Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1988, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1988, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 3. MARS 1988. Fréttir Gliðnun í stjómarsamstarfi Stjórnarflokkarnir hanga enn saman, en hræðslan ræður þar miklu. Mynd- In sýnir atkvæðagreiðslu um efnahagsaðgerðir rikisstjórnarinnar. Fremstir eru Steingrímur Hermannsson utanrikisráðherra og Þorsteinn Pálsson for- sætisráðherra. DV-mynd Brynjar Gauti Gliðnun á sér stað í stjómarsam- starfinu. Allmargir stjómarþing- menn koma oftast fram sem stjómarandstæðingar. Stjórnar- flokkarnir eru ósammála um grund- vallaratriði. Þessum flokkum gekk frá upphafi illa aö koma sér saman. En jafnan Fréttaljós Haukur Helgason reyndist unnt að sættast á mál, áður en sprakk. Það átti til dæmis við um niðurskurð á fjárlögum. Við síðustu aðgerðimar nú gekk mjög illa að ná samkomulagi. Eftir stóð, aö einn ráð- herrann, Jóhanna Sigöardóttir, var sett út í kuldann. Jóhanna mót- mælti. Hún er nú aðeins aö hluta þátttakandi í stjórnarsamstarfinu, eftir að hart hefur verið skorið á hennar mál. Margir vilja losna viö hana, einnig áhrifamiklir kratar. En kratar vita, að Jóhanna er enginn „smákarl". Hún er talin vinsælli en Jónarnir báðir, Hannibalsson og Sig- urðsson. Um þetta gæti síðar orðið mikill slagur. Við bætist, að sam- kvæmt skoðanakönnunum yrði formaður flokksins, Jón Baldvin, fallinn í kosningum í Reykjavík í þriðja sæti. Spyrja má, hvort Jón Baldvin hygðist þá ýta Jóhönnu frek- ar út. Flokkana greinir á um margt. Jón Helgason stríðir við Jón Baldvin út af kartöflum. En dýpra ristir á- greiningur stjórnarflokkanna um sjáift aðalmálið, gengisfellinguna. Harðar deilur um gengisfell- inguna Flokkarnir voru þar mjög ósam- mála. Kratar vildu óbreytt gengi og halda við fastgengisstefnuna. Fram- sókn vildi miklu meiri gengisfell- ingu. Hún talaði fyrir hönd frystihúsa Sambandsins og nefndi gengisfellingu frá 12 upp í 18-20 pró- sent. Steingrímur sagði, að hrikta mundi í stjóminni út af þessu. Hann gefur enn í skyn, að meiri gengis- felhngu þurfi síðar í ár. Sjálfstæöis- flokkurinn var mitt á milU hinna. Þaö ráð var tekið að hafa gengisfell- inguna nú 6 prósent, sem miðar við, að verkalýðfélögin sætti sig við hana. EUa stefndi í óefni í samningum. GengisfelUngin er þó lágmark þess, sem um ræðir. TÍi dæmis mundi hækkun fiskverðs líklega kaUa á meiri gengisfeUingu. Verðbólgan vex á næstunni í kjölfar gengisfeUingar- innar. Stjómin vonar, að verðbólgan minnki síðar í ár, en aUt er það óvíst. Hanga saman á hræðslunni Stjómarflokkarnir hanga enn sam- an. En hræðslan veldur miklu um, að ekki sUtnar upp úr. Sjálfstæðis- flokkurinn óttast til dæmis kosning- ar. Við blasir, að Sjálfstæðisflokkur- inn verði áfram tUtölulega lítill flokkur, kannski með 27 prósent at- kvæða. Óvíst er, að formennska Þorsteins Pálssonar þyldi það í tví- gang. Alþýðuflokkurinn þorir heldur ekki í kosningar. Sá flokkur gæti tap- að þriðjungi fylgis síns. Framsókn er nú meira hikandi en áður eftir sundranguna í Sambandinu. Vera má, að færi Framsókn úr stjórn eins og sumir áhrifamiklir framsóknar- menn vfidu, mundu Sjáfstæðisflokk- ur og Alþýöuflokkur bara kippa Alþýðubandalaginu með sér í sæng- ina. Ólafur Ragnar Grímsson kynni að taka