Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1988, Blaðsíða 38
38
FIMMTUDAGUR 3. MARS 1988.
Lfísstni
Matreiðsla kennd í heimahúsi
Þaö hefur farið fremur hljótt þaö
framtak Rannveigar Pálmadóttur aö
kenna matreiðslu heima hjá sér.
Kennslan hefur farið fram í kjallara
íbúöarhúss hennar sem innréttaður
hefur verið í þessum tilgangi.
Rannveig hefur verið með þessa
kennslu í mörg ár og verið með ýmiss
konar námskeið. Síðastliðinn mánuð
hefur verið kennsla í austurlenskri
matargerð.
Rannveig og nemendur hennar
voru heimsótt eitt kvöldið til að fylgj-
ast með kennslunni. Kryddilminn
lagði á móti manni í dyrunum og til
að komast í enn betri stemningu fara
allir í kínverska inniskó.
Námskeiðin
Rannveig er læröur hússtjórnar-
kennari og hefur fengist við kennslu
í 27 ár. Hún byrjaði að kenna í Hús-
stjórnarskóla Reykjavíkur stuttu
eftir að hún lauk námi.
„Það var allt öðruvísi í þá daga,“
sagði Rannveig, „þá var verið aö
halda námskeið í klassískri íslenskri
matargerð. Nú hafa íslendingar í
auknum mæli tekiö viö erlendum
straumum í matargerð og þess vegna
eru námskeið í dag af öðrum toga.“
í gegnum árin hefur Rannveig ver-
ið með ijögur námskeið í gangi yílr
veturinn. Elst af þeim er krydd- og
grillnámskeiðið. Námskeiðið í gerð
pottrétta er einnig orðið nokkurra
ára. Það var svo fyrir um átta árum
aö Rannveig byrjaði að halda nám-
skeiö í austurlenskri matargerð,
námskeið sem hún kallar Austur-
lenskt A. Nýjasta námskeiðið er svo
Austurlenskt B.
„Fyrir fjórum árum fór ég með eig-
inmanni mínum og dóttur minni,
Guðrúnu Femu, á ólympíuleikana í
Los Angeles," sagði Rannveig, „ég
var svo heppin að komast á nám-
skeið þar í borg í austurlenskri
matargerð og það er grundvöllurinn
að námskeiðinu Austurlenskt B.“
Hvert námskeið er fjögur skipti, einu
sinni í viku, og í hvert sinn eru
kenndir fjórir til fimm réttir.
Hvaö er kennt
Á grill- og kryddnámskeiðinu er
kennt að gera inni- og útigrillrétti.
Kennd er gerð kryddlaga og meðferð
krydds og holl ráð varðandi grillmat
og bestu aðferðir til að ná góðum
árangri.
Á pottréttanámskeiðinu er kennt
að laga nokkra pottrétti og sem dæmi
má nefna indverskan pottrétt. Einnig
er kenndur einn grillréttur á kvöldi
og gerð kvöldrétta og ábætisrétta.
„Reyndar kenni ég gerö ábætisrétta
á öllum námskeiðunum og einnig á
þvi austurlenska, þótt það tilheyri
ekki beint austurlenskri matargerð,
en við íslendingar erum það miklir
sælkerar að við viljum hafa ábæti ef
- sérstætt námskeið í austurienskri mataigerð
eitthvað stendur til,“ sagði Rannveig.
Austurlensku námskeiðin eru tvö
og heita Austurlenskt A og Austur-
lenskt B. Á Austurlensku A er kennd
gerð kínverskra og filippseyskra
rétta ög einnig ábætisréttir. Á Aust-
urlensku B er kennd gerð rétta frá
Pakistan og Japan, s.s. sushi o.fl. og
ábætisréttir einnig.
Sýnikennsla
Kennslan fer fram í formi sýni-
kennslu. Rannveig eldar alla réttina
fyrir framan þátttakendur og fer yfir
öll atriðin jafnóðum. Nemendurnir
fá uppskriftir með fáum leiðbeining-
um en hver og einn bætir við þær
meðan á sýnikennslunni stendur,
eftir því hvað hver telur sig þurfa.
Kennslan stendur yfir frá kl. 19.30-
23.00, með kaffihléi. Þátttakendur
eru 16 á hverju námskeiði og hafa
tækifæri til að spyrja jafnóðum. Það
fer vel um alla þátttakendur þótt
kennsluherbergið sé ekki stórt en
smæðin gerir þaö að verkum að allir
hafa góða yfirsýn yfir verk Rann-
veigar.
Konur fleiri
Konur eru í meirihluta á nám-
skeiðunum en þetta kvöld voru tveir
Rannveig að útbúa einn austur-
lenska réttinn.
DV-myndir Brynjar Gauti
karlmenn. „Það kemur fyrir að karl-
menn séu um helmingur þátttak-
enda,“ sagöi Rannveig, „en það fer
allt eftir hópnum. Ef hann er skipað-
ur félögum af einum vinnustað er
algengara að karlmenn séu fleiri.“
Elsta námskeiðið er, eins og áður
sagði, grill- og kryddnámskeiðið.
„Ég tók mér hlá frá því í um það
bil 3 ár, sagði Rannveig, en vegna
mikillar eftirspurnar tók ég til við
það aftur fyrir nokkrum árum. Þau
eru yfirleitt haldin á vorin í apríl-
maí og eru á því námskeiði kenndir
margir grillréttir ásamt mörgum
öðrum réttum.“
Rannveig gaf okkur einmitt upp-
skrift að rétti frá því námskeiði,
grilluðum laxa- og rækjurúllum,
mjög góðum. '■
Austurlenska námskeiðið
Rannveig notar ekki kínverska
wok-pönnu á námskeiðunum þvi að
þær henta ekki fyrir rafmagn en hún
bætir við að þær séu mjög góðar í
sumarbústaði þar sem yfirleitt er
gaseldavél. Hins vegar eru til ís-
lenskar frábærar pönnur og pottar
sem framleiddir eru undir nafninu
Look sem notaðar eru eins og wok,
en henta betur fyrir rafmagn.
