Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 7. MARS 1988. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, áuglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverö á mánuði 700 kr. Verð í lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. Nato Leiðtogar Atlantshafsríkjanna komu saman til fundar í Brussel í síðustu viku. Þar sátu hlið við hlið Papandre- ou frá Grikklandi og Þorsteinn Pálsson, Thatcher frá Bretlandi og Mitterrand Frakklandsforseti. Hvort held- ur leiðtogar Vesturlanda eru sósíalistar eða íhaldsmenn, til hægri eða vinstri, þá virðast þeir sameinaðir í vopna- bandalagi til varnar því frelsi og lýðræði sem hefur fleytt þeim til valda. Þessi samstaða ólíkra stjórnmála- afla á Vesturlöndum er afar mikilsverð og athyglisverð. Atlantshafsbandalagið hefur frekar styrkst heldur en hitt og um það eru minni deilur heldur en nokkru sinni fyrr. Það á eflaust sinn þátt í einhug Atlantshafsríkjanna að verulega hefur miðað í átt til afvopnunar og friðsam- legrar sambúðar. Atlantshafsríkin gengu í gegnum erfiða prófraun þegar tekist var á um skammdrægar og meðaldrægar kjarnorkuflaugar og staðsetningu þeirra enda var þá mikill þrýstingur frá fjölmennum friðarsamtökum á Vesturlöndum að grípa til einhliða afvopnunar án tillits til aðgerða Sovétríkjanna. Stjórn- völd Natoríkjanna neituðu að láta undan þeim þrýstingi og samstaða þeirra bar þann árangur að stórveldin undirrituðu samkomulag um gagnkvæma afvopnun. Staðfestan skilaði sér og Nato hafði sannað tilgang sinn. Það er engin hræsni að halda því fram að Nato sé öflug- asta og merkasta friðarhreyfing allra tíma, enda hefur friður haldist í Evrópu allt frá stofnun þess og nú sjást þess merki að Sovétríkin átti sig á að þau geta ekki komið fleyg á milh vestrænna þjóða í þessum efnum. Papandreou situr sem fastast og sósíalistarnir á Spáni hafa bæst í hópinn. Leiðtogafundurinn í Brussel sá ástæðu til að fagna þeim viðhorfsbreytingum sem nú eru að gerast í Sovét- ríkjunum. Gorbatsjov fékk rós í hnappagatið og Natorík- in binda miklar vonir við áframhaldandi viðræður við hann. Vonandi veikir það ekki stöðu Gorbatsjovs heima fyrir hversu vinsæll hann er meðal Vesturlandabúa. Haukarnir í Kreml gætu fundið honum það til foráttu. Hins vegar er óþarfi að gleypa aht hrátt sem mjúk- máh Sovétleiðtogi segir og gerir, enda kann þar fiskur að liggja undir steini. Fyrst er að sjá hverjar friðarefnd- irnar verða í Afganistan og enn á eftir að semja um afvopnun hefðbundinna vopna. Það er ekki ennþá kom- ið að því að útnefna Gorbatsjov til friðarverðlauna. Á seinni árum hefur gætt ágreinings milli Banda- ríkjastjórnar annars vegar og Evrópuþjóða hins vegar um áherslur og aðgerðir í varnarmálum. Stjórn Reagans hefur mætt tortryggni, enda Reagan tahnn herskár og hættulegur í upphafi ferils síns. Þessi ágreiningur virð- ist úr sögunni og það verður að segja Reagan til hróss, og þá sér í lagi utanríkisráðherra hans, George Shultz, að Bandaríkjamenn hafa lagt sig í líma við að taka th- ht til sjónarmiða Evrópumanna og hafa fyrir vikið áunnið sér traust og trúnað. Það hlýtur að vera ánægju- efni fyrir stjórn Reagans hversu einhugurinn og ein- drægnin er mikh í lok stjórnartíma forsetans. Leiðtogafundurinn í Brussel markar engin tímamót. En hann ber vott um öryggiskennd sem smitar út frá sér og styrkir þá trú og þá skoðun að þátttaka okkar íslendinga í þessu varnarbandalagi hefur reynst bæði rétt og farsæl. Án þess byggju íslendingar við óvissu og óöryggi einangraðs lands. Við höfum hins vegar lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að stuðla að friði og af- vopnun þótt ekki séum við í fararbroddi. En