Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 7. MARS 1988. 47 LífsstOl Hvers eiga franskar að gjalda? Landbúnaðarráðherra vill ekki innfluttarogveitingamenn ekki íslenskar Eins og fram hefur komið í fréttum að undanfómu hefur staðið mikill styr um innflutning á frönskum kartöflum að undanförnu. Um tíma var bannað að flytja þær inn að boði landbúnaðarráðherra en fjár- málaráðherra tók sig til og aflétti innflutningsbanninu vegna þess að franskar kartöflur væra iðnaðar- vara og ætti því innflutningur aö vera frjáls. Síðasta útspilið í þessari deilu var er landbúnaðarráðherra nýtti sér heimild í lögum til þess að hækka jöfnunargjald á franskar kartöflur úr 40% í 190%. Þetta gerir hann á þeim forsendum að leyfilegt sé að hækka slíkt gjald ef um er að ræða vöru sem niðurgreidd er til fram- leiðenda erlendis. Þessi hækkun kom eins og köld vatnsgusa framan í ýmsa aðila. Upp reis deila um hvort flokka ætti franskar kartöflur sem iðnað- arvöru eða landbúnaðarafurð. Yrðu þær flokkaðar sem iðnaðar- vörur hefur landbúnaðarráðherra ekkert vald til að stemma stigu við innflutningi á þeim frekar en súkk- ulaði og ullarvörum, innílutningur yrði frjáls og varan í heiðarlegri. samkeppni við sambærilega ís- lenska vöru. Vegna þessa héldu Neytendasam- tökin, Verslunarráð, Félag ís- lenskra stórkaupmanna og ýmsir aðrir sem þessu máli tengjast blaðamannafund á dögunum. Þar komu fram ýmis sjónarmið sem Mikið fjaðrafok hefur veriö um franskar kartöflur að undanförnu. DV-mynd BG nánar verða rakin hér á síðunni, en meginmálið er hvort ráðherra hefur nokkra lagalega forsendu fyrir að beita heimild til hækkunar jöfnunargjalds. Vilhjálmur Egilsson hjá Verslun- arráði sagði t.d. aö erfiöur rekstur kartöfluverksmiðjanna væri ekki landbúnaðarvandi. „Það má ekki taka hvaða vitleysu sem er úti á landi og kalla það land- búnað,“ sagði Vilhjálmur. Þetta er nú orðiö að deilumáh sem ekki verður séð fyrir endann á. -PLP Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna. DV-mynd BG Jóhannes Gunnarsson: „Matarbudda almennings Á blaðamannafundi, sem hald- inn var í tilefni hækkunar jöfn- unargjalds á franskar kartöflur, skýrði Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sjónarmið neytenda. „Þarna er verið að seilast ofan í matarpyngju almennings til aö Standa straum af kostnaði við tvær óarðbærar kartöfluverk- sraiðjur. íslenskir neytendur hafa ekki efni á aö halda uppi atvinnubótavinnu norður í landi.“ í máli hans kom einnig fram að þaö væri skýlaus krafa Neyt- endasamtakanna að komið yrði á fót hlutlausri upplýsingaþjón- ustu fyrir landbúnaöinn t.d. iiman Þjóðhagsstofnunar. „Landbúnaðarráöherra hefur verið með sífelldar stríðsyfirlýs- ingar gagnvart íslenskum neyt- endum. Þessi hækkun er dæmigerö fyrir vinnubrögð land- búnaðarráöherra. Hún er byggð á hæpnum upplýsingum neðan úr Bændahöll þar sem tekiö er tillit til hagsmuna landbúnaðar- ins en sjónarmið neytenda gjör- samlega hundsuð. Þaö er rétt að láta á þaö reyna á Alþingi hvort ekki sé hægt aö stöðva þessar víðtæku heimildir ráöherra til skattlagningar.