Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Blaðsíða 30
42 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988. Jarðarfarir I gærkvöldi Útfór Helga S. Jónssonar, ísabakka, Hrunamannahreppi, fer fram frá Skálholtskirkju laugardaginn 16. janúar ki. 13.30. 'sí Sigurveig Jóhannesdóttir verður jarösungin frá Raufarhafnarkirkju laugardaginn 16. janúar kl. 14. Ólafur Ágúst Ólafsson, bóndi Valdastöðum í Kjós, sem andaðist 7. janúar, verður jarðsunginn frá Reynivallakirkju laugardaginn 6. janúar kl. 14. Gestur Guðmundsson, fyrrum bóndi á Syðra-Seli, Hrunamanna- hreppi, sem andaðist 11. jan. sl., verður jarðsunginn frá Hrunakirkju mánudaginn 18. janúar kl. 14. Sæta- ferð verður frá BSÍ kl. 11.30. Ingvar Guðmundsson múrara- "♦meistari, Freyvangi 5, Hellu, er lést þann 7. janúar, verður jarðsunginn frá Odda, Rangárvöllum, laugardag- inn 16. janúar kl. 14. Jón V. Daníelsson, fyrrum forstjóri frá Garðbæ, Grindavík, sem andaðist 21. desember sl. verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 16. janúar kl. 14. Sigursteinn Þorsteinsson, Brim- nesvegi 18, Flateyri, verður jarð- sunginn frá Reykholtskirkju laugardaginn 16. janúar kl. 14. Tilkyimingar Samvinnuskólinn: rekstrar- fræði á háskólastigi ‘ Næsta haust verður Samvinnuskólinn sérskóli á háskólastigi. Samvinnuskóla- próf í rekstrarfræðum verður tekið að loknu tveggja ára námi. Inntökuskilyrði verða stúdentspróf af hagfræði- eða við- skiptabraut. Auk þess verður boðið eins vetrar undirbúningsnám: þriggja ára nám á framhaldsskólastigi án tillits til námsbrautar. Viðfangsefni námsins verða m.a. verslunar- og framleiðslu- Kristján Sigmundsson framkvæmdastjóri: Útsendingin hápunktur kvöldsins Útsendingin á leik íslendinga og Dana var náttúrlega hápunktur kvöldsins og leiðinlegt að viö skyld- um ekki komast alla leið í úrshtin. Því verður þó ekki neitað að þetta er frábær árangur. Mér finnst bara verst að hafa ekki getað verið með, ég gat það ekki vinnunnar vegna. í lokin var ekki á hreinu hver yrði í úrslitum en það er ekkert nýtt á stórmótum að reglúgerðarákvæði séu ekki skýr um það hverjir leika til úrslita ef markatala er jöfn. Síðan fór ég á æfingu, þanxúg að ég missti af fréttunum. Almennt reyni ég, ef ég hef tíma, frekar að fylgjast með fréttum Ríkissjón- varpsins en Stöðvar 2. Þó er efnið í heild betra á Stöð 2 heldur en á ríkisrásinni, að mínu áhti. Ég horfði á Kastljós og var þar íjallað um læknamál. Það var ákaflega góður fréttaþáttur enda Hallur Hahsson við stjórnvölinn. Hann er mjög góður fréttamaður. Síðan hlustaði ég á tónlistarþátt Júhusar Brjánssonar á Bylgjunni, sem ég hef alltaf gaman af því að hann er með góða tónlist. Matlock horfi ég oftast á ef ég get og eru þeir þættir almennt góð af- þreying. Aftur á móti missti ég af James Bond myndinni, Octopussy. Ég er með afruglara en hef verið í vandræðum með loftnetið hjá mér. Annars er ekki hægt að segja að ég sé mikill sjónvarpsglápsmaður því að stífar æfingar í handboltan- um koma yfirleitt í veg fyrir að ég geti glápt mikið á imbann. stjóm, starfsmannastjómun og skipu- lagsmál, fjánnálastjórn og reiknishald, almannatengsl, lögfræði og félagsfræði. Áhersla verður lögð á raunhæf verkefni og tengsl við atvinnulífið. Námið fer fram í Bifröst í Norðurárdal í Borgarfiröi og hafa nemendur þar skólaheimili, mötu- neyti og félagsmálaaðstöðu o.s.frv. Upplýsingar em veittar í skólanum í síma 93-50000, 93-50001 og 93-50002. Sækja skal um skólavist með persónulegu bréfl. Umsókn þarf að sýna persónuupplýsing- ar, upplýsingar um fyrri skólagöngu með afriti skírteina og upplýsingar um fyrri störf. Þeir umsækjendur ganga fyrir sem orðnir em eldri en 20 ára og hafa öðlast starfsreynslu í atvinnulifmu. Umsóknir skal senda til skólastjóra Samvinnuskól- ans í Bifröst, 311 Borgames, fyrir 10. júni nk. Fyrirlestur í Norræna