Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1988, Síða 20
FIMMTUDAGUR 3. MARS 1988.
Lífsstm
árum.“ Sigurbjörg Ó. sagðist alltaf
hafa farið á árum áður þegar bóka-
markaðurinn var haldinn í Lista'-
mannaskálanum sem var við
hliðina á Alþingishúsinu.
Aldrei séð jafnmikið
af bókum
Mæðgurnar Elísabet Ólafsdóttir
og Eva Hrönn Jónsdóttir voru að
skoða barnabækur. „Ég lít alltaf
inn þó að ég kaupi ekki mikið. Að
þessu sinni er ég aðallega að leita
að bamabókum en ég býst ekki við
að ég kaupi neinar bækur fyrir
sjálfa mig,“ sagði Elísabet.
„Það er mikið af bókum hérna
sem mig langar að kaupa, bóka-
verðið er svo lágt að það ærir upp
í manni bókahungrið. Ég hef ákaf-
lega gaman af því að lesa ög er
alætá á bækur. Maður á aldrei of
mikiö af bókum.“
„Úrvalið er mjög mikið; ég held
að ég hafi aldrei séð svona mikið
af bókum á einum staö,“ segir Sig-
urður Samúelsson.
„Þegar maður fer að hugsa um
verðið á jólabókunum í fyrra ■ og
bera það saman við verðið hérna
bregður manni í brún; hér fær
maður þrjár til fjórar bækur fyrir
verð einnar nýútkominnar bókar,“
sagði Sigurður. -J.Mar
Eilrtid
um verð
Bókamarkaður Félags íslenskra bóksala:
Ærir upp
bókahungrið
Sigurbjörg Smith og Sigurbjörg Ólafsdóttir velta fyrir sér ástarsöguúrval-
inu.
Bókaverðið er mjög mismun-
andi á bókamarkaðnum, eldri
bækurnar eru ódýrari en þær
yngii dýrari. Dýrustu bækurnar
eru á tæpar 3000 krónur.
Bókapakki með þremur bókum,
ástarsögum eða spennusögum,
kostar tæpar 800 krónur. Heimil-
isbókapakki með 5 bókum kostar
frá 995 krónum og upp í tæpar
2000 krónur.
Kiljur frá Máli og menningu
kostaí kringura 200 krónur. Ævi-
minningabækur kosta frá 190
krónum.
Smábamabækur er hægt að fá
á 90 krónur eintakiö.
Tvær bækur í pakka, til að
mynda Þrymskviða og Baldurs-
draumar, kosta 195 krónur.
Steingrímssaga, tvö bindi, kost-
ar 690 krónur. Þjóðlegur fróöleik-
ur úr Vesturheimi, fimm bindi,
kostar um 3000 krónur.
-J.Mar
„Eigum við að kaupa þessa bók?“ spyr Eva Hrönn Elisabetu, móður sína.
Tíðarandi
Benedikt og Haukur velta fyrir sér spennusögunum.
Ekkert af nýjum bókum
Að sögn Þórhöllu Sveinsdóttur,
sem er í forsvari Bókamarkaðar-
ins, eru hátt í fimm þúsund titlar
í boði á markaðnum. Bókatitlunum
er skipt niður í tólf ílokka og kenn-
ir þar ýmissa grasa. Má nefna
spennusögur, skáldsögur, þjóöleg-
an fróðleik, dulspeki, ljóð ogleikrit,
handbækur, ferðabækur, grín-
bækur og barnabækur.
„Hér er ekkert af nýjum bókum
því það verða að líða tvö til þrjú
ár frá því bókin er gefm út þangað
til setja má hana á bókamarkað.
Fólk athugar þetta ekki alltaf og
li bókamarkaður Félags
íslenskra bóksala er að þessu sinni
haldinn í Kringlunni og á markaðn-
um er boðið upp á tæpa fimm
þúsund bókatitla. DV-myndir GVA
mikið er spurt eftir nýútkomnum
bókum. Eins spyr fólk mikið eftir
ættfræðibókum, þær virðast vera
sívinsælar," segir Þórhalla.
Bókasöfnin kaupa mikið
„Fornbókasalarnir komu fyrsta
daginn og litu á úrvalið en fæstir
þeirra keyptu mikið. Hins vegar
hafa fulltrúar frá bókasöfnunum
komið og keypt alveg gífurlega
mikið fyrir söfnin. Bókasafnarar
líta líka alltaf inn á bókamarkaðinn
en að þessu sinni er frekar lítið af
sjaldgæfum bókum. Þó er hér ein
sem hefur ekki sést lengi en það
er bókin íslendingar í Danmörku,
fyrr og síðar, eftir dr. Jón Helga-
son, útgefm árið 1931. Fólki finnst
hún að vísu dálítið dýr en hún er
óinnbundin og kostar 1500 krónur.
Bækurnar í ár eru á mjög svipuðu
verði og þær voru í fyrra, verðið
er frá 10 krónum og upp í tæpar
3000 krónur og því ætti fólk að geta
gert góð kaup,“ sagði Þórhalla.
Erum að leita að
spennusögum
Þeir félagarnir Benedikt S. Birg-
isson og Haukur Böðvarsson, 14 og
15 ára gamlir, stóðu og skoðuðu
bækurnar á borðinu sem merkt var
spennusögur: „Við erum að leita
að bókum eftir Alistair McLean og
öðrum góðum spennusögum,"
sögðu strákarnir. Þeir sögðust áður
hafa farið á bókamarkaðinn þótt
þetta væri fyrsta heimsóknin í ár.
„Ætli við eyðum ekki svona 1000
krónum hérna og fyrir það fáum
við tvær til þrjár bækur, það er
ágætlega sloppið, énda frekar lágt
verð hér.“ Og þar með voru strák-
arnir þotnir.
Þær Sigurbjörg Smith og Sigur-
björg Ólafsdóttir voru í óðaönn að
velja sér bækur. Sigurbjörg Ólafs-
dóttir var að leita að bókum um
stjörnuspeki en Sigurbjörg Smith
var að leita sér að ástarsögum og
afþreyingarefni. „Það er gott að
versla hérna og hægt að gera góð
bókakaup. Við höfum ekki farið oft
á bókamarkaðinn á undanförnum
Bókamarkaðurinn er árviss at-
burður sem margir bíða eftir með
óþreyju. Fyrir bókaorma er bóka-
markaðurinn kjörinn vettvangur
til að verða sér úti um lesningu
langt fram á vor. Þegar DV leit þar
inn seinni part dags nú fyrr í vik-
unni var mikill handagangur í
öskjunni: Fóik á öllum aldri, þeir
yngstu ekki nema nokkurra mán-
aða, og þá í fylgd með foreldrum
sínum, upp íafa og ömmur á óræö-
um aldri, gekk milli borða, skoðaði,
velti fýrir sér titlum og verði eða
var eingöngu komið til að sýna sig
og sjá aðra.