“ -PLP Spillir hátt verð á frönskum kartöflum ferðaþjónustu? Grænmeti og garðávextir gætu farið sömu leið Er landbúnaðarráðherra lét stöðva innflutning á frönskum kartöflum á sínum tíma mótmæltu á annað hundrað veitingamenn ráðstöfun- inni. Sögðu þeir íslensku framleiðsl- una hvergi nærri jafngóða þeirri erlendu og væri svo'enn þrátt fyrir að reynt hefði verið að bæta fram- leiðsluna. Vilhjálmur Egilsson hjá Verslun- arráði lýsti áhyggjum sínum vegna væntanlegra áhrifa hás matarverös á ferðaþjónustu úti á landi. „Veitingamenn um allt land eru uggandi vegna hás matvælaverðs í kjölfar söluskatts á matvæli og hækkun jöfnunargjalds á franskar kartöflur heggur í sama knérunn." Bjarni Árnason hjá Sambandi veit- inga- og gistihúsa tók í sama streng. Sagði hann að hátt matarverð ætti eflaust eftir að valda búsifjum í þess- ari atvinnugrein sem hefur verið í uppgangi undanfarin fimm ár. Hann lét einnig í ljós áhyggjur yfir því að grænmeti og garðávextir ættu eftir að hljóta sömu örlög: „Þessar aðgerðir landbúnaðarráð- herra beinast ekki einungis gegn kartöflum. Það sama gæti gerst í sambandi við grænmeti og garðá- vexti, þetta er allt í beinu samhengi," sagði Bjarni að lokum. -PLP Vilhjáimur Egilsson hjá Verslunarráði Islands. DV-mynd BG ■ -■ _ á k „Raðherra bregst trausti Alþingis Á blaðamannafundi vegna hækk- unar á jöfnunargjaldi á franskar kartöflur voru einnig fulltrúar inn- flytjenda. Einn þeirra var Haukur Hjaítason hjá Dreifingu sf. en það fyrirtæki hefur flutt inn mikið af kartöflum „Með þessum aðgerðum er ráð- herra að bregðast trausti Alþingis. Ríkisstjórnin hefur verið að beita sér fyrir verðhjöðnun. Þessar aðgerðir eru síst í anda þeirrar stefnu. Viö viljum hvetja Alþingi til að endur- skoða þessár heimildir ráðherra til aukinnar skattheimtu." -PLP Jónas Bjarnason i landbúnaðar- nefnd Neytendasamtakanna. DV-mynd BG Jónas Bjamason: „Heimild ráðherra til hækkunar stenst ekki“ Sú heimild í lögum, sem land- búnaðarráðherra beitir til að hækka jöfhunargjald á frönskum kartöflum, er á þá leið að ef hrá* efhi er niðurgreitt erlendis til framleiðenda er heimilt að hækka jöfnunargjald á innflutn- ing. Beiting þessarar heimildar stenst því ekki i þessu dæmi að mati Jónasar Bjamasonar sem sér um landbúnaöarmál hjá Neytendasamtökunum. „Kartöflur eru ekki niöur- greiddar í löndum Evrópubanda- lagsins samkvæmt þeim upplýsingum sera ég hef undir höndum. Þetta kemur fram í skýrslu um landbúnaðarmál í löndum bandalagsins en þar eru kartöflur flokkaðar sem hrein markaðsvara. Ég hringdi í við- skiptafulltrúa breska sendiráös- ins og staðfesti hann að þessar upplýsingar væru réttar. Heimild ráöherra stenst þvi ekki í þessu tilviki því hún gildir því aðeins að hráefni sé niður- greitt til erlendra framleiðenda.11 -PLP Blómafrjókornin frá ORTIS! T /)/)0/blómafrjókorn frá X UU / 0spönskuhásléttunni. KÆUMEÐHONDLUN SEM TRYGGIR STYRKLEIKA OG GÆÐI. VERÐ VIÐ ALLRA HÆFI. M1C0'S/F Sími6 Sfmi612292 SÖLUAÐILAR: Heilsumarkaöurinn, Hafnarstrœti 11 Kornmarkaöurinn, Skólavöröustíg 21 a Frœkorniö, Skólavöröustíg 16, SS, Glœsibœ, Austurverl og Laugavegi. Nýi-bær, Eiöistorgi Kaupstaöur, Mjóddinni Garöakaup, Garöabæ Fjaröarkaup, Hafnarfiröi Heilsuræktin, Kópavogi Heilsuhomlö, Selfossi Heilsuhorniö, Akureyri Kf. Egilsstööum Kf. Húsavik SkagflröingabúA, SauAárkrAkl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.