Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1988, Page 15
FÖSTUDAGUR 25. MARS 1988.
15
Ljósaskylda á bifreiðum:
Lögboðið
áreiti
Ég vil þakka lesendabréf í DV þann
16. og 18. sl. þar sem fjallað er um
þau slæmu mistök að skylda alla
til a<) aka með ljósum hvenær sem
ekið er.
Satt að segja voru það mikil von-
brigði að löggjafinn skyldi fara
þessa leið, leið sem hlýtur að gera
meir en að missa marks, því ef
nokkuð verður, mun við þetta
fjölga umferðaróhöppum, svo ekki
sé talað um daglegan baga sem bíl-
stjórar eiga eftir að hafa þessa
vegna, svo sem straumlausa bíla
út um allt, öðrum til baga einnig,
og eigendum til kostnaðarauka.
Ekki eftir „aðstæðum“
En víkjum að því alvarlegasta,
örygginu í umferðinni. Það er
nefnilega mun verra að mæta bíl
með ljósum, og allt sem bagar öku-
mann veldur honum áreiti. Honum
fer að líða verr. Menn eru mjög
hvattir til að vera sem best fyrir-
kallaðir við akstur og í sem bestu
skapi. Á sama tíma er dembt á þá
lögboðnu áreiti einmitt í umferð-
inni. í þessu er greinilega ekki
samræmi. Með þessu er einnig
brotinn og ónýtur gerr einn allra
besti „frasi“ í umferðinni, þ.e.
„aktu ávallt eftir aðstæðum"!
Þegar ökumenn eru þvingaðir til
þess á einu sviði að aka ekki eftir
aðstæðum hlýtur það að ýta undir
minni sjálfstæða hugsun í umferð-
inni og slíkt er meira en varasamt.
Sólskin, ryklaus vegur, samt allir
með ökuljós? Það er ekki að aka
eftir aðstæðum. Margir aka einnig
í ógáti með háu geislana og því
fremur sem þeir ekki sjá til eigin
ljósa. Við því verður aldrei gert.
Eitt sinn var notkun ökuljósa
samræmd götulýsingunni. Einfalt
og ekkert fór milli mála. Þá blikk-
uðu menn ljósum til að minna aðra
á að þeir væru með ökuljós um
hábjartan daginn. Nú er þessu
KjaUarim
Bergsteinn Jónsson
deildarstjóri
öðruvísi farið, nú er sífellt verið að
minna mann á að maður hafi
gleymt að vera öðrum til baga.
Notkun ökuljósa um sumartímann
ætti ekki að leyfa, nema eftir regl-
unni góðu: að aka eftir aðstæðum.
Ef þoka var, t.d. á heiðinni, eða
rykmökkur á vegum voru allir með
ökuljós. Sem sagt allt eftir aðstæð-
um. Vill einhver mæta bifreið sem
bersýnilega er ekki ekið eftir að-
stæðum? Svari hver fyrir sig.
Mið af heilbrigðri skynsemi
í sumar er leið ók ég frá Rvík
austur fyrir fjall. Þetta var í júlí
og heiður himinn. Nær samfelld
umferð var á móti, flestir með öku-
ljós og sumir með háa geisla. Þá
að undanfórnu hafði hvert embætt-
ið gengið undir annars hönd með
áróður fyrir síljósanotkun, með
þessum líka „indæla" árangri' að
engu líkara var en nokkuð væri
áfátt um heilbrigði vegfarenda.
„Svíar aka ávallt með ljósurn,"
malda sumir í móinn. Ja, það var
þá! Eigum við ekki heldur að hugsa
til allra hinna þjóðanna sem, a.m.k.
enn, hafa ekki orðið þessari vit-
leysu að bráð. Við skulum beijast
fyrir gamla fyrirkomulaginu sem
eingöngu tók mið af heilbrigðri
skynsemi en ekki láta teyma okkur
út í eina vitleysuna annarri verri,
fundna upp af einhverjum sem
standa ráðþrota í umferðarvanda-
málinu og komast hvorki lönd eða
strönd.
Nú vill kannski einhver spyrja
sem svo: Vill ekki maðurinn gera
svo vel að benda á einhverjar leiðir
til úrbóta? Jú, það er alveg sjálfsagt
og raunar er ég steinhissa oft og
tíðum að hlusta á umræðuna sem
títt er nefnd: umferöarvandamál.
Menn eru þá að vonum spurðir:
hvað er til úrbóta?
Uppeldisskortur
Og þá byrjar ballið. Það eru bíl-
stjórar og aftur bílstjórar sem ekki
eru góðar samfélagsverur. Það er
eins og gengið sé út frá því að bíl-
stjórar séu alveg sérstakur „þjóð-
flokkur". Ekki er það svo. Á íslandi
Það er eins og gengið sé út frá því að
bílstjórar séu alveg sérstakur „þjóð-
flokkur“. Ekki er það svo, bara Islend-
ingar, úrtak úr þjóðinni.
T~
r# »• *
„Eitt sinn var notkun ökuljósa samræmd götulýsingunni. Einfalt og ekk
ert fór milli mála,“ segir m.a. i greininni.
