Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 7. MARS 1988. 17 Lesendur Frá setningu Búnaðarþings á Hótel Sögu á sl. ári. Búnaðarþingið: Dagpeningar 4 þús und krónur á dag Einar Bj. hringdi: Síðasta Búnaðarþing hefur orðið þjóðinni dýrt ef marka má fréttir. Þóknun þeirra fulltrúa, sem sátu þingið, er sögð hafa skipst í laun, dagpeninga og ferðakostnað. AUs er talið að laun þeirra 25 fulltrúa, sem sátu þingið, hafi ekki verið undir þremur milljónum króna. Dagpeningar þeir er fulltrúarnir fá eru þeir sömu og hiö opinbera greið- ir, eða um 4 þúsund krónur á dag! - Launin eru síðan ákveðin af þingfull- trúunum sjálfum er þinginu lýkur. í frétt um þetta Búnaðarþing kemur fram að gera megi ráð fyrir að þing- fulltrúar fái ekki lægri upphæð en 120 þúsund krónur, hver fyrir sig. Þetta allt greiðir Búnaðarfélagið sem svo þiggur rekstrarfé sitt af hinu opinbera, ríkissjóði, eða með öðrum oröum frá mér og þér, hinum al- menna skattgreiðanda. - Hver var svo að tala um sparnaö og samdrátt hjá hinu opinbera og hjáleigum þess? Það er annars mikið umhugsunar- efni hvernig allar þessar ráðstefnur og þing hinna ýmsu félagasamtaka íjármagna fundahöld sín ár hvert - að ekki sé nú spurt um það hvemig allur sá fjöldi, sem situr þessar ráð- stefnur og þing, getur komist frá vinnu sinni heilu vinnudagana og jafnvel vikurnar. Gefa vinnuveitend- ur þessu fólki vinnufrí, rétt sisona, án þess að það komi niður á starfsemi viökomandi fyrirtækja í einkarekstri og opinberum? Það virðist vera nóg um auraráð þegar þingin eru annars vegar. Vióa utan þéttbýlfs er ekki skylt að nota bílbeltin. - Skyldu þær aðstæður eiga við hér? - Nýi vegurinn við Ólafsvíkurenni. WlHct oy vlðtuxtct eÍýH<l Litaval SÍÐUMÚLA 32 SÍMI 68 96 56 MILLTEXinnimálning með7eöa20%gljáa-BETT vatnsþynnt plastlakk meö 20 eða35% gljáa - VITRETEX plast- og mynsturmálning - HEMPELS lakkmálning og þynnir- CUPRINOLfúavarnarefni, gólf-og húsgagnalðkk, málningaruppleysir ofl. - ALCRO servalakk og spartl - MARMOFLOR gólfmálning - BREPLASTA spartl og fylliefni - Allar stærðir og gerðir afpenslum, rúllum, bökkum, límböndum ofl.ofl. Kynniö ykkur verðiö og fáió góð ráö í kaupbæti. Nýtt í öryggismálum bifreiða; Bílar skærlitir og þurrkur í gangi Sigurjón Ámason skrifar: Eg verð nú aö leggja orð í belg um þá dæmalausu og fáránlegu „her- ferð“ sem tryggingafélögin em nú í gegn bíleigendum. Ég segi gegn bíl- eigendum vegna þess að ég get ekki séð að nokkur glóra sé í þessum nýju reglum sem settar hafa verið og eiga að auka umferðaröryggið. - Það eina sem dugir í þeim efnum er að hamra á að fara eftir þeim reglum sem gilda og fylgja þeim eftir af lögreglu og síð- an pógu háum sektum við brot. Þetta með að kveikja ökuljósin um leið og farið er af stað, hvenær dags sem er, án tillits til birtu og aðstæðna er hrein aðför að almennri skynsemi og ég á eftir að sjá að fólk fari eftir þessari reglu þegar dag tekur að lengja. Það er ekkert svar að segja sem svo viö fólk: Ja, ef þú ekki getur passað að slökkva ljósin um leið og þú ferð út úr bílnum þá kaupirðu bara tæki sem stjórnar því fyrir þig! - Á hið opinbera að skikka mig til að kaupa eitt eða annað vegna fárán- legra reglna, sem brjóta gegn sið- ferðisvitund fólks? Þetta með beltin spennt er einnig regla, sem brýtur gegn siðferðis- hugmynd fólks. Einkum og sér í lagi, þegar ekki eru allir skyldaðir til að nota beltin. Næsti ökumaður á göt- unni (t.d. leigubílstjóri) er e.t.v. sá sem ekki þarf að hlíta þessari reglu! Samt er hann við akstur allan daginn og hefur það að atvinnu. Er hann þá ekki í neinni hættu - og er þá engin hætta þótt ekið sé án belta? Og síðan koma undanþágumar frá notkun bObelta. Ég var búinn að minnast á leigubílstjórana, þeir eru undanþegnir. Einnig eru fjölmargir aðrir hópar sem ekki þurfa að spenna beltin, þ.á m. allir þeir sem geta sýnt „læknisvottorð" um að þeir geti ekki spennt beltin! - Mega þá þeir, sem eru hvað veikastir fyrir, t.d. vegna veikinda eöa slysa, aka án belta? Hvers konar rökleysur em þetta? Síðan kemur fáránlegasta undan- tekningin: „Ekki er skylt aö hafa öryggisbelti við asktur við erfið og hættuleg skilyrði utan þéttbýhs...“ Er hér verið að hygla landsbyggðar- fólki eða hvað? Eða er þá ekkert öryggi í því að hafa beltin þar sem skilyrðin eru erfið og hættuleg? Nú legg ég til að sett verði lög um að ökumönnum verði gert að skyldu að hafa rúðuþurrkurnar á meðan ekiö er hvemig sem viðrar og að nóttu sem degi. Maður veit jú aldrei hvenær byrjar að rigna! - Einnig er full þörf á að bifreiðaeigendum verði settur aðlögunartími til ársins 1990 en það ár verði skylda að hafa alla bíla hér á landi appelsínugula, til að þeir sjáist betur! Það ár getur þá vitleysan veriö full- komnuð: ljósin á allan sólarhringinn, beltin spennt hjá sumum, en ekki öhum (undanþágum verði fjölgað þannig aö hestamenn þurfi ekki að spenna beltin í sínum bílum), rúðu- þurrkumar ávallt í notkun meðan á akstri stendur (helst líka í kyrrstöðu) og enginn bíll verð í fluttur til lands- ins nema hann sé með appelsínugul- um lit! NÝR STAÐUR * Hjón með 2 börn 0-12 ára. í Limasol á suðurströnd Kýpur er fjölskrúðugt mannlíf, jafnt að nóttu sem degi. Pað er því engin tilviljun að æ fleiri af yngri kynslóðinni telja Kýpur einn skemmtilegasta sumar- leyfisstaðinn við Miðjarðarhafið. 2-3 vikur, áætlunarflug um Amsterdam, íslenskur fararstjóri. Verð frá 40.916 kr.* 4 í íbúð 48.336 kr. 2 í íbúð 51.516 kr. FERDASKRIFSTOFAN -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.