Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 7. MARS 1988. Meiming Islenskar kvikmyndir til Rúðuborgar Ur kvikmynd Kristínar Jóhannesdóttur, Á hjara veraldar. Fjölmargar kvikmyndahátíðir eru haldnar í Frakklandi árlega, frægust þeirra er hátiðin í Cannes. Sem dæmi um aðrar má nefna kvikmyndahátíðina í Deauvill, sérstaklega tileinkaða bandarísk- um kvikmyndum, hátíð hinna þriggja meginlanda í Nantes, íber- íuhátiðina í Biarritz og hátiö ítal- skra kvikmynda í Nice. Norrænar kvikmyndir hafa hins vegar hlotið litla umijöllun og athygli í Frakk- landi sem og annars staðar í heiminum en árið 1986 voru um 80 kvikmyndir framleiddar á Norð- urlöndum. Á þessu vilja framtaks- samir Frakkar ráða bót og efna til fyrstu Norrænu kvikmyndahátíð- arinnar í Rúðuborg dagana 2. til 8. mars nk. Vegna aldagamalla tengsla Rúðuborgar við Noröur- lönd er vel við hæfi að fyrsta norræna kvikmyndahátíðin sé haldin þar en forsvarsmenn henn- ar hafa í hyggju að gera slíka hátíð að árlegum viðburði. Fimm til Frakklands Það eru Frakkarnir Jean-Michel Mongrédien kvikmyndagerðar- maður, Claude Lechat, og Franco- ise Buquet sem bera hita og þunga hátíðarinnar. Þær Francoise Buqu- et og Claude Lechat komu hingað til lands sl. haust til þess að velja flmm íslenskar kvikmyndir á Rúðuborgarhátíðina og ræða við leikstjóra, leikara og aðra sem tengjast íslenskri kvikmyndagerð á einn eða annan hátt. Fimm íslen- skar kvikmyndir voru valdar og fimm íslendingum boðið á hátiðina í Rúðuborg. Kvikmyndin Skytturn- ar, efitir Friðrik Þór Friðriksson, er eina íslenska myndin sem kepp- ir til verðlauna. Á hjara veraldar, eftir Kristínu Jóhannesdóttur, Með allt á hreinu, eftir Ágúst Guð- mundsson og Hrafninn flýgur, eftir Hrafn Gunnlaugsson verða sýndar í flokki kvikmynda sem ber yflr- skriftina „Panorama du nouveau cinema Nordique“ eða heildaryfir- lit um nýjar norrænar kvikmyndir. Útlaginn verður sýnd í flokki sem ber yfirskriftina „Journees The- matques" (Dagar tileinkaðir ákveðnu þema), sem skiptist í þrjá undirflokka „Films Pur Enfants", „Documentaries" og „Sagas“ eða kvikmyndir fyrir böm, heimildar- myndir og fornsögulegar myndir. íslendingarnir fimm, sem boðið var á Rúðuborgarhátíðina, eru: Friðrik Þór Friðriksson, Þórarinn Þórar- insson, Kristín Jóhannesdóttir, Arnar Jónsson og Guðbrandur Gíslason. Skytturnar keppa Vemdari hátíðarinnar er franska kvikmyndasafnið „Centre National de la Cinématographie" og hátíðina styrkja fjölmörg fyrirtæki og menningarstofnanir Norðurlanda í Rúðuborg. Norræn menning, leik- list, tónlist og myndlist munu setja svip sinn á borgina á meðan á há- tíðinni stendur. Nína Gautadóttir, og Rosso. Andlit Noregs em Odd- var Einarson með kvikmynd sína Errance og Erik Gustavson með Blackout. Svíar senda þijár mynd- ir í keppnina eftir þá Carsten Brandt Demoner, Bo Widerberg Ormens vag pa Halleberget og Kay Pollak Alska Mej! Sá á kvölina sem á völina Hveijir ráða vali á islenskum myndum á erlendar kvikmyndahá- tíðir? Aðspurður sagði Guðbrandur Gíslason, framkvæmdastjóri Kvik- tilkynningu um að ákveðin kvik- myndahátíð verði haldin og spyija þá um leið hvort