húsinu um bók- menntir og bókaútgáfu Nk. föstudag, þann 15. jan., kl. 17 heldur prófessor Heikki A. Reenpáá frá Finn- landi fyrirlestur i Norræna húsinu um bókmenntii>og útgáfustarf í Finnlandi og . á öðrum Norðurlöndum. Reenpáá hefur í mörg ár stjómað finnska útgáfufyrir- tækinu Otava, sem stofnað var áriö 1890, og hefur síðan alltaf verið í einkaeign. I fyrirléstri sínum fjallar prófessor Re- enpáá um bæði listrænt gildi bóka og sölugildi þeirra og gerir grein fyrir al- mennum bókmenntum í Finnlandi, stöðu skáldsögunnar og ljóðsins. Hann veltir einnig fyrir sér hver sé framtið bók- mennta á málum, sem fáir lesa, skrifa eða skilja og ræöir í því sambandi sér- stöðu íslenskunnar og annarra timgu- mála fámennra þjóða og hvaða leiðir séu vænlegar til úrbóta. M.a. ætlar hann að vekja máls á áhugaverðri hugmynd um norræna bókmenntaritröð. Fyrirlestur- inn hefst sem fyrr segir kl. 17 og verður fluttur á sænsku. Viðurkenning frá Tónmennta- sjóði kirkjunnar Stjórn Tónmenntasjóðs kirkjunnar veitti í desember.sl. þremur mönnum viður- Akureyri: kenningu, eitt hundrað þúsund krónur hveijum, þeim herra Sigurbimi Einars- syni biskupi fyrir sálmaþýðingar og frumorta sáima, séra Sigutjóni Guðjóns- syni fyrir sálmakveðskap og rannsóknir á sögu sálmakveðskapar, Ingólfi Jóns- syni frá Prestbakka fyrir trúarljóð. Tíu ár eru síðan fyrst var úthlutað úr Tón- menntasjóði kirkjunnar sem stofnaður var til að efla kirkjulega tónlist og texta- gerð við slíka tónlist. Á þessu tímabili hafa 11 menn, tónskáld og textahöfundar, hlotið viöurkenningu úr sjóðnum. Þá hafa einnig nokkrir höfundar verið fengnir til að semja tónverk og texta með styrk úr sjóðnum. í stjóm Tónmennta- sjóðs kirkjunnar em: Haukur Guðlaugs- son söngmálastjóri, formaður, Jón Nordal skólastjóri, gjaldkeri og Jón Óskar rithöfundur, ritari. Kvenfélag Óháða safnaðarins Hið árlega bjargarkaffi verður í safnaðar- heimilinu sunnudaginn 17. janúar. Hefst það eftir messu kl. 15. María Guðmunds- dóttir syngur einsöng. Félagsvist Húnvetningafélagið Spiluð verður félagsvist laugardaginn 16. janúar kl. 14 í Félagsheimilinu, Skeifunni 17. Allir velkomnir. Myndlist Unnur Svavars sýnir í Hvalfirði Unnur Svavars sýnir verk sín í söluskál- anum Ferstiklu, Hvalfirði. Á sýningunni em olíu-, pastel- og akrílmyndir, Mynd- irnar eru bæði draumar, umhverfi og sýnir. Sýningin, sem er sölusýning, stendur út janúar. Subaru-bílamir: Huga að stað fyr- Ír geWÍgraSVÖII Beram ábyigð Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það hefur verið unnið að þessu máli og það verður gert áfram,“ seg- ir Sigbjöm Gunnarsson, formaður jþróttaráðs Akureyrar, en ráðið hef- "ur beint því tú skipulagsyfirvalda bæjarins að hugað verði að framtíð- arstaðsetningu gervigrasvallar í bæjarlandinu. Sigbjörn sagði í samtali við DV að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um að ráðast í þessa miklu fram- kvæmd sem mun kosta um 70 millj- ónir króna. Þó væri þetta eitt af þeim málum sem væru á dagskrá og því þyrfti í tíma aö huga að staðsetningu slíks vallar. „Við höfum áhuga á að setja shkan völl niður á Krókeyri, í námunda viö þann stað þar sem skautafélagið hef- ur aðstöðu sína. Þetta er fallegur staður við sjávarmál og þarna væri e.t.v. hægt að samnýta ýmsa aðstöðu eins og t.d. búningsklefa. Einnig hef- ur verið rætt lítillega um að hafa slíkan völl í námunda við Verk- menntaskólann." Sigbjöm sagði að gervigrasvöllur myndi nýtast fleiri en knattspymu- mönnum og án efa myndi hann létta verulega á hinni miklu aðsókn sem er að íþróttasölum bæjarins en í þá komast jafnan færri en vilja til æf- inga. „En þetta yrði örugglega lyfti- stöng fyrir knattspyrnumenn okkar, og reyndar nauðsynlegt fyrir okkur að eignast slíkan völl ef við ætlum okkur að haida í við knattspyrnu- menn höfuðborgarinnar," sagði Sigbjörn. i eitt ár - segir