Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1988, Síða 37
FIMMTUDAGUR 3. MARS 1988.
37
LisstLU
Heimilisfiæðsla í grunnskólum
Skólarnir misjafnlega búnir
til verklegrar kennslu
Nýlega birti DV niðurstöður úr til-
raunum sem gerðar höfðu verið í
Bandaríkjunum og Bretlandi varð-
andi tengsl mataræðis og námsár-
angurs skólabarna. Niðurstöðurnar
eru í stuttu máli þær að aðstandend-
ur tilraunanna telja víst að vannær-
ing skólabarna, vegna lélegrar og
næringarlausrar fæðu ásamt gífur-
legu sætindaáti, leiði til lélegs
námsárangurs og slæmrar hegðun-
ar. Tilraunir með bætt mataræði
skiluðu árangri í bættri hegðun
barnanna og einnig batnaði árangur
þeirra í prófum um allt að 16% að
meðaltali. Jafnframt því að fjalla um
erlendu tilraunina vörpuðum við
fram nokkrum spurningum varð-
andi ástandið hér á landi. Þær
spurningar voru af ýmsum toga og
meðal annars var komið inn á stöðu
kennslu í heimihsfræðum hér á
landi.
Breytt samfélag
Vegna breyttra þjóðfélagshátta
hafa orðið miklar breytingar á heim-
ilislífi hér á landi. Það sem börn áður
Matur
lærðu í föðurhúsum fyrr á öldum,
þegar dætur lærðu af móður og syn-
ir af föður og hver fékk reynslu
kynslóðanna í arf, hefur að mestu
leyti flust yfir í skólakerfið. Þá liggur
beinast við að athuga hvernig
kennslu í heimilisfræðum er háttað
hér á landi.
Við fengum aðstoð Aðalheiðar
Auðunsdóttur, námsstjóra í heimilis-
fræðum, en hún hefur i nokkur ár
starfað hjá Skólaþróunardeild
menntamálaráðuneytis ásamt því að
kenna heimilisfræði í grunnskóla.
Að sögn Aðalheiðar er mjög misjafnt
hversu vel skólarnir eru búnir hvað
varðar aöstöðu til verklegrar
kennslu. En það er einmitt aðstaðan,
eða kennslueldhúsin, sem þarf að
vera til staðar til að hægt sé að fram-
fylgja þeim markmiðum sem viðmið-
unarstundaskrá og námsskrá gera
ráð fyrir.
Viðmiðunarstundaskrá
Viðmiðunarstundaskrá þessi er frá
árinu 1984 og þar er kveðið á um
skiptingu milli námsgreina í 1.-9.
bekk grunnskóla. Þar kemur fram
hversu mikill stundafjöldi er áætlað-
ur í hverri námsgrein á vetri.
Talsvert vantar á að allir nemendur
fái þann stundafjölda í heimilisfræð-
um sem þeim ber. Víða komast
yngstu nemendurnir ekki að í
kennslueldhúsinu nema tvisvar
sinnum á vetri og eru þá tvo tíma í
senn eða samtals fjórar kennslu-
stundir. í flestum skólum er eitt
kennslueldhús ætlað til kennslu
nemenda i 1.-9. bekk og er auðvelt
að sjá í hendi sér að í mjög fjölmenn-
um skólum, eins og t.d. í Seljaskóla
í Reykjavík sem hefur yfir 1000 nem-
endur, er það ekki nægilegt.
Námsefni
Komið er út námsefni fyrir 1.-6.
bekk, Heimilisfræði I, og miðast það
við þann tímafjölda sem þeim er ætl-
aður í greininni samkvæmt viömið-
unarstundaskrá. Námsefninu er
skipt niður í viðfangsefni og eru þau
misjafnfega mörg fyrir hvert ár, flest
fyrir efstu nemendurna. Þessum við-
fangsefnum fylgja myndir sem
útskýra á mjög einfaldan og auðskilj-
anlegan hátt það sem er til umfjöll-'
unar hverju sinni. Sem dæmi um
viðfangsefni í 1. bekk eru tannvernd,
hollur morgunverður og heilsuboll-
ur. En ef börnin komast ekki í
kennslueldhús er varla hægt að
kenna þeim gerð heilsubolla.