liðveislan er söm fyrir sig. Ellert B. Schram Alþingismennirnir Sverrir Hermannsson og Ólafur Þ. Þórðarson. - „Sennilega hafa fáir menn unnið jafnötul- lega að samþykkt frumvarpsins og þeir félagar", segir í greininni. Svo er með sum mál að um þau er deilt fram og tO baka. Eftir nokk- urn tíma virðist sem flest rök með og móti séu komin fram. Frekari umræða er þá í raun tímasóun. Þannig er háttað um mál eins og t.d. herstöðvamálið og bjórmáhð, sem bæði hafa verið deilumál í marga áratugi. Þegar hefðbundin blaðaskrif eftir hefðbundna grein- arhöfunda hófust í haust um bjórmálið, í kjölfar þess að sá sem þetta ritar ásamt þrem þingmönn- um hafði lagt fram frumvarp á Alþingi um að bruggun og sala áfengs öls yrði leyfð hér á landi, hugsaði ég með mér að enn einn hringurinn í umræðunni væri nú að hefjast. Öll gömlu rökin voru tínd til. Allir gömlu greinarhöfund- amir skrifuðu, ekkert nýtt var dregið fram í dagsljósið. Læknar og bjór Þegar þessi umræða haíði staðið nokkra hríð í vanabundnum far- vegi köstuðu nokkrir prófessorar við læknadeild Háskóla íslands fram sprengju. Þeir sendu frá sér undirskriftalista þar sem mælst var til við Alþingi að það felldi framkomið frumvarp um sölu og bruggun áfengs öls. í kjölfar þess- arar yfirlýsingar var talað við tvo flutningsmenn frumvarpsins, mig og Geir H. Haarde. Ég svaraði því til m.a. að með þessari yfirlýsingu væri reynt að nota ofurvald sér- fræðinnar til að hefta frjálsa umræðu. Efnislega svöruðum við Geir með svipuðum hætti að öðru leyti. Þessi svör okkar leiddu svo til þess að einn af prófessorunum, sem undir- ritað hafði yfirlýsinguna, gaf okkur þá einkunn að við værum fífl, en sú yfirlýsing um andlega hæfileika okkar Geirs var í sjálfu sér grund- uð með jafn-vísindalegum hætti og yfirlýsingin sem prófessorinn hafði skrifað undir nokkru áður, enda prófessorinn sérmenntaður í lyf- læknisfræði, að því er mér er tjáð, sem gerir hann einkar vel til þess fallinn að meta andlega hæfileika manna sem hann þekkir ekki neitt. En hvað svo sem því líður var ljóst að yfirlýsing prófessoranna ýtti við mörgum. Ymsir stuðnings- menn áfengs öls veltu því fyrir sér hvort afstaða þeirra væri rétt. Nokkru síðar kom fram yfirlýsing 133 lækna sem var á annan veg en yfirlýsing prófessoranna. Aftur hafði komið afgerandi innlegg í máhð. Ofurvaldi sérfræðinnar hafði verið hnekkt, nú gátu hin al- mennu Jón og Gunna aftur leyft sér að hafa skoðun, án þess að eiga það á hættu að fá vottorð lyflæknis- prófessors um skort á andlegu atgervi. Tímamótagrein Þ. 10. febrúar birtist tímamóta- grein í Morgunblaðinu eftir Grétar Sigurbergsson undir heitinu „Nokkrar ábendingar geðlæknis varðandi bjórfrumvarpið“. Grein- in, sem er afar skýr og með því besta sem ég hef séð í greinarskrif- um hérlendis, hrekur ýmsar mikilvægustu kenningar bjórand- stæðinga. Við lestur þessarar greinar og reyndar líka við lestur mjög góðrar greinar eftir Óttar Guðmundsson, yfirlæknir á Vogi, verð ég að viður- KjaHariim Jón Magnússon lögmaður kenna að það hefði þó aldrei farið svo að nýjar röksemdir og ný túlk- un kæmi fram í þessu margrædda og margþvælda deilumáli. Það sem þessar greinar eiga sam- eiginlegt er að þær eru málefnaleg- ar og lausar við þær öfgar sem almennt einkenna umræðu um þennan málaflokk. Misnotkun og lygi í grein Grétars er m.a. rakið hvernig tveir starfsmenn heil- brigðisráðuneytisins mistúlkuðu staðreyndir í því skyni að hafa áhrif á almenning og alþingismenn í máhnu en í grein Grétars segir orðrétt um þetta: „Birting þessarar töflu er skýrt dæmi um það, hvem- ig reynt er að hafa áhrif á almenn- ing og þingmenn, með því að rangtúlka upplýsingar