Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 7. MARS 1988. 53 Fréttir Oft fylgjast margir með uppboðunum. MEINDYRAFÆLA ERU MEINDÝR I HÍBÝLUM ÞÍNUM? Reyndu þá hátíðnifæluna. Hún fælir burt mýs, rottur, flugur og skordýr. Skaðlaus flestum tegundum gæludýra. ÚTSÖLUSTAÐIR: Byko, Nýbýlavegi 6, Kópavogi Húsasmiðjan hf., Súðarvogi 3-5, Reykjavík Axel Sveinbjörnsson hf., Akranesi Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi Vélsmiöjan Þór hf., ísafirði Vélsmiðja Bolungarvíkur, Bolungarvík Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki Akurvík hf., Glerárgötu 20, Akureyri Veiðarfæraverslun Sigurðar Fanndal, Siglufirði Kaupfélag A-Skaftfellinga, Höfn, Hornafirði Stál hf., Seyðisfirði Kaupfélag Árnesinga, Selfossi Kaupfélag Suðurnesja, Keflavík Fréttabréf af Vatnsnesinu: Fiskmarkaður Vestmannaeyja: Heildarsóluverðmæti aflans að nálgast 40 milljónir kr. virðist vera að festa sig í sessi. Hann hóf starfsemi sina 12. janúar og fram í síðustu viku var búiö að selja sam- tals milli 13 og 1400 tonn. Heildar- söluverömæti aflans er að nálgast 40 milljónir króna. Þetta fór frekar ró- lega á stað samfara litlu flskiríi en hefur aukist og veriö stöðug aukning fram á daginn í dag samfara betri afla. Mánudaginn 22. febrúar voru seld 130 tonn, sem er stærsti dagur- inn til þessa. Finnur Sigurgeirsson fram- kvæmdastjóri segir að þetta hafi farið mjög vel af stað og þrátt fyrir að magn hafi aukist virðist markað- urinn þola það, heldur sér í verði. Ef htið er á sölumar síðasta mánu- dag þá voru 26 tonn af ufsa óslægöum seld á 20,35 krónur kílóiö, 22 tonn af slægðum þorski fóru á 46,52 krónur en meðalverö af óslægöum var á 38,13 krónur. „Við erum því bjart- sýnir á framhaldið og markaðurinn Ómar Garðarsson, DV, Eyjum: Fiskmarkaður Vestmannaeyja h/f Finnur Sigurgeirsson framkvæmda- stjóri. DV-myndir Ómar Spáð í verðið og síðan boðið. er búinn að festa sig í sessi,“ sagði Finnur Sigurgeirsson. Bjarndýrið í Skagafirði og krummi á krossi kirkjunnar Róbert Jack, DV, Tjöm, Vatnsnesi: Mér fmnst það furöulegt að þeir sem lýsa vetraríþróttunum á ólymp- íuleikunum í Calgary í Alberta-fylki í Kanada geta ekki borið fram Cal- gary á réttan hátt. Áhersla er lögð á fyrri hluta orðsins en ekki hinn síð- ari. Ég held að Vestur-íslendingar myndu flnna að því og álíta íslend- inga á heimalandinu ekki mikla málamenn. Annars finnst okkur sveitamönnum mjög gott að Ríkis- sjónvarpið færir okkur myndir af þessu íþróttamóti og gott að ísland tekur þátt leikunum. Það er meira virði en að sigra. Hér á Vatnsnesinu má halda skíða- mót þessa dagana því snjórinn er mikill og varla fært að komast í kaupstaöinn. Við áttum von á ísnum í Húnaflóa en hann kom ekki sem betur fór. Ég hef talað viö marga menn að undanfórnu og fannst þeim ekki fagurt að bjamdýrið skyldi drepið noröur í Skagaflröi. Þetta var húnn sem mátti lifa. Ekkert fæst fyr- ir dautt dýrið en ef þvi hefði verið leyft aö lifa - skotið með deyfikúlu sem allir dýralæknar eiga - heíði verið hægt aö selja það í dýragarð fyrir góða peninga. Bjarndýr í Manitoba Þessi drápsfíkn réttlætir sig ekki og er skammarleg í alla staði. Það finnst Bjarndýrshúnninn sem drepinn var i Fljótum. mönnum hér. Ég man eftir, þegar ég var prestur í Manitoba, að í bænum White Horse viö Hudson Bay komu mörg bjarndýr á land á hverjum vetri til aö leita sér aö æti. Þau voru ekki skotin heldur gáfu íbúar bæjarins þeim mat þangað til þau fóru aftur út á ísinn. Dönsku lögin um að drepa bjarndýrin eru nú úrelt og tími kominn til að alþingis- menn semji lög til að vemda þessar skepnur. Þeim fækkar með hverju árinu. Bjarndýr í Grímsey Ég man að rétt áöur en ég kom til að þjóna í Grímsey hafði bjarndýr komiö í land af ísnum. Gamall Grímseyingur tók þá til sinna ráða, þegar hann sá dýrið. Hann opnaöi fjárhús sitt og hleypti kindunum út og niður í fjöru þar sem bjarndýrið var. Það var svangt og greip eina kindina. Fór það með hana út á ís- inn, át hana og hvarf síðan á haf út. Ekki hefur Skagfiröingum dottið í hug að gera slíkt? Krummi á krossi kirkjunnar Fuglalíf er ekki mikið á þessum tíma árs. Snjótittlingar þó margir og koma heim á bæi til að fá eitthvað að borða. Og krummi situr á krossi kirkjunnar og bíöur eftir að fá brauð og ánnað sem ég gef honum. Hann er skemmti- legur og skynsamur fugl og gleymir ekki aö þakka fyrir sig á sinn hátt. Það er fátt fólk á Vatnsnesinu og þaö er eins og ein fjölskylda sem vinnur saman ef nauðsyn krefur. í rauninni erum við heimur út af fyrir sig. Hér er engin spenna eða óþæg- indi og segja má með sanni að allir séu bræður. Tjörn, 16. febrúar. Með bestu kveðjum, RJ. Heildsölubirgðir: HNOÐRI SF. Pantanasími: 675070 Áður Nú Khaki-buxur 1.490 500 Galla-buxur . 1.490 500 Joggingpeysur 1.425 6Ó0 Joggingbuxur 1.190 400 Peysur 2.490 1.900 Skyrtur 1.790 400 Gallajakkar 2.900 1.400 Dömujakkar 2.790 1.395 Barnabuxur 1.100 600 Áprentaðir bolir 600 300 „Allar aðrar vörur með 20% afslætti" \J* VERÐDÆMI kólavörðustíg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.