Heimilisfræði II, námsefni fyrir
6.-8. bekk, kom út 1986. Bókinni er
skipt í sex meginkafla sem fjalla ítar-
lega um næringu og hollustu,
matvæli, heimilisbúnað og vinnu-
skipulag, matreiðslu og framleiðslu,
hreinlæti og slysavarnir. Úrval verk-
efna er fáanlegt með hverjum efnis-
þætti bókarinnar.
Heimilisfræði III, námsefni fyrir 9.
bekk, er tilbúin í handriti og hefur
beðið útgáfu í nokkur ár. Helstu kaíl-
ar bókarinnar eru fæðuval, mat-
reiðsla og framleiðsla, neytenda-
fræði , híbýli og umhverfi,
hreinlætis- og textílfræði. Er mjög
bagalegt hvað dregist hefur að gefa
bókina út því árlega kjósa yfir 600
nemendur í 9. bekk heimilisfræði
sem valfag.
Námsskrá í heimilisfræðum
í námsskrá grunnskóla í heimilis-
fræðum frá 1977 er getið um alla þá
þætti sem flokkast undir heimilis-
fræðikennsluna. Námsskráin gerir
ráð fyrir að kennsla varðandi nær-
ingu og hollustu sé eftirfarandi:
1. Nemandi geri sér grein fyrir að
hæfileg næring er ein meginforsenda
fyrir andlegu og líkamlegu heil-
brigði.
2. Nemandi þekki uppruna og hlut-
verk næringarefna.
3. Nemandi geri samanburð á efna-
innihaldi ólíkra fæðutegunda.
4. Nemandi viti að röskun efnajafn-
vægis í líkamanum geti leitt til
sjúkdóma.
5. Nemandi geri sér grein fyrir þörf-
inni á að fylgjast með og fara eftir
niðurstöðum athugana og rannsókna
á fæðuvali og hollustu í mataræði.
Aðalheiður benti á að það væri
ekki síst 5. atriðið sem væri mikil-
vægt fyrir ungmenni að kunna því í
dag sé nauðsynlegt að vita hvernig
megi best nýta sér niðurstöður sem
Ungur nemandi i Seljaskóla.
birtast oft í blöðum og tímaritum.
Markmiðið væri að gera nemendur
hæfari til að velja og hafna og að
þeir geti gert greinarmun á auglýs-
ingum og upplýsingum. Með öðrum
orðum gera þau sjálfstæðari og
meira sjálfbjarga.
Skortur á kennslueldhúsum
Aðalheiður benti jafnframt á að í
stórum skólum væri eitt eldhús alls
ekki nóg til að allir nemendur kom-
ist að við verklega kennslu. Yngstu
börnin hefðu mjög gaman af því að
koma í eldhúsið því þetta væri fyrir
þeim nýr og framandi heimur.
Hins vegar eru margir skólar ágæt-
lega búnir til kennslu í heimilis-
fræðum þótt þeir hafi ekki fullkomin
kennslueldhús og má þar nefna skóla
á Flúðum og Kirkjubæjarklaustri. Á
Flúðum eru færanlegar einingainn-
réttingar og er önnur í réttri vinnu-
hæð fyrir yngstu nemendurna.
Er það þá kostnaðurinn sem er
þess valdandi að víöa vantar
kennslueldhús?
Bæði og. Víða er það þó þannig að
skólar hafa ekki húsnæði fyrir
kennslueldhús en margir skólar hafa
leyst þetta á einfaldan hátt. T.d. eru
í Flúðaskóla og Kirkjubæjarskóla
færanlegar innréttingar sem settar
voru upp í einstaklingsíbúðum.