einhveijar kvik- myndir frá íslandi muni taka þátt i þessum hátíðum eða fara í ein- hveija af þeim keppnum sem þar eru haldnar. Á undaínfomum ámm hefur ekki alltaf verið um margar kvikmyndir að velja til þess að senda á hátíðir, þannig að yfirleitt hafa þær myndir sem em búnar til það árið farið og enginn þeirra fyr- ir utan Atómstöðina hefur t.d. náð að komast í keppni í Cannes. ísland og Kvikmyndasjóður er aðili að Úr Með allt á hreinu ettir Agúst Guðmundsson. íslensk listakona í París, mun t.a. m. opna sýningu í Rúðuborg í byijun mars. í fréttatilkynningu frá forsprökkum hátiðarinnar er þess getið aö nokkrir leikstjórar og leikarar keppnismyndanna muni sækja hátíðina í Rúðuborg í mars svo sem „Bo Widerberg, Stefan Jarl, Kay Pollack, Aki Kaurismaki, Kristín Jóhannesdóttir, Friðrik Þór Friðriksson og aðrir.“ Frá Dan- mörku eru í keppninni kvikmyndir eftir Helle Ryslinge: Flamberede Hjerter og Gabriel Axel: Bebettes Gjestebud, (byggð á sögu eftir Kar- en Blixen). Finnsku bræðurnir Aki og Mika Kaurismaki sýna kvik- myndir sínar: Vaijoja Paratiisissa Úr kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Skyttunum. myndasjóðs og Kvikmyndasaíns íslands, eftirfarandi: „Það er ekki til nein algild regla um það hver ræður því vali. En ef við tökum t.d. þær íslensku myndir sem valdar eru til óskarsverðlaunakeppninn- ar, þá hefur Félag kvikmyndagerð- armanna séð um þá tilnefningu. í sambandi við Rúðuborg voru það franskir aðilar sem höfðu samband við okkur. Það er ánægjulegt þegar útlendingar sýna íslenskum kvik- myndum slíkan áhuga. Frakkar höfðu samband við okkur fyrir um það bil ári síðan. Og Kvikmynda- sjóður hefur fjármagnað flutnings- kostnaö á kvikmyndahátíðir og fari mynd í einhvers konar keppni þá hefur sjóðurinn kostað sýningar- eintak cif þeirri mynd með erlend- um texta.“ Hver fylgir myndunum eftir, t.d. í Rúðuborg? „í Rúðuborg er ein mynd í keppni, það eru Skyttumar og Friðrik Þór Friðriksson fer þangað og stendur fyrir sínum málum varðandi sína mynd. Kristín Jó- hannesdóttir, sem er stjómarmaö- ur í stjóm Kvikmyndasjóðs, verður þama fyrir hönd Kvikmyndasjóðs og fylgir jafnframt sinni mynd.“ Hver em tengsl sjóðsins við kvik- myndahátíðir yfirleitt? „Ég þekki ekki hvemig það hefur verið frá upphafi. Hins vegar hafa aðstandendur og skipuleggjendur ýmissa hátíða sent Kvikmynda- sjóði árlega með góðum fyrirvara norrænu samstarfi um að kynna kvikmyndir. í þessu samstarfi taka þátt kvikmyndastofnanir allra Norðurlandanna og fá til þess nokkurn styrk frá Norðurlanda- ráði. Því fé sem fæst frá Norður- landaráði er varið til þess að kynna kvikmyndir frá Norðurlöndunum utan Norðurlandanna og þar á meðal á stærstu kvikmyndahátíð- unum, t.d. í Cannes og Berlín." Hvaða gildi hefúr kvikmyndahá- tíð í Rúðuborg fyrir íslenskar kvikmyndir? „Ég held tvímælalaust að öll kynning af þessu tagi, eins og fer fram í Rúðuborg, sé mjög jákvæð fyrir islenskar kvikmyndir. Við höfum ekki mikið bolmagn, hvorki mikið fjármagn né fólk til þess að kynna íslenskar kvikmyndir er- lendis. Þegar aöilar eins og í Kvikmyndir Guðbjörg Guðmundsd. Rúðuborg sýna íslenskum