Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1988, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1988, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 3. MARS 1988. 15 Bændablús og flórmokstur „Einstaka hjáróma rödd er þó að minnast á góðæri en heyrist frekar illa fyrir grátkórnum. Gaman væri nú ef maðurinn hefði einhver góð ráð líka til að rétta við atvinnuvegina.“ Við Islendingar erum hamingju- samasta þjóð í heimi. Hafi menn ekki „fattað" það fyrr hvernig á því stendur er það auðvitað af því að það er alltaf svo gríðarlega gaman hjá okkur. Maður opnar vart svo blað né hlustar á aðra íjölmiðla án þess að í gangi sé eitthvert þjóðará- hugamál. Einn af mörgum árlegum hápunktum í fjölmiðlafárinu, fyrir utan „Eurovision", fegurðar-, krafta- og skákkeppni (sem við vinnum auðvitað allar), er samn- ingagerð verkalýðsins og vinnu- veitenda. Nú er komið að því eina ferðina enn. Menn sitja dolfallnir við skjáinn og horfa á þungbrýnda verkalýðs- leiðtoga og enn þungbrýnni full- trúa vinnuveitenda lýsa sínum sjónarmiðum. Það undarlega við þetta allt saman er að maöur veit orðið fyrirfram hvað þeir muni segja. Þeir sögðu nefnilega alveg það sama í fyrra, hittifyrra, árið þar áður o.s.frv. og hljóma eins og gatslitin grammófónplata. Sömu- leiðis vissu vitanlega allir hvað hæstvirtur forsætisráðherra myndi segja um Bolungarvíkur- samkomulagið, a.m.k. þeir sem á annað borð kunna að hugsa í anda þjóðarhags og þjóðarsáttar. Þetta þarf Karvel Pálmason að læra sem fyrst og hætta að vera óþekkur strákur og upp á kant við Nonna nr. 1. Góðæri í dúr og moll Fulltrúi vinnuveitenda heldur því nú fram einu sinni enn án þess að blikna að þrátt fyrir ein mestu góðæri í sögu þjóðarinnar sé ekki hægt að hækka launin heldur sé nær óhjákvæmilegt að kaupmátt- urinn minnki. Hann hefur miklu meiri áhyggjur af afkomu atvinnu- veganna heldur en því þótt ein- hverjir karlar inni í Sundahöfn haíi vart fyrir salti í grautinn eða einhverjar skúringa- og fisk- vinnslukerlingar lepji dauðann úr skel. Maðurinn ber mikla ábyrgð og er með grátstafinn í kverkunum og enginn skilur erfiðleika betur en verkalýðurinn. Það er því lengi von um þjóðarsátt og félagsmála- pakka. Einstaka hjáróma rödd er KjaHarinn Snjáfríður M.S. Árnadóttir viðskiptafulltrúi þó að minnast á góðæri en heyrist frekar illa fyrir grátkórnum. Gam- an væri nú ef maðurinn hefði einhver góð ráð líka til að rétta við atvinnuvegina. Þá er auðvitað átt við annað en skulda- og vaxtabreyt- ingar, niðurfellingu söluskatts, opinbera styrki eða aðrar slíkar halelújakúnstir. Það býst þó eng- inn við að undirstöðuatvinnuveg- imir séu reknir með gróða, ekki einu sinni neitt nálægt núlli eins og alvöru „business", ekki einu sinni í góðæri. íslendingar kunna heldur ekkert á góðæri, vita ekki hvaðan þau koma né hvert þau fara. Sumir héldu þó aö þau hefðu eitthvaö með sjávarafla og nýtingu hans að gera. Þetta er auðvitað reginfirra, sem sést best á því að sjómenn hafa það síst of gott, útgerðin er á hausnum, fiskvinnslan á hausnum og ríkið á hausnum. Hver tittur, sem dreginn er úr sjó, er því kostnaöur fyrir þjóðarbúið og óvíst hve lengi