Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 17. MARS 1988. Smáauglýsmgar - Sími 27022 Þverholti 11 Fréttir Tilsölu Borðstofusett frá HP-húsgögnum, kosta ný 180 þús., seljast á hálfvirði, lítið notað og litur vel út. Uppl. í síma 14180 e.kl. 19. ■ Bílar til sölu GMC Van Funtura ’82, V-8, með háum toppi, rafmagn í læsingum + rúðum, 4 snúningsstólar, ísskápur, fataskáp- ur. Einn með öllu. Ekinn 40 þús. F’ord F-250 dísil 6,91, 4x4, árg. ’83, gúmmí- klædd skúffa, ekinn 50 þús. Uppl. í síma 985-20066, 92-46644 og 92-46704. Mitsubishi L 300 sendibíll '82, ekinn 120.000 km, verð 230 þús., má greiðast með skuldabréfi til 12-18 mán. Uppl. í síma 623222 eða 18119. Mini 1100 78 til sölu. Verð 35 þús. Uppl. í síma 666506. Bill í sérflokki, Range Rover ’82, til sölu, 4 dyra, sportfelgur, litur svartur, ekinn 90 þús., verð 850 þús. Uppl. í síma 985-27778. Verslun SÍMASKUÁIN Omissandi hjálpartæki nútímamannsins Suzuki Fox ’85 til sölu, svartur, upp- hækkaður, á nýjum 33" dekkjum og 10" krómfelgum, nýir demparar, upp- hækkað boddí og Volvo vél, B 20. Skipti ath. Uppl. í síma 675293 e.kl. 19. Mazda 626 GLX dísil 1984, ckinn 115 þús. til sölu, steingrár, skoð. ’88, út- varp - segulband, rafmagn í rúðum, centrallæsingar, sumardekk á felgum. S. 30948 og 985-21761. Benz 813 ’83 til sölu, innfluttur ’87, með nýlegum kassa, ekinn 120 þús. km, stöðvarleyfi getur fylgt. Uppl. í símum 985-24624 og 54414 eftir kl. 19. OLAFSVIK DV óskar að ráða umboðsmann á Ólafsvík frá og með 1. apríl nk. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 93-61269 og á afgreiðslu DV í síma 91-27022. Símaskráin geymir allar nauðsynlegar uppl., svo sem nöfn, símanúmer, heim- ilisföng, tollnúmer, nafnnr., kennitöl- ur, númer bankareikninga, skilaboð, eins löng og minnið leyfir, o.m.fl. Ótrúlega íjölhæf. íslenskur leiðarvís- ir. ÚTSÖLUSTAÐIR: Radiobúðin, Skipholti, Leikfangahúsið, Skóla- vörðustíg, Bókabúð Braga, Lauga- vegi, Tónborg, Kópavogi, Bókabúð Böðvars, Hafnarfirði, Bókabúð Jónas- ar, Akureyri. Heildverslunin Yrkir, Mánagötu 1, Reykjavík. Sími 621951. Ýmislegt Listgler auglýsir! Byrjum námskeið í gerð glermynda og skrautmuna 21. mars. Uppl. og skráning í símum 45133 og 44854. H BÍLDSHÖFÐI < -------------1 m I < a VESTURLANDS & VEGUR ..........~1:° I ' ~~~ Stórbílaþvottast., Höfðabakka 1. Þarftu að þvo bílinn þinn en hefur ekki tíma til þess? Stórbílaþvottastöðin, Höfða- bakka 1, býður þvott sem fólginn er í tjöruþvotti, sápuþvotti + skolbóni, á vægu verði. Verðdæmi: Venjuleg fólksbifreið 300 kr. Jeppar 400 kr. Sendibiíar, litlir, 500 kr. Millistærð 600 kr. Langfbílar, stórir bílar 800 kr. Fljót og örugg þjónusta. Opið mán.- föst. 8-20, laugard. og sunnud. 10-18, síminn er 688060. t Ít ft ■)t ft Ít t )t 1t ■Jt "Íí ft ~jt it ÞVERHOLTI B L'JK'Ð BURDARFÓLK Stangarholt Skipholt 2-28 Stórholt Brautarholt Nóatún 24-34 Sólheima 1-23 Goðheima Túngata Öldugata 1-40 ■)t 1t 1t ^t AFGREIÐSLA SIMI 27022 Ráðstafanir tii bjargar refabændum: Slapp ríkissjóður? Ráðstafanir til að aðstoða refa- bændur hafa verið samþykktar hjá ríkisstjórninni, eins og áður hefur komið fram. Þar er gert ráð fyrir að þijár stofnanir taki að sér fyrir- greiðslu til refabænda en ijármála- ráðherra aftók að ríkissjóður tæki að sér beina fyrirgreiðslu í málinu. En er ríkissjóður laus allra mála - þegar upp er staðíð, þarf hann þá ekki að taka á sig skuldbindingar vegna þessara 90 miiljóna kr. ráð- stafana? Til að fá svar við því var leitað til forstööumanna hjá þeim stofnunum sem um ræðir. „Almennt séð höfum við enga peninga aflögu öðruvísi en að taka þá að láni,“ sagði Sigurður Guð- mundsson, forstöðumaður þróun- arsviðs hjá Byggðastofnun, sem á að reiöa fram 30-50 milljónir auk þess aö skuldbreyta fyrri lánum. Byggðastofnun mun eiga mikiö hlutafé í fóðurstöövum og sagði Sigurður aö leitast yrði við að selja þaö hlutafé sem fyrst. Þess ber að geta að endanlega er Byggðastofn- un á ríkisábyrgö. „Við erum með lán í Seðlabank- anum sem við stefnum að að