Margeir Margeirsson Stungu sér í ófullgerða laugina Áraæll Arnaison, DV, Akranesr Óvenjuleg uppákoma var í nýju sundlaugarbyggingunni á Akranesi um áramótin. Þá stungu sér í ófull- gerða laugina þau Magnús Oddsson, formaður íþróttabandalags Akra- ness, og Sigurbjörg Pálmadóttir, forseti bæjarstjórnar. Eftir að þau höfðu lokið sínu svamli í heitu vatn- inu var svo gestum og gangandi boðið í sundsprett. Ástæðan fyrir þessari uppákomu vom orð Magnúsar í viðtali í Skaga- blaðinu á síðasta ári þar sem hann kvaðst hlakka til að stinga sér í laug- ina ekki síðar en á gamlársdag. Eitthvað hefur framkvæmdum seinkað en menn tóku orð Magnúsar svo hátíðlega að hann sá sér ekki annað fært en að standa við þau. Athöfnin var um leið notuö sem íjár- öflun fyrir sundfélagið og söfnuðust um 65 þúsund krónur. „Bifreiðaeftirlit ríkisins fann enga galla í bifreiðunum þrátt fyrir góða skoðun," sagði Margeir Margeirsson, einn fjórmenningana sem flutt hefur til landsins bíla af Subarugerð sem lentu í vantsflóði í Drammen í Nor- egi. Bifreiðaeftirlitið hefur nú heimilað skráningu á þeim 91 bú sem kominn er hingað til lands og deilur hafa staðið um. „Mér er ekki kunnugt um að Bif- reiðaeftirlitið beri yfirleitt ábyrgð á göllum sem fram kunna að koma í bifreiðum en hafa ekki sést við skoð- un. Viö munum sjálfir bera ábyrgð á bifreiðunum í eitt ár og bæta þá galla sem fram kunna að koma. Sú skoðun okkar, sem fram fer á bílunum fyrir afhendingu, verður mun ítarlegri en Bifreiðaeftirlitið fer fram á,“ sagði Margeir. Um yfirlýsingu Bifreiðaeftirlitsins um rétt þess til að innkalla bifreiðir sagði Margeir: „Varðandi innköllun bifreiða til sérstakrar skoðunar, á þetta við um allar bifreiðar, hver sem innflytjandinn er.“ -ój BHreiöaeftirlit ríkisins: Skráning heimiluð á Subani bílunum Einar Hrafnkell Haraldsson (til hægri), sveitarforingi Hjálparsveitar skáta í Reykjavík, afhenti fulltrúum fyrirtækja og stofnana viðurkenningu fyrir góð- an stuðning á liðnum árum. Þeir eru, talið frá vinstri, frá Seglagerðinni Ægi, Fálkanum, Bílasölu Guðfinns, Eldvarnaeftirlitinu, Bifreiðum og land- búnaðarvélum, lögreglunni í Reykjavík og sá fremsti frá Alaska. Skátar verðlauna vini sína Hjálparsveit skáta í Reykjavík fagnaði 20 ára afmæh flugeldasölu sinnar í fjáröflunarskyni með því að aíhenda helstu stuðningsaöilum sín- um í þessari árlegu fjáröflun .viður- kenningu. Þessir aöilar eru bæði fyrirtæki og opinberar stofnanir sem veita skátunum margs konar liö- veislu meðan fjáröflunin fer fram. - -JBj Bifreiðaeftirlit ríkisins hefur heimilað skráningu á þeim 91 bíl af Subaru gerð sem fluttur hefur verið hingað til lands og deilum hafa vald- ið. Er heimildin gefin aö undangeng- inni skoðun Bifreiðaeftirlitsins. í fréttatilkynningu segir að Bif- reiðaeftirlitiö telji að umferðaröryggi verði ekki stefnt í hættu þótt notkun bifreiöanna verði leyfð, enda verði uppfylltar kröfur sem Bifreiðaeftir- litið setur um skoðun og yfirferð á öryggisbúnaði bifreiðanna. Þá segir að þrátt fyrir leyfi til skráningar á bílunum taki Bifreiða- eftirlitið enga ábyrgð á að ekki kunni að koma fram gallar í bifreiðunum siðar. Vakin er athygli á því að sam- kvæmt umferðarlögum er Bifreiða- éftirlitinu heimilt að innkalla skráningarskylt ökutæki til sér- stakrar skoðunar hvenær sem er. Samkvæmt upplýsingum, sem DV hefur aflað sér, voru skoöaðir fjórir bílar af þeim 91 sem hingað er kom- inn. Unnu starfsmenn Bifreiðaeftir- litsins það verk en Iðntæknisíofnun var fahð að skoða einstaka bílahluti sérstaklega. Það leyfi, sem nú hefur verið veitt til skoðunar bílanna, mun eiga viö um þá bíla sem þegar eru komnir hingað til lands, en þeir bíl- ar, sem enn eru ókomnir, munu veröa skoðaðir meö sambærilegum hætti og gert hefur verið, samkvæmt upplýsingum DV. -ój

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.