þetta getur gengið. Svo er fólk bara van- þakklátt þegar Nonni nr. 1 lækkar hámarksveröiö á ýsunni. Bændablús Góðærin hljóta því að verða til og vera til sveita, enda einmunatíð til heyskapar og kartöfluræktar. Víst er það svo, en vandamálið er bara að menn til sveita kunna ekk- ert í „business", síst af öllu kart- öflubændur. Þeir duttu i það fen aö ná metuppskeru og margbrjóta lögmál framboðs og eftirspurnar. Svo undirbuðu þeir hver annan á öðru hverju götuhorni í Reykjavík. Síðan hafa kartöflubændur verið á hausnum líka (vegna metupp- skerunnar, eða þannig sko!). Is- lendingar eru líka orðnir leiðir á kartöflum, rauðum, gulum, litlum, stórum, finnskum og frönskum. Þær eru alltaf skítugar og geymast frekar illa. Hrísgrjón og hrásalat skal það vera. Bændur óttast nú ekkert meira en góðæri. Kýrnar mjólka alltof mikið svo þeir þurfa að hella niður enn meiri mjólk en ella og lömbin verða spikfeit og lenda í besta falli í 2. flokk, en eins og allir vita þurfa þau aö vera í eins konar „TAB- shape“ til að borgi sig að senda þau í sláturhúsið. Þeir sætta sig líka við að fá sífellt minna í sinn hlut af verði því er neytendur greiða fyrir vöru þeirra. Þeir hokra því áfram og fara bara út í hliðargreinar, svo sem taprefa- rækt o.þ.h. eða snapa hvaða aukavinnu sem hægt er að ná í í nágrenninu. Þetta hefur ekkert með stjórnkænsku Framsóknar- flokksins á landbúnaðarmálum né neina milliliði að gera og ljótt af fólki að hugsa svoleiðis. Steingrím- ur er líka orðinn þjóðhetja síðan hann fór til Austurlanda að kenna skáeygðum aö kveða niður verð- bólgudrauginn. Illar tungur segja að gríðarlega hafi dregið úr neyslu á landbúnað- arafurðum, mestmegnis sökum of hás verðlags. íslendingar bragða nú vart íslenskan mat nema á þorrablótum. Við vorum því hepp- in að geta boðið Paul Watson í mat á þorranum, því nú munar um hvern munn til að rotturnar á haugunum hlaupi ekki í spik. Það ku nefnilega löngu liðin tíð aö sunnudagsmatur almennings sam- anstandi af lambasteik og sveskju- graut m/rjóma, þótt Ragnheiður Davíðsdóttir segist rétt nýbúin að venja bónda sinn af þessum ósið. Smjör er almennt ekki til á ís- lenskum heimilum, nema þá í jólabakstrinum. Sömuleiöis rjómi, nema ef matreiða skal að hætti ís- lenskra sjónvarpssælkera, „á la carte“. Ostur mun einnig vera að afleggjast sem álegg á skólabrauð- ið. Fullorðnir og stálpuð börn eru víst líka almennt hætt að drekka mjólk. Það er að verða miklu vin- sælla og þykir fínna að drekka undanrennu, enda eflaust hollara bæði fyrir budduna og blóðið. Síð- ustu fréttir herma svo að 1. flokks drykkur fáist úr eldhúskrana al- mennings og eru það vægast sagt slæm tíðindi fyrir landbúnaðinn. Það skyldi þó aldrei vera að ís- lendingar fari bara að lifa af linsu- og sojabaunum ásamt jurtafeiti og blávatni. Þaö væri nú vissulega í anda hinnar miklu heilbrigðis- stefnu og alls ekki fráleitt, enda virðist það stefna stjórnenda í land- búnaöarmálum. Landinn yrði víst síst verr haldinn - svo má alltaf baka sér eitthvert góðgæti til há- tíðabrigða - úr innfluttum eggjum að sjálfsögðu. Að moka flór Það er því ekki seinna vænna að fara að mennta bændur og dugar