fá skuldbreytt að hluta til að fjár- magna okkar hlut,“ sagði Jóhannes Torfason, stjórnarformaður Fram- leiðnisjóðs, sem á að reiða fram 17 milijónir kr. Jóhannes sagði að samkvæmt fyrri hugmyndum heföu þeir átt að bjarga 25 milljón- um til viðbótar en þeir hins vegar neitað því enda væri fjárhagslegt svigrúm þeirra takmarkað í ár. Þess ber að geta að endanlega tryggir ríkissjóður greiðslur til Framleiðnisjóðs. „Við getum auðvitað greitt þetta en við höfum heimild til að fá frest á afborgunum af skuldum okkar,” sagði Leifur Jóhannsson, forstöðu- maður Stofnlánadeildar landbún- aðarins, sem á að greiða 17 milljónir auk skuldbreríinga á eldri lánum sem Leifur sagði að engin leið væri að gera sér grein fyrir hvað væru mikil. Ef framlag Stofnlánadeildar verður í formi styrkja þarf að gera lagabreyting- ar. Þess má geta að endanlega er það landbúnaöarráðuneytið sem tryggir íjármagn til Stofnlánadeild- ar. -SMJ Fjórir efstu menn eigast við í dag Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Það má bóka hörkuskákir í 8. umferð alþjóðaskákmótsins á Ak- ureyri í dag. Þá mætast innbyrðis íjórir efstu menn mótsins og kunna þessar viðureignir að vera úrslita- skákir mótsins. Jóhann Hjartarson mætir Gure- vits og hefur svart. Margeir hefur hvítt gegn Polugajevsky og þessar tvær skákir verða án efa engar „friöarráðstefnur". í öðrum skákum eigast við Helgi Ólafsson og Karl Þorsteins, Ólafur Kristjánsson og Jón L„ Dolmatov og Tistall og Jón G. teflir við Adorj- an. Þessar skákir hefjast kl. 17 ’og verður tefld í Alþýðuhúsinu. Barátta um efstu sætin Gylfi Krisljánsson, DV, Akureyri: Eftir sjö umferðir a alþjóðaskák- mótinu á Akureyri eru fjórir keppendur efstir og jafnir. Margeir og Jóhann eru tveir þeirra og þeir standa betur að vígi því þeir eiga báðir ólokið einni skák, Margeir biðskák gegn Helga og Jóhann ótefldri skák, einnig gegn Helga. Geysileg barátta er framundan en staðan er þessi: Margeir Jóhann Gurevits Polugajevsky Karl Dolmatov Tistall Adorjan JónL. Helgi Ólafur JónG. 4,5 4,5 4,5 4.5 4.0 4,0 4,0 3.5 3,0 2.5 0,5 0,5 + biðskák + ótefld skák + bsk. og ót. sk. Gestabókin Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Að venju voru fjölmargir áhorf- endur er 7. umferð skákmótsins á Akureyri var tefld í gærkvöldi. Meðal viðstaddra voru þessir: Hreiðar Jónsson bæjarstarfs- maður, Óskar Hjaltalín Verslunar- maður, Ormar Snæbjörnsson kennari, Sturla Smæbjörnsson kennari, Gunnar Ragnars forstjóri, Guðjón E. Jónsson kennari, Guð- jón Jónsson skrifstofumaður, Örlygur ívarsson kennari, Ari Friðfinnsson trésmiður, Karl Þór- leifsson tæknifræðingur, Halldór Rafnsson framkvæmdastjóri, Pét- ur Torfason verkfræðingur, Hár- aldur Bogason umboðsmaður, Bryndís Ýr Viggósdóttir skíðamað- ur, Bjarni Jónasson pípulagninga- maður, Þór Valtýsson kennari, Stefán Sæmundsson blaðamaður, Oddur Jónsson verkamaður, Þór- oddur Hjaltalín bólstrari, Jón Lárusson verslunarmaður, Guð- mundur Guðlaugsson verkfræð- ingur, Stefán Gunnlaugsson framkvæmdastjóri, Eiríkur Sveinsson læknir, Viðar Garðars- son verslunarmaður, Valdimar Brynjólfsson heilbrigðisfulltrúi, Smári Ólafsson verslunarmaður, Guðmundur Heiðreksson verk- fræðingur, Haraldur Sigurðsson bankafulltrúi, Rafn Kjartansson verkamaður, Guðni Jónsson múr- ari, Konráð Gunnarsson verka- maður, Viðar Þorsteinsson trésmiður, Björn Axelsson nemi, Guðmundur Sigurjónsson skíða- maður. Tekst Margeiri að vinna? Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Helgi Ólafsson og Margeir Pét- ursson hafa nú teflt 80 leiki í skák sinni án þess að fá fram úrslit. Skák þeirra úr 6. umferð var tefld áfram í gær og fór aftur í bið. Stað- an er þannig að Margeir hefur hrók og biskup gegn hrók Helga og vinn- ingsmöguleikarnir eru Margeirs þótt margir hallist að því að jafn- tefli verði niðurstaðan þegar upp verður staðið. Þeir Helgi og Mar- geir settust að tafli kl. 11 í morgun og var talið líklegt að úrslit myndu þá fást.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.