kvik- myndum svona mikinn áhuga, þá er það tvímælaiaust íslenskri kvik- myndagerð til framdráttar og Kvikmyndasjóður fagnar ipjög þessu framtaki í Rúðuborg. Þetta er lítil hátíð sem hefur afmarkað svið og miðast við þessa ákveðnu borg og þau héruð sem þar eru í kring en hún er engu að síður góðra gjalda verð,“ sagði Guðbrandur að lokum. Rómverskir riddarar réðust inn í „Rúðuborg“ Rómveijar kölluðu Rúðuborg Rotarmagnus á dögum Cesars. Á tímum Göngu-Hrólfs var hún gerö að höfuðborg Normandí. Á 15. öld var borgin eins konar miðstöð í stríðinu á milli Englendinga og Frakka. Englendingar lögðu borg- ina undir sig árin 1419 til 1449 og líflétu Jóhönnu af Örk á markaös- torgi í Rúðuborg árið 1418. Jóhanna var aðeins 19 ára gömul er hún var brennd lifandi á báli, hún var dreg- in fyrir dómstóla og ákærð fyrir galdra. Bóndastúlkan Jóhanna fékk vitrun frá englum, sá sýnir og gekk á fund Frakkakonungs. Stjórnaði stríði og barðist ötullega sjálf og leiddi her Frakka í ótal sigra. Mikið hefur verið ritað um Jóhönnu af Örk og rithöfundar svo sem Schiller, Shaw, Anouilh, Volt- arie og fleiri hafa gert þjóðsöguna um hana að yrkisefni sínu. Og Rúðuborg kemur við sögu í Gerplu Halldórs Laxness: „Þar hófust upp nokkrir er sögðu það æva skyldu að norrænir víkingar beygði hnakka sinn fyrir kristnum mönn- um, eða geingi undir boð þeirra; kváðu nær að brenna Rúðuborg og drepa jarlinn og biskupana.“ (bls. 214) og síðar „....; en þá var ham- íngja norrænna manna slík, og ágæti þeirra að því hófi, að útlend- ir konúngar keptust um að gefa þeim lönd sín til eignar, og buðu þeim dætur sínar að konum, svo- sem þá er Karl konúngur í Frakk- landi gaf Gaunguhrólfi Normandí og að baugþaki dóttur sína Pópu: Nú hefur hrólfsniðjúngur í Rúðu, Ríkharður jarl, spurt hver frægð yður er orðin á Einglandi, af sökum hjartaprýði yðvarrar og garpskap- ar og þess ósigranleika sem öll heimsbygðin skelfist við.“ (bls. 217) í seinni heimsstyijöldinni varð Rúðuborg fyrir miklum skemmd- um í loftárásum. En þó eru þar ennþá margar fallegar og sögulegar byggingar sem varðveist hafa, svo sem dómkirkja í gotneskum stfl, sem ber merki um auð og mikil- vægi Rúðuborgár á miðöldum. í borginni er einnig dómhús sem þykir eitt það „fallegasta" í Frakk- landi. Allar leiðir liggja til Rúðu- borgar Það er ástæða til þess að fagna því aö svo margar íslenskar mynd- ir skuli vera sýndar samtímis á kvikmyndahátíð. „Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi" segir máltækið. Þótt hátíðin sé ung og óreynd getur hún eflaust vakið áhuga Frakka á norrænum kvikmyndum sem er takmark frumkvöðla hennar. Hver veit nema „allar leiðir“ liggi að lok- um til Rúðuborgar? Fyrstu verðlaun í Rúðuborg eru peningar og dreifing myndarinnar í Frakklandi. Sem sagt til einhvers að vinna annars en verðlaunagrips, viðurkenningarsKjals eða gæða- stimpils. Þaö væri vel við hæfi að Skyttumar hittu í mark og bæra sigur úr býtum á þessari fyrstu norrænu kvikmyndahátíð í Rúðu- borg. Það er vonandi að íslenskri kvikmyndagerð vaxi ásmegin um ókomna tíð og lokki til sín heimsins lýð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.