ekkert minna en háskólamenntun enda veit nú alþjóð að það er orðið hálaunadjobb að moka flór. Þaö vita líka allir sem einu sinni hafa mokað flór aö það er ekki sama hvernig það er gert, svo sem gildir um fleira. Nýjasta listin er hins vegar sú að hreinsa skítinn en íáta hann samt vera á sama stað - aðeins minna áberandi. Til sveita er þetta gömul nýlist er felst í því að skíturinn (betur þekktur sem mykja) er svo til á sama stað, hann-sést bara ekki heldur fellur niður um rist í eins konar neðriílór, áður en hann fer í hið fyrirheitna haughús. Flórinn er því alltaf svo til tandurhreinn og fjósameistaranum til hins mesta sóma. Fnykurinn er samt sá sami eða síst minni eftir aðstæðum og dylst engum. í skattkerfisbreytingum virkar þetta þannig að kerfinu er umbylt til að koma í veg fyrir skattsvik og er það aðallega horft á söluskatt- inn, hver innheimst hefur heldur slælega. Þetta er lagaö í eitt skipti fyrir öll með söluskatti á öll mat- væli til að einfalda og auövelda bæði hinum svikulu matvörukaup- mönnum og svo innheimtumönn- um ríkissjóðs útreikninginn. Allir heilvita menn sjá aö þetta er um- bylting og einföldun sem segir sex og ekki á allra færi. Fólk eyöir líka alltof miklu í heimilishald, a.m.k. samkvæmt búreikningum af Vest- urgötunni og tími til kominn að það læri að spara. Skyldi hins vegar einhvern gruna að söluskattssvikin hafi aðallega verið - og séu enn - stunduð í öðr- um greinum viöskipta og þjónustu en matvöruverslun getur sá hinn sami nú andað léttar og sofið ró- lega, vitandi það að taktfast mun klingja í sísvöngum ríkiskassan- um, þar sem fátt er eins vist á jarðarkringlunni og að menn þurfa mat sinn og engar refjar. Þetta er því snilld sem taka á ofan fyrir. Það skiptir minna máli þótt skíturinn sé enn á sama stað. Snjáfríður M.S. Arnadóttir „Kokkað án réttinda“ Nokkrum sinnum í viku birtast greinar í DV greinar, undirritaðar með dulnefninu Dagfari. Margir virðast álíta að greinar þessar séu eins konar ritstjórnar- greinar blaðsins eða, eins og stundum er sagt: „leiðari tvö“. Séu þessar greinar ekki skilgetið afkvæmi ritstjórnar DV gerir hún þeim þó hærra undir höfði en öðru efni blaðsins með því að taka í reynd meiri ábyrgð á þeim og leyfa höfundi nafnleynd. Einn slíkur „leiðari" birtist nýlega undir fyrir- sögninni „Kokkað án réttinda". I greininni gerir Dagfari lítið úr þeim sem hafa lagt það á sig að læra matreiðslu og jafnvel enn minna úr skólanum sem þeir gengu í. Skólann nefnir hann „Grautar- skóla ríkisins" og heldur því að auki fram að þaðan útskrifist aðal- lega fólk sem ekki geti eldað annað en hamborgara. Guðsnáðin Hann talar líka um matargerðar- fólk af „guös náð“ en það mun vera, samkvæmt skilgreiningu Dagfara, það fólk sem stundar matreiðslu á veitingahúsum án þess að hafa til þess tilskilin réttindi. Greininni fylgir mynd af einum þeirra manna sem hafa í DV verið hafnir til skýj- anna fyrir færni í matargerð. Sá er réttindalaus en hefur guðsnáð- ina á hreinu. Ég þekki ekkert til þessa manns en man þó eftir að hafa séð hann fyrir nokkrum mánuðum, og þá að matreiða fisk í sjónvarpsþætti. Okkur sjónvarpsáhorfendum var KjaUarinn