
sem hefst hér á landi 21. janúar næst-
komandi, en hefur verið neitað um
aö taka þátt í ráðstefnunni að öðru
leyti en því að henni er heimilt að
hlýða á framsöguerindi.
Guðrún sagði í gær að ýmsir þing-
menn væru ekki of ánægðir með
fyrirhugaða ráðstefnu og varað hefði
verið við henni í utanríkismála-
nefnd. Guðrún sagðist hafa óskað
eftir því að fá að taka þátt í ráðstefn-
unni en fengið munnlega synjun frá
starfsmanni sjávarútvegsráðuneyt-
isins. Þá heföi hún beðið um að fá
synjunina skriflega en því hefði verið
hafnað.
Hún sagði það athyglisvert að einn
ráðherra héldi leynilega ráðstefnu
um jafnviðkvæmt utanríkismál sem
hvalamál og að þingmanni væri synj-
að um að fá að hlýða á það sem þar
færi fram. Sagði hún að ýmsir óttuð-
ust að ráðstefnan gæti æst frekar upp
óvild í garö íslendinga í hvalamálinu.
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra sagði í gær að til ráðstefn-
unnar hefði verið stofnað á þeim
gmndvelli að þangað myndu stjórn-
völd þjóöa, sem háðar væru sjávarút-
vegi, senda fulltrúa sína. Halldór
sagði að íslenksk stjórnvöld heföu
þegar tilnefnt menn til að sitja ráð-
stefnuna fyrir íslands hönd. Á
ráðstefnunni yrðu flutt framsöguer-
indi og síðan færu fram störf í
nefndum. Guðrúnu Helgadóttur
væri velkomið að hlýða á inngangs-
erindin en aðeins þátttakendur
myndu taka þátt í vinnu starfshópa.
-ój
Ný Vestmannaeyjaferja:
Ríkisstyrkur 180 milljónir?
Stofnkostnaður vegna nýrrar ferju
á milli lands og Eyja, sem kæmi í
stað feijunnar Herjólfs, er lauslega
áætlaður um 660 milljónir króna en
í lánsfjárlögum, sem samþykkt voru
á Alþingi í gær, er gert ráð fyrir lán-
töku vegna nýrrar ferju að upphæð
100 milljónir króna.
Fjárveiting þessi er skilyrt, því að
hún er háð samþykki samgönguráð-
herra, fjármálaráöherra og fjárveit-
inganefndar. í ræðu á þingi í gær
sagði Jón Baldvin Hannibalsson fjár-
málaráðherra að enginn ágreiningur
væri um lántökuheimiidina en fyrir-
varinn á fjárveitingunni væri til þess
ætlaður að reyna aö tryggja eðlileg
og skynsamleg vinnubrögð í máhnu.
Sagði Jón að áætlun um 660 milljóna
króna stofnkostnað kynni að hækka
og einnig sagði hann að kannað yrði
hvort unnt væri að smíða feijuna
innanlands. Miðað við rekstur á
þeirri feiju sem nú er í notkun og
afkomu þeirrar starfsemi, sagði fjár-
málaráðherra að búast mætti við því
að ríkissjóður þyrfti að standa
straum af allt að 150-180 milljónum
af rekstrarkostnaði nýrrar ferju á
hveiju ári. -ój
Bjórfrumvarpið:
Væntanlegt úr nefnd
í byrjun febrúar
Bjórfrumvarpið svokallaða er nú
til umfjöllunar í allsheijamefnd
neðri deildar Alþingis. Samkvæmt
upplýsingum sem DV fékk hjá Ólafi
G. Einarssyni, formanni nefndarinn-
ar, kemur máhö úr nefndinni í
byijun febrúar og verður þá tekiö til
við afgreiðslu þess í neðri deild.
Ólafur sagði að sá timi sem notaður
heföi verið við vinnu við frumvarpið
í nefndinni ætti ekki að leiða til þess
að málið dagaði upp í þinginu en slík
örlög eru bjórfrumvörpum ekki ný-
næmi. -ój
FUNAI
HQ 6400 myndbandstœki með
forritanlegri fjarslýringu
JAPÖNSK HÁGÆÐATÆKITROÐFULL
AF TÆKNINYJUNGUM
BETRITÆKIFÁST VARLA
NE BETRAVERÐ
Kr. 30.500.- stgr.
©
VörumarkaDurinn
KRINGLUNNI S. 685440
LETURprent