:
Jj BHT*
f : yU y Á X1' : ■ - ''v;
terpi
/JB
Jp' ^
eru þeir bara íslendingar, úrtak úr
þjóðinni, og þá er komið að kjarna
þessa máls. Umbúðalaust sagt,
þjóðin í heild býr við uppeldisskort
og það er von. Upp úr 1940 tók þeim
heimilum að fækka sem veittu gott
uppeldi og nú eru þau orðin tilfinn-
anlega fá. Úr þessu er brýnt aö
bæta ef menn meina eitthvað með
tali sínu um slæma umferðar-
menningu. Það verður að laga
einstaklinginn, því ekki verður
þjóðin betri en þeir eru allir til sam-
ans.
Daglegur umgangur margra hér
er slíkur að varla frnnst samjöfnuð-
ur nema e.t.v. í „favelu“hverfum
þriðja heimsins. Oftast eftir hverja
helgi er varla hægt aö ganga, hjóla
eða aka fyrir glerbrotum á gang-
stígum og akbrautum. Maður, sem
ekki getur lagt frá sér gosflösku
öðruvísi en kasta henni í gangslétt-
ina til brots, hlýtur að hafa farið á
mis við uppeldi sem fellur undir
mannasiði. Þegar slíkir fá margra
tuga hestafla mótor til að marg-
falda ruddamennsku sína þá fer
einmitt eins og fariö hefur hjá okk-
ur í umferöarmálum aö undan-
fórnu. Bætum uppeldi þjóðarinnar
og þá verður ekki lengur talað um
bílstjóra sem eitthvert sérstakt fyr-
irbrigði. Bergsteinn Jónsson
DV-leiðarinn fimmtud. 17. mars sl.:
Ábyrgðin er...
„Ábyrgðin er kennara"! segir þar.
Launamenn, sem grípa til verk-
falls, bera á því ábyrgð. Þeim þýðir
ekki að kenna öðrum um.
Pólska kennslustundin
Leiðari DV segir dæmisögu. Þar
er skýrt hvernig launamenn bera
ábyrgðina á verkfóllum. Til þess
þurfti aðeins að fara litla stund í
fótspor upplýsingameistara Hitlers
og taka okkur í kennslustund.
Kennslustund dagsins
Þetta var áhrifarík kennslustund.
Nú skiljum við hverjir bera
ábyrgðina þegar tekist er á um
kaup og kjör. Það er auðvitað ekki
sá sem rýrir kjör launamanna. Sá
sem rýrir kjörin er alltaf í fullum
rétti. Kröfur hans eru hógværar og
nauðsynlegar. Auðvitaö berum við
hinir alla ábyrgð. Við sem veitum
viðnám.
Ábyrgðin er Pólverja
Auðvitað var það hárrétt hjá upp-
lýsingameistara Hitlers að Hitler
var neyddur til að ráðast á Pól-
verja. Þeir höföu jú hafnað hans
hógværu kröfum. Og Pólverjar
voru svo ósvífnir að veita viðnám.
KjaUarinn
Gísli Ól. Pétursson
í stjórn Hins isl.
kennarafélags og form.
samninganefndar HÍK
Auðvitað var þeim refsað fyrir og
að sjálfsögðu réttdræpir ef þeir
voguðu sér í verkfall. Þeir gátu jú
sjálfum sér um kennt. Ábyrgðin
var þeirra.
Pólland er ennþá of stórt
Þetta gildir auðvitaö enn í dag:
Pólland er alltof stórt. Launafólk
er bara frekt. Einkum ríkisstarfs-
menn. Sem betur fer hafa vinnu-
veitendur bæði upplýsingameist-
ara og her manns sér til aðstoðar
að stýra sókninni. Og íjármálaráð-
herra hefur tekið af skariö: Auðvit-
að komast kennarar af með minna.
„Við tökum af þeim ögn í viðbót.
Þeir geta bara unnið á nóttunni
Frá útifundi í kennaraverkfalli fyrir nokkrum árum.
líka. Margir gera það þegar
sé ég á heildarlaununum.“
Það
Viðnám Pólverja
Kennarar eru ósvífnir. Þeir eru
eitthvað að hugsa. Það er þó gott
að þeir eru hikandi rétt eins og
„Kennarar skulu vita þaö að fjármála-
ráðherra setur fram hógværar kröfur.
Hann er 1 fullum rétti.“
Pólverjar forðum. Ég heyri þá
segja: Hvernig eru lögin um samn-
ingsrétt okkar? Ha? Ekkert um að
velja nema verkfall?
Pólverjum að kenna
Kennarar skulu vita það að íjár-
málaráðherra setur fram hógvær-
ar kröfur. Hann er i fullum rétti.
Pólverjar fengu strax að vita að ef
þeir veittu viðnám væri ábyrgðin
þeirra. Það var þó gott að sérlegur
upplýsingameistari DV hefur talað.
Undir fullu nafni hefur hann borið
oss boðin: „Ábyrgðin er kennara".
Gísli Ól. Pétursson