Guðmundur Axelsson skrifstofumaður svo sýndur afraksturinn af því sem greinilega var óttalegt basl aum- ingja mannsins. Að því er best varð séð var útkoman einhvers konar brunarúst af fiski. Maður fer nú að efast um hversu mikils virði guðsnáðin er sé það tilfellið að hún gagnist mönnum helst til að matreiða þannig að eftir standi brunarústir einar - nema það sé guðsnáðinni að þakka að ekki fór verr. Það er líka óneitanlega dálítið broslegt þegar fjölmiðlafólkið, sem að þessu stóð, tók til við aö hæla herlegheitunum upp í hástert eða lengra og fékk vart vatni haldið af hrifningu yfir afreki goðsins. Hefði Dagfari ákveðið að skeyta skapi sínu á öðrum stéttum, til dæmis læknum, hefði hann kannski getað bent okkur á ein- hvern sem er laginn við að plástra fólk, draga úr því flísar og fleira og hefur lækningar að atvinnu. Sem sagt: læknir af guðs náð. Maður, sem hefur stigið upp úr meðalmennskunni, eins og hann orðaði það þegar hann talaði um kokkana réttindalausu, væri trú- lega í hans huga ólíkt mannbor- legri en auminginn sem skrönglað- ist í gegnum „slátraradeildina" í háskólanum og getur þar af leið- andi helst læknað menn af vörtum og hælsæri því aö slíkum manni hlýtur að vera fyrirmunað að bera nokkurt skynbragð á alvöru lækn- ingar. Hvers vegna (ekki) réttindanám? Það situr síst á fjölmiðlum á borð við DV að sýna því fólki lítilsvirð- ingu sem leggur það á sig að ná fagréttindum með vinnu og skóla- göngu og hefja hina til skýjanna sem einhverra hluta vegna telja sig' ekki þurfa á tilsögn að halda. Ástæður þess að menn sækja sér ekki menntun í þeim greinum, sem þeir hafa áhuga á, geta verið marg- ar, t.d. fjárhagserfiöleikar, getu- leysi til náms, leti, ómennska, aðstöðuleysi af einhverju tagi og fleira. Einnig gæti veriö um hreina mikilmennsku að ræða. Fólk, sem fer í fagnám til að ná réttindum, gerir það sjálfsagt fyrst og fremst vegna þess að það hefur áhuga á þeirri grein sem það velur sér. Einnig fylgir réttindanámi ákveðið atvinnuöryggi. Auðvitað reyna allar stéttir að tryggja sitt atvinnuöryggi sem best. í þeim efn- um hefur mönnum gengið misjafn- lega eins og gengur. Kokkar eru ekki einir um að vilja tryggja sínum mönnum forgang í faginu. Til dæmis er, að ég held, búið að fjarlægja titilinn endur- skoðandi úr símaskránni hjá öllum þeim sem ekki eru löggiltir endur- skoðendur. Enginn má heldur kalla sig kennara nema hann hafi bréf upp á það.,Það er í þaö minnsta Ijóst að allir þeir sem hafa aflað sér fag- réttinda á einhverju sviði uppfylla ákveönar lágmarkskröfur. Aðrir gætu svo sem uppfyllt þær hka en þar er ekki á vísan að róa. Þó að í tilvitnaðri Dagfaragrein í DV sé aðeins minnst á matreiðslu- og framreiðslufólk og baráttu þess fyrir tryggingu fagréttinda sinna sýnd lítilsvirðing er það ljóst að Dagfari er þama að veitast að öll- um þeim sem vilja tryggja sín atvinnuréttindi. Því að sjálfsagt leynist guðsnáðin víðar en í matreiðslu. Guðmundur Axelsson „Fólk, sem fer í fagnám til aö ná rétt- indum, gerir það sjálfsagt fyrst og fremst vegna þess að það hefur áhuga á þeirri grein sem það velur séf.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.