Fjölgun nemenda
Hér áður fyrr voru það einungis
stúlkur í 7. og 8. bekk sem fengu
kennslu í matreiðslu eins og það kall-
aðist þá. Með grunnskólalögum 1974
voru heimilisfræði gerð að skyldu-
námsgrein fyrir bæði kynin og svo
bættist við kennsla í 1.-6. bekk og
valgrein fyrir 9. bekk, þannig að eitt
eldhús í stórum skóla er of lítið.
„Aðstöðuleysið bitnar verst á
yngstu nemendunum og takmarkar
val nemenda 9. bekkjar," sagði Aðal-
heiður. „Það eru um 600 unglingar í
9. bekk sem sækjast eftir kennslu í
heimilisfræðum á hverju ári þannig
að áhuginn er fyrir hendi.“
Menntun í
Kennaraháskólanum
Síðustu 10 ár hefur hússtjórnar-
kennaramenntun verið valgrein. í
Kennaraháskólanum. Á hverju ári
er þó nokkur fjöldi sem stundar það
nám. Ekki er skortur á sérmenntuð-
um kennurum á Reykjavíkursvæð-
inu en víða úti á landi er töluverður
skortur á sérmenntuðum kennurum.
„Næringar- og neytendafræði
mætti vera í kjarna almenns kenn-
aranáms því uppeldishlutverk
kennara er mjög margþætt. Bekkjar-
kennarinn fjallar m.a. um hollt
mataræði og neysluvenjur nemenda
og til þess að geta sinnt því hlutverki
vel þarf hann staðgóða þekkingu á
manneldis- og neytendamálum. þá
skapast einnig sá möguleiki að bekk-
jarkennari yngri nemenda kenni
þeim heimilisfræðin," sagði Aðal-
heiður og bætti við að ef viðmiðunar-
stundaskrá væri framfylgt og farið
eftir markmiðum námsskrár værum
við vel stödd í þessum málum.
Meginmarkmið
heimilisfræðanna
Meginmarkmiö heimilisfræðanna
er að nemandinn hafi, að loknum
grunnskóla, öðlast þekkingu, viðhorf
og leikni til að verða sjálfbjarga um
heimilisrekstur og heimilisrækt í
nútíma samfélagi og auk þess hlotið
undirstöðu á þessu sviði fyrir fram-
haldsnám og þátttöku í atvinnulíf-
inu. Ennfremur skal nemandinn
hafa öðlast aukna vitund um sjálfan
sig sem neytanda og ábyrgan þjóð-
félagsþegn, m.a. í verndun og mótun
umhverfis.
Ef við hugleiðum þessi mál, með
upphafspunktana hér að ofan í huga,
sjáum við að því betur sem viðgerum
skólakerfið virkt í þessum málum
því betri og hæfari einstaklingar
verða til í þessu þjóðfélagi og lengi
býr að fyrstu gerð.
-JJ
AUOVITAÐ
RAUÐUR
GINSENG!
í Flúðaskóla. Einstaklingsibúð tekin undir kennslu í heimilisfræðum.
VERKTAKAR - VÉLALEIGA
jarðvegsskipti og fyllingarefni
HLAÐVERK HF.
Uppl. i síma 641779
kl. 8-12 og 18-19
alveg lyktar- og bragðlausi hvítlaukurinn, jafngildi hráhvít-
lauks. Njótið lifsgleði, orku og hreysti, komið í veg fyrir
sjúkdóma. 20 mánaða kælitæknivinnsla KYOLIC varðveit-
ir óskert öll efnasambönd hráhvitlauksjurtarinnar. Engin
sambærileg hvítlauksræktun eða framleiðsla fyrirfinnst í
veröldinni.
KYOLIC daglega, það gerir gæfumuninn.
KYOLIC í fljótandi formi er bestur en það er lika hægt að
fá KYOLIC í hylkjum, hylkjum m/lesitini eða töflum.
KYOLIC fæst í heilsuvöru- og lyfjaverslunum og víðar.
Biðjið um ókeypis bæklinga.
Heildsölubirgðir Logaland, Símar 1-28-04 og 2-90-15.