Fiskréttanámskeið
„Næsta haust ætla ég að bæta einu
námskeiði við en það verður fisk-
réttanámskeið,“ sagði Rannveig, „og
ég er reyndar byijuð að búa mig
undir það með því að prófa mig
áfram með rétti.“
Aðspurð sagði Rannveig að sér
þætti alltaf jafngaman að kenna og
hefði mikla ánægju af þessu, .. .þó
það séu orðin meira en tuttugu ár
sem ég hef kennt hér í kjallaranum
að Sigtúni 55.“
Nemendurnir
Það var á þátttakendum að heyra
að námskeiðin væru mjög gagnleg
og skemmtileg. Einn þátttakandinn
var á sínu þriðja námskeiði, hafði
áður verið á pottrétta- og grillnám-
skeiðum og var nú að læra gerð
austurlenskra rétta. Hópurinn, sem
var á þessu námskeiði, var mjög létt-
ur og skemmtilegur og flestir vinnu-
félagar frá Globus. Þátttakendur eru
á öllum aldri og sú elsta er komin
yfir sjötugt. Þaö var nú ekki að sjá
neinn aldursmun á þátttakendum,
innlifunin var jafnmikil hjá öllum.
Allir þátttakendur smakka á réttun-
um strax meðan þeir eru heitir og
heyra mátti upphrópanir eins og
„rosalega er þetta gott“ og „þetta er
algjört æði“. Reyndar hafði einn á
orði að það væri synd að þetta væri
fjórða og síðasta kvöldiö, því það
væri svo gaman. -JJ
Nemendur (ylgjast vel með aðferðum Rannveigar.
4
—
Elsti nemandinn á matreiðslunámskeiðinu:
Hef alltaf haft gaman af
að reyna eitthvað nýtt
Elsti nemandinn á námskeiöinu
í austurlenskri matargerð er ný-
orðinn sjötugur. Hún heitir Elín
G. Gísladóttir og er húsmóðir í
Reykjavík. Áhugi vaknaði á að for-
vitnast meira um Elínu og ástæð-
una fyrir því að hún fór á námskeið
í austurlenskri matargerð.
„Ég var búin að velta þessu fyrir
mér lengi,“ sagði Elín, „ég hafði
heyrt af þessum námskeiðum og
hitti Rannveigu oft á morgnana í
sundi. Svo var ég alveg búin aö
ganga frá þessu í haust og ætlaði
að byrja en lenti þá á spítala. Ég
hef ferðast víða, og meðal annars
til Austurlanda nær, og hef alltaf
haft löngun til aö læra meira um
framandi matargerð."
Elín var spurð hvort hún hefði
oröið vör við að fólki fyndist það
undarlegt uppátæki af konu á
hennar aldri að læra að matbúa
austurlenska rétti.
„Ég hugsaði nú sjálf um það
hvort þetta væri eitthvað fyrir
mig,“ sagði Elín, ,,og reyndi að fá
vinkonur mínar í lið með mér, en
engin var fáanleg. Svo lét ég bara
slag standa og fór og sé hreint ekki
eftir því. Flestir félagar mínir á
námskeiðinu voru um og yfir þrí-
tugt en ég fann aldrei fyrir neinum
aldursmun.“
Ertu þá búin að reyna réttina á
vinum og vandamönnum?
„Já, já, það gerði ég strax eftir
fyrstu kennslustundina. Þá eldaði
ég eina þrjá rétti og var með gesti
og allir hafa verið mjög ánægðir.
Maðurinn minn taldi helst að það
vantaði sósu. Við íslendingar erum
svo gjarnir á aö vera með mikið af
sósum með mat en ég tel að þessi
austurlenski matur sé hollur að því
leyti til að mjög lítil fita er notuð
og kjötið alltaf fitulaust. Reyndar
eru skoðanir þannig að kona, sem
er búin að vera húsmóðir og halda
heimili í 45 ár, þurfi lítið á því að
halda að fara á námskeið í matar-
gerð. En ég er á því að það sé hin
mest vitleysa, maður er aldrei of
gamall til að læra eitthvað nýtt,“
sagði Elín.
Heldurðu að þú eigir eftir að fara
á fleiri slík námskeið?
„Ég er alveg ákveðin í að reyna
að fara á grill- og kryddnámskeiðið
nú í vor. Það sem er svo skemmti-
legt við svona námskeið er að þau
virka hvetjandi, maður prófar sig
frekar áfram. Reyndar verð ég að
viðurkenna að ég var fyrst frekar
lengi að matreiða en það kemur
með æfingunni. Ég er búin að prófa
margt af því sem kennt hefur verið
og nú síðast í gær var ég að prófa
Elín setur eplabökuna i ofninn.
eplabökuna sem ég lærði síðast.“
Þessi hressa kona sagðist ekki
finna fyrir aldri og þakkaði það
daglegum sundspretti í laugunum.
„Ég syndi svona minnst 200 m á
dag og er alveg á því að það heldur
mér hressri. Nú, svo fer ég á nám-
skeiðin mér til upplyftingar og þó
ég sé enginn snillingur í matargerð
hef ég heilmikla ánægju af þessu,“
sagði Elín að lokum. -JJ