frá virtum stofnunum." Hér er á það bent að tveir opin- berir starfsmenn hafl reynt að vinna að því að bjórfrumvarpið félli með því að rangtúlka upplýs- ingar. Mér virðist fólk ekki gera sér almennt grein fyrir því hversu al- varlegt þetta er. Ég hygg t.d. að hefði slíkt tilvik sem þetta komið upp í Bandaríkjunum eða Bret- landi þá hefði viðkomandi starfs- mönnum verið sagt að taka pokann sinn. Það er alvarlegt mál, þegar opin- berir starfsmenn, sem hafa sér- stakan aðgang að upplýsingum í skjóli embættis síns og skrifa í krafti þess, reyna að koma málum í ákveðinn farveg á Alþingi með því að rangtúlka staðreyndir. Hefði Alþingi boriö virðingu fyrir sjálfu sér hefðu þessu máh verið gerð skil þar. Eftir stendur, ekki bara í þessu eina tilviki heldur víðar, að starfandi opinberum embættis- mönnum líðst að hafa áhrif á.gang mála á löggjafarþinginu og eru sumir beinlínis tU þess fengnir af ákveðnum öflurn. I Bandaríkjun- um sitja starfsbræður þeirra sem sömu sökum eru bornir fyrir rétti, ákæröir fyrir að hafa brotið gegn grunnreglum lýðræðisríkisins. Verðugir fulltrúar Alþingis Þegar það lá fyrir að allsherjar- nefnd neðri deildar mundi leggja bjórfrumvarpið fyrir sem nýtt frumvarp var látið í veðri vaka í fjölmiðlum að þetta væri vegna þess hve frumvarpið hið fyrra væri gallað. Svo er þó ekki, það sem um ræðir er helst breyttgjaldtaka rík- isins af bruggun öls, breytt gildis- tökuákvæði og ákveðin lagfæring á áfengislögunum, sem er sjálfsögð hreinsun, en þurfti ekki óhjá- kvæmilega að fylgja frumvarpinu. Meginatriðið er þó það að hér er efnislega í aðalatriðum um sama frumvarp að ræða, en í sjálfu sér skiptir það ekki öllu máh heldur hitt að nefndin hefur afgreitt máhö og þar með aukast hkur á að málið fái þinglega meðferð, verði annað- hvort samþykkt eða fellt en dagi ekki uppi í nefnd. Við fyrstu umræðu um þetta nýja frumvarp létu þeir Ólafur Þórðar- son og Sverrir Hermannsson til sín taka. Sennilega hafa fáir menn unnið jafn-ötullega að samþykkt frumvarpsins og þeir félagar. Með, þvíhkum endemum var sá mál- flutningur þeirra sém landsmenn fengu að kynnast htihega í fjölmiðl- um. Hvíhkt regindjúp er staðfest á mihi læknanna, þeirra Grétars og Óttars, sem ræða málefnalega og af skynsemi mn málið og þessara tveggja þingmanna Ólafs og Sverr- is sem hafa uppi orðagjálfur og svívirðingar. Málflutningur þing- mannanna er þeim síst til sóma og Álþingi til vansa. Óneitanlega hlýt- ur það að vera umhugsunarefni fyrir Sverri Hermannsson, sem á að baki langan þingferil, ráðherra- dóm og hefur verið ráðinn til að gegna störfum sem bankastjóri stærsta viðskiptabanka þjóðarinn- ar, hvort hann hafi á þessum síðustu dögum þingferils síns aukið hróður sinn sem stjórnmálamanns og með því sýnt þjóðinni fram á verðleika sína sem bankastjóra sem hafa vissulega verið umdeild- ir. Mér finnst Ölafur Þórðarson ekki svo merkilegur, að í málflutn- ing hans þurfi að eyða mörgum orðum, en þegar þingmaður hefur það helst til mála að leggja að lesa upp nöfn og heimilisfóng þeirra borgara, sem honum eru andstæðir í máli, þá hefur hann ekki mikið fram að færa. Mér fundust þessi tilþrif í ætt við aðferðir einhvers konar rannsókn- arréttar en ekki eðhlegan málflutn- ing hjá lýðræðisþjóð. Eitt er víst að uppnefningar, gífuryrði og nafnaupplestur er ekki þeim Sverri, Ólafi eða málstáð þeirra í bjórmálinu til framdráttar. Jón Magnússon „Eftir stendur, ekki bara í þessu eina tilviki heldur víðar, að starfandi opin- berum embættismönnum líðst að hafa áhrif á gang mála á löggj afarþinginu og eru sumir beinlínis til þess fengnir af ákveðnum öflum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.