Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Side 13
FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988. 13 Fréttir Vangreiðslur fyrir sauðfjárafurðir: Bóndi fer í mál við kaupfélagið „Ég álít þetta ekki kæru af minni hálfu heldur er þetta hreint inn- heimtumál,“ sagði Þorgrímur Starri Björgvinsson, bóndi í félagsbúinu Garði II í Mývatnssveit, sem hefur sent til innheimtu ógreidda reikn- inga hjá Kaupfélagi Þingeyinga. Innheimtan stafar af því að enn er eftir að greiða 8% af fullu verði sauð- fjárafurða og einnig krefst Þorgrím- ur dráttarvaxta á þær upphæðir sem áður hafði dregist að greiða. „Þetta getur vissulega orðið próf- mál og um leið áfall fyrir búvörulög- in sem mér er ekki sárt um enda eru þau hrein hrákasmíð. Það þýðir lítið að setja inn ákvæði um greiðslur til bænda ef ekki er staðið við þær,“ sagði Þorgrímur. „Auðvitað nær Þorgrímur að inn- heimta. þetta, það var aldrei spum- ing,“ sagði Hreiðar Karlsson, kaupfélagsstjóri KÞ. Hann sagðist hins vegar ekki getað svarað því hvort dráttarvextir innheimtust. „Við erum ekki með málsókn á hend- ur ríkisvaldinu en erum þó að reyna að leita réttar okkar enda verðum við að búa við eðlileg starfsskilyrði." -SMJ Leikendur i Blessuðu barnaláni. Leikstjórinn Guðjón Ingi Sigurðsson þriðji frá vinstri i efri röð. DV-mynd Ægir Þórðarson „Blessað bamalán“ á Sandi Kristín Þórðardóttir, DV, Hellissandi: Að undanfórnu hefur Leikfélag Hellissands æft gamanleikinn Blessað barnalán eftir Kjartan Ragnarsson. Alls eru hlutverk 12 en stærstu hlutverk eru í höndum Sigrúnar Sigurðardóttur, Drífu Skúladóttur og Þorkels Cýrusson- ar. Leikstjóri er Guðjón Ingi Sigurðsson. Frumsýnt verður föstudaginn 15. janúar en áætlað er að sýningar verði alls fjórar. Mímir OG MALIÐ ER LEYST! BH miimmw 7 vikna námskeið hefiast I s 77- ! 8-30-20.30 og 20 40-22 4f|S m' Siðdegistímarki. 13-15 og 14-] E NSKA þyska franska SPÆNSKA ITALSKA ISLENSKA fyrir utlendinga 12 V I K N A N Á M S K E I Ð H E F J A S T 25. janúar Enskuskóli æskunnar er fyrir börn á aldrinum 8-13 ára og þeim er skipt í hópa eftir kunnáttu. Skólinn er starfræktur í iBREIÐHOLTI, VESTURBÆ OG HAFNARFIRÐI TIL LEIGU! Verslunarhúsnæði, jarðhæð á Rauðarárstíg, 580 m2. Glæsilegt og nýtt húsnæði. Laust strax. Tilboö sendist auglýsingaþjónustu DV merkt „Rauðarárstígur 116". Nauðungaruppboð annað og síðara sem auglýst var í 82., 84. og 88. tbl. Lögbirtingablaðsins 1987 á fasteigninni Þorsteinsgötu 4, Borgarnesi, þingl. eign Guðbrands Geirssonar, fer fram að kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., Sigurðar I. Halldórssonar hdl. og Ólafs Axelssonar hrl. á skrifstofu embættisins fimmtu- daginn 21. jan. nk. kl. 10.30. ___________________Sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu Alltaf á laugardögum! Upplýsingasími: 685111

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.