Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Síða 18
18
FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988.
Iþróttir
Heimsbikarinn
Staðan
B-riöill:
Ísland-Danmörk........24-22
Júgóslavía-A-Þýskaland.23-21
A-Þýskaland..3 2 0 1 65-62
ísland.......3 2 0 1 63-60
Júgóslavía...3 2 0 1 64-63 4
Danmörk......3 0 0 3 64-71 0
A-riöUl:
Spánn-Ungveijaland...16-14
V-Þýskaland...2 2 0 0 45-40 4
Ungverjaland..3 1 0 2 57-56 2
Svíþjóð......2 1 0 1 36-38 2
Spánn.........3 1 0 2 51-55 2
Eger
ánægður
með sigurinn
Steíén Kristjánsson, DV, Eslolstuna:
„Eg er mjög ánægður með sig-
urinn en engan veginn sáttur viö
mína frammistöðu í leiknum,“
sagði Geir Sveinsson efOr leikinn
gegn Dönum.
„Ég fann mig aldrei í leiknum
og komst aldrei almennilega í
gang. Það hafði mikil áhrif á leik
okkar að við vissum ekki að
hverju við vorum að keppa í
rauninni, hvaða sæti á mótinu.
En þegar upp er staöiö var þetta
mjög gott og betra held ég en
menn hafi almennt átt von á fyrir
mótiö. Ég hef aldrei ieikið gegn
Ungverjunrog vil alveg eins leika
gegn Svíum um 3.-4. sætið á mót-
inu,“ sagði Geir Sveinsson.
tauga-
spenna
Steön Kristjánsson, DV, Eskflstuna:
„Það var mikil taugaspenna í
iessu en ég heid að það geti eng-
inn verið ósáttur við gang mála
á þessu móti,“ sagði Þorgils Ótt-
ar, fyrirliði landsllðsins, eftir
leikinn gegn Dönum.
,Það er nú ljóst að við keppum
um bronsverðlaunin á mótinu,
móti átta bestu handknattleiks-
ijóða héims, og það hlýtur bara
að teijast góður árangur. Auðvit-
að var það mjög sárt að aðeins
skyldi muna einu marki í lokin
en viö því er ekkert aö gera. Ég
held að ég vifji frekar leika gegn
Ungvetjum en Svíum um 3. sæt-
iö,“ sagði Þorgils Óttar.
San Antonio Spurs, llö Péturs
Guðmundssonar, tapaöi á heima-
velli, 110-120, fyrir Atlanta
Hawks í fyrrakvöld. Öimur
helstu úrslit í NBA urðu þau aö
Celties vann Chicago Buils, 99-94,
og siöan Pistons, 143-105. LA La-
kers sigraði Golden State Warri-
ors, 117-113. -VS
Heimsbikarínn í Svíþjóð:
„Það er hínn megnaste
fnykur af þessu
ráðabruggi Svíanna'
-sagði liðsstjórinn Guðjón Guðmundsson
Stefán Kristjánsson, DV, Eskflstuna:
Það er ljóst að Svíar svífast einskis
til að hagræða hlutum fyrir eigið lið.
Þegar íslenska hðið kom heim á hót-
el eftir leikinn gegn Dönum lágu fyrir
skilaboð þess efnis að keppnisstaðir
myndu ráðast af framgöngu sænska
liðsins í dag. Ef Svíar ná að leika um
verðlaun á mótinu helst allt óbreytt
en nái þeir ekki því marki sínu verða
úrslitaleikimir færðir langt norður í
land en hinir sem minna varða flutt-
ir til Stokkhólms. Ef Svíar tapa fyrir
V-Þjóðverjum er sem sé ljóst að ís-
lenska hðið má fljúga í rúman
klukkutíma til Piteaa og ferðast að
auki tvo tíma í rútu til að leika um
heiðurssæti í heimsbikarnum:
„Það er hinn megnasti fnykur af
þessu ráðabruggi Svíanna,“ sagði
Guðjón Guðmundsson í spjalli við
DV í nótt. Var hann að vonum ósátt-
ur við framvindu mála og skipulag
Svía.
Rútuferð sem samsvarar
„skottúrnum" Reykjavík-
Blönduós
Til marks um skipulag Svía og leik-
staði fram að þessu þá létu þeir
íslenska hðið ferðast í rútu í sex
klukkustundir í gær til þess eins að
mæta Dönum.
Jón Hjaltalín Magnússon, formað-
ur HSÍ, sagði við DV í gær að það
væri hneyksli að bjóða leikmönnum
upp á svona lagað. Þess má til „gam-
ans“ geta að vegalengdin á leikinn
gegn Dönum var álíka og frá Reykja-
vík til Blönduóss.
Þorgils Óttar tekinn kverkataki í leik íslands og Danmerkur. Þessi varnar-
brögð Dana dugöu skammt því þeir töpuðu leiknum, 24-22.
Símamynd/Reuter
Heimsbikarínn í Svíþjóð:
Ingolf Wiegert sleit
hásin og er úr leik
Steön Krisjánsson, DV, Eskflstuna:
• Austur-Þjóðveijar urðu fyrir
miklu áfalh í leik sínum gegn Dönum
í fyrrakvöld. Einn sterkasti leikmað-
ur þeirra, línumaðurinn Ingolf
Wiegert, sleit þá hásin, og verður frá
æfingum og keppni í 1-2 mánuði.