slíku vel. Guðmundur G. vill setja úr- slitakosti Margir stjómarliðar em ósáttir við stjómina, fyrir utan Jóhönnu Sig- urðardóttur. Af öðrum ósáttum alþýðuflokksmönnum má nefna Kar- vel Pálmason, sem hefur verið í andstöðu, en áhrifamikUl alþýðu- flokksmaður taldi í gær, að Karvel væri kominn heim, eins og hann komst að orði. Af framsóknarmönn- um hefur Guðmundur G. Þórarins- son mótmælt ákaft viðskiptahaUa, sem enn er talinn verða tíu milljarð- ar í ár þrátt fyrir þessa géngisfeU- ingu. Guömundur mun vUja, að Framsókn setji samstarfsflokkunum úrsUtakosti um sUkt. Ekki verði við unað og ekki sætt fyrir ríkisstjórn með slíkan viðskiptahalla og skulda- söfnun, í vaxandi verðbólgu. Svipaðs sinnis er ÓLafur Þ. Þórðarson, sem vUdi miklu meiri gengisfelUngu. SUkar skoðanir eiga mikinn hljóm- grunn í Framsóknarflokknum. í Sjálfstæðisflokknum hafa fyirurn stuðningsmenn Gunnars heitins Thoroddsen maldað í móinn gegn stjóminni. Þar má nefna Pálma Jónsson, Friðjón Þórðarson og Egg- ert Haukdal. Þessir menn hafa nýlega eignast foringja í andófmu gegn stjóminni, engan annan en Matthías Bjarnason, sem þó var aldr- ei í stuðningssveit Gunnars Thor- oddsen. Matthías varð öskuvondur, þegar honum var vikið úr stjóm, sérstaklega þar sem Matthías Á. Mathiesen er áfram ráðherra. Þannig gliðnar stjórnarsamstarfið á ýmsum stigum. Sumir segja, að hræðslan haldi stjórninni saman. -HH Jón Loftsson, framkvæmdastjóri JL: Hvorki Hagkaup né JL áttu framkvæði að þreifingunum „Fréttin um að JL hafi þreifað á Hagkaupi er röng. Við höfum aldr- ei óskað eftir viðræðum við Hagkaup um kaup þess á fyrirtæk- inu og það hefur ekki staðið til. Hins vegar eru ýmsir menn hér í bæ sem alltaf eru að reyna að koma á viðskiptum og þannig var þaö víst i þessu tilviki. Þriðji aðilinn, maður sem hættur er fasteignasölu - í bili að minnsta kosti - hafði sam- band við Hagkaup að eigin fmm- kvæði um það hvort fyrirtækið hefði áhuga á að kaupa JL. Hvorki Hagkaup eða JL áttu þess vegna neitt frumkvæði í þessu máli,“ seg- ir Jón Loftsson, framkvæmdastjóri JL, um frétt DV í gær um að JL hafi þreifað á Hagkaupi. Jón segir að umræddir menn stundi það miklu meira en fólk gruni að hafa samband við fyrir- tæki að fyrra bragði og að eigin frumkvæði og bjóða fyrirtæki til sölu sem þeir hafa ekkert umboð til að bjóða. „Þeir lifa hins vegar i voninni um að sá sem þeir ræða við hafi áhuga og sé svo fara þeir til hins fyrirtæk- isins og segjast hafa aðila sem hafi áhuga á að kaupa. Þannig starfa þessir menn að þessu upp á eigin spýtur, svo undarlegt sem það nú er,“ segir Jón Loftsson. -JGH I dag mælir Dagfari Allir eru vondir við mig Laun heimsins eru ekkert nema vanþakklæti. Alltaf kemur þaö bet- ur og betur í ljós. Sjáið til að mynda hvað allir eru vondir við hána Jó- hönnu. Þeir eru nánast búnir að gera henni ráðherrastarfið óbæri- legt. Og það meira að segja hennar nánustu samstarfsmenn í stjómar- flokkunum. Þarna er Jóhanna búin að leggja nótt við dag og gera bæði flokknum sínum og þjóðinni þann greiöa að taka að sér ráðherrastarf- ið. Hún neitaði fyrr í vetur að mæta á ríkisstjórnarfund ef ekki yrði látið af þessum eilífa mótþróa gegn henni í málum sem hana varða, en gerði það í gustukaskyni að mæta aftur þegar í ijós kom aö öllum stóð á sama þótt hún mætti ekki. Aftur dró hún í land í ráðhúsmál- inu þegar Davíð og Sjálfstæðis- flokkurinn ætluðu vitlausir að verða yfir því að hún hefði aöra skoðun en Davíð. Jóhanna hefur margsinnis gefið eftir í kaupleigu- málinu með því að segja samstarfs- mönnum sínum hvað hún hefur ákveðið að gera, en samt em þessir menn stöðugt með árásir á hana og láta ekkert tækifæri ónotað til að gagnrýna það sem hún ætlar sér að gera eftir að vera búin að segja þeim hvað hún ætlar að gera. Þetta eru erfiðir tímar hjá Jóhönnu Sig- urðardóttur og lífið er orðið henni óbærilegt í ríkisstjórninni og heima hjá sér. Hún væri löngu hætt ef hún vissi ekki að allir vilja að hún hætti. En þessar raunir Jóhönnu félags- málaráðherra eru hátíð á við vanþakklætið sem mætir stjórnar- mönnum Dagsbrúnar. Forysta Dagsbrúnar hefur setið á löngum og ströngum fundum í ailan vetur og samið um kaup og kjör. Guð- mundur jaki hefur heimsótt fisk- vinnslufólk víðs vegar um landið og margoft komið fram í sjónvarp- inu til að lýsa samúð sinni með láglaunafólkinu. Fólkið er hins vegar svo vitlaust að halda að það sem sagt er i sjónvarpinu gildi í kjarasamningum. Kjarasamningar koma raunveruleikanum ekkert viö. Það veit jakinn og eftir því fer hann. Nú hefur Verkamannasamband- ið og Dagsbrúnarforystan undirrit- að samkomulag um nýjan kjarasamning sem er bæði raun- sær og hófsamur. í þessum samn- ingi er tekið fullt tillit til þess að láglaunafólkið skilur erfiðleika fiskvinnslunnar og atvinnurekstr- arins og heldur niðri bæði verð- bólgu og kaupmætti til að taka ekki of mikið í sinn hlut á kostnað þeirra góðu manna sem borga verkafólki kaup. Samningurinn byggir á þeirri forsendu að því minna sem verkafólkið fær í sinn hlut því meira beri það úr býtum. Þetta telst raunsæi eins og á stendur og spurning hvort ekki hefði verið betra að semja um minni kaup- hækkun í samræmi við kenning- una: því minna, því betra. Eftir atvikum verður þessi niður- staða að teljast mikill sigur fyrir Verkamannasambandið. Ogþá sér- staklega fyrir Guðmund jaka sem bæöi er formaður Dagsbrúnar og Verkamannasambandsins og hefur kynnt sér rækilega hvað verkafólk- ið kemst af með. Nú hefur honum tekist að hækka kaupiö um ein tíu prósent og þar af tvö prósent í fe- brúar á næsta árí. Það er mikil framsýni í slíkri samningagerð enda þarf bæði lagni og lipurð til að fá viðsemjendur sína til að fall- ast á tvö prósent kauphækkun svona löngu eftir að samningar eru gerðir. En þá erum við líka komin aö vanþakklætinu. Nærri því helm- ingur Dagsbrúnarmanna vildi fella samningana, gerði aðsúg að forys- tunni og nú hefur verið lögð fram kæra um að Dagsbrúnarforystan hafi falsað atkvæðatölur til að koma samningunum í gegn. Guðmundur joð hefur tekið þessu mótlæti með meira æðruleysi en Jóhanna. Hann hefur bent á að enginn hafi farið fram á það á fund- inum að rétt skyldi talið og greini- legt er að Guðmundur ætlar ekki að láta verkamennina, sem sætta sig ekki við samingana, kúga sig til uppgjafar. Það er aldeilis munur að hafa svona verkalýðsforingja sem ekki láta undan umbjóðendum sínum sem sífellt er aö kvarta und- an of lágum launum. En það hefur sannast enn og aftur að faun heims- ins eru vanþakklæti gagnvart þeim sem vinna skítverkin. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.