Wiegert, sem af mörgum er talinn
besti línumaður heims, lék því aðeins
gegn íslandi á mótinu hér í Svíþjóð.
Frank Wahl á einnig við meiðsli að
stríða og er því lið Austur-Þjóðveija
hálívængbrotið þessa dagana.
• Nokkuð margir áhorfendur hafa
verið á leikjunum í keppninni um
heimsbikarinn. Aldrei verða þeir þó
fleiri en í Stokkhólmi á sunnudaginn
þegar úrshtaleikurinn fer þar fram.
Svíar hafa þegar selt 7000 aðgöngu-
miða á úrslitaleikinn og ef Svíar leika
til úrshta búast aðstandendur móts-
ins við því aö uppselt verði í íþrótt-
höllina í Stokkhólmi sem tekur um
10 þúsund manns í sæti.
• Ekki verður ljóst fyrr en eftir
leik V-Þýskalands og Svíþjóðar
hveijir verða mótherjar íslendinga í
leik um bronsverðlaunin í heims-
bikarkeppninni í handknattleik.
V-Þjóðveijar og Svíar leika í kvöld
og er það síðasti leikurinn í riðla-
keppninni.
Svíar verða að vinna V-Þjóðveija
með meira en sjö marka mun. Þetta
verður telja mjög hæpinn möguleika.
Sterkasti möguleikinn í stöðunni er
aö íslendingar mæti Ungveijum í
leiknum um 3M. sætið á mótinu.
Eins er sá möguleiki fyrir hendi að
ef Svíar tapa fyrir V-Þjóðverjum með
þriggja marka mun þá kæmi í hlut
Svía að leika um 7.-8. sætið. Jafntelfi
myndi hins vegar nægja Svíum til
að leika við íslendinga um 3.^4. sætið.
STAÐIÐ I STRONGU Karl Þráinsson berst hatrami
aftur hraðaupphlaup í fæðingu. íslendingar lögðu Dani að velli í gær en of naumlega.
„Sæt-súr“ sigur í heimsbi
Danimir I
taugastri
- eitt mark til og
Stefin Kristjánsson, DV, Eskflstuna:
Það dró svolítið úr annars góðum sigri
íslenska landsliðsins á því danska í gær
í heimsbikarkeppninni, að aöeins vant-
aði eitt mark að auki til að ísland hefði
leikið hér um gullverðlaunin. Það er
hins vegar ljóst að ísland leikur um
þriðja sætið í keppninni og verður það
að teljast frábær árangur í móti þar sem
átta sterkustu handknattleiksþjóðir
heims leika saman. ísland sigraði Dan-
mökru með tveggja marka mun í
gærkvöldi, 24-22, eftir að stðan í leikhléi
hafði verið 11-10, íslandi í vil.
Leikurinn í gærkvöldi var mjög jafn
og mestur munurinn á liðunum allan
leikinn var aðeins tvö mörk. Það var
ekki fyrr en rétt á lokamínútunum sem
íslenska hðið náði að tyggja sér sigur-
inn. Staðan var jöfn, 20-20, þegar sjö
mínútur voru eftir. Síðar komust Danir
yfir, 21-22, en Atli Hilmarsson jafnaði
metin þegar þrjár mínútur voru tÚ leiks-
loka og allt á suðupunkti í hölhnni í
ísland ætti leikinn um
Montala. Atli skoraði aftur skömmu síð-
ar eða þegar 45 sekúndur voru eftir.
Danir hófu sókn en misstu knöttinn sem
barst til Þorgils Óttars og hann inn-
siglaði sætan sigur, lokatölur 24-22.
Gífurlega mikið af mistökum
íslenska Uöið gerði mikið af mistökum
í þessum leik og hvað eftir annað fóru
sendingar úrskeiðis. Sama einbeitingin
og náðist gegn Júggum var ekki til stað-
ar og eflaust hefur þreyta setið í okkar
mönnum eftir gífurlega erfiðan leik gegn
heimsmeisturunum. Það sem hins vegar
gerði gæfumuninn í leiknum var að Ein-
ar Þorvaröarson varði meistaralega vel
í markinu og Átli Hilmarsson náði sér
mjög vel á strik í sókninni. Þá gerðu
Danirnir líka mörg mistök í sóknarleik
sínum og þegar á heildina er litið var
ekki boðið upp á mjög góðan handknatt-
leik. Þá má ekki líta framhjá því að
Kristjáni Arasyni var tvívegis vikið af
leikvelh og mikinn hluta af leiknum gat
hann því ekki beitt sér af fullum krafti
Heimsbikarinn í Svíþjóð:
Svíar með ólund vegna sa
Stefin Kristjánason, DV, Eskflstuna:
íslensku sendiherrahjónin hér í Sví-
þjóð hafa sem kunnugt er ákveðiö að
efna til mikillar veislu í dag og þangað
átti að bjóða öllum helstu frammámönn-
unum í handknattleiknum sem hér eru
staddir.
Á meöal þeirra sem boönir voru var
formaður sænska handknattleikssam-
bandsins en hann ákvað að þiggja ekki
boðið og bar